Verstappen ræsir þriðji eftir að hafa tryggt sér titilinn Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 23. október 2022 08:00 Max Verstappen ræsir aðeins þriðji í sinni fyrstu keppni eftir að hafa tryggt sér heimsmeistaratitilinn. Chris Graythen/Getty Images Max Verstappen, nýkrýndur heimsmeistari í Formúlu 1, ræsir þriðji í Texas í kvöld í sinni fyrstu keppni eftir að hafa tryggt sér sinn annan heimsmeistaratitil í íþróttinni á ferlinum. Þrátt fyrir að Verstappen hafi nú þegar tryggt sér heimsmeistaratitilinn er baráttan um annað sætið enn hörð. Sergio Perez, liðsfélagi hans hjá Red Bull, situr eins og er í öðru sæti heimsmeistarakeppninnar með 253 stig, Charles Leclerc á Ferrari er þriðji með 252 stig, George Russell á Mercedes situr í fjórða sæti með 207 stig og Carlos Sainz á Ferrari situr í fimmta sæti með 202 stig. Það var einmitt sá síðastnefndi, Carlos Sainz, sem átti hraðasta hringinn í tímatökunum í Texas í gærkvöldi og verður hann því á ráspól þegar ljósin slokkna í kvöld. Með honum í fremstu rásröð verður liðsfélagi hans hjá Ferrari, Charles Leclerc, og svo koma þeir í annarri rásröð liðsfélagarnir hjá Red Bull, Max Verstappen og Sergio Perez. CARLOS SAINZ TAKES POLE!He storms to his third pole in F1, with Leclerc second-fastest, and Verstappen third#USGP #F1 pic.twitter.com/xvwibxXxKy— Formula 1 (@F1) October 22, 2022 Akstursíþróttir Mest lesið Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Fótbolti Liverpool - Real Madrid | Risarnir mætast á Anfield Fótbolti Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Fótbolti Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Handbolti Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Fótbolti Falla fleiri gleðitár hjá fjölskyldu Viktors í kvöld? Fótbolti Slavia Prag engin fyrirstaða fyrir Arsenal Fótbolti Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Handbolti PSG - Bayern | Meistararnir gegn liðinu sem vinnur alltaf Fótbolti „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Verstappen telur sig ekki geta barist um titilinn Hlupu inn á Formúlu 1-brautina: „Ég hefði getað drepið þá“ Yfirburðir Norris sem er kominn á toppinn Norris á ráspól og forysta Piastri í hættu Grunur um nauðgun á heimili Schumachers Segir að formúlu 1 vanti nú illmenni Russell fyrstur í mark í Singapúr og McLaren tryggði sigur bílasmiða George Russell á ráspól í Singapúr Hringt í flesta eigendur í Formúlu 1 eftir brottreksturinn frá Red Bull Sjá meira
Þrátt fyrir að Verstappen hafi nú þegar tryggt sér heimsmeistaratitilinn er baráttan um annað sætið enn hörð. Sergio Perez, liðsfélagi hans hjá Red Bull, situr eins og er í öðru sæti heimsmeistarakeppninnar með 253 stig, Charles Leclerc á Ferrari er þriðji með 252 stig, George Russell á Mercedes situr í fjórða sæti með 207 stig og Carlos Sainz á Ferrari situr í fimmta sæti með 202 stig. Það var einmitt sá síðastnefndi, Carlos Sainz, sem átti hraðasta hringinn í tímatökunum í Texas í gærkvöldi og verður hann því á ráspól þegar ljósin slokkna í kvöld. Með honum í fremstu rásröð verður liðsfélagi hans hjá Ferrari, Charles Leclerc, og svo koma þeir í annarri rásröð liðsfélagarnir hjá Red Bull, Max Verstappen og Sergio Perez. CARLOS SAINZ TAKES POLE!He storms to his third pole in F1, with Leclerc second-fastest, and Verstappen third#USGP #F1 pic.twitter.com/xvwibxXxKy— Formula 1 (@F1) October 22, 2022
Akstursíþróttir Mest lesið Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Fótbolti Liverpool - Real Madrid | Risarnir mætast á Anfield Fótbolti Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Fótbolti Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Handbolti Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Fótbolti Falla fleiri gleðitár hjá fjölskyldu Viktors í kvöld? Fótbolti Slavia Prag engin fyrirstaða fyrir Arsenal Fótbolti Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Handbolti PSG - Bayern | Meistararnir gegn liðinu sem vinnur alltaf Fótbolti „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Verstappen telur sig ekki geta barist um titilinn Hlupu inn á Formúlu 1-brautina: „Ég hefði getað drepið þá“ Yfirburðir Norris sem er kominn á toppinn Norris á ráspól og forysta Piastri í hættu Grunur um nauðgun á heimili Schumachers Segir að formúlu 1 vanti nú illmenni Russell fyrstur í mark í Singapúr og McLaren tryggði sigur bílasmiða George Russell á ráspól í Singapúr Hringt í flesta eigendur í Formúlu 1 eftir brottreksturinn frá Red Bull Sjá meira