Þurfa kraftaverk á stað þar sem þeir hafa ekki unnið í 21 ár Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 28. október 2022 13:01 Íslandsmeistarar ÍA 2001 eru síðasta Skagaliðið sem vann í Kaplakrika. ljósmyndasafn akraness/friðþjófur helgason ÍA á enn tölfræðilega möguleika á að halda sér í Bestu deild karla. Vonin er samt mjög veik og Skagamenn þurfa auk þess að vinna á stað þangað þeir hafa ekki sótt sigur frá 2001. ÍA sækir FH heim í lokaorð Bestu deildarinnar á morgun. Ef Skagamenn ætla að leika í Bestu deildinni á næsta tímabili þurfa þeir að vinna FH-inga með tíu marka mun. Ekki nema. FH er þremur stigum á undan ÍA og er með miklu betri markatölu; með níu mörk í mínus en Akurnesingar 28 mörk í mínus. En þar sem liðin mætast í lokaumferðinni dugir Skagamönnum að vinna tíu marka sigur. Lítið mál, ekki satt? Raunhæfara markmið fyrir ÍA væri bara að vinna í Kaplakrika. Þar hafa Skagamenn nefnilega ekki unnið síðan 2001, síðasta tímabilið sem þeir urðu Íslandsmeistarar. Þann 15. júlí áttust ÍA og FH við í Kaplakrika. Fyrir leikinn voru Skagamenn í 3. sæti deildarinnar með fjórtán stig, fjórum stigum á eftir FH-ingum, sem voru í 2. sætinu, og sex stigum á eftir toppliði Fylkismanna. Gestirnir frá Akranesi byrjuðu leikinn af krafti og strax á 3. mínútu skoraði Hjörtur Hjartarson eftir mistök í vörn heimamanna og sendingu Ellerts Jóns Björnssonar. Þrátt fyrir að hafa 87 mínútur til að jafna varð FH-ingum ekkert ágengt upp við mark Skagamanna. Besta færið fékk Baldur Bett en Ólafur Þór Gunnarsson, markvörður ÍA, varði vítaspyrnu hans í fyrri hálfleik. Klippa: FH 0-1 ÍA Skagamenn fóru á mikið flug eftir sigurinn í Krikanum og unnu fimm næstu leiki sína og héldu hreinu í fjórum þeirra. Þeir tryggðu sér svo Íslandsmeistaratitilinn með því að gera 2-2 jafntefli við Eyjamenn í hreinum úrslitaleik í lokaumferðinni. Það var átjándi og síðasti Íslandsmeistaratitill ÍA. Frá leiknum 2001 hefur gengi ÍA í Kaplakrika verið ein sorgarsaga. Liðin hafa mæst sextán sinnum. FH-ingar hafa unnið tólf leiki og fjórum sinnum hefur orðið jafntefli. Leikir FH og ÍA í Kaplakrika síðan 2012 2002 FH 1-1 ÍA 2003 FH 1-1 ÍA 2004 FH 2-2 ÍA 2005 FH 2-0 ÍA 2006 FH 2-1 ÍA 2007 FH 1-1 ÍA 2008 FH 2-0 ÍA 2012 FH 2-1 ÍA 2013 FH 2-0 ÍA 2015 FH 4-1 ÍA 2016 FH 2-1 ÍA 2017 FH 2-0 ÍA 2019 FH 1-0 ÍA 2020 FH 2-1 ÍA 2021 FH 5-1 ÍA 2022 FH 6-1 ÍA ÍA náði síðast í stig í Kaplakrika 2007. Liðin gerðu þá 1-1 jafntefli. Síðan þá hafa FH-ingar unnið tíu heimaleiki í röð gegn Skagamönnum. FH vann ÍA í Krikanum með fimm mörkum gegn einu í fyrra. Í 21. umferð Bestu deildarinnar gerðu FH-ingar enn betur og unnu 6-1 sigur. Leikur FH og ÍA hefst klukkan 13:00 á morgun og verður sýndur beint á Bestu deild Sport 3. Fylgst verður með öllum sex leikjunum í lokaumferð Bestu deildarinnar samtímis á Stöð 2 Sport. Klukkan 20:00 er svo komið að uppgjörsþætti Stúkunnar. Besta deild karla ÍA FH Mest lesið Son verður sá dýrasti í sögunni Enski boltinn Elísa stórbætti metið í hundrað kílómetra hlaupi: „Mér líður furðuvel“ Sport „Margir sem voru tilbúnir að koma honum fyrir kattarnef fyrir mig“ Íslenski boltinn Sjáðu guttann skora geggjað mark fyrir Liverpool: Ný stjarna fædd á Anfield Enski boltinn „Hættiði að henda dildóum inn á völlinn“ Körfubolti Jorge Costa látinn Fótbolti Eigandi Newcastle gæti hjálpað Liverpool að kaupa Isak Enski boltinn Lars Lagerbäck lenti í slysi og kemur ekki til Íslands Fótbolti Sigtryggur Arnar í mjög fámennan hóp í sögu landsliðsins Körfubolti „Sagt að mér gæti blætt út“ Sport Fleiri fréttir Hansen hamingjusamur í Víkinni næstu árin Tryggvi þurfti að bíða í 257 daga eftir að bæta metið „Margir sem voru tilbúnir að koma honum fyrir kattarnef fyrir mig“ Natasha með slitið krossband Kári reynir að hjálpa HK upp um deild „Báðir endar vallarins mættu vera betri“ „Skemmtilegra þegar vel gengur“ Uppgjörið: Valur - Breiðablik 0-3 | Létt verk fyrir meistarana Sjáðu umdeilda vítadóminn og sigurmarkið sem var dæmt af Sjáðu tvennu Sigurðar og snögg svör Víkinga Tómas Bent seldur til Skotlands Sigurður grautfúll: „Líður eins og við höfum tapað þessum leik“ „Dómur af himnum ofan“ Þurfa þrjú stig „ef við ætlum ekki að lenda í veseni“ „Ég veit ekkert hverjir þetta voru“ „Alltaf gaman að skora fyrir uppeldisfélagið“ Uppgjörið: FH - Víkingur 2-2 | Forza ragazzi! Uppgjör: Breiðablik - KA 1-1 | Umdeild vítaspyrna tryggði Íslandsmeisturunum stig „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ „Hefðum ekki átt að tapa þessum leik“ „Ég vona að tjaldið mitt sé ennþá þarna, það verður gaman í kvöld“ Uppgjörið: ÍBV - KR 2-1 | Fyrirliðinn tryggði fögnuð í Eyjum „Einhver blástur en ekkert sem á að hafa svakaleg áhrif“ ÍBV fær liðsstyrk úr Laugardal Jóhannes ræddi ekki við Val: „Ef ég ætlaði að fara frá KR var það alltaf bara út“ Kristján hættur sem þjálfari Vals en Matthías verður áfram Skoraði ekki í leiknum en dómararnir skráðu samt á hana tvö mörk Orri Hrafn í KR og getur spilað í Eyjum Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Selvén aftur í Vestra Sjá meira
ÍA sækir FH heim í lokaorð Bestu deildarinnar á morgun. Ef Skagamenn ætla að leika í Bestu deildinni á næsta tímabili þurfa þeir að vinna FH-inga með tíu marka mun. Ekki nema. FH er þremur stigum á undan ÍA og er með miklu betri markatölu; með níu mörk í mínus en Akurnesingar 28 mörk í mínus. En þar sem liðin mætast í lokaumferðinni dugir Skagamönnum að vinna tíu marka sigur. Lítið mál, ekki satt? Raunhæfara markmið fyrir ÍA væri bara að vinna í Kaplakrika. Þar hafa Skagamenn nefnilega ekki unnið síðan 2001, síðasta tímabilið sem þeir urðu Íslandsmeistarar. Þann 15. júlí áttust ÍA og FH við í Kaplakrika. Fyrir leikinn voru Skagamenn í 3. sæti deildarinnar með fjórtán stig, fjórum stigum á eftir FH-ingum, sem voru í 2. sætinu, og sex stigum á eftir toppliði Fylkismanna. Gestirnir frá Akranesi byrjuðu leikinn af krafti og strax á 3. mínútu skoraði Hjörtur Hjartarson eftir mistök í vörn heimamanna og sendingu Ellerts Jóns Björnssonar. Þrátt fyrir að hafa 87 mínútur til að jafna varð FH-ingum ekkert ágengt upp við mark Skagamanna. Besta færið fékk Baldur Bett en Ólafur Þór Gunnarsson, markvörður ÍA, varði vítaspyrnu hans í fyrri hálfleik. Klippa: FH 0-1 ÍA Skagamenn fóru á mikið flug eftir sigurinn í Krikanum og unnu fimm næstu leiki sína og héldu hreinu í fjórum þeirra. Þeir tryggðu sér svo Íslandsmeistaratitilinn með því að gera 2-2 jafntefli við Eyjamenn í hreinum úrslitaleik í lokaumferðinni. Það var átjándi og síðasti Íslandsmeistaratitill ÍA. Frá leiknum 2001 hefur gengi ÍA í Kaplakrika verið ein sorgarsaga. Liðin hafa mæst sextán sinnum. FH-ingar hafa unnið tólf leiki og fjórum sinnum hefur orðið jafntefli. Leikir FH og ÍA í Kaplakrika síðan 2012 2002 FH 1-1 ÍA 2003 FH 1-1 ÍA 2004 FH 2-2 ÍA 2005 FH 2-0 ÍA 2006 FH 2-1 ÍA 2007 FH 1-1 ÍA 2008 FH 2-0 ÍA 2012 FH 2-1 ÍA 2013 FH 2-0 ÍA 2015 FH 4-1 ÍA 2016 FH 2-1 ÍA 2017 FH 2-0 ÍA 2019 FH 1-0 ÍA 2020 FH 2-1 ÍA 2021 FH 5-1 ÍA 2022 FH 6-1 ÍA ÍA náði síðast í stig í Kaplakrika 2007. Liðin gerðu þá 1-1 jafntefli. Síðan þá hafa FH-ingar unnið tíu heimaleiki í röð gegn Skagamönnum. FH vann ÍA í Krikanum með fimm mörkum gegn einu í fyrra. Í 21. umferð Bestu deildarinnar gerðu FH-ingar enn betur og unnu 6-1 sigur. Leikur FH og ÍA hefst klukkan 13:00 á morgun og verður sýndur beint á Bestu deild Sport 3. Fylgst verður með öllum sex leikjunum í lokaumferð Bestu deildarinnar samtímis á Stöð 2 Sport. Klukkan 20:00 er svo komið að uppgjörsþætti Stúkunnar.
2002 FH 1-1 ÍA 2003 FH 1-1 ÍA 2004 FH 2-2 ÍA 2005 FH 2-0 ÍA 2006 FH 2-1 ÍA 2007 FH 1-1 ÍA 2008 FH 2-0 ÍA 2012 FH 2-1 ÍA 2013 FH 2-0 ÍA 2015 FH 4-1 ÍA 2016 FH 2-1 ÍA 2017 FH 2-0 ÍA 2019 FH 1-0 ÍA 2020 FH 2-1 ÍA 2021 FH 5-1 ÍA 2022 FH 6-1 ÍA
Besta deild karla ÍA FH Mest lesið Son verður sá dýrasti í sögunni Enski boltinn Elísa stórbætti metið í hundrað kílómetra hlaupi: „Mér líður furðuvel“ Sport „Margir sem voru tilbúnir að koma honum fyrir kattarnef fyrir mig“ Íslenski boltinn Sjáðu guttann skora geggjað mark fyrir Liverpool: Ný stjarna fædd á Anfield Enski boltinn „Hættiði að henda dildóum inn á völlinn“ Körfubolti Jorge Costa látinn Fótbolti Eigandi Newcastle gæti hjálpað Liverpool að kaupa Isak Enski boltinn Lars Lagerbäck lenti í slysi og kemur ekki til Íslands Fótbolti Sigtryggur Arnar í mjög fámennan hóp í sögu landsliðsins Körfubolti „Sagt að mér gæti blætt út“ Sport Fleiri fréttir Hansen hamingjusamur í Víkinni næstu árin Tryggvi þurfti að bíða í 257 daga eftir að bæta metið „Margir sem voru tilbúnir að koma honum fyrir kattarnef fyrir mig“ Natasha með slitið krossband Kári reynir að hjálpa HK upp um deild „Báðir endar vallarins mættu vera betri“ „Skemmtilegra þegar vel gengur“ Uppgjörið: Valur - Breiðablik 0-3 | Létt verk fyrir meistarana Sjáðu umdeilda vítadóminn og sigurmarkið sem var dæmt af Sjáðu tvennu Sigurðar og snögg svör Víkinga Tómas Bent seldur til Skotlands Sigurður grautfúll: „Líður eins og við höfum tapað þessum leik“ „Dómur af himnum ofan“ Þurfa þrjú stig „ef við ætlum ekki að lenda í veseni“ „Ég veit ekkert hverjir þetta voru“ „Alltaf gaman að skora fyrir uppeldisfélagið“ Uppgjörið: FH - Víkingur 2-2 | Forza ragazzi! Uppgjör: Breiðablik - KA 1-1 | Umdeild vítaspyrna tryggði Íslandsmeisturunum stig „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ „Hefðum ekki átt að tapa þessum leik“ „Ég vona að tjaldið mitt sé ennþá þarna, það verður gaman í kvöld“ Uppgjörið: ÍBV - KR 2-1 | Fyrirliðinn tryggði fögnuð í Eyjum „Einhver blástur en ekkert sem á að hafa svakaleg áhrif“ ÍBV fær liðsstyrk úr Laugardal Jóhannes ræddi ekki við Val: „Ef ég ætlaði að fara frá KR var það alltaf bara út“ Kristján hættur sem þjálfari Vals en Matthías verður áfram Skoraði ekki í leiknum en dómararnir skráðu samt á hana tvö mörk Orri Hrafn í KR og getur spilað í Eyjum Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Selvén aftur í Vestra Sjá meira