Telur Ísland geta orðið leiðandi í matarsjálfbærni Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 23. október 2022 09:01 Um 53 prósent allrar matvöru sem neytt er á Íslandi er framleidd hérlendis. Sérfræðingur í sjálfbærni segir nauðsynlegt að Íslendingar líti í eigin matarkistu og telur landið geta orðið leiðandi í sjálfbærri matvælaframleiðslu. Starfshópur á vegum forsætisráðuneytisins skilaði nýlega skýrslu um stöðu neyðarbirgða á landinu. Í skýrslunni er meðal annars farið yfir stöðu matvælabirgða, lyfja- og lækningatækjabirgða, eldsneytisbirgða á landinu. Fram kemur í skýrslunni að fæðuöryggi á Íslandi sé háð innflutningi matvæla og innlendri matvælaframleiðslu. Innlend framleiðsla sé hins vegar mjög háð innflutningi aðfanga, svo sem eldsneytis, fóðurs, sáðvöru og áburðar. Þar segir jafnframt að huga þurfi að aukinni sjálfbærni í matvælaframleiðslu. En hvað getur hinn almenni neytandi gert til að vera sjálfbærari í sinni matvælaneyslu? „Ég held með því að einbeita sér að því sem vex hérna, hvort sem það er að safna mat eða með sjálfsþurftarbúskap en einnig hvað varðar markaðssetningu,“ segir Rob Kinneen og nefnir þar sem dæmi hvað Íslendingar hafa náð langt í gróðurhúsarækt. Marg líkt með íslenskri matarmenningu og matarmenningu frumbyggja Aðgengi að matvælum allan ársins hring og frá öllum heimshornum hafi breytt matvælaumhverfinu að hans mati. „Það þarf að einbeita sér að því sem er tiltækt hér og nú og fagna því eftir árstíðum,“ segir Rob. Rob er af frumbyggjaættum frá Alaska og hefur á undanförnum árum beint sjónum sínum að aukinni sjálfbærni í matvælaneyslu. Margt sé líkt með Íslandi og Alaska hvað það varðar. „Ég sé mikil líkindi. Lítill íbúafjöldi, mikið rými. Það sem er spennandi fyrir mig eru sérkenni matarins, persónuleiki matarmenningarinnarsem er hér nú þegar.“ Framleiðum aðeins helming matvöru sem neytt er Margir hafa eflaust fundið fyrir áhrifum hækkandi hrávöruverðs erlendis undanfarna mánuði. Það hefur meðal annars haft áhrif á verð matarkörfunnar hér en íslensk matvara er þó en dýrari en erlend. Fréttastofa brá sér í matvöruverslun og tíndi saman matvæli, sem hægt var að finna bæði úr innlendri og erlendri framleiðslu. Í körfunum tveimur var talsvert af grænmeti, brauð, ostur og hafrar. Verðmunurinn á körfunum var tæpar þúsund krónur. Sú erlenda kostaði 5.928 krónur en sú íslenska 6.720. Ísland framleiðir í dag um 53 prósent allrar matvöru sem neytt er. Um 96 prósent mjólkurvara, 91 prósent kjöts, 10 prósent grænmetis og ávaxta, aðeins eitt prósent korns, 44 prósent kartafla og 36 prósent fisks. Rob segir nýusköpun nauðsynlega í matvælaframleiðslu. „Hvað tækni varðar held ég að Ísland gæti orðið leiðandi þar. Ég held að þetta gæti verið nýsköpun sem þið gætuð fagnað og sýnt hvernig eigi að gera þetta.“ Matur Matvælaframleiðsla Mest lesið „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Innlent Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Innlent Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Innlent Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ Innlent Ekkert bólaði á ræðumanni Innlent Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Innlent Hinsegin fólk upplifi óöryggi í strætisvögnum Innlent Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Innlent Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Innlent Sósíalistar vilja Sönnu burt en hún kveðst koma af fjöllum Innlent Fleiri fréttir „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Ekkert bólaði á ræðumanni Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Hinsegin fólk upplifi óöryggi í strætisvögnum Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Afgerandi niðurstaða um þjóðarmorð og óþreyjufullir foreldar á Nesinu Sósíalistar vilja Sönnu burt en hún kveðst koma af fjöllum Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ „Ég veit ekki hversu hátt þarf að öskra orðið þjóðarmorð“ Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Stöðugildum á vegum ríkis fjölgaði um rúm 500 á síðasta ári Reikna með gosi í lok mánaðar Rændi bíl í Veiðivötnum og ók undir áhrifum af vettvangi Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Merki um að gjá í samfélaginu sé að stækka Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Stjórnvöld ætli að hafa yfirhöndina gagnvart skipulögðum glæpahópum Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels Lokun Sorpu á Dalvegi enn frestað Munu áfram stýra fastanefndunum Fá að halda framkvæmdum áfram í bili Eldur í geymslu í blokk á Selfossi Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Flestir sem skráðu sig í Skorradalshrepp fá að kjósa Frumvarp um afnám laga um orlof húsmæðra lagt fram í tíunda sinn Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Sló töskunni í vélarhlíf lögreglubifreiðar „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Sjá meira
Starfshópur á vegum forsætisráðuneytisins skilaði nýlega skýrslu um stöðu neyðarbirgða á landinu. Í skýrslunni er meðal annars farið yfir stöðu matvælabirgða, lyfja- og lækningatækjabirgða, eldsneytisbirgða á landinu. Fram kemur í skýrslunni að fæðuöryggi á Íslandi sé háð innflutningi matvæla og innlendri matvælaframleiðslu. Innlend framleiðsla sé hins vegar mjög háð innflutningi aðfanga, svo sem eldsneytis, fóðurs, sáðvöru og áburðar. Þar segir jafnframt að huga þurfi að aukinni sjálfbærni í matvælaframleiðslu. En hvað getur hinn almenni neytandi gert til að vera sjálfbærari í sinni matvælaneyslu? „Ég held með því að einbeita sér að því sem vex hérna, hvort sem það er að safna mat eða með sjálfsþurftarbúskap en einnig hvað varðar markaðssetningu,“ segir Rob Kinneen og nefnir þar sem dæmi hvað Íslendingar hafa náð langt í gróðurhúsarækt. Marg líkt með íslenskri matarmenningu og matarmenningu frumbyggja Aðgengi að matvælum allan ársins hring og frá öllum heimshornum hafi breytt matvælaumhverfinu að hans mati. „Það þarf að einbeita sér að því sem er tiltækt hér og nú og fagna því eftir árstíðum,“ segir Rob. Rob er af frumbyggjaættum frá Alaska og hefur á undanförnum árum beint sjónum sínum að aukinni sjálfbærni í matvælaneyslu. Margt sé líkt með Íslandi og Alaska hvað það varðar. „Ég sé mikil líkindi. Lítill íbúafjöldi, mikið rými. Það sem er spennandi fyrir mig eru sérkenni matarins, persónuleiki matarmenningarinnarsem er hér nú þegar.“ Framleiðum aðeins helming matvöru sem neytt er Margir hafa eflaust fundið fyrir áhrifum hækkandi hrávöruverðs erlendis undanfarna mánuði. Það hefur meðal annars haft áhrif á verð matarkörfunnar hér en íslensk matvara er þó en dýrari en erlend. Fréttastofa brá sér í matvöruverslun og tíndi saman matvæli, sem hægt var að finna bæði úr innlendri og erlendri framleiðslu. Í körfunum tveimur var talsvert af grænmeti, brauð, ostur og hafrar. Verðmunurinn á körfunum var tæpar þúsund krónur. Sú erlenda kostaði 5.928 krónur en sú íslenska 6.720. Ísland framleiðir í dag um 53 prósent allrar matvöru sem neytt er. Um 96 prósent mjólkurvara, 91 prósent kjöts, 10 prósent grænmetis og ávaxta, aðeins eitt prósent korns, 44 prósent kartafla og 36 prósent fisks. Rob segir nýusköpun nauðsynlega í matvælaframleiðslu. „Hvað tækni varðar held ég að Ísland gæti orðið leiðandi þar. Ég held að þetta gæti verið nýsköpun sem þið gætuð fagnað og sýnt hvernig eigi að gera þetta.“
Matur Matvælaframleiðsla Mest lesið „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Innlent Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Innlent Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Innlent Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ Innlent Ekkert bólaði á ræðumanni Innlent Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Innlent Hinsegin fólk upplifi óöryggi í strætisvögnum Innlent Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Innlent Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Innlent Sósíalistar vilja Sönnu burt en hún kveðst koma af fjöllum Innlent Fleiri fréttir „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Ekkert bólaði á ræðumanni Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Hinsegin fólk upplifi óöryggi í strætisvögnum Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Afgerandi niðurstaða um þjóðarmorð og óþreyjufullir foreldar á Nesinu Sósíalistar vilja Sönnu burt en hún kveðst koma af fjöllum Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ „Ég veit ekki hversu hátt þarf að öskra orðið þjóðarmorð“ Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Stöðugildum á vegum ríkis fjölgaði um rúm 500 á síðasta ári Reikna með gosi í lok mánaðar Rændi bíl í Veiðivötnum og ók undir áhrifum af vettvangi Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Merki um að gjá í samfélaginu sé að stækka Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Stjórnvöld ætli að hafa yfirhöndina gagnvart skipulögðum glæpahópum Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels Lokun Sorpu á Dalvegi enn frestað Munu áfram stýra fastanefndunum Fá að halda framkvæmdum áfram í bili Eldur í geymslu í blokk á Selfossi Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Flestir sem skráðu sig í Skorradalshrepp fá að kjósa Frumvarp um afnám laga um orlof húsmæðra lagt fram í tíunda sinn Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Sló töskunni í vélarhlíf lögreglubifreiðar „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Sjá meira
Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels