„Ég er ráðinn til að þjálfa lið og ætla ekki að vorkenna mér þrátt fyrir að lykilleikmenn séu farnir“ Andri Már Eggertsson skrifar 2. nóvember 2022 20:10 Yngvi Gunnlaugsson var jákvæður eftir tap kvöldsins Vísir/Diego Breiðablik fékk skell gegn Val á heimavelli. Valur vann sannfærandi tuttugu og sjö stiga sigur 63-90. Yngvi Gunnlaugsson, þjálfari Breiðabliks, sá margt jákvætt í leik Breiðabliks. „Valur er með marga góða leikmenn þrátt fyrir að það vantaði Söru Boama þá varð Valur ekki fyrir sömu skakkaföllum og við síðustu vikur. Við erum aðeins að ná áttum á meðan Valur hélt sínu striki.“ „Við fengum á okkur fullt af stigum eftir tapaða bolta og sóknarfráköst. Það breytir engu máli í hvaða flokki það er þá gengur það ekki ef þú ætlar að vinna leik. Það er er margt jákvætt í þessum leik. Þær fengu allar að spila, þær stóðu sig allar vel og þetta fer í reynslubankann,“ sagði Yngvi Gunnlaugsson, eftir 27 stiga tap. Breiðablik tapaði 22 boltum og fékk á sig 16 sóknarfráköst sem Yngva fannst allt of mikið. „Við erum án okkar besta leikstjórnanda og vorum því að dreifa boltanum öðruvísi í kvöld. Ég gat alveg sætt mig við ellefu tapaða bolta í hvorum hálfleik miðað við allt og mér fannst við skjóta ágætlega og mér fannst frammistaðan ekki slæm í kvöld.“ Sabrina Haines og Ísabella Ósk Sigurðardóttir eru farnar úr Breiðabliki. Þrátt fyrir að þetta séu tveir lykilleikmenn ætlar Yngvi ekki að vorkenna sér. „Ég er ráðinn til að þjálfa liðið og reyna að gera það besta úr því sem ég hef. Við eigum eftir að fá Birgit til baka hún er leikmaður sem hefur verið í stóru hlutverki síðustu ár. Ég er að þjálfa liðið sem er á gólfinu og reyni að gera mitt besta. Ég ætla að vera síðasti maður til að vorkenna mér þar sem ég elska svona áskoranir og mér fannst stelpurnar sýna kraft í kvöld,“ sagði Yngvi Gunnlaugsson, þjálfari Breiðabliks, að lokum. Breiðablik Subway-deild kvenna Mest lesið „Ég trúði ekki að þetta væri að gerast“ Sport Hefur eignast barn en þarf samt að sanna að hún sé kona Sport Mourinho grét á blaðamannafundi Fótbolti Fótboltamaður drukknaði Fótbolti Segir að þeir hafi notað Newcastle í pókerleik Enski boltinn Liverpool búið að samþykkja tilboð en nú veltur allt á Darwin Nunez Enski boltinn Ratcliffe-mótmæli á leik Manchester United og Arsenal Enski boltinn Dramatík í Barcelona: Félagið í mál við eigin leikmann Fótbolti Sjáðu Pedersen bæta metið og Skagamenn jafna með skrýtnum mörkum Íslenski boltinn Opinberuðu sambandið með sigurkossi Formúla 1 Fleiri fréttir Markametið hans Patricks Pedersen í tölum Verðmætustu uppöldu leikmennirnir spila í Arsenal Lyfta fólki upp til að skrifa á Jota minningarvegginn Opinberuðu sambandið með sigurkossi Íslensku strákarnir byrjuðu HM á 22 marka sigri Segir að þeir hafi notað Newcastle í pókerleik Ratcliffe-mótmæli á leik Manchester United og Arsenal Lars sendi kveðju til Íslands Sjáðu Pedersen bæta metið og Skagamenn jafna með skrýtnum mörkum „Ég trúði ekki að þetta væri að gerast“ Evrópudeildarleikur Blika í beinni á Sýn Sport Mourinho grét á blaðamannafundi Hefur eignast barn en þarf samt að sanna að hún sé kona Fótboltamaður drukknaði Liverpool búið að samþykkja tilboð en nú veltur allt á Darwin Nunez NFL-stjarna dæmd fyrir þátt í hundaati Dagskráin: Besta deildin ræður ríkjum Dramatík í Barcelona: Félagið í mál við eigin leikmann Tölvuleikurinn Grand Theft Auto boðar mjög gott fyrir Man. United Patrick: Léttir að sjá boltann í netinu Lyon krækir í leikmann Liverpool Ómar Björn: Misreiknaði boltann Snéri til baka úr krabbameinsmeðferð og lokaði leiknum Eir og Ísold mæta á EM Markalaust í baráttunni um brúna Uppgjör: ÍA - Valur 2-2 | Skaginn náði í stig með ótrúlegu marki Brann á toppinn og Lyngby skreið áfram í bikarnum Hansen hamingjusamur í Víkinni næstu árin Tryggvi þurfti að bíða í 257 daga eftir að bæta metið Jorge Costa látinn Sjá meira
„Valur er með marga góða leikmenn þrátt fyrir að það vantaði Söru Boama þá varð Valur ekki fyrir sömu skakkaföllum og við síðustu vikur. Við erum aðeins að ná áttum á meðan Valur hélt sínu striki.“ „Við fengum á okkur fullt af stigum eftir tapaða bolta og sóknarfráköst. Það breytir engu máli í hvaða flokki það er þá gengur það ekki ef þú ætlar að vinna leik. Það er er margt jákvætt í þessum leik. Þær fengu allar að spila, þær stóðu sig allar vel og þetta fer í reynslubankann,“ sagði Yngvi Gunnlaugsson, eftir 27 stiga tap. Breiðablik tapaði 22 boltum og fékk á sig 16 sóknarfráköst sem Yngva fannst allt of mikið. „Við erum án okkar besta leikstjórnanda og vorum því að dreifa boltanum öðruvísi í kvöld. Ég gat alveg sætt mig við ellefu tapaða bolta í hvorum hálfleik miðað við allt og mér fannst við skjóta ágætlega og mér fannst frammistaðan ekki slæm í kvöld.“ Sabrina Haines og Ísabella Ósk Sigurðardóttir eru farnar úr Breiðabliki. Þrátt fyrir að þetta séu tveir lykilleikmenn ætlar Yngvi ekki að vorkenna sér. „Ég er ráðinn til að þjálfa liðið og reyna að gera það besta úr því sem ég hef. Við eigum eftir að fá Birgit til baka hún er leikmaður sem hefur verið í stóru hlutverki síðustu ár. Ég er að þjálfa liðið sem er á gólfinu og reyni að gera mitt besta. Ég ætla að vera síðasti maður til að vorkenna mér þar sem ég elska svona áskoranir og mér fannst stelpurnar sýna kraft í kvöld,“ sagði Yngvi Gunnlaugsson, þjálfari Breiðabliks, að lokum.
Breiðablik Subway-deild kvenna Mest lesið „Ég trúði ekki að þetta væri að gerast“ Sport Hefur eignast barn en þarf samt að sanna að hún sé kona Sport Mourinho grét á blaðamannafundi Fótbolti Fótboltamaður drukknaði Fótbolti Segir að þeir hafi notað Newcastle í pókerleik Enski boltinn Liverpool búið að samþykkja tilboð en nú veltur allt á Darwin Nunez Enski boltinn Ratcliffe-mótmæli á leik Manchester United og Arsenal Enski boltinn Dramatík í Barcelona: Félagið í mál við eigin leikmann Fótbolti Sjáðu Pedersen bæta metið og Skagamenn jafna með skrýtnum mörkum Íslenski boltinn Opinberuðu sambandið með sigurkossi Formúla 1 Fleiri fréttir Markametið hans Patricks Pedersen í tölum Verðmætustu uppöldu leikmennirnir spila í Arsenal Lyfta fólki upp til að skrifa á Jota minningarvegginn Opinberuðu sambandið með sigurkossi Íslensku strákarnir byrjuðu HM á 22 marka sigri Segir að þeir hafi notað Newcastle í pókerleik Ratcliffe-mótmæli á leik Manchester United og Arsenal Lars sendi kveðju til Íslands Sjáðu Pedersen bæta metið og Skagamenn jafna með skrýtnum mörkum „Ég trúði ekki að þetta væri að gerast“ Evrópudeildarleikur Blika í beinni á Sýn Sport Mourinho grét á blaðamannafundi Hefur eignast barn en þarf samt að sanna að hún sé kona Fótboltamaður drukknaði Liverpool búið að samþykkja tilboð en nú veltur allt á Darwin Nunez NFL-stjarna dæmd fyrir þátt í hundaati Dagskráin: Besta deildin ræður ríkjum Dramatík í Barcelona: Félagið í mál við eigin leikmann Tölvuleikurinn Grand Theft Auto boðar mjög gott fyrir Man. United Patrick: Léttir að sjá boltann í netinu Lyon krækir í leikmann Liverpool Ómar Björn: Misreiknaði boltann Snéri til baka úr krabbameinsmeðferð og lokaði leiknum Eir og Ísold mæta á EM Markalaust í baráttunni um brúna Uppgjör: ÍA - Valur 2-2 | Skaginn náði í stig með ótrúlegu marki Brann á toppinn og Lyngby skreið áfram í bikarnum Hansen hamingjusamur í Víkinni næstu árin Tryggvi þurfti að bíða í 257 daga eftir að bæta metið Jorge Costa látinn Sjá meira