Rétt og rangt um Byrjendalæsi Rannveig Oddsdóttir skrifar 2. nóvember 2022 13:31 Í þeirri umræðu sem undanfarið hefur skapast um læsi og lestrarkennslu meðal annars í kringum þingsályktunartillögu Flokks fólksins um að skylda alla skóla til að nota hljóðaaðferð við lestrarkennslu hefur enn og aftur komið fram gagnrýni á kennsluaðferðina Byrjendalæsi sem byggir á ranghugmyndum um aðferðina. Í umræðunni hefur verið talað eins og Byrjendalæsi sé aðferð úr lausu lofti gripin og hún hafi ekkert verið rannsökuð. Hið rétta er að aðferðin byggir á traustum fræðilegum grunni og það hefur verið rannsakað hvernig skólar sem nota aðferðina útfæra kennsluna. Það liggja hins vegar litlar sem engar rannsóknir fyrir um notkun hljóðaaðferðar í íslenskum skólum eða hve vel hún hentar til lestrarkennslu í fyrstu bekkjum íslenskra grunnskóla. Byrjendalæsi var þróað við Miðstöð skólaþróunar við Háskólann á Akureyri undir forystu Rósu Eggertsdóttur, lestrarfræðings og sérfræðings við stofnunina. Aðferðin byggir á rannsóknum á árangursríkri læsiskennslu og nær ekki aðeins til lestrarkennslu (það er tengsl stafs og hljóðs og að geta lesið) heldur einnig til annarra mikilvægra þátta læsis það er skilnings, ritunar og tjáningar. Byrjendalæsi nær því yfir stærri hluta af læsiskennslu heldur en hljóðaaðferð sem nær aðeins til þess hvernig börnum eru kenndir stafirnir og lestrarfærnin þjálfuð. Byrjendalæsi er oft stillt upp sem andstæðu við hljóðaaðferð og margir halda að börnum séu ekki kenndir stafir og hljóð í aðferðinni heldur læri þau að lesa með einhverjum allt öðrum aðferðum. Það er ekki rétt. Stafa- og hljóðakennsla er fyrirferðamikill þáttur í upphafi lestrarnámsins og er eitt af því sem er tvinnað inn í kennsluna í Byrjendalæsi. Í hverri viku eru lagðir inn tveir stafir og unnið með þá í tengslum við önnur viðfangsefni. Í stað þess að hafa stafakennsluna í forgrunni eins og gert er í hljóðaaðferð er hún tengd við vinnu nemenda með áhugaverðan texta sem yfirleitt er barnabók. Bókin er lesin fyrir börnin og rætt um hana sem þjónar þeim tilgangi að efla lesskilning barnanna og áhuga á bókum. Valið er lykilorð úr bókinni sem inniheldur þá stafi sem unnið er með þá vikuna. Þeir eru kynntir fyrir börnunum og unnið með hljóð þeirra og rithátt. Nemendur vinna fjölbreytt verkefni sem oft eru í formi leikja og spila sem hjálpa þeim að festa stafina og hljóð þeirra í minni. Í þeirri vinnu er líka leitast við að bjóða nemendum upp á misþung verkefni svo allir fái áskoranir við hæfi. Áfram er síðan unnið með bókina og lýkur vinnunni með því að nemendur æfa sig í tjáningu og ritun með því að búa til nýja texta munnlega eða skriflega sem byggja á einhvern hátt á upphaflega textanum. Auk þeirrar kennslu sem fram fer í skólanum æfa börnin lestur heima og þar er notað sama námsefni og í öðrum skólum, það er léttlestrarbækur sem hæfa getu barnanna á hverjum tíma. Þau sem tala fyrir hljóðaaðferð frekar en Byrjendalæsi rökstyðja það oft með því að hljóðaaðferð sé betur til þess fallin að kenna lestrartæknina sem slíka og óttast að aðferðin sé ekki nægilega góð fyrir þá nemendur sem þurfa að hafa mikið fyrir því að ná lestrartækninni. Þau sem þekkja Byrjendalæsi vita hins vegar að innan aðferðarinnar er nægt svigrúm til að setja inn þá viðbótarþjálfun sem hluti nemenda þarf með tengsl stafs og hljóðs til að ná lestrartækninni. Kennarar sem hafa fært sig frá hljóðaaðferð yfir í Byrjendalæsi segjast líka eiga auðveldara með að mæta þörfum allra nemenda í kennslunni eftir að þeir skiptu yfir í Byrjendalæsi því aðferðin gerir ráð fyrir því að nemendur fáist við misþung verkefni. Það segir líka sína sögu að fæstir þeirra kennara sem hafa takið aðferðina upp hafa viljað fara til baka aftur í þær aðferðir sem þeir notuðu áður en þeir kynntust Byrjendalæsi. Þau rök sem Flokkur fólksins notar fyrir því að hljóðaaðferðin skuli vera sú kennsluaðferð sem er notuð í lestrarkennslu eru meðal annars að bæta þurfi læsi íslenskra barna og hífa upp árangur þeirra á PISA. Sá árangur sem þar er vísað til snertir lesskilning og þau atriði sem Byrjendalæsi tekur inn í viðbót við það sem er sameiginlegt með hljóðaaðferð eru einmitt þættir sem er mikilvægt að vinna með til að byggja upp skilning á texta. Meginmarkmið læsis er að vera fær um að lesa sér til gagns og skilnings og geta tekið þátt í málefnalegri umræðu um málefni líðandi stundar. Því miður hefur það ekki verið einkennandi fyrir læsisumræðuna síðustu vikur sem gefur tilefni til að hafa áhyggjur af læsi fullorðinna Íslendinga frekar en barnanna sem eru að vaxa úr grasi. Þau sem vilja taka þátt í umræðunni um læsi og lestrarkennslu á málefnalegum nótum geta horft á kynningarmyndband um Byrjendalæsi á youtube, lesið sér til um Byrjendalæsi í bók Rósu Eggertsdóttur Hið ljúfa læsi sem kom út 2019 og kynnt sér niðurstöður rannsóknarinnar á Byrjendalæsi í bókinni Byrjendalæsi: Rannsókn á innleiðingu og aðferð sem kom út 2017. Höfundur er lektor við Kennaradeild Háskólans á Akureyri. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Grunnskólar Skóla - og menntamál Börn og uppeldi Rannveig Oddsdóttir Mest lesið Íslenskir Trumpistar Andri Þorvarðarson Skoðun „Ég ætlaði aldrei að hætta í útgerð“ Sigurgeir B. Kristgeirsson Skoðun Hvað var RÚV að hvítþvo – og til hvers? Hilmar Kristinsson Skoðun Frjósemisvandi – samfélagsleg ábyrgð og stuðningur María Rut Baldursdóttir,Sigríður Auðunsdóttir Skoðun Síbrotaferill ríkislögreglustjóra Einar Steingrímsson Skoðun Þegar Evrópa fer á hnén og kallar það vináttu Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir Skoðun Hvers virði er ég ? Rakel Linda Kristjánsdóttir Skoðun Gellupólitík Hlédís Maren Guðmundsdóttir Skoðun Hærri vörugjöld, lægri samkeppnishæfni Arnar Þór Hafsteinsson Skoðun Að vera húsbyggjandi Hilmar Freyr Gunnarsson Skoðun Skoðun Skoðun Íslenskir Trumpistar Andri Þorvarðarson skrifar Skoðun „Sofðu rótt í alla nótt“ – Um stöðu íslenskunnar, lestrarmenningu og ákall til okkar sjálfra Gunnar Már Gunnarsson skrifar Skoðun Í hvað á orkan að fara? Hallgrímur Óskarsson skrifar Skoðun Vegatálmar á skólagöngunni Birna Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Þegar Evrópa fer á hnén og kallar það vináttu Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Hvað var RÚV að hvítþvo – og til hvers? Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Stjórnvöld mega ekki klúðra nýju vaxtaviðmiði Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Að vera húsbyggjandi Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Hærri vörugjöld, lægri samkeppnishæfni Arnar Þór Hafsteinsson skrifar Skoðun Að einfalda veruleikann og breyta öllu í pólitískt fóður Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Tími til kominn Berglind Friðriksdóttir,Gunnsteinn R. Ómarsson,Hrönn Guðmundsdóttir,Sigfús Benóný Harðarson,Vilhjálmur Baldur Guðmundsson skrifar Skoðun Hvers virði er ég ? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun RÚV brýtur á börnum Guðbjörg Hildur Kolbeins skrifar Skoðun Framtíðarsýn Íslands: Raunsæ tækni, græn orka og friður fyrir hugann Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun „Ég ætlaði aldrei að hætta í útgerð“ Sigurgeir B. Kristgeirsson skrifar Skoðun Frjósemisvandi – samfélagsleg ábyrgð og stuðningur María Rut Baldursdóttir,Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin fellir niður jafnrétti íþrótta og gerir vont verra Unnar Már Magnússon skrifar Skoðun 4.865 börn sem bíða í allt að fjögur ár Ragnheiður Dagný Bjarnadóttir skrifar Skoðun Gellupólitík Hlédís Maren Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ísland þarf að tilnefna fulltrúa í European SET Plan Ester Halldórsdóttir skrifar Skoðun Vitundarvakning um ófrjósemi: Þekking á frjósemi er ekki lúxus – hún er lífsnauðsyn María Rut Baldursdóttir skrifar Skoðun Síbrotaferill ríkislögreglustjóra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Velkomin á fjórðu vaktina Árný Ingvarsdóttir skrifar Skoðun Hvers virði er framtíðin? Um olíuleit við Ísland Jóhanna Malen Skúladóttir skrifar Skoðun Vísvitandi verið að skaða atvinnulífið? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Varaflugvallagjaldið og flugöryggi Njáll Trausti Friðbertsson skrifar Skoðun Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Á rauðu ljósi í Reykjavík Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Hefur þú tíma? Ósk Kristinsdóttir skrifar Skoðun Heilnæm fæða – íslenskur landbúnaður er grunnur öryggis okkar Ragnar Rögnvaldsson skrifar Sjá meira
Í þeirri umræðu sem undanfarið hefur skapast um læsi og lestrarkennslu meðal annars í kringum þingsályktunartillögu Flokks fólksins um að skylda alla skóla til að nota hljóðaaðferð við lestrarkennslu hefur enn og aftur komið fram gagnrýni á kennsluaðferðina Byrjendalæsi sem byggir á ranghugmyndum um aðferðina. Í umræðunni hefur verið talað eins og Byrjendalæsi sé aðferð úr lausu lofti gripin og hún hafi ekkert verið rannsökuð. Hið rétta er að aðferðin byggir á traustum fræðilegum grunni og það hefur verið rannsakað hvernig skólar sem nota aðferðina útfæra kennsluna. Það liggja hins vegar litlar sem engar rannsóknir fyrir um notkun hljóðaaðferðar í íslenskum skólum eða hve vel hún hentar til lestrarkennslu í fyrstu bekkjum íslenskra grunnskóla. Byrjendalæsi var þróað við Miðstöð skólaþróunar við Háskólann á Akureyri undir forystu Rósu Eggertsdóttur, lestrarfræðings og sérfræðings við stofnunina. Aðferðin byggir á rannsóknum á árangursríkri læsiskennslu og nær ekki aðeins til lestrarkennslu (það er tengsl stafs og hljóðs og að geta lesið) heldur einnig til annarra mikilvægra þátta læsis það er skilnings, ritunar og tjáningar. Byrjendalæsi nær því yfir stærri hluta af læsiskennslu heldur en hljóðaaðferð sem nær aðeins til þess hvernig börnum eru kenndir stafirnir og lestrarfærnin þjálfuð. Byrjendalæsi er oft stillt upp sem andstæðu við hljóðaaðferð og margir halda að börnum séu ekki kenndir stafir og hljóð í aðferðinni heldur læri þau að lesa með einhverjum allt öðrum aðferðum. Það er ekki rétt. Stafa- og hljóðakennsla er fyrirferðamikill þáttur í upphafi lestrarnámsins og er eitt af því sem er tvinnað inn í kennsluna í Byrjendalæsi. Í hverri viku eru lagðir inn tveir stafir og unnið með þá í tengslum við önnur viðfangsefni. Í stað þess að hafa stafakennsluna í forgrunni eins og gert er í hljóðaaðferð er hún tengd við vinnu nemenda með áhugaverðan texta sem yfirleitt er barnabók. Bókin er lesin fyrir börnin og rætt um hana sem þjónar þeim tilgangi að efla lesskilning barnanna og áhuga á bókum. Valið er lykilorð úr bókinni sem inniheldur þá stafi sem unnið er með þá vikuna. Þeir eru kynntir fyrir börnunum og unnið með hljóð þeirra og rithátt. Nemendur vinna fjölbreytt verkefni sem oft eru í formi leikja og spila sem hjálpa þeim að festa stafina og hljóð þeirra í minni. Í þeirri vinnu er líka leitast við að bjóða nemendum upp á misþung verkefni svo allir fái áskoranir við hæfi. Áfram er síðan unnið með bókina og lýkur vinnunni með því að nemendur æfa sig í tjáningu og ritun með því að búa til nýja texta munnlega eða skriflega sem byggja á einhvern hátt á upphaflega textanum. Auk þeirrar kennslu sem fram fer í skólanum æfa börnin lestur heima og þar er notað sama námsefni og í öðrum skólum, það er léttlestrarbækur sem hæfa getu barnanna á hverjum tíma. Þau sem tala fyrir hljóðaaðferð frekar en Byrjendalæsi rökstyðja það oft með því að hljóðaaðferð sé betur til þess fallin að kenna lestrartæknina sem slíka og óttast að aðferðin sé ekki nægilega góð fyrir þá nemendur sem þurfa að hafa mikið fyrir því að ná lestrartækninni. Þau sem þekkja Byrjendalæsi vita hins vegar að innan aðferðarinnar er nægt svigrúm til að setja inn þá viðbótarþjálfun sem hluti nemenda þarf með tengsl stafs og hljóðs til að ná lestrartækninni. Kennarar sem hafa fært sig frá hljóðaaðferð yfir í Byrjendalæsi segjast líka eiga auðveldara með að mæta þörfum allra nemenda í kennslunni eftir að þeir skiptu yfir í Byrjendalæsi því aðferðin gerir ráð fyrir því að nemendur fáist við misþung verkefni. Það segir líka sína sögu að fæstir þeirra kennara sem hafa takið aðferðina upp hafa viljað fara til baka aftur í þær aðferðir sem þeir notuðu áður en þeir kynntust Byrjendalæsi. Þau rök sem Flokkur fólksins notar fyrir því að hljóðaaðferðin skuli vera sú kennsluaðferð sem er notuð í lestrarkennslu eru meðal annars að bæta þurfi læsi íslenskra barna og hífa upp árangur þeirra á PISA. Sá árangur sem þar er vísað til snertir lesskilning og þau atriði sem Byrjendalæsi tekur inn í viðbót við það sem er sameiginlegt með hljóðaaðferð eru einmitt þættir sem er mikilvægt að vinna með til að byggja upp skilning á texta. Meginmarkmið læsis er að vera fær um að lesa sér til gagns og skilnings og geta tekið þátt í málefnalegri umræðu um málefni líðandi stundar. Því miður hefur það ekki verið einkennandi fyrir læsisumræðuna síðustu vikur sem gefur tilefni til að hafa áhyggjur af læsi fullorðinna Íslendinga frekar en barnanna sem eru að vaxa úr grasi. Þau sem vilja taka þátt í umræðunni um læsi og lestrarkennslu á málefnalegum nótum geta horft á kynningarmyndband um Byrjendalæsi á youtube, lesið sér til um Byrjendalæsi í bók Rósu Eggertsdóttur Hið ljúfa læsi sem kom út 2019 og kynnt sér niðurstöður rannsóknarinnar á Byrjendalæsi í bókinni Byrjendalæsi: Rannsókn á innleiðingu og aðferð sem kom út 2017. Höfundur er lektor við Kennaradeild Háskólans á Akureyri.
Frjósemisvandi – samfélagsleg ábyrgð og stuðningur María Rut Baldursdóttir,Sigríður Auðunsdóttir Skoðun
Skoðun „Sofðu rótt í alla nótt“ – Um stöðu íslenskunnar, lestrarmenningu og ákall til okkar sjálfra Gunnar Már Gunnarsson skrifar
Skoðun Tími til kominn Berglind Friðriksdóttir,Gunnsteinn R. Ómarsson,Hrönn Guðmundsdóttir,Sigfús Benóný Harðarson,Vilhjálmur Baldur Guðmundsson skrifar
Skoðun Framtíðarsýn Íslands: Raunsæ tækni, græn orka og friður fyrir hugann Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Frjósemisvandi – samfélagsleg ábyrgð og stuðningur María Rut Baldursdóttir,Sigríður Auðunsdóttir skrifar
Skoðun Ríkisstjórnin fellir niður jafnrétti íþrótta og gerir vont verra Unnar Már Magnússon skrifar
Skoðun Vitundarvakning um ófrjósemi: Þekking á frjósemi er ekki lúxus – hún er lífsnauðsyn María Rut Baldursdóttir skrifar
Skoðun Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson skrifar
Frjósemisvandi – samfélagsleg ábyrgð og stuðningur María Rut Baldursdóttir,Sigríður Auðunsdóttir Skoðun