Blindur á öðru auga og máttlaus í hendi eftir árásina Viktor Örn Ásgeirsson skrifar 23. október 2022 16:40 Myndin er tekin við verðlaunaafhendingu í New York árið 2020. Getty/Zanni/McMullan Rithöfundurinn Salman Rushdie missti sjón á öðru auga og allan mátt í annarri hendinni eftir hnífaárás. Ráðist var á rithöfundinn á meðan hann hélt fyrirlestur í New York í ágúst. Rushdie er 75 ára gamall og var meðal annars lýstur réttdræpur í Íran á níunda áratugnum eftir að hafa gefið út skáldsöguna Söngvar Satans. Bókin hefur alla tíð vakið mikla reiði heittrúaðra múslima. Í Íran er bókin stranglega bönnuð vegna þeirrar myndar sem dregin er upp af Múhameð spámanni. Umboðsmaður rithöfundarins, Andrew Wylie, segir þá reglulega hafa rætt um hættuna sem Rushdie hefur verið talinn í. Hann hefur mátt sæta stöðugum lífslátshótunum síðustu áratugi. Rithöfundurinn sagði í viðtali tæpum tveimur vikum fyrir árásina að hann bæri höfuðið hátt og tilfinningin væri sú að hættan væri hjá liðin. Umboðsmaðurinn segir í samtali við El País að árásin hafi verið svo skyndileg að engin leið hafi verið að koma í veg fyrir hana. Lítið hefur verið gefið upp um ástand rithöfundarins, þar til nú, en Wylie vildi ekki gefa upp hvort Rushdie lægi enn á sjúkrahúsi. Mestu máli skipti að hann væri á lífi. „[Sárin] voru djúp og hann hefur einnig misst sjón á öðru auga. Hann hlaut þrjú alvarleg stungusár á hálsi og var stunginn 15 sinnum í brjóst og búk. Hann hlaut einnig taugaskemmdir á hönd eftir stungusár og hefur misst allan mátt í hendinni,“ segir hann við spænska dagblaðið. Meintur árásarmaður, Hadi Matar, var leiddur fyrir dóm í ágúst en hann hefur neitað sök. Um 2.500 manns fylgdust með þegar árásarmaðurinn ruddist upp á svið og stakk rithöfundinn. Matar var handtekinn af lögregluþjóni á vettvangi. Bandaríkin Íran Mál Salman Rushdie Tengdar fréttir Írönsk yfirvöld segja Rushdie og stuðningsmenn hans eina bera ábyrgð á árásinni Yfirvöld í Íran taka fyrir að hafa komið að árás á rithöfundinn Salman Rushdie í New York á föstudag. Þau segja Rushdie sjálfan og aðdáendur hans bera ábyrgð á árásinni. 15. ágúst 2022 07:37 Rushdie kominn úr öndunarvél Salman Rushdie er kominn úr öndunarvél og farinn að tala og segja brandara. Þetta segir vinur rithöfundarins, en ráðist var á Rushdie á sviði í New York á dögunum þar sem hann ætlaði að halda fyrirlestur. Rushdie var stunginn ítrekað og fluttur á sjúkrahús. 14. ágúst 2022 07:48 Hafa borið kennsl á árásarmann Rushdie Lögreglan í New York hefur borið kennsl á manninn sem réðst á rithöfundinn Salman Rushdie er hann hélt fyrirlestur í dag. Rushdie var stunginn nokkrum sinnum í kviðinn og hálsinn. 12. ágúst 2022 21:25 Mest lesið Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Innlent Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Erlent Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Vanræksla við hönnun, vottun, viðhald og skoðun Erlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Innlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Innlent Fleiri fréttir Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Gagnrýndur fyrir að nota gervigreind í embættisstörfum Vanræksla við hönnun, vottun, viðhald og skoðun Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Hyggjast rukka suma ferðamenn um brottfarartryggingu Hollendingar kaupa vopn af Bandaríkjunum fyrir Úkraínumenn Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Neitað um lausn gegn tryggingu Bolsonaro í stofufangelsi Danskur dýragarður óskar eftir gæludýrum til að fóðra rándýrin Annar leikarinn sem tekur eigið líf eftir ölvunarakstur Elskar auglýsingarnar með Sweeney fyrst hún er Repúblikani Tæplega þrjátíu drepin á meðan þau biðu eftir mat Fyrrverandi ísraelskir foringjar biðla til Trump að ljúka stríðinu Tugir drukknuðu og margra enn saknað Demókratar flýja Texas svo þing geti ekki komið saman Hamas til í að gefa gíslum hjálpargögn ef Ísrael hleypir þeim inn á svæðið Maður lést eftir fall af svölum á tónleikum Oasis Rússneskt eldfjall gýs í fyrsta sinn í sex hundruð ár Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Leiddi fordæmalausa bænastund á Musterishæð Eldur í olíugeymslu í Sochi eftir drónaárás Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Beinaber gísl látinn grafa eigin gröf á Gasa Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Maxwell flutt í þægilegra fangelsi Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa Sjá meira
Rushdie er 75 ára gamall og var meðal annars lýstur réttdræpur í Íran á níunda áratugnum eftir að hafa gefið út skáldsöguna Söngvar Satans. Bókin hefur alla tíð vakið mikla reiði heittrúaðra múslima. Í Íran er bókin stranglega bönnuð vegna þeirrar myndar sem dregin er upp af Múhameð spámanni. Umboðsmaður rithöfundarins, Andrew Wylie, segir þá reglulega hafa rætt um hættuna sem Rushdie hefur verið talinn í. Hann hefur mátt sæta stöðugum lífslátshótunum síðustu áratugi. Rithöfundurinn sagði í viðtali tæpum tveimur vikum fyrir árásina að hann bæri höfuðið hátt og tilfinningin væri sú að hættan væri hjá liðin. Umboðsmaðurinn segir í samtali við El País að árásin hafi verið svo skyndileg að engin leið hafi verið að koma í veg fyrir hana. Lítið hefur verið gefið upp um ástand rithöfundarins, þar til nú, en Wylie vildi ekki gefa upp hvort Rushdie lægi enn á sjúkrahúsi. Mestu máli skipti að hann væri á lífi. „[Sárin] voru djúp og hann hefur einnig misst sjón á öðru auga. Hann hlaut þrjú alvarleg stungusár á hálsi og var stunginn 15 sinnum í brjóst og búk. Hann hlaut einnig taugaskemmdir á hönd eftir stungusár og hefur misst allan mátt í hendinni,“ segir hann við spænska dagblaðið. Meintur árásarmaður, Hadi Matar, var leiddur fyrir dóm í ágúst en hann hefur neitað sök. Um 2.500 manns fylgdust með þegar árásarmaðurinn ruddist upp á svið og stakk rithöfundinn. Matar var handtekinn af lögregluþjóni á vettvangi.
Bandaríkin Íran Mál Salman Rushdie Tengdar fréttir Írönsk yfirvöld segja Rushdie og stuðningsmenn hans eina bera ábyrgð á árásinni Yfirvöld í Íran taka fyrir að hafa komið að árás á rithöfundinn Salman Rushdie í New York á föstudag. Þau segja Rushdie sjálfan og aðdáendur hans bera ábyrgð á árásinni. 15. ágúst 2022 07:37 Rushdie kominn úr öndunarvél Salman Rushdie er kominn úr öndunarvél og farinn að tala og segja brandara. Þetta segir vinur rithöfundarins, en ráðist var á Rushdie á sviði í New York á dögunum þar sem hann ætlaði að halda fyrirlestur. Rushdie var stunginn ítrekað og fluttur á sjúkrahús. 14. ágúst 2022 07:48 Hafa borið kennsl á árásarmann Rushdie Lögreglan í New York hefur borið kennsl á manninn sem réðst á rithöfundinn Salman Rushdie er hann hélt fyrirlestur í dag. Rushdie var stunginn nokkrum sinnum í kviðinn og hálsinn. 12. ágúst 2022 21:25 Mest lesið Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Innlent Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Erlent Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Vanræksla við hönnun, vottun, viðhald og skoðun Erlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Innlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Innlent Fleiri fréttir Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Gagnrýndur fyrir að nota gervigreind í embættisstörfum Vanræksla við hönnun, vottun, viðhald og skoðun Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Hyggjast rukka suma ferðamenn um brottfarartryggingu Hollendingar kaupa vopn af Bandaríkjunum fyrir Úkraínumenn Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Neitað um lausn gegn tryggingu Bolsonaro í stofufangelsi Danskur dýragarður óskar eftir gæludýrum til að fóðra rándýrin Annar leikarinn sem tekur eigið líf eftir ölvunarakstur Elskar auglýsingarnar með Sweeney fyrst hún er Repúblikani Tæplega þrjátíu drepin á meðan þau biðu eftir mat Fyrrverandi ísraelskir foringjar biðla til Trump að ljúka stríðinu Tugir drukknuðu og margra enn saknað Demókratar flýja Texas svo þing geti ekki komið saman Hamas til í að gefa gíslum hjálpargögn ef Ísrael hleypir þeim inn á svæðið Maður lést eftir fall af svölum á tónleikum Oasis Rússneskt eldfjall gýs í fyrsta sinn í sex hundruð ár Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Leiddi fordæmalausa bænastund á Musterishæð Eldur í olíugeymslu í Sochi eftir drónaárás Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Beinaber gísl látinn grafa eigin gröf á Gasa Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Maxwell flutt í þægilegra fangelsi Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa Sjá meira
Írönsk yfirvöld segja Rushdie og stuðningsmenn hans eina bera ábyrgð á árásinni Yfirvöld í Íran taka fyrir að hafa komið að árás á rithöfundinn Salman Rushdie í New York á föstudag. Þau segja Rushdie sjálfan og aðdáendur hans bera ábyrgð á árásinni. 15. ágúst 2022 07:37
Rushdie kominn úr öndunarvél Salman Rushdie er kominn úr öndunarvél og farinn að tala og segja brandara. Þetta segir vinur rithöfundarins, en ráðist var á Rushdie á sviði í New York á dögunum þar sem hann ætlaði að halda fyrirlestur. Rushdie var stunginn ítrekað og fluttur á sjúkrahús. 14. ágúst 2022 07:48
Hafa borið kennsl á árásarmann Rushdie Lögreglan í New York hefur borið kennsl á manninn sem réðst á rithöfundinn Salman Rushdie er hann hélt fyrirlestur í dag. Rushdie var stunginn nokkrum sinnum í kviðinn og hálsinn. 12. ágúst 2022 21:25