Eins umhverfisvænn bílabruni og hægt er Bjarki Sigurðsson og Kristín Ólafsdóttir skrifa 27. október 2022 18:43 Jens Heiðar Ragnarsson, slökkviliðsstjóri Akraness og Hvalfjarðarsveitar. Jens Heiðar Ragnarsson, slökkviliðsstjóri Akraness og Hvalfjarðarsveitar, segir bílabrunann sem varð á gámasvæði Terra rétt fyrir utan Akranes í dag vera eins umhverfisvænan og hægt er. Stillt veður hefur komið í veg fyrir að reykur leggist yfir bæinn. Í dag varð mikill bruni á gámasvæði Terra rétt norðan við Akranes. Kviknað hafði í einu bílhræi og ekki tókst að slökkva eldinn í því í tæka tíð. Eldurinn breiddist því út í nærliggjandi bílhræ og úr varð mikill bruni. Í samtali við fréttastofu segir Jens Heiðar Ragnarsson, slökkviliðsstjóri Akraness- og Hvalfjarðarsveitar að slökkvistarf hafi gengið vel. Búið er að slökkva eldinn. Aðspurður segir hann það ekki vera gott að fá mengun frá bílabrunanum í andrúmsloftið. „Þessir bílar voru tilbúnir til flutnings. Það var búið að taka alla hjólbarða, allt eldsneyti, olíu og rafgeyma úr bílunum. Þeir voru eins umhverfisvænir og þeir geta verið,“ segir Jens. Slökkviliðið, í samstarfi við Heilbrigðiseftirlitið og lögregluna, vaktar nú hvernig reykurinn hagar sér og hvort hann muni leggjast yfir bæinn. „Ég veit að bærinn er búinn að senda út tilkynningu um að fólk hugi að sér. Eins og er þá er frekar stillt veður þannig það virðist ekki hafa farið mikill reykur yfir bæinn,“ segir Jens. Ekki myndaðist nein hætta við brunann en gámasvæði Terra er lokað svæði. Því var enginn þar nema þeir sem vinna þar eða voru að koma með efni til endurvinnslu. Svæðinu var lokað um leið og eldurinn kom upp. Slökkviliðsmenn verða á svæðinu eitthvað fram eftir kvöldi að ganga frá vettvanginum. Þá segir Jens að líklega verði einhverjir að vakta svæðið í nótt. Akranes Slökkvilið Umhverfismál Loftslagsmál Tengdar fréttir Gríðarlegur reykur eftir að kviknaði í hundrað bílhræjum Gríðarlega mikill reykur streymir til himins vestur af Akrafjalli eftir að kviknaði í hrúgu af bílhræum á gámasvæði Terra rétt fyrir utan Akranes. 27. október 2022 14:36 Mest lesið Jarðskjálfti við Kleifarvatn Innlent Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Erlent Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Erlent Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Innlent Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Erlent Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Innlent Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Innlent Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Innlent Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Innlent Töpuðu tæpum hundrað milljónum Innlent Fleiri fréttir Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Sjá meira
Í dag varð mikill bruni á gámasvæði Terra rétt norðan við Akranes. Kviknað hafði í einu bílhræi og ekki tókst að slökkva eldinn í því í tæka tíð. Eldurinn breiddist því út í nærliggjandi bílhræ og úr varð mikill bruni. Í samtali við fréttastofu segir Jens Heiðar Ragnarsson, slökkviliðsstjóri Akraness- og Hvalfjarðarsveitar að slökkvistarf hafi gengið vel. Búið er að slökkva eldinn. Aðspurður segir hann það ekki vera gott að fá mengun frá bílabrunanum í andrúmsloftið. „Þessir bílar voru tilbúnir til flutnings. Það var búið að taka alla hjólbarða, allt eldsneyti, olíu og rafgeyma úr bílunum. Þeir voru eins umhverfisvænir og þeir geta verið,“ segir Jens. Slökkviliðið, í samstarfi við Heilbrigðiseftirlitið og lögregluna, vaktar nú hvernig reykurinn hagar sér og hvort hann muni leggjast yfir bæinn. „Ég veit að bærinn er búinn að senda út tilkynningu um að fólk hugi að sér. Eins og er þá er frekar stillt veður þannig það virðist ekki hafa farið mikill reykur yfir bæinn,“ segir Jens. Ekki myndaðist nein hætta við brunann en gámasvæði Terra er lokað svæði. Því var enginn þar nema þeir sem vinna þar eða voru að koma með efni til endurvinnslu. Svæðinu var lokað um leið og eldurinn kom upp. Slökkviliðsmenn verða á svæðinu eitthvað fram eftir kvöldi að ganga frá vettvanginum. Þá segir Jens að líklega verði einhverjir að vakta svæðið í nótt.
Akranes Slökkvilið Umhverfismál Loftslagsmál Tengdar fréttir Gríðarlegur reykur eftir að kviknaði í hundrað bílhræjum Gríðarlega mikill reykur streymir til himins vestur af Akrafjalli eftir að kviknaði í hrúgu af bílhræum á gámasvæði Terra rétt fyrir utan Akranes. 27. október 2022 14:36 Mest lesið Jarðskjálfti við Kleifarvatn Innlent Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Erlent Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Erlent Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Innlent Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Erlent Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Innlent Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Innlent Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Innlent Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Innlent Töpuðu tæpum hundrað milljónum Innlent Fleiri fréttir Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Sjá meira
Gríðarlegur reykur eftir að kviknaði í hundrað bílhræjum Gríðarlega mikill reykur streymir til himins vestur af Akrafjalli eftir að kviknaði í hrúgu af bílhræum á gámasvæði Terra rétt fyrir utan Akranes. 27. október 2022 14:36