Lars Løkke í lykilstöðu Viktor Örn Ásgeirsson skrifar 1. nóvember 2022 23:30 Lars Løkke Rasmussen virtist sigurviss þegar hann greiddi atkvæði sitt í Kaupmannahöfn í dag. Nú er ljóst að Moderaterne, með Løkke í forystu, sé í lykilstöðu við myndun nýrrar ríkisstjórnar. Getty/Jensen Lars Løkke Rasmussen, formaður Moderaterne, er í lykilstöðu við myndun nýrrar ríkisstjórnar í Danmörku. Jafnaðarmannaflokkurinn er enn langstærstur en hvorki vinstri- né hægriblokk munu takast að mynda ríkisstjórn án Moderaterne. Danir gengu að kjörborðinu í dag og hefur spennan þar í landi verið mikil. Kannanir bentu til þess að forsætisráðherrann fyrrverandi, Lars Løkke, yrði í kjörstöðu við myndun nýrrar ríkisstjórnar. Nú er ljóst að kannanir hafi gengið eftir. Búið er að telja 99,6 prósent atkvæða. Danska ríkisútvarpið. Mikil fagnaðarlæti Moderaterne Níutíu þingsæti þarf til að mynda meirihluta á danska þinginu. Þegar búið var að telja rúmlega níutíu prósent atkvæða, missti hægriblokkin mann, og fær nú 73 þingsæti þegar búið er að telja öll atkvæði. Vinstriblokkin nær 86 mönnum inn en Moderaterne, sem er utan bandalaga, fær 16 þingsæti. Samkvæmt þessu næði hægriblokkin því ekki að mynda meirihluta þrátt fyrir mögulegt fulltingi Moderaterne. „Ég get ekki svarað því strax hvern ég vilji sem forsætisráðherra en [Mette] verður að missa lyklavöldin í einhvern tíma. Hvort sem það verði hún sem fái stólinn að nýju, eða einhver annar taki við, skýrist við myndun nýrrar ríkisstjórnar; breiðfylkingar sem mun færa Danmörku í rétta átt,“ sagði Løkke í ræðu fyrr í kvöld við mikil fagnaðarlæti viðstaddra. Brjóta upp „lásana“ Flokkurinn, Moderaterne, hefur verið á allra vörum í kosningabaráttunni. Hann var stofnaður í júlí í fyrra og hefur Løkke, sem gekk úr hægriflokkinum Venstre árið 2019, lýst honum sem miðjuflokki. Markmið með stofnun Moderaterne var að brjóta upp „lásana“ milli hægri- og vinstrivængs og koma á ríkisstjórn flokka yfir miðjuna. Hann hefur áður sagst vilja komast í ríkisstjórn og nú er ljóst að Jafnaðarmannaflokkurinn yrði að vera hluti af slíkri stjórn. Stóru flokkarnir í dönskum stjórnmálum – Jafnaðarmannaflokkurinn og Venstre – hafa báðir varað kjósendur við því að kjósa Moderaterne, og vilja meina að atkvæði greitt þeim sé atkvæði greitt hinni blokkinni. Á sama tíma hefur Fredriksen, formaður Jafnaðarmannaflokksins, ekki útilokað samstarf með Moderaterne að loknum kosningum. Gætu náð samkomulagi Síðustu dagar kosningabaráttunnar snerust að miklu leyti um heilbrigðismálin. Samkvæmt skoðanakönnunum virðast kjósendur einnig hafa mestan áhuga á þeim málaflokki. Rasmussen hefur í kappræðum sagt að nauðsynlegt sé að gera gagngerar breytingar á heilbrigðiskerfinu. Frederiksen rétti út sáttarhönd til forverans í stóli forsætisráðherra skömmu fyrir kosningar: „Ég held í alvörunni, Lars, að þú og ég gætum náð samkomulagi um umbætur í heilbrigðisgeiranum.“ Hvort að samstaða Fredriksen og Løkke í heilbrigðismálum, og öðrum málaflokkum, náist verður væntanlega að koma í ljós á næstu dögum. Eins og áður segir er hins vegar ljóst að Rasmussen verði í góðri stöðu í komandi stjórnarviðræðum. Niðurstöður kosninganna (innan sviga er fylgið í kosningum 2019) Jafnaðarmannaflokkurinn 27,6% (25,9%) Venstre 13,3% (23,4%) Moderaterne 9,3% (nýtt framboð) Danmerkurdemókratar 8,1% (nýtt framboð) Sósíalíski þjóðarflokkurinn 8,3% (7,7%) Einingarlistinn 5,1% (6,9%) Íhaldsflokkurinn 5,5% (6,6%) Frjálslynda bandalagið 7,9% (2,3%) Nýir borgaralegir 3,7% (2,4%) Radikale Venstre 3,8% (8,6%) Danski þjóðarflokkurinn 2,6% (8,7%) Valkosturinn 3,3% (3,0%) Þingkosningar í Danmörku Danmörk Tengdar fréttir Mette nær ekki að mynda meirihluta án Moderaterne Mette Fredriksen, fyrrverandi forsætisráðherra Danmerkur, heldur ekki meirihluta samkvæmt fyrstu útgönguspám. Erfitt verður að mynda ríkisstjórn án Moderaterne, samkvæmt nýjustu tölum. 1. nóvember 2022 19:08 Drottning veitir Mette sennilega umboð til myndunar nýrrar stjórnar Formaður Norræna félagsins telur líklegt að Margrét önnur Danadrottning muni veita Mette Frederiksen forsætisráðherra fyrstri umboð til myndun nýrrar stjórnarað loknum þingkosningum í Danmörku í dag. Enda hafi leiðtogi nýs miðjuflokks opnað á samstarf við vinstriflokkana. 1. nóvember 2022 13:28 Kosið í Danmörku: Løkke líklegur til að verða í lykilstöðu Danir ganga að kjörborðinu í dag til að kjósa sér nýtt þing. Spennan er mikil og benda kannanir til að forsætisráðherrann fyrrverandi, Lars Løkke Rasmussen, muni verða í lykilstöðu þegar búið er að telja upp úr kjörkössunum. 1. nóvember 2022 08:22 Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Innlent Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Innlent Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Erlent „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Innlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Innlent Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Innlent Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum Innlent „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé Innlent Fleiri fréttir Segir Pútín hafa valdið sér „miklum vonbrigðum“ Sviptu hulunni af skósveinum GRU sem sendu sprengjur í flugvélar Eltihrellir sat fyrir lögregluþjónum og skaut þrjá til bana Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Hans Enoksen er látinn Telja að manngerð hlýnun hafi valdið 16.500 viðbótardauðsföllum í sumar 80.000 lögreglumenn í viðbragðsstöðu vegna boðaðra mótmæla í dag Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Fundu Guð í App store Nýr kókaínkóngur í Mexíkó Segir Kennedy hafa rekið sig fyrir að standa við vísindaleg heilindi Fjarlægðu skýrslu um pólitískt ofbeldi hægri öfgamanna Vatnaskil í dönskum varnarmálum: Ætla að kaupa langdræg vopn í fyrsta sinn Rýnt í ákærurnar: „Ég fékk nóg af hatri hans“ Segir að Navalní hafi verið myrtur í fangelsinu Bein útsending: Rauða dreglinum rúllað út fyrir Trump Evrópa sein með nýtt loftslagsmarkmið vegna óeiningar Opna tímabundna flóttaleið Ráðast í frekari rannsókn á andláti kvennanna sem létust í Laos Trump fær konunglegar móttökur í Bretlandi „Markmið ríkisstjórnar Ísraels er augljóst þegar við höldum áfram að verða vitni að tortímingu Palestínumanna“ Fara fram á dauðarefsingu yfir Robinson Nálægt því að draga úr flæðinu vegna drónaárása Hafa engar skýringar á margföldum gammablossa Enn ein ásiglingin við rifið umdeilda Hryðjuverkaákærum vísað frá Samþykkja að framselja Úkraínumann vegna Nord Stream-skemmdarverkanna Trump-liðar heita hefndum Nefnd SÞ segir Ísraelsmenn hafa framið þjóðarmorð á Gasa Sjá meira
Danir gengu að kjörborðinu í dag og hefur spennan þar í landi verið mikil. Kannanir bentu til þess að forsætisráðherrann fyrrverandi, Lars Løkke, yrði í kjörstöðu við myndun nýrrar ríkisstjórnar. Nú er ljóst að kannanir hafi gengið eftir. Búið er að telja 99,6 prósent atkvæða. Danska ríkisútvarpið. Mikil fagnaðarlæti Moderaterne Níutíu þingsæti þarf til að mynda meirihluta á danska þinginu. Þegar búið var að telja rúmlega níutíu prósent atkvæða, missti hægriblokkin mann, og fær nú 73 þingsæti þegar búið er að telja öll atkvæði. Vinstriblokkin nær 86 mönnum inn en Moderaterne, sem er utan bandalaga, fær 16 þingsæti. Samkvæmt þessu næði hægriblokkin því ekki að mynda meirihluta þrátt fyrir mögulegt fulltingi Moderaterne. „Ég get ekki svarað því strax hvern ég vilji sem forsætisráðherra en [Mette] verður að missa lyklavöldin í einhvern tíma. Hvort sem það verði hún sem fái stólinn að nýju, eða einhver annar taki við, skýrist við myndun nýrrar ríkisstjórnar; breiðfylkingar sem mun færa Danmörku í rétta átt,“ sagði Løkke í ræðu fyrr í kvöld við mikil fagnaðarlæti viðstaddra. Brjóta upp „lásana“ Flokkurinn, Moderaterne, hefur verið á allra vörum í kosningabaráttunni. Hann var stofnaður í júlí í fyrra og hefur Løkke, sem gekk úr hægriflokkinum Venstre árið 2019, lýst honum sem miðjuflokki. Markmið með stofnun Moderaterne var að brjóta upp „lásana“ milli hægri- og vinstrivængs og koma á ríkisstjórn flokka yfir miðjuna. Hann hefur áður sagst vilja komast í ríkisstjórn og nú er ljóst að Jafnaðarmannaflokkurinn yrði að vera hluti af slíkri stjórn. Stóru flokkarnir í dönskum stjórnmálum – Jafnaðarmannaflokkurinn og Venstre – hafa báðir varað kjósendur við því að kjósa Moderaterne, og vilja meina að atkvæði greitt þeim sé atkvæði greitt hinni blokkinni. Á sama tíma hefur Fredriksen, formaður Jafnaðarmannaflokksins, ekki útilokað samstarf með Moderaterne að loknum kosningum. Gætu náð samkomulagi Síðustu dagar kosningabaráttunnar snerust að miklu leyti um heilbrigðismálin. Samkvæmt skoðanakönnunum virðast kjósendur einnig hafa mestan áhuga á þeim málaflokki. Rasmussen hefur í kappræðum sagt að nauðsynlegt sé að gera gagngerar breytingar á heilbrigðiskerfinu. Frederiksen rétti út sáttarhönd til forverans í stóli forsætisráðherra skömmu fyrir kosningar: „Ég held í alvörunni, Lars, að þú og ég gætum náð samkomulagi um umbætur í heilbrigðisgeiranum.“ Hvort að samstaða Fredriksen og Løkke í heilbrigðismálum, og öðrum málaflokkum, náist verður væntanlega að koma í ljós á næstu dögum. Eins og áður segir er hins vegar ljóst að Rasmussen verði í góðri stöðu í komandi stjórnarviðræðum. Niðurstöður kosninganna (innan sviga er fylgið í kosningum 2019) Jafnaðarmannaflokkurinn 27,6% (25,9%) Venstre 13,3% (23,4%) Moderaterne 9,3% (nýtt framboð) Danmerkurdemókratar 8,1% (nýtt framboð) Sósíalíski þjóðarflokkurinn 8,3% (7,7%) Einingarlistinn 5,1% (6,9%) Íhaldsflokkurinn 5,5% (6,6%) Frjálslynda bandalagið 7,9% (2,3%) Nýir borgaralegir 3,7% (2,4%) Radikale Venstre 3,8% (8,6%) Danski þjóðarflokkurinn 2,6% (8,7%) Valkosturinn 3,3% (3,0%)
Niðurstöður kosninganna (innan sviga er fylgið í kosningum 2019) Jafnaðarmannaflokkurinn 27,6% (25,9%) Venstre 13,3% (23,4%) Moderaterne 9,3% (nýtt framboð) Danmerkurdemókratar 8,1% (nýtt framboð) Sósíalíski þjóðarflokkurinn 8,3% (7,7%) Einingarlistinn 5,1% (6,9%) Íhaldsflokkurinn 5,5% (6,6%) Frjálslynda bandalagið 7,9% (2,3%) Nýir borgaralegir 3,7% (2,4%) Radikale Venstre 3,8% (8,6%) Danski þjóðarflokkurinn 2,6% (8,7%) Valkosturinn 3,3% (3,0%)
Þingkosningar í Danmörku Danmörk Tengdar fréttir Mette nær ekki að mynda meirihluta án Moderaterne Mette Fredriksen, fyrrverandi forsætisráðherra Danmerkur, heldur ekki meirihluta samkvæmt fyrstu útgönguspám. Erfitt verður að mynda ríkisstjórn án Moderaterne, samkvæmt nýjustu tölum. 1. nóvember 2022 19:08 Drottning veitir Mette sennilega umboð til myndunar nýrrar stjórnar Formaður Norræna félagsins telur líklegt að Margrét önnur Danadrottning muni veita Mette Frederiksen forsætisráðherra fyrstri umboð til myndun nýrrar stjórnarað loknum þingkosningum í Danmörku í dag. Enda hafi leiðtogi nýs miðjuflokks opnað á samstarf við vinstriflokkana. 1. nóvember 2022 13:28 Kosið í Danmörku: Løkke líklegur til að verða í lykilstöðu Danir ganga að kjörborðinu í dag til að kjósa sér nýtt þing. Spennan er mikil og benda kannanir til að forsætisráðherrann fyrrverandi, Lars Løkke Rasmussen, muni verða í lykilstöðu þegar búið er að telja upp úr kjörkössunum. 1. nóvember 2022 08:22 Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Innlent Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Innlent Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Erlent „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Innlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Innlent Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Innlent Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum Innlent „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé Innlent Fleiri fréttir Segir Pútín hafa valdið sér „miklum vonbrigðum“ Sviptu hulunni af skósveinum GRU sem sendu sprengjur í flugvélar Eltihrellir sat fyrir lögregluþjónum og skaut þrjá til bana Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Hans Enoksen er látinn Telja að manngerð hlýnun hafi valdið 16.500 viðbótardauðsföllum í sumar 80.000 lögreglumenn í viðbragðsstöðu vegna boðaðra mótmæla í dag Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Fundu Guð í App store Nýr kókaínkóngur í Mexíkó Segir Kennedy hafa rekið sig fyrir að standa við vísindaleg heilindi Fjarlægðu skýrslu um pólitískt ofbeldi hægri öfgamanna Vatnaskil í dönskum varnarmálum: Ætla að kaupa langdræg vopn í fyrsta sinn Rýnt í ákærurnar: „Ég fékk nóg af hatri hans“ Segir að Navalní hafi verið myrtur í fangelsinu Bein útsending: Rauða dreglinum rúllað út fyrir Trump Evrópa sein með nýtt loftslagsmarkmið vegna óeiningar Opna tímabundna flóttaleið Ráðast í frekari rannsókn á andláti kvennanna sem létust í Laos Trump fær konunglegar móttökur í Bretlandi „Markmið ríkisstjórnar Ísraels er augljóst þegar við höldum áfram að verða vitni að tortímingu Palestínumanna“ Fara fram á dauðarefsingu yfir Robinson Nálægt því að draga úr flæðinu vegna drónaárása Hafa engar skýringar á margföldum gammablossa Enn ein ásiglingin við rifið umdeilda Hryðjuverkaákærum vísað frá Samþykkja að framselja Úkraínumann vegna Nord Stream-skemmdarverkanna Trump-liðar heita hefndum Nefnd SÞ segir Ísraelsmenn hafa framið þjóðarmorð á Gasa Sjá meira
Mette nær ekki að mynda meirihluta án Moderaterne Mette Fredriksen, fyrrverandi forsætisráðherra Danmerkur, heldur ekki meirihluta samkvæmt fyrstu útgönguspám. Erfitt verður að mynda ríkisstjórn án Moderaterne, samkvæmt nýjustu tölum. 1. nóvember 2022 19:08
Drottning veitir Mette sennilega umboð til myndunar nýrrar stjórnar Formaður Norræna félagsins telur líklegt að Margrét önnur Danadrottning muni veita Mette Frederiksen forsætisráðherra fyrstri umboð til myndun nýrrar stjórnarað loknum þingkosningum í Danmörku í dag. Enda hafi leiðtogi nýs miðjuflokks opnað á samstarf við vinstriflokkana. 1. nóvember 2022 13:28
Kosið í Danmörku: Løkke líklegur til að verða í lykilstöðu Danir ganga að kjörborðinu í dag til að kjósa sér nýtt þing. Spennan er mikil og benda kannanir til að forsætisráðherrann fyrrverandi, Lars Løkke Rasmussen, muni verða í lykilstöðu þegar búið er að telja upp úr kjörkössunum. 1. nóvember 2022 08:22
Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna
„Markmið ríkisstjórnar Ísraels er augljóst þegar við höldum áfram að verða vitni að tortímingu Palestínumanna“