Segjast þrungnir reynslu og neita að sleppa höndum af stýrinu Hólmfríður Gísladóttir skrifar 2. nóvember 2022 13:02 Spurðir að því hvort það væri ekki kominn tími til að skipta um í brúnni, vísuðu Bjarni og Guðlaugur báðir til reynslu sinnar. Vísir/Vilhelm Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, og Guðlaugur Þór Þórðarson, sem hyggst bjóða sig fram gegn Bjarna á landsfundi flokksins um helgina, voru báðir spurðir að því í Pallborðinu á Vísi í gær hvort það væri kominn tími á breytingar. „Ég hef skipað hérna tvo yngstu kvenráðherra Íslandssögunnar, sem sýnir fram á að við erum með ungt forystufólk sem er tilbúið að koma inn. Við treystum konum til þess að taka ábyrgð í stjórnmálum og við treystum ungu fólki til að taka á sig mikla ábyrgð,“ sagði Bjarni, spurður að því hvort það væri ekki kominn tími til að skipta um fólk í forystunni. Tilefnið voru ummæli sem Bjarni lét falla í viðtalsþætti á Hringbraut, þar sem hann talaði um mikilvægi „blæbrigða“ og endurnýjunar. „Ég hef notið trausts til þess að leiða og ég er einfaldlega á þeim stað í lífinu að ég hef aldrei verið reynslumeiri, ég hef aldrei haft jafn sterka skoðun á því hvernig ég vil halda áfram og ég er nýbúinn að setja saman stjórnarsáttmála sem nýtur mikils stuðnings meðal þjóðarinnar og við erum í miðju verki við að hrinda honum í framkvæmd,“ sagði Bjarni. Guðlaugur var spurður út í aðsenda grein sem birtist á Vísi í gærmorgun, undir fyrirsögninni „Fjölbreyttari málverk í Valhöll“. Þar sagði Katrín Sigríður Þorsteinsdóttir Bachmann, „ung sjálfstæðiskona“, eins og hún titlaði sig, að tími kvenna væri kominn. Nefndi hún sérstaklega í þessu samhengi Áslaugu Örnu Sigurbjörnsdóttur, háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra, og Þórdísi Kolbrúnu Reykfjörð Gylfadóttir, utanríkisráðherra. „Framtíðarsýn mín felst í fjölbreyttari málverkum á vegg Valhallar og fjölbreyttum Sjálfstæðisflokki sem nær út fyrir þá veggi. Konur eru um helmingur kjósenda og þær tengja ekki við málverkin í Valhöll. Eftir tvö ár er styttra í næstu kosningar og þá er rétti tíminn til að skoða breytingar á forystunni. Það vill Guðlaugur Þór koma í veg fyrir,“ sagði Katrín. Guðlaugur sagði þetta undir flokksmönnum komið en hann hefði lagt sitt af mörkum til þess að styðja konur og meðal annars stigið til hliðar þegar Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir bauð sig fram gegn honum í ritaraembætti flokksins. „Nú, fyrsti kvenformaður SUS naut míns stuðnings og tók við af mér og ég beitti mér mjög mikið fyrir framgangi kvenna í ungliðahreyfingunni á sínum tíma. Þannig að ég get borið mín störf hvað þetta varðar saman við hvern sem er og komist vel frá því. En síðan náttúrulega er það hins vegar bara þannig að, eins og Bjarni var að vísa til, við eigum það nú öll sameiginlegt að því lengra sem við lifum þá erum við alltaf reynslumeiri.“ Sjálfstæðisflokkurinn Formannsslagur Bjarna og Guðlaugs Þórs Mest lesið Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Innlent Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Erlent Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Innlent Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Erlent „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Innlent Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Erlent Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Erlent Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Innlent „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Innlent Fleiri fréttir Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Vélfag kvartar til ESA og ræður kanónu „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Moskítóflugan lifði kuldakastið af „Þorsti í auglýsingafé er talsverður hjá Ríkisútvarpinu“ Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Þúsundir hafi orðið af milljónum Hundrað þúsund færri kindur í dag en fyrir tíu árum Dökk mynd í byggingariðnaði, umsvif RÚV og fækkun fjár Losun gróðurhúsalofttegunda jókst í Reykjavík Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Sjá meira
„Ég hef skipað hérna tvo yngstu kvenráðherra Íslandssögunnar, sem sýnir fram á að við erum með ungt forystufólk sem er tilbúið að koma inn. Við treystum konum til þess að taka ábyrgð í stjórnmálum og við treystum ungu fólki til að taka á sig mikla ábyrgð,“ sagði Bjarni, spurður að því hvort það væri ekki kominn tími til að skipta um fólk í forystunni. Tilefnið voru ummæli sem Bjarni lét falla í viðtalsþætti á Hringbraut, þar sem hann talaði um mikilvægi „blæbrigða“ og endurnýjunar. „Ég hef notið trausts til þess að leiða og ég er einfaldlega á þeim stað í lífinu að ég hef aldrei verið reynslumeiri, ég hef aldrei haft jafn sterka skoðun á því hvernig ég vil halda áfram og ég er nýbúinn að setja saman stjórnarsáttmála sem nýtur mikils stuðnings meðal þjóðarinnar og við erum í miðju verki við að hrinda honum í framkvæmd,“ sagði Bjarni. Guðlaugur var spurður út í aðsenda grein sem birtist á Vísi í gærmorgun, undir fyrirsögninni „Fjölbreyttari málverk í Valhöll“. Þar sagði Katrín Sigríður Þorsteinsdóttir Bachmann, „ung sjálfstæðiskona“, eins og hún titlaði sig, að tími kvenna væri kominn. Nefndi hún sérstaklega í þessu samhengi Áslaugu Örnu Sigurbjörnsdóttur, háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra, og Þórdísi Kolbrúnu Reykfjörð Gylfadóttir, utanríkisráðherra. „Framtíðarsýn mín felst í fjölbreyttari málverkum á vegg Valhallar og fjölbreyttum Sjálfstæðisflokki sem nær út fyrir þá veggi. Konur eru um helmingur kjósenda og þær tengja ekki við málverkin í Valhöll. Eftir tvö ár er styttra í næstu kosningar og þá er rétti tíminn til að skoða breytingar á forystunni. Það vill Guðlaugur Þór koma í veg fyrir,“ sagði Katrín. Guðlaugur sagði þetta undir flokksmönnum komið en hann hefði lagt sitt af mörkum til þess að styðja konur og meðal annars stigið til hliðar þegar Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir bauð sig fram gegn honum í ritaraembætti flokksins. „Nú, fyrsti kvenformaður SUS naut míns stuðnings og tók við af mér og ég beitti mér mjög mikið fyrir framgangi kvenna í ungliðahreyfingunni á sínum tíma. Þannig að ég get borið mín störf hvað þetta varðar saman við hvern sem er og komist vel frá því. En síðan náttúrulega er það hins vegar bara þannig að, eins og Bjarni var að vísa til, við eigum það nú öll sameiginlegt að því lengra sem við lifum þá erum við alltaf reynslumeiri.“
Sjálfstæðisflokkurinn Formannsslagur Bjarna og Guðlaugs Þórs Mest lesið Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Innlent Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Erlent Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Innlent Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Erlent „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Innlent Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Erlent Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Erlent Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Innlent „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Innlent Fleiri fréttir Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Vélfag kvartar til ESA og ræður kanónu „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Moskítóflugan lifði kuldakastið af „Þorsti í auglýsingafé er talsverður hjá Ríkisútvarpinu“ Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Þúsundir hafi orðið af milljónum Hundrað þúsund færri kindur í dag en fyrir tíu árum Dökk mynd í byggingariðnaði, umsvif RÚV og fækkun fjár Losun gróðurhúsalofttegunda jókst í Reykjavík Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Sjá meira