Ekki brotið á lögreglumönnunum Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 1. nóvember 2022 08:53 Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu og Nefnd um eftirlit með lögreglu brutu ekki á tveimur lögreglumönnum sem sinntu lögreglustörfum í Ásmundarsal á Þorláksmessu árið 2020. Lögreglumennirnir kvörtuðu yfir því að meðferð á upptökum úr búkmyndavélum þeirra hafi verið brot á persónuverndarlögum. RÚV greindi fyrst frá. Það vakti gríðarlega athygli á aðfangadag árið 2020 þegar lögregla greindi frá því að að hún hafði verið kölluð út vegna samkvæmis í sal í útleigu í miðbæ Reykjavíkur á Þorláksmessu. Á þessum tíma giltu ýmsar samkomutakmarkanir vegna Covid-faraldursins. Það sem helst vakti athygli var þó sú staðreynd að lögregla greindi frá því að „háttvirtur ráðherra í ríkisstjórn Íslands“ hafi verið viðstaddur. Síðar kom í ljós að umræddur ráðherra var Bjarni Benediktsson og að viðburðurinn var „sölusýning“ á listaverkum í Ásmundarsal. Bjarni sagðist aðeins hafa verið inni í salnum í fimmtán mínútur, auk þess sem hann sagðist ekki hafa brotið sóttvarnalög með veru sinni þar. Lögregla rannsakaði málið og notaði til þess meðal annars upptökur úr búkmyndavélum lögreglumanna sem mættu á svæðið. Í þeim má greina samræður lögreglumanna eftir að samkvæmið hafði verið brotið upp í Ásmundarsal. Þar voru ummæli látin falla sem Nefnd með eftirlit lögreglu þótti ámælisverð: Hin ámælisverðu ummæli Annar lögreglumannanna: „Hvernig yrði fréttatilkynningin… 40 manna einkasamkvæmi og þjóðþekktir einstaklingar… er það of mikið eða?“ Hinn lögreglumaðurinn svarar: „Ekki fyrir mig, ég myndi lesa það…“ Og segir einnig: „Ég þekkti tvær stelpur þarna uppi og þær eru báðar sjálfstæðis… svona… framapotarar eða þú veist.“ Lögreglumennirnir kvörtuðu til Persónuverndar og töldu Nefnd um eftirlit með lögreglu og Lögregluna á höfuðborgarsvæðinu hafa brotið persónuverndarlög. Kvörtuðu yfir því að einkasamtal þeirra hafi verið birt orðrétt og tengt við lögreglunúmer Kvartað var yfir því að lögreglustjórinn á höfuðborgarsvæðinu hefði varðveitt tilteknar upptökur úr búkmyndavélum, spilað upptökurnar fyrir verjanda sakbornings við skýrslutöku ásamt því að upptökunum hafi verið miðlað til Nefndar um eftirlit með lögreglu. Jafnframt var kvartað yfir vinnslu persónuupplýsinga af hálfu Nefndar um eftirlit með lögreglu í tengslum við birtingu ákvörðunar nefndarinnar. Töldu lögreglumennirnir meðal annars að nefndin hefði gætt meðalhófs við vinnslu persónuupplýsinganna þegar einkasamtal þeirra var tekið orðrétt upp í ákvörðun nefndarinnar og það tengt við lögreglunúmer hans. Enda hefði nefndin mátt gera sér grein fyrir því að ákvörðun hennar myndi að öllum líkindum rata í fjölmiðla. Nefndin hafi þurft að leggja mat á upptökurnar Í svörum Nefndar um eftirlit með lögreglu til Persónuverndar sagði meðal annars að það sé hlutverk nefndarinnar að taka til meðferðar mál þar sem háttsemi, framkoma eða starfsaðferðir lögreglumanna kunni að vera ámælisverðar. Nefndin hafi þurft að leggja mat á upptökurnar til að geta unnið vinnu sínu. Sagði nefndin einnig að eitt af markmiðum með notkun búkmyndavéla lögreglu sé að varpa ljósi á málsatvik. Lögreglumennirnir hafi umrætt sinn verið í embættiserindum, í einkennisfatnaði, á vettvangi og hafi með engu móti getað tryggt að enginn heyrði til þeirra. Þá hafi umrætt samtal verið um gesti á þeim vettvangi sem afskipti lögreglu voru höfð af. Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu vísaði einnig til þess að skýrar verklagsreglur væri til um notkun búkmyndavéla, auk þess sem að lögreglu hafi verið skylt að veita verjanda í málinu aðgang að upptökunum. Ekki brot á persónuverndarlögum Komst Persónuvernd að þeirri niðurstöðu að sú vinnsla persónuupplýsinga um lögreglumennina sem fólst í spilun upptaka úr búkmyndavélum fyrir verjanda sakbornings og miðlun þeirra til Nefndar um eftirlit með lögreglu hefði farið fram í löggæslutilgangi og verið í samræmi við lög um vinnslu persónuupplýsinga í löggæslutilgangi. Hvað varðar notkun búkmyndavéla hjá lögreglustjóranum á höfuðborgarsvæðinu, að því marki sem hún tekur til starfsmanna embættisins, var niðurstaða Persónuverndar að sú vinnsla fæli í sér rafræna vöktun og félli undir gildissvið laga um persónuvernd og vinnslu persónuupplýsinga. Niðurstaða Persónuverndar var að vinnslan hefði samrýmst lögum um persónuvernd og vinnslu persónuupplýsinga og reglum nr. 837/2006, um rafræna vöktun og meðferð persónuupplýsinga sem verða til við rafræna vöktun. Jafnframt var það niðurstaða Persónuverndar að vinnsla Nefndar um eftirlit með lögreglu samrýmdist lögum um persónuvernd og vinnslu persónuupplýsinga. Segir í úrskurði Persónuverndar að lögreglumennirnir hafi verið á vettvangi þegar upptökurnar voru teknar upp og að auki í embættiserindum. Þá þurfi Nefnd um eftirlit með lögregu að fá afhent þau gögn sem varpað geti ljósi á þau umkvörtunarefni sem berist til nefndarinnar. Ráðherra í Ásmundarsal Lögreglan Persónuvernd Mest lesið Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Innlent Rannsaka tengsl skotárásarinnar við annað morð Erlent Sex um borð í einkaþotu sem hrapaði Erlent Morðinginn í Brown háskóla fannst látinn Erlent Evrópa samþykkir 90 milljarða evra lán til Úkraínu Erlent Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Innlent Fimm ára dómur fyrir hnífaárás á fjölskylduföður Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Nauðsyn að skýra betur hvort eða hvenær læknar megi rjúfa þagnarskyldu Innlent Fleiri fréttir Reynslubolti kveður lögregluna Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Magnús Þór sjálfkjörinn Fimm ára dómur fyrir hnífaárás á fjölskylduföður Telur hagræðingaráformin þau metnaðarfyllstu Nauðsyn að skýra betur hvort eða hvenær læknar megi rjúfa þagnarskyldu Selfyssingar í 60 plús heilsueflingu klárir í jólin Skoða að koma á ferjusamgöngum milli Skotlands og Seyðisfjarðar Viðreisn gæti reynst í lykilstöðu milli blokkanna Frumvarp um kílómetragjald samþykkt og þingmenn komnir í jólafrí Barnavernd fylgist með fleiri ófrískum konum í neyslu en síðustu ár Fleiri óléttar konur í neyslu á borði barnaverndar og spennandi kosningar framundan Langvarandi einangrun ungrar konu gagnrýnd af Amnesty Selfoss stöðvaður í Bretlandi Þrettán nýir rafknúnir strætisvagnar teknir í notkun Zuism tekið af trúfélagaská eftir áralöng svik og pretti Mun áfram leiða lista Framsóknar í Múlaþingi Töpuðu 133 milljónum króna á kosningaári Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Samþykktu tillögu um uppbyggingu á Sorpu-lóð við Dalveg Spurningum Sigmundar Ernis svarað og málið ekki aftur í nefnd Þingstörfin á lokametrunum og styttist í jólafrí Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Taka enn tuttugu þúsund króna beygju Ekið á kyrrstæðan bíl á Suðurstrandarvegi „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Áttu að taka tillit til þess að talsmaðurinn klikkaði Guðrún vinsælli en Agnes og traust til kirkjunnar á uppleið Sjá meira
RÚV greindi fyrst frá. Það vakti gríðarlega athygli á aðfangadag árið 2020 þegar lögregla greindi frá því að að hún hafði verið kölluð út vegna samkvæmis í sal í útleigu í miðbæ Reykjavíkur á Þorláksmessu. Á þessum tíma giltu ýmsar samkomutakmarkanir vegna Covid-faraldursins. Það sem helst vakti athygli var þó sú staðreynd að lögregla greindi frá því að „háttvirtur ráðherra í ríkisstjórn Íslands“ hafi verið viðstaddur. Síðar kom í ljós að umræddur ráðherra var Bjarni Benediktsson og að viðburðurinn var „sölusýning“ á listaverkum í Ásmundarsal. Bjarni sagðist aðeins hafa verið inni í salnum í fimmtán mínútur, auk þess sem hann sagðist ekki hafa brotið sóttvarnalög með veru sinni þar. Lögregla rannsakaði málið og notaði til þess meðal annars upptökur úr búkmyndavélum lögreglumanna sem mættu á svæðið. Í þeim má greina samræður lögreglumanna eftir að samkvæmið hafði verið brotið upp í Ásmundarsal. Þar voru ummæli látin falla sem Nefnd með eftirlit lögreglu þótti ámælisverð: Hin ámælisverðu ummæli Annar lögreglumannanna: „Hvernig yrði fréttatilkynningin… 40 manna einkasamkvæmi og þjóðþekktir einstaklingar… er það of mikið eða?“ Hinn lögreglumaðurinn svarar: „Ekki fyrir mig, ég myndi lesa það…“ Og segir einnig: „Ég þekkti tvær stelpur þarna uppi og þær eru báðar sjálfstæðis… svona… framapotarar eða þú veist.“ Lögreglumennirnir kvörtuðu til Persónuverndar og töldu Nefnd um eftirlit með lögreglu og Lögregluna á höfuðborgarsvæðinu hafa brotið persónuverndarlög. Kvörtuðu yfir því að einkasamtal þeirra hafi verið birt orðrétt og tengt við lögreglunúmer Kvartað var yfir því að lögreglustjórinn á höfuðborgarsvæðinu hefði varðveitt tilteknar upptökur úr búkmyndavélum, spilað upptökurnar fyrir verjanda sakbornings við skýrslutöku ásamt því að upptökunum hafi verið miðlað til Nefndar um eftirlit með lögreglu. Jafnframt var kvartað yfir vinnslu persónuupplýsinga af hálfu Nefndar um eftirlit með lögreglu í tengslum við birtingu ákvörðunar nefndarinnar. Töldu lögreglumennirnir meðal annars að nefndin hefði gætt meðalhófs við vinnslu persónuupplýsinganna þegar einkasamtal þeirra var tekið orðrétt upp í ákvörðun nefndarinnar og það tengt við lögreglunúmer hans. Enda hefði nefndin mátt gera sér grein fyrir því að ákvörðun hennar myndi að öllum líkindum rata í fjölmiðla. Nefndin hafi þurft að leggja mat á upptökurnar Í svörum Nefndar um eftirlit með lögreglu til Persónuverndar sagði meðal annars að það sé hlutverk nefndarinnar að taka til meðferðar mál þar sem háttsemi, framkoma eða starfsaðferðir lögreglumanna kunni að vera ámælisverðar. Nefndin hafi þurft að leggja mat á upptökurnar til að geta unnið vinnu sínu. Sagði nefndin einnig að eitt af markmiðum með notkun búkmyndavéla lögreglu sé að varpa ljósi á málsatvik. Lögreglumennirnir hafi umrætt sinn verið í embættiserindum, í einkennisfatnaði, á vettvangi og hafi með engu móti getað tryggt að enginn heyrði til þeirra. Þá hafi umrætt samtal verið um gesti á þeim vettvangi sem afskipti lögreglu voru höfð af. Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu vísaði einnig til þess að skýrar verklagsreglur væri til um notkun búkmyndavéla, auk þess sem að lögreglu hafi verið skylt að veita verjanda í málinu aðgang að upptökunum. Ekki brot á persónuverndarlögum Komst Persónuvernd að þeirri niðurstöðu að sú vinnsla persónuupplýsinga um lögreglumennina sem fólst í spilun upptaka úr búkmyndavélum fyrir verjanda sakbornings og miðlun þeirra til Nefndar um eftirlit með lögreglu hefði farið fram í löggæslutilgangi og verið í samræmi við lög um vinnslu persónuupplýsinga í löggæslutilgangi. Hvað varðar notkun búkmyndavéla hjá lögreglustjóranum á höfuðborgarsvæðinu, að því marki sem hún tekur til starfsmanna embættisins, var niðurstaða Persónuverndar að sú vinnsla fæli í sér rafræna vöktun og félli undir gildissvið laga um persónuvernd og vinnslu persónuupplýsinga. Niðurstaða Persónuverndar var að vinnslan hefði samrýmst lögum um persónuvernd og vinnslu persónuupplýsinga og reglum nr. 837/2006, um rafræna vöktun og meðferð persónuupplýsinga sem verða til við rafræna vöktun. Jafnframt var það niðurstaða Persónuverndar að vinnsla Nefndar um eftirlit með lögreglu samrýmdist lögum um persónuvernd og vinnslu persónuupplýsinga. Segir í úrskurði Persónuverndar að lögreglumennirnir hafi verið á vettvangi þegar upptökurnar voru teknar upp og að auki í embættiserindum. Þá þurfi Nefnd um eftirlit með lögregu að fá afhent þau gögn sem varpað geti ljósi á þau umkvörtunarefni sem berist til nefndarinnar.
Hin ámælisverðu ummæli Annar lögreglumannanna: „Hvernig yrði fréttatilkynningin… 40 manna einkasamkvæmi og þjóðþekktir einstaklingar… er það of mikið eða?“ Hinn lögreglumaðurinn svarar: „Ekki fyrir mig, ég myndi lesa það…“ Og segir einnig: „Ég þekkti tvær stelpur þarna uppi og þær eru báðar sjálfstæðis… svona… framapotarar eða þú veist.“
Ráðherra í Ásmundarsal Lögreglan Persónuvernd Mest lesið Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Innlent Rannsaka tengsl skotárásarinnar við annað morð Erlent Sex um borð í einkaþotu sem hrapaði Erlent Morðinginn í Brown háskóla fannst látinn Erlent Evrópa samþykkir 90 milljarða evra lán til Úkraínu Erlent Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Innlent Fimm ára dómur fyrir hnífaárás á fjölskylduföður Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Nauðsyn að skýra betur hvort eða hvenær læknar megi rjúfa þagnarskyldu Innlent Fleiri fréttir Reynslubolti kveður lögregluna Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Magnús Þór sjálfkjörinn Fimm ára dómur fyrir hnífaárás á fjölskylduföður Telur hagræðingaráformin þau metnaðarfyllstu Nauðsyn að skýra betur hvort eða hvenær læknar megi rjúfa þagnarskyldu Selfyssingar í 60 plús heilsueflingu klárir í jólin Skoða að koma á ferjusamgöngum milli Skotlands og Seyðisfjarðar Viðreisn gæti reynst í lykilstöðu milli blokkanna Frumvarp um kílómetragjald samþykkt og þingmenn komnir í jólafrí Barnavernd fylgist með fleiri ófrískum konum í neyslu en síðustu ár Fleiri óléttar konur í neyslu á borði barnaverndar og spennandi kosningar framundan Langvarandi einangrun ungrar konu gagnrýnd af Amnesty Selfoss stöðvaður í Bretlandi Þrettán nýir rafknúnir strætisvagnar teknir í notkun Zuism tekið af trúfélagaská eftir áralöng svik og pretti Mun áfram leiða lista Framsóknar í Múlaþingi Töpuðu 133 milljónum króna á kosningaári Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Samþykktu tillögu um uppbyggingu á Sorpu-lóð við Dalveg Spurningum Sigmundar Ernis svarað og málið ekki aftur í nefnd Þingstörfin á lokametrunum og styttist í jólafrí Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Taka enn tuttugu þúsund króna beygju Ekið á kyrrstæðan bíl á Suðurstrandarvegi „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Áttu að taka tillit til þess að talsmaðurinn klikkaði Guðrún vinsælli en Agnes og traust til kirkjunnar á uppleið Sjá meira