Sigmundur efast stórlega um sannleiksgildi frétta af gröfum barna í Kanada Margrét Björk Jónsdóttir skrifar 3. nóvember 2022 18:01 Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins. Vísir/Vilhelm Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, telur fréttir af fjölda ómerktra grafa kanadískra barna sem fundust í maí 2021, vera falsfréttir. Um er að ræða grafir við heimavistarskólann Kamloops Indian Residential School í British Columbia. Talið er að allt að 215 börn frumbyggja hvíli í þessum ómerktu gröfum. Málið vakti mikla athygli og reiði á síðasta ári þegar grafirnar fundust. Justin Trudeau, forsætisráðherra Kanada, steig meðal annars fram og sagðist harmi sleginn vegna fréttanna. Þær væru sársaukafull áminning um skammarlega fortíð landsins. Á 19. öld og hluta 20. aldar var börnum af frumbyggjaættum skylt að sækja heimavistarskóla með það að markmiði að aðlaga þau kanadísku samfélagi. Var þeim bannað að nota eigið tungumál og rækja sína eigin menningu og siði. Talið er að rúmlega 150 þúsund börn hafi sótt nám við Kamloops skólann og leiddi rannsókn sem kanadísk stjórnvöld stóðu fyrir árið 2008 í ljós að mikill fjöldi þeirra hafi aldrei snúið aftur heim eftir dvölina. Ekkert á bak við þetta Sigmundur Davíð efast stórlega um sannleiksgildi málsins en hann ræddi það í Bítinu á Bylgjunni á dögunum. „Nú er rannsókn á þessu máli búin að standa yfir í meira en ár og vitið þið hversu margar grafir hafa fundist, líkamsleifar margra barna? Núll! Líklega voru þetta misfellur í jarðlögum sem urðu til þess að þessi frétt varð til. Það var sagt frá þessu í öllum helstu miðlum heims. Kirkjur brenndar, styttur af þjóðhöfðingjum eyðilagðar. Það var ekkert á bak við þetta,“ sagði Sigmundur í Bítinu. Að neðan má hlusta á viðtalið við Sigmund Davíð í Bítinu. Mikið áhyggjuefni Sigmundur segist í samtali við fréttastofu ekki telja að málið hafi viljandi verið sett fram sem rangfærslur. En það hversu auðveldlega það varð að stórfrétt, mögulega án þess að forsendur væru til staðar ætti að vekja okkur til umhugsunar. „Það virðist vera að enn sem komið er hafi ekki fundist eitt einasta lík eða líkamsleifar. Það er auðvitað stórmerkilegt miðað við hvað þessar fréttir höfðu mikil áhrif á sínum tíma. Ég er mikill áhugamaður um fjölmiðla, ekki síður en um pólítík. Þetta mál vekur upp spurningar varðandi það hversu fréttir geta orðið stórar á meðan óljóst er hvað sé til í þeim, en þegar sannleikurinn kemur í ljós fer minna fyrir umfjöllunum. Þetta er að mínu mati að hluta til afleiðing af því hvað alþjóðafréttir eru miðstýrðar. Tvö til þrjú stórfyrirtæki á alþjóðavettvangi halda utan um fréttamiðlun og fjölmiðlar um allan heim þurfa að reiða sig á upplýsingar frá þeim. Þetta er mikið áhyggjuefni.“ Blóm, skór og leikföng á tröppum við aðalinngang Mohawk Institute, fyrrum heimavistarskóla í Kanada. Minjagripirnir voru lagðir við skólann til að heiðra minningu þeirra 215 barna sem talin eru hvíla í ómerktum gröfum við Kamloops Indian Residential. Myndin er tekin í júní 2021.GettyImage Fortíðarfordómar alls staðar í heiminum Sigmundur telur að um mjög alvarlegt mál sé að ræða. „Það er afar mikilvægt að stjórnmálamenn, mín núverandi stétt, og mín fyrrverandi stétt, blaðamenn, taki hlutum með ákveðnum fyrirvara og felli ekki dóma fyrr en allt liggur fyrir,“ segir hann. Mér finnst vera að aukast að bæði pólitíkusar og blaðamenn hrapi of fljótt að ályktunum, séu of fljótir að úrskurða um hvað sé rétt og hvað ekki, og reyni jafnvel að ýta undir málin ef þau falla að skilaboðum og orðræðu hvers tíðaranda. Mér finnst vera uppi ákveðnir fortíðarfordómar alls staðar í heiminum. Vilji til að ætla að fólk hafi viljandi gert slæma hluti í fortíðinni, of mikil löngun til að trúa því versta upp á fortíðina. Þetta held ég að sé afleiðing af því. Konan sem upphaflega stýrði þessari rannsókn var alls ekki jafn afdráttarlaus eins og síðar var gefið í skyn í fréttum. Hún var mjög varfærin í yfirlýsingum. Hugsanlega er þetta mál sem nú er komið upp afleiðing af þessum tíðaranda sem var og er nú ríkjandi, að finna allt að fortíðinni og gömlum stofnunum til foráttu.“ Fleiri á sömu skoðun Ljóst er að Sigmundur er ekki einn um þá skoðun að eitthvað gruggugt sé við málið. Í frétt New York Post frá því fyrr á þessu ári um málið sagðist Tom Flanagan, prófessor í stjórnmálafræði við Háskólann í Calgary, efast um fréttirnar og kallar þær í raun „stærstu falsfrétt í kanadískri sögu“. „Allt þetta tal um ómerktar grafir og týnd börn olli skelfingu í samfélaginu. Fólk fer að trúa hlutum sem enginn fótur er fyrir og það vindur upp á sig“, er haft eftir Flanagan. Kanada Bítið Miðflokkurinn Tengdar fréttir Rannsaka kirkjubruna á landi frumbyggja Tvær kaþólskar kirkjur brunnu til grunna á landi frumbyggja í Bresku-Kólumbíu í Kanada í gærmorgun. Lögregla á svæðinu segir brunana til rannsóknar en talið er líklegt að eitthvað misjafnt hafi leitt til eldanna. 22. júní 2021 10:07 Felldu styttu af hönnuði heimavistarskólanna Stytta af Egerton Ryerson, sem jafnan er talinn einn hönnuða heimavistarskóla fyrir börn af frumbyggjaættum í Kanada, var felld af mótmælendum í Toronto um helgina. Mótmælendur komu saman til þess að lýsa yfir óánægju vegna fjöldagrafar sem fannst við heimavistarskóla á dögunum. 7. júní 2021 10:10 Fjöldagröf kanadískra barna fannst við skóla Fjöldagröf 215 kanadískra barna hefur fundist í Bresku Kólumbíu í Kanada. Er þar um að ræða börn af frumbyggjaættum sem sóttu heimavistarskóla. Breska ríkisútvarpið greinir frá. 29. maí 2021 07:40 Mest lesið Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Erlent Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Innlent „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Innlent Aflýsa yfir þúsund flugferðum Erlent „Dagur, enga frasapólitík hér“ Innlent Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Innlent Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Erlent Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Innlent Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Innlent Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ Innlent Fleiri fréttir „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ „Dagur, enga frasapólitík hér“ Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Húsæðis- og efnahagsmál brenna á ungu fólki „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Borgarstjórnarsigur lífsnauðsynlegur Sjálfstæðismönnum Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Þriggja stiga skjálfti í Öskju Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Píratar kjósa formann í lok mánaðar Reyndi að flýja lögreglu en endaði uppi á kanti Engin ástæða til að breyta neinu Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Brosið fer ekki af Hrunamönnum Eldur bak við innstungu reyndist minni háttar Hætta á fölsuðum megrunarlyfjum og leitað í ræturnar Útkall á mesta forgangi vegna kajakræðara í vanda „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Alltaf hægt að gera betur á meðferðarheimilunum Menningarverðlaun Árborgar til hjóna á Eyrarbakka Seatrips gert að greiða hundrað milljónir vegna tjóns á flutningaskipi Óskiljanleg lánaviðmið og Grammy-tilnefning stórstjörnunnar Eldur í þúsund fermetra fjósi með skepnum inni Happdrætti Háskólans sýknað af tugmilljóna kröfu Catalinu Sjá meira
Málið vakti mikla athygli og reiði á síðasta ári þegar grafirnar fundust. Justin Trudeau, forsætisráðherra Kanada, steig meðal annars fram og sagðist harmi sleginn vegna fréttanna. Þær væru sársaukafull áminning um skammarlega fortíð landsins. Á 19. öld og hluta 20. aldar var börnum af frumbyggjaættum skylt að sækja heimavistarskóla með það að markmiði að aðlaga þau kanadísku samfélagi. Var þeim bannað að nota eigið tungumál og rækja sína eigin menningu og siði. Talið er að rúmlega 150 þúsund börn hafi sótt nám við Kamloops skólann og leiddi rannsókn sem kanadísk stjórnvöld stóðu fyrir árið 2008 í ljós að mikill fjöldi þeirra hafi aldrei snúið aftur heim eftir dvölina. Ekkert á bak við þetta Sigmundur Davíð efast stórlega um sannleiksgildi málsins en hann ræddi það í Bítinu á Bylgjunni á dögunum. „Nú er rannsókn á þessu máli búin að standa yfir í meira en ár og vitið þið hversu margar grafir hafa fundist, líkamsleifar margra barna? Núll! Líklega voru þetta misfellur í jarðlögum sem urðu til þess að þessi frétt varð til. Það var sagt frá þessu í öllum helstu miðlum heims. Kirkjur brenndar, styttur af þjóðhöfðingjum eyðilagðar. Það var ekkert á bak við þetta,“ sagði Sigmundur í Bítinu. Að neðan má hlusta á viðtalið við Sigmund Davíð í Bítinu. Mikið áhyggjuefni Sigmundur segist í samtali við fréttastofu ekki telja að málið hafi viljandi verið sett fram sem rangfærslur. En það hversu auðveldlega það varð að stórfrétt, mögulega án þess að forsendur væru til staðar ætti að vekja okkur til umhugsunar. „Það virðist vera að enn sem komið er hafi ekki fundist eitt einasta lík eða líkamsleifar. Það er auðvitað stórmerkilegt miðað við hvað þessar fréttir höfðu mikil áhrif á sínum tíma. Ég er mikill áhugamaður um fjölmiðla, ekki síður en um pólítík. Þetta mál vekur upp spurningar varðandi það hversu fréttir geta orðið stórar á meðan óljóst er hvað sé til í þeim, en þegar sannleikurinn kemur í ljós fer minna fyrir umfjöllunum. Þetta er að mínu mati að hluta til afleiðing af því hvað alþjóðafréttir eru miðstýrðar. Tvö til þrjú stórfyrirtæki á alþjóðavettvangi halda utan um fréttamiðlun og fjölmiðlar um allan heim þurfa að reiða sig á upplýsingar frá þeim. Þetta er mikið áhyggjuefni.“ Blóm, skór og leikföng á tröppum við aðalinngang Mohawk Institute, fyrrum heimavistarskóla í Kanada. Minjagripirnir voru lagðir við skólann til að heiðra minningu þeirra 215 barna sem talin eru hvíla í ómerktum gröfum við Kamloops Indian Residential. Myndin er tekin í júní 2021.GettyImage Fortíðarfordómar alls staðar í heiminum Sigmundur telur að um mjög alvarlegt mál sé að ræða. „Það er afar mikilvægt að stjórnmálamenn, mín núverandi stétt, og mín fyrrverandi stétt, blaðamenn, taki hlutum með ákveðnum fyrirvara og felli ekki dóma fyrr en allt liggur fyrir,“ segir hann. Mér finnst vera að aukast að bæði pólitíkusar og blaðamenn hrapi of fljótt að ályktunum, séu of fljótir að úrskurða um hvað sé rétt og hvað ekki, og reyni jafnvel að ýta undir málin ef þau falla að skilaboðum og orðræðu hvers tíðaranda. Mér finnst vera uppi ákveðnir fortíðarfordómar alls staðar í heiminum. Vilji til að ætla að fólk hafi viljandi gert slæma hluti í fortíðinni, of mikil löngun til að trúa því versta upp á fortíðina. Þetta held ég að sé afleiðing af því. Konan sem upphaflega stýrði þessari rannsókn var alls ekki jafn afdráttarlaus eins og síðar var gefið í skyn í fréttum. Hún var mjög varfærin í yfirlýsingum. Hugsanlega er þetta mál sem nú er komið upp afleiðing af þessum tíðaranda sem var og er nú ríkjandi, að finna allt að fortíðinni og gömlum stofnunum til foráttu.“ Fleiri á sömu skoðun Ljóst er að Sigmundur er ekki einn um þá skoðun að eitthvað gruggugt sé við málið. Í frétt New York Post frá því fyrr á þessu ári um málið sagðist Tom Flanagan, prófessor í stjórnmálafræði við Háskólann í Calgary, efast um fréttirnar og kallar þær í raun „stærstu falsfrétt í kanadískri sögu“. „Allt þetta tal um ómerktar grafir og týnd börn olli skelfingu í samfélaginu. Fólk fer að trúa hlutum sem enginn fótur er fyrir og það vindur upp á sig“, er haft eftir Flanagan.
Kanada Bítið Miðflokkurinn Tengdar fréttir Rannsaka kirkjubruna á landi frumbyggja Tvær kaþólskar kirkjur brunnu til grunna á landi frumbyggja í Bresku-Kólumbíu í Kanada í gærmorgun. Lögregla á svæðinu segir brunana til rannsóknar en talið er líklegt að eitthvað misjafnt hafi leitt til eldanna. 22. júní 2021 10:07 Felldu styttu af hönnuði heimavistarskólanna Stytta af Egerton Ryerson, sem jafnan er talinn einn hönnuða heimavistarskóla fyrir börn af frumbyggjaættum í Kanada, var felld af mótmælendum í Toronto um helgina. Mótmælendur komu saman til þess að lýsa yfir óánægju vegna fjöldagrafar sem fannst við heimavistarskóla á dögunum. 7. júní 2021 10:10 Fjöldagröf kanadískra barna fannst við skóla Fjöldagröf 215 kanadískra barna hefur fundist í Bresku Kólumbíu í Kanada. Er þar um að ræða börn af frumbyggjaættum sem sóttu heimavistarskóla. Breska ríkisútvarpið greinir frá. 29. maí 2021 07:40 Mest lesið Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Erlent Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Innlent „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Innlent Aflýsa yfir þúsund flugferðum Erlent „Dagur, enga frasapólitík hér“ Innlent Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Innlent Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Erlent Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Innlent Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Innlent Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ Innlent Fleiri fréttir „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ „Dagur, enga frasapólitík hér“ Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Húsæðis- og efnahagsmál brenna á ungu fólki „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Borgarstjórnarsigur lífsnauðsynlegur Sjálfstæðismönnum Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Þriggja stiga skjálfti í Öskju Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Píratar kjósa formann í lok mánaðar Reyndi að flýja lögreglu en endaði uppi á kanti Engin ástæða til að breyta neinu Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Brosið fer ekki af Hrunamönnum Eldur bak við innstungu reyndist minni háttar Hætta á fölsuðum megrunarlyfjum og leitað í ræturnar Útkall á mesta forgangi vegna kajakræðara í vanda „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Alltaf hægt að gera betur á meðferðarheimilunum Menningarverðlaun Árborgar til hjóna á Eyrarbakka Seatrips gert að greiða hundrað milljónir vegna tjóns á flutningaskipi Óskiljanleg lánaviðmið og Grammy-tilnefning stórstjörnunnar Eldur í þúsund fermetra fjósi með skepnum inni Happdrætti Háskólans sýknað af tugmilljóna kröfu Catalinu Sjá meira
Rannsaka kirkjubruna á landi frumbyggja Tvær kaþólskar kirkjur brunnu til grunna á landi frumbyggja í Bresku-Kólumbíu í Kanada í gærmorgun. Lögregla á svæðinu segir brunana til rannsóknar en talið er líklegt að eitthvað misjafnt hafi leitt til eldanna. 22. júní 2021 10:07
Felldu styttu af hönnuði heimavistarskólanna Stytta af Egerton Ryerson, sem jafnan er talinn einn hönnuða heimavistarskóla fyrir börn af frumbyggjaættum í Kanada, var felld af mótmælendum í Toronto um helgina. Mótmælendur komu saman til þess að lýsa yfir óánægju vegna fjöldagrafar sem fannst við heimavistarskóla á dögunum. 7. júní 2021 10:10
Fjöldagröf kanadískra barna fannst við skóla Fjöldagröf 215 kanadískra barna hefur fundist í Bresku Kólumbíu í Kanada. Er þar um að ræða börn af frumbyggjaættum sem sóttu heimavistarskóla. Breska ríkisútvarpið greinir frá. 29. maí 2021 07:40