Velti vöngum yfir því af hverju stjórnarflokkarnir væru í ríkisstjórn Samúel Karl Ólason skrifar 30. október 2022 11:13 Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins. Vísir/Vilhelm Ríkisbáknið vex og vex og ekki bara regluverkið heldur líka umfang ríkissjóðs. Þetta sagði Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, í ræðu sinni á flokksráðsfundi sem haldinn var á Egilsstöðum í gær. Sigmundur sagði ríkið aldrei hafa verið eins umsvifamikið. Í ræðu sinni fór Sigmundur hörðum orðum um stjórnarflokkana og ríkisstjórn Íslands í ræðu sinni og spurði hann meðal annars hvers vegna Sjálfstæðisflokkurinn væri í ríkisstjórninni. Hvort það væri til að minnka báknið, minnka ríkisútgjöld eða auka frelsi? Erfitt væri að finna ástæðu. Sigmundur velti hinu sama upp um Framsókn. Hvort hann væri í ríkisstjórn vegna byggðamála, samgangna eða jafnvel landbúnaðar og sagðist hann telja að skynsemishyggjan væri horfin úr Framsóknarflokknum. Flokkurinn væri hefði orðið að „101 flokki“ fyrir síðustu borgarstjórnarkosningar. „Til hvers eru þessari flokkar í ríkisstjórn ? Til þess að hafa ráðherrastóla og til að útdeila gæðum til réttra aðila ekki til að stjórna landinu og innleiða pólitík eða stefnu. Það er það sem vantar, en þar stígum við inn í. Við erum flokkur sem byggir á pólitík, lausnum til að hafa stefnu, ekki yfirborðsmennsku stjórnmálanna eins og hún birtist núna,“ sagði Sigmundur. Sigmundur fór um víðan völl í ræðu sinni, samkvæmt samantekt sem send var á fjölmiðla. Um samgöngumál sagði hann mikla óvissu hafa ríkt ár eftir ár. Sagðist hann hafa hætt að telja þegar Sigurður Ingi Jóhannsson, innviðaráðherra og fyrrverandi félagi Sigmundar í Framsóknarflokknum, hefði skipt um skoðun um veggjöld í sjötta sinn. Hann sagði einnig að nánast ekkert hefði gerst í byggðamálum í tíð núverandi ríkisstjórnar og í raun hefði verið afturför í þeim málaflokki. Svipaða sögu væri að segja af heilbrigðiskerfinu og því neyðarástandi sem hefði ríkt á Landspítalanum síðustu ár. Í ræðunni sagði Sigmundur að það væri ekki nóg fyrir Miðflokkinn að vera með bestu stefnuna. Það þyrfti að koma henni og lausnum flokksins á framfæri. „Það líður senn að örlagastund og Miðflokkurinn verður tilbúinn,“ sagði Sigmundur. Áhugasamir geta horft á ræðu Sigmundar í spilaranum hér að neðan. Miðflokkurinn Alþingi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Innlent Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Innlent Bolsonaro í stofufangelsi Erlent „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Innlent „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Innlent Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Innlent Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs Innlent Annar leikarinn sem tekur eigið líf eftir ölvunarakstur Erlent Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Innlent Fleiri fréttir Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Viðkvæm gögn í höndum Bandaríkjamanna og eftirlit lögreglu „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Mikill kraftur í íslensku atvinnulífi Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Fagna frestun framkvæmda í Heiðmörk Umdeildum framkvæmdum frestað og mengun í drykkjarvatni Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Allir blása í Landeyjahöfn Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Fimm vistaðir í fangaklefa eftir hópslagsmál Þórisvatn fullt í fyrsta skipti í sex ár Íslenskar konur gáfu nýjan búning á fjallkonuna í Gimli Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Einn handtekinn vegna líkamsárasar Gosmóða mældist í Hvalfirði og á Vík í Mýrdal Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Þorgerður styður stofnun leyniþjónustu Síðustu þrjú banaslys orðið á sama stað við sömu aðstæður Sjá meira
Sigmundur sagði ríkið aldrei hafa verið eins umsvifamikið. Í ræðu sinni fór Sigmundur hörðum orðum um stjórnarflokkana og ríkisstjórn Íslands í ræðu sinni og spurði hann meðal annars hvers vegna Sjálfstæðisflokkurinn væri í ríkisstjórninni. Hvort það væri til að minnka báknið, minnka ríkisútgjöld eða auka frelsi? Erfitt væri að finna ástæðu. Sigmundur velti hinu sama upp um Framsókn. Hvort hann væri í ríkisstjórn vegna byggðamála, samgangna eða jafnvel landbúnaðar og sagðist hann telja að skynsemishyggjan væri horfin úr Framsóknarflokknum. Flokkurinn væri hefði orðið að „101 flokki“ fyrir síðustu borgarstjórnarkosningar. „Til hvers eru þessari flokkar í ríkisstjórn ? Til þess að hafa ráðherrastóla og til að útdeila gæðum til réttra aðila ekki til að stjórna landinu og innleiða pólitík eða stefnu. Það er það sem vantar, en þar stígum við inn í. Við erum flokkur sem byggir á pólitík, lausnum til að hafa stefnu, ekki yfirborðsmennsku stjórnmálanna eins og hún birtist núna,“ sagði Sigmundur. Sigmundur fór um víðan völl í ræðu sinni, samkvæmt samantekt sem send var á fjölmiðla. Um samgöngumál sagði hann mikla óvissu hafa ríkt ár eftir ár. Sagðist hann hafa hætt að telja þegar Sigurður Ingi Jóhannsson, innviðaráðherra og fyrrverandi félagi Sigmundar í Framsóknarflokknum, hefði skipt um skoðun um veggjöld í sjötta sinn. Hann sagði einnig að nánast ekkert hefði gerst í byggðamálum í tíð núverandi ríkisstjórnar og í raun hefði verið afturför í þeim málaflokki. Svipaða sögu væri að segja af heilbrigðiskerfinu og því neyðarástandi sem hefði ríkt á Landspítalanum síðustu ár. Í ræðunni sagði Sigmundur að það væri ekki nóg fyrir Miðflokkinn að vera með bestu stefnuna. Það þyrfti að koma henni og lausnum flokksins á framfæri. „Það líður senn að örlagastund og Miðflokkurinn verður tilbúinn,“ sagði Sigmundur. Áhugasamir geta horft á ræðu Sigmundar í spilaranum hér að neðan.
Miðflokkurinn Alþingi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Innlent Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Innlent Bolsonaro í stofufangelsi Erlent „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Innlent „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Innlent Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Innlent Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs Innlent Annar leikarinn sem tekur eigið líf eftir ölvunarakstur Erlent Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Innlent Fleiri fréttir Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Viðkvæm gögn í höndum Bandaríkjamanna og eftirlit lögreglu „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Mikill kraftur í íslensku atvinnulífi Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Fagna frestun framkvæmda í Heiðmörk Umdeildum framkvæmdum frestað og mengun í drykkjarvatni Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Allir blása í Landeyjahöfn Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Fimm vistaðir í fangaklefa eftir hópslagsmál Þórisvatn fullt í fyrsta skipti í sex ár Íslenskar konur gáfu nýjan búning á fjallkonuna í Gimli Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Einn handtekinn vegna líkamsárasar Gosmóða mældist í Hvalfirði og á Vík í Mýrdal Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Þorgerður styður stofnun leyniþjónustu Síðustu þrjú banaslys orðið á sama stað við sömu aðstæður Sjá meira