Berjast fyrir fleiri klukkutímum í Laugarskarði Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 24. október 2022 16:01 Töluverðar endurbætur voru gerðar á sundlauginni Laugarskarði nýlega. Þær sneru aðallega að búningsaðstöðu gesta. Hveragerði Bæjarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins í Hveragerði telja mikið ákall eftir því að opnunartími sundlaugarinnar í Laugarskarði verði lengdur. Málið er komið á borð menningar- og frístundafulltrúa bæjarins. Friðrik Sigurbjörnsson og Alda Pálsdóttir, bæjarfulltrúar Sjálfstæðsiflokksins sem er í minnihluta í bænum í fyrsta skipti í háa herrans tíð eftir kosningarnar í vor, lögðu til að opnunartími sumarsins myndi gilda út árið 2022 til reynslu. Í lok árs yrðu aðsóknartölur skoðaðar og metið hvort tilefni sé til að halda lengdum opnunartíma allt árið. Þessa dagana er opið frá 6:45 til 20:30 á virkum dögum. Um helgar er opið frá 10 til 17:30. Í sumar var opið til 21:30 á virkum dögum. Um helgar opnaði klukkan 9 og dyrunum lokað klukkan 19. „Mikil umræða hefur verið í samfélaginu um opnunartíma sundlaugarinnar í Laugaskarði og virðist vera almenn óánægja með það hversu snemma lokar í sundlauginni bæði á virkum dögum og um helgar í vetur,“ segir í greinargerð Sjálfstæðisflokksins. „Í ljósi þessarar umræðu og þeirrar staðreyndar að íþróttastarfsemi í Hveragerði hefur skerst eftir fall Hamarshallarinnar er lagt til að sumaropnun nýliðins sumars verði framlengt út þetta ár til reynslu, þannig verði hægt að koma til móts við íbúa Hveragerðis, aukinni þjónustu við ferðamenn og stuðla að aukinni heilsueflingu í sveitarfélaginu.“ Vísa bæjarfulltrúarnir til þess þegar Hamarshöllin, uppblásið íþróttahús Hvergerðina, varð óveðri að bráð í febrúar. Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir og Lóreley Sigurjónsdóttir, bæjarfulltrúar Framsóknarflokksins, tóku til máls um málið auk þeirra Friðriks og Öldu. Í framhaldinu gerði meirihluti Framsóknar og Okkar Hveragerðis breytingatillögu um að vísa málinu til menningar- og frístundafulltrúa bæjarins, Jóhönnu Margrétar Hjartardóttur. Var tillagan samþykkt að loknu stuttu fundarhléi. Fróðlegt verður að sjá að hvaða niðurstöðu Jóhanna Margrét kemst í málinu. Sundlaugar Hveragerði Mest lesið Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Féll til jarðar rétt eftir flugtak Erlent Fundu 1,7 tonn af kókaíni í kafbát á miðju Atlantshafi Erlent Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Innlent Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent Fönguðu háhyrninga velta hvítháfum og éta úr þeim lifrina Erlent Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Innlent „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Innlent Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Innlent Fleiri fréttir Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Flestir vantreysta ráðherrum Flokks fólksins Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Þjófarnir margfölduðu upphæðir við millifærslur Taldi sig sjá bát hvolfa og þyrla og björgunarsveit kölluð út Ákærður fyrir að skjóta að dróna Fiskistofu Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Hundruð kennara nýta gervigreind til að undirbúa kennslu „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Starfsmaður Múlaborgar ákærður Gleðiefni að útkomuspá ársins sé á núlli Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Miðflokkurinn með eigið útspil í öryggis- og varnarmálum „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Reikna með tæplega nítján milljarða afgangi á næsta ári Tekinn í tíunda skipti dópaður og réttindalaus Uppsagnir hjá Icelandair og borgin kynnir fjárhagsáætlun næsta árs „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Bein útsending: Kynnir sína fyrstu fjárhagsáætlun Ölvaður en ekki barnaníðingur Líklegast að Reykjavíkurleiðin taki breytingum eftir umsagnir Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Lögreglan innsiglaði Flóka „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Sjá meira
Friðrik Sigurbjörnsson og Alda Pálsdóttir, bæjarfulltrúar Sjálfstæðsiflokksins sem er í minnihluta í bænum í fyrsta skipti í háa herrans tíð eftir kosningarnar í vor, lögðu til að opnunartími sumarsins myndi gilda út árið 2022 til reynslu. Í lok árs yrðu aðsóknartölur skoðaðar og metið hvort tilefni sé til að halda lengdum opnunartíma allt árið. Þessa dagana er opið frá 6:45 til 20:30 á virkum dögum. Um helgar er opið frá 10 til 17:30. Í sumar var opið til 21:30 á virkum dögum. Um helgar opnaði klukkan 9 og dyrunum lokað klukkan 19. „Mikil umræða hefur verið í samfélaginu um opnunartíma sundlaugarinnar í Laugaskarði og virðist vera almenn óánægja með það hversu snemma lokar í sundlauginni bæði á virkum dögum og um helgar í vetur,“ segir í greinargerð Sjálfstæðisflokksins. „Í ljósi þessarar umræðu og þeirrar staðreyndar að íþróttastarfsemi í Hveragerði hefur skerst eftir fall Hamarshallarinnar er lagt til að sumaropnun nýliðins sumars verði framlengt út þetta ár til reynslu, þannig verði hægt að koma til móts við íbúa Hveragerðis, aukinni þjónustu við ferðamenn og stuðla að aukinni heilsueflingu í sveitarfélaginu.“ Vísa bæjarfulltrúarnir til þess þegar Hamarshöllin, uppblásið íþróttahús Hvergerðina, varð óveðri að bráð í febrúar. Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir og Lóreley Sigurjónsdóttir, bæjarfulltrúar Framsóknarflokksins, tóku til máls um málið auk þeirra Friðriks og Öldu. Í framhaldinu gerði meirihluti Framsóknar og Okkar Hveragerðis breytingatillögu um að vísa málinu til menningar- og frístundafulltrúa bæjarins, Jóhönnu Margrétar Hjartardóttur. Var tillagan samþykkt að loknu stuttu fundarhléi. Fróðlegt verður að sjá að hvaða niðurstöðu Jóhanna Margrét kemst í málinu.
Sundlaugar Hveragerði Mest lesið Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Féll til jarðar rétt eftir flugtak Erlent Fundu 1,7 tonn af kókaíni í kafbát á miðju Atlantshafi Erlent Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Innlent Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent Fönguðu háhyrninga velta hvítháfum og éta úr þeim lifrina Erlent Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Innlent „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Innlent Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Innlent Fleiri fréttir Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Flestir vantreysta ráðherrum Flokks fólksins Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Þjófarnir margfölduðu upphæðir við millifærslur Taldi sig sjá bát hvolfa og þyrla og björgunarsveit kölluð út Ákærður fyrir að skjóta að dróna Fiskistofu Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Hundruð kennara nýta gervigreind til að undirbúa kennslu „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Starfsmaður Múlaborgar ákærður Gleðiefni að útkomuspá ársins sé á núlli Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Miðflokkurinn með eigið útspil í öryggis- og varnarmálum „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Reikna með tæplega nítján milljarða afgangi á næsta ári Tekinn í tíunda skipti dópaður og réttindalaus Uppsagnir hjá Icelandair og borgin kynnir fjárhagsáætlun næsta árs „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Bein útsending: Kynnir sína fyrstu fjárhagsáætlun Ölvaður en ekki barnaníðingur Líklegast að Reykjavíkurleiðin taki breytingum eftir umsagnir Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Lögreglan innsiglaði Flóka „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Sjá meira