Ungstirnið Volpato kom Rómverjum til bjargar á ögurstundu Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 31. október 2022 19:46 Nemanja Matić og Cristian Volpato fagna marki þess síðarnefnda. Emmanuele Ciancaglini/Getty Images Lærisveinar José Mourinho í Roma eru komnir upp í fjórða sæti Serie A, ítölsku úrvalsdeildarinnar í fótbolta, eftir 3-1 útisigur á Hellas Verona í kvöld. Leikur kvöldsins var enginn dans á rósum fyrir gestina frá Róm. Paweł Dawidowicz kom heimamönnum yfir eftir tæplega hálftíma leik. Hann fór úr hetju í skúrk á mettíma þar sem hann nældi sér í rautt spjald tæpum tíu mínútum síðar fyrir gróft brot. Dawidowicz tæklaði þá Nicolò Zaniolo illa en sá síðarnefndi átti eftir að koma við sögu síðar í leiknum. Það virtist sem Dawidowicz myndi sleppa við rauða spjaldið en á endanum fór dómari leiksins, Juan Luca Sacchi, í skjáinn og lyfti rauða spjaldinu í kjölfarið. Það nýttu Rómverjar sér og jafnaði Zaniolo sjálfur metin með marki af stuttu færi en hann var fyrstur að átta sig á stöðu mála eftir að Tammy Abraham hafði átt skot í stöng. Staðan orðin jöfn 1-1 og þannig var hún í hálfleik. Í síðari hálfleik gerðu gestirnir hvað þeir gátu til að sækja sigurinn. Mourinho gerði fjölda skiptinga og var það innkoma hins 18 ára gamla Cristian Volpato sem gerði gæfumuninn. Hún var þó ekki jákvæð þar sem Zaniolo fór meiddur af velli í staðinn. Þegar tvær mínútur voru eftir af venjulegum leiktíma þá gaf Nemanja Matić á Volpato sem skoraði með þrumuskoti og gestirnir komnir 2-1 yfir. Þegar tvær mínútur voru komnar fram yfir venjulegan leiktíma átti Volpato svo sendingu á Stephan El Shaarawy sem skoraði með glæsilegri vippu. Lokatölur 3-1 og Rómverjar komnir upp í 4. sæti deildarinnar með 25 stig, tveimur minna en Atalanta sem er í öðru sæti. Fótbolti Ítalski boltinn Mest lesið „Mikið í gangi sem enginn veit af“ Formúla 1 Áhorfendum vísað út af Anfield Enski boltinn Kærastinn kemur til varnar: „Allir glíma við sín vandamál“ Sport Gott silfur gulli betra en hvað nú? Enski boltinn Barist um undirskrift Nunez Enski boltinn Fékk annað gult fyrir að keyra inn í Mikael og lét dómarann heyra það Fótbolti „Augljóslega þurfum við fleiri leikmenn“ Enski boltinn Risaskjár og stuðsvæði á Íslandsmótinu í golfi Golf Sjáðu umdeilda vítadóminn og sigurmarkið sem var dæmt af Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Bikar- og Íslandsmeistararnir mætast Sport Fleiri fréttir Áhorfendum vísað út af Anfield Orri Steinn fær portúgalska samkeppni Breiðablik og Víkingur vita hverjum þau mæta næst Rashford með sitt fyrsta mark fyrir Barcelona Sjáðu umdeilda vítadóminn og sigurmarkið sem var dæmt af Sjáðu tvennu Sigurðar og snögg svör Víkinga Barist um undirskrift Nunez Tómas Bent seldur til Skotlands Ronaldo vill gera Greenwood aftur að liðsfélaga „Augljóslega þurfum við fleiri leikmenn“ Gott silfur gulli betra en hvað nú? Fékk annað gult fyrir að keyra inn í Mikael og lét dómarann heyra það Hato mættur á Brúnna Þvælu að starf Ole Gunnar sé í hættu Partey á leið til Villareal þrátt fyrir nauðgunar ákærur Palhinha mættur til Lundúna á ný eftir stutt stopp hjá Bayern Vill vera hjá Man United næstu tvo áratugina Sigurður grautfúll: „Líður eins og við höfum tapað þessum leik“ „Dómur af himnum ofan“ Þurfa þrjú stig „ef við ætlum ekki að lenda í veseni“ „Ég veit ekkert hverjir þetta voru“ „Alltaf gaman að skora fyrir uppeldisfélagið“ Uppgjörið: FH - Víkingur 2-2 | Forza ragazzi! Bröndby mætir í Víkina með tap í farteskinu Uppgjör: Breiðablik - KA 1-1 | Umdeild vítaspyrna tryggði Íslandsmeisturunum stig Maddison meiddist aftur og „þetta lítur ekki vel út“ Viðar var ekki lengi að stanga boltann í netið Tók Ara ekki nema tvær mínútur að skora Sjáðu tilfinningaþrungna kveðjustund Son United tilbúið að tapa miklu á Højlund Sjá meira
Leikur kvöldsins var enginn dans á rósum fyrir gestina frá Róm. Paweł Dawidowicz kom heimamönnum yfir eftir tæplega hálftíma leik. Hann fór úr hetju í skúrk á mettíma þar sem hann nældi sér í rautt spjald tæpum tíu mínútum síðar fyrir gróft brot. Dawidowicz tæklaði þá Nicolò Zaniolo illa en sá síðarnefndi átti eftir að koma við sögu síðar í leiknum. Það virtist sem Dawidowicz myndi sleppa við rauða spjaldið en á endanum fór dómari leiksins, Juan Luca Sacchi, í skjáinn og lyfti rauða spjaldinu í kjölfarið. Það nýttu Rómverjar sér og jafnaði Zaniolo sjálfur metin með marki af stuttu færi en hann var fyrstur að átta sig á stöðu mála eftir að Tammy Abraham hafði átt skot í stöng. Staðan orðin jöfn 1-1 og þannig var hún í hálfleik. Í síðari hálfleik gerðu gestirnir hvað þeir gátu til að sækja sigurinn. Mourinho gerði fjölda skiptinga og var það innkoma hins 18 ára gamla Cristian Volpato sem gerði gæfumuninn. Hún var þó ekki jákvæð þar sem Zaniolo fór meiddur af velli í staðinn. Þegar tvær mínútur voru eftir af venjulegum leiktíma þá gaf Nemanja Matić á Volpato sem skoraði með þrumuskoti og gestirnir komnir 2-1 yfir. Þegar tvær mínútur voru komnar fram yfir venjulegan leiktíma átti Volpato svo sendingu á Stephan El Shaarawy sem skoraði með glæsilegri vippu. Lokatölur 3-1 og Rómverjar komnir upp í 4. sæti deildarinnar með 25 stig, tveimur minna en Atalanta sem er í öðru sæti.
Fótbolti Ítalski boltinn Mest lesið „Mikið í gangi sem enginn veit af“ Formúla 1 Áhorfendum vísað út af Anfield Enski boltinn Kærastinn kemur til varnar: „Allir glíma við sín vandamál“ Sport Gott silfur gulli betra en hvað nú? Enski boltinn Barist um undirskrift Nunez Enski boltinn Fékk annað gult fyrir að keyra inn í Mikael og lét dómarann heyra það Fótbolti „Augljóslega þurfum við fleiri leikmenn“ Enski boltinn Risaskjár og stuðsvæði á Íslandsmótinu í golfi Golf Sjáðu umdeilda vítadóminn og sigurmarkið sem var dæmt af Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Bikar- og Íslandsmeistararnir mætast Sport Fleiri fréttir Áhorfendum vísað út af Anfield Orri Steinn fær portúgalska samkeppni Breiðablik og Víkingur vita hverjum þau mæta næst Rashford með sitt fyrsta mark fyrir Barcelona Sjáðu umdeilda vítadóminn og sigurmarkið sem var dæmt af Sjáðu tvennu Sigurðar og snögg svör Víkinga Barist um undirskrift Nunez Tómas Bent seldur til Skotlands Ronaldo vill gera Greenwood aftur að liðsfélaga „Augljóslega þurfum við fleiri leikmenn“ Gott silfur gulli betra en hvað nú? Fékk annað gult fyrir að keyra inn í Mikael og lét dómarann heyra það Hato mættur á Brúnna Þvælu að starf Ole Gunnar sé í hættu Partey á leið til Villareal þrátt fyrir nauðgunar ákærur Palhinha mættur til Lundúna á ný eftir stutt stopp hjá Bayern Vill vera hjá Man United næstu tvo áratugina Sigurður grautfúll: „Líður eins og við höfum tapað þessum leik“ „Dómur af himnum ofan“ Þurfa þrjú stig „ef við ætlum ekki að lenda í veseni“ „Ég veit ekkert hverjir þetta voru“ „Alltaf gaman að skora fyrir uppeldisfélagið“ Uppgjörið: FH - Víkingur 2-2 | Forza ragazzi! Bröndby mætir í Víkina með tap í farteskinu Uppgjör: Breiðablik - KA 1-1 | Umdeild vítaspyrna tryggði Íslandsmeisturunum stig Maddison meiddist aftur og „þetta lítur ekki vel út“ Viðar var ekki lengi að stanga boltann í netið Tók Ara ekki nema tvær mínútur að skora Sjáðu tilfinningaþrungna kveðjustund Son United tilbúið að tapa miklu á Højlund Sjá meira