Að fá fyrir ferðina Hildur Sólveig Sigurðardóttir skrifar 3. nóvember 2022 08:32 Íbúar á landsbyggðinni þurfa gjarnan að leita um langan veg eftir viðeigandi heilbrigðisþjónustu sem ekki er veitt í heimabyggð. Til að koma til móts við þennan stóra hóp hefur verið sett reglugerð um ferðakostnað sjúkratryggða og aðstandenda þeirra innanlands. Þar kemur m.a. fram að Sjúkratryggingar Íslands taka þátt í kostnaði við tvær ferðir sjúkratryggðs á 12 mánaða tímabili, þegar um er að ræða nauðsynlega læknisferð, a.m.k. 20 km vegalengd á milli staða sem ekki er veitt í heimabyggð. Sjúklingar þurfa að borga fyrir að fá endurgreitt Í sömu reglugerð kemur fram að ætli fólk að sækja endurgreiðslu vegna slíkra ferða þurfi læknir í heimabyggð að staðfesta að hann hafi þurft að vísa sjúkratryggðum til meðferðar utan heimabyggðar því þjónustan var ekki fyrir hendi. Fyrir slíkt vottorð þarf sjúklingur að greiða 1.511 krónur sem er t.d. um 12% af þeirri endurgreiðslu sem undirrituð á rétt á vegna einnar læknisferðar til Reykjavíkur. Já þú last rétt, við íbúar landsbyggðarinnar þurfum að borga fyrir að fá endurgreiðslu að hluta á nauðsynlegum læknisferðum. Drögum úr óþarfa álagi á heilsugæslur Á landsbyggðinni er víða mikill mönnunarvandi á heilsugæslum, fáir læknar, mikið álag, erfitt að fá tíma, þetta eru allt óþægilega kunnugleg stef. Hvernig væri að við myndum sleppa heilsugæslulæknum við þessu óþarfa áreiti, sjúklingum við óþarfa biðstofudvöl og nægjanlegt væri að sérfræðilæknir myndi staðfesta komu og þá um leið nauðsyn þjónustunnar. Drögum úr kostnaði og óþægindum fyrir þjónustuþegann um leið og við drögum úr álagi á heilsugæsluna, svokallað ,,win-win”. Letjandi fyrirkomulag hentar ríkiskassanum vel Þegar óskað er eftir endurgreiðslu vegna ferðakostnaðar þarf umsækjandi að skila inn til umboðs sýslumanns í sinni heimabyggð eftirfarandi: 1511 kr. vottorðinu frá heilsugæslulækni í heimabyggð farseðlum vegna flugs, ferju, áætlunarbíls eða almenningssamgangna en endurgreitt eru ⅔ af slíku fargjaldi Greiðslukvittunum vegna leigubíls og vegtolla Greiðslukvittunum fyrir eldsneytiskaup vegna ferða á einkabíl staðfestingu á komu til læknis Þessar gjarðir þarf landsbyggðarfólk að hoppa í gegnum til að fá endurgreiðslu fyrir þann ójafna aðgang að heilbrigðisþjónustu sem Sjúkratryggingar Íslands hafa þó viðurkennt með þessari reglugerð að landsbyggðin búi sannarlega við. Eðli málsins samkvæmt er hlutfall þeirra einstaklinga sem eiga rétt á niðurgreiðslu en sækja hana ekki vegna flækjustigs væntanlega nokkuð hátt. Sem kemur sér vel fyrir ríkiskassann. Það má nú ekki vera of einfalt að sækja sér eitthvað sem við eigum samt rétt á. Lausnirnar eru til, tæknin og getan er til, en það er spurning um viljann Vegferð stafrænnar umbyltingar hjá íslenska ríkinu hefur ekki farið framhjá neinum og í ágúst á þessu ári fór vefur Sjúkratrygginga Íslands inn á island.is sem var afar jákvætt skref. Taka þarf fleiri og stærri skref í þessa átt, m.a. með því að færa réttindagátt sjúkratrygginga þar inn, en ekki síður er mikilvægt skref að einfalda leiðina að því að sækja endurgreiðslur ferðakostnaðar í gegnum einfalda og aðgengilega stafræna þjónustugátt ríkisins. Auðveldum endurgreiðslu ferðakostnaðar Íbúar landsbyggðar hafa þurft að þola sífellt skertara aðgengi að grunnheilbrigðisþjónustu í gegnum árin, skurð- og fæðingarstöðum hefur fækkað og sérhæfð þjónusta færst í auknum mæli á stórhöfuðborgarsvæðið og okkur gert að fara þangað. Auðveldum því fólki sem þarf á þjónustu sem ekki er veitt í heimabyggð að sækja hana. Einföldum regluverkið, nýtum okkur tæknina og sleppum óþarfa milliliðum og kostnaði. Ég skora á heilbrigðisráðherra í samstarfi við Sjúkratryggingar Íslands að stíga inn í nútímann, draga úr hindrunum, leysa flækjurnar og gera okkur landsbyggðarfólkinu kleift með einföldum og hagkvæmum hætti að sækja til baka þann kostnað sem við höfum sannarlega greitt. Höfundur er sjúkraþjálfari og bæjarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins í Vestmannaeyjum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Byggðamál Vestmannaeyjar Heilbrigðismál Fjármál heimilisins Mest lesið Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Halldór 13.12.2025 Halldór Að fyrirgefa sjálfum sér Sigurður Árni Reynisson Skoðun Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson Skoðun Skattahækkanir í felum – árás á heimilin Lóa Jóhannsdóttir Skoðun Falskur finnst mér tónninn Kristján Fr. Friðbertsson Skoðun 5 vaxtalækkanir á einu ári Arna Lára Jónsdóttir Skoðun Hér starfa líka (alls konar) konur Selma Svavarsdóttir Skoðun Kílómetragjald í blindgötu – þegar stjórnvöld misskilja ferðaþjónustuna Þórir Garðarsson Skoðun Skoðun Skoðun Setjum við Ísland í fyrsta sæti? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Skattahækkanir í felum – árás á heimilin Lóa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Að fyrirgefa sjálfum sér Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Hér starfa líka (alls konar) konur Selma Svavarsdóttir skrifar Skoðun Kílómetragjald í blindgötu – þegar stjórnvöld misskilja ferðaþjónustuna Þórir Garðarsson skrifar Skoðun 5 vaxtalækkanir á einu ári Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Falskur finnst mér tónninn Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Treystir Viðreisn þjóðinni í raun? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þingmaður með hálfsannleik um voffann Úffa Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Allt fyrir ekkert – eða ekkert fyrir allt? Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Glansmynd án innihalds Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Kæra Kristrún, eru Fjarðarheiðargöng of dýr? Helgi Hlynur Ásgrímsson skrifar Skoðun Samvinna er eitt en samruni allt annað Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Eyðilegging Kvikmyndasafns Íslands Sigurjón Baldur Hafsteinsson skrifar Skoðun Ráðherra sem talar um hlýju en tekur úrræði af veikum Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Saman gegn fúski Benedikta Guðrún Svavarsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson skrifar Skoðun Hvernig varð staðan svona í Hafnarfirði? Einar Geir Þorsteinsson skrifar Skoðun Samherjarnir Ingi Freyr og Georg Helgi Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Minna stress meiri ró! Magnús Jóhann Hjartarson skrifar Skoðun Innflytjendur, samningar og staðreyndir Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Vindmyllur Þórðar Snæs Stefanía Kolbrún Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Ál- og kísilmarkaðir í hringiðu heimsmála Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Útgerðarmenn vaknið, virkjum nýjustu vísindi Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hversu margar ókeypis máltíðir finnur þú í desember? Þorbjörg Sandra Bakke skrifar Skoðun Sjálfgefin íslenska – Hvernig? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Vonbrigði í Vaxtamáli Breki Karlsson skrifar Skoðun Reykjalundur – lífsbjargandi þjónusta í 80 ár Magnús Sigurjón Olsen Guðmundsson skrifar Sjá meira
Íbúar á landsbyggðinni þurfa gjarnan að leita um langan veg eftir viðeigandi heilbrigðisþjónustu sem ekki er veitt í heimabyggð. Til að koma til móts við þennan stóra hóp hefur verið sett reglugerð um ferðakostnað sjúkratryggða og aðstandenda þeirra innanlands. Þar kemur m.a. fram að Sjúkratryggingar Íslands taka þátt í kostnaði við tvær ferðir sjúkratryggðs á 12 mánaða tímabili, þegar um er að ræða nauðsynlega læknisferð, a.m.k. 20 km vegalengd á milli staða sem ekki er veitt í heimabyggð. Sjúklingar þurfa að borga fyrir að fá endurgreitt Í sömu reglugerð kemur fram að ætli fólk að sækja endurgreiðslu vegna slíkra ferða þurfi læknir í heimabyggð að staðfesta að hann hafi þurft að vísa sjúkratryggðum til meðferðar utan heimabyggðar því þjónustan var ekki fyrir hendi. Fyrir slíkt vottorð þarf sjúklingur að greiða 1.511 krónur sem er t.d. um 12% af þeirri endurgreiðslu sem undirrituð á rétt á vegna einnar læknisferðar til Reykjavíkur. Já þú last rétt, við íbúar landsbyggðarinnar þurfum að borga fyrir að fá endurgreiðslu að hluta á nauðsynlegum læknisferðum. Drögum úr óþarfa álagi á heilsugæslur Á landsbyggðinni er víða mikill mönnunarvandi á heilsugæslum, fáir læknar, mikið álag, erfitt að fá tíma, þetta eru allt óþægilega kunnugleg stef. Hvernig væri að við myndum sleppa heilsugæslulæknum við þessu óþarfa áreiti, sjúklingum við óþarfa biðstofudvöl og nægjanlegt væri að sérfræðilæknir myndi staðfesta komu og þá um leið nauðsyn þjónustunnar. Drögum úr kostnaði og óþægindum fyrir þjónustuþegann um leið og við drögum úr álagi á heilsugæsluna, svokallað ,,win-win”. Letjandi fyrirkomulag hentar ríkiskassanum vel Þegar óskað er eftir endurgreiðslu vegna ferðakostnaðar þarf umsækjandi að skila inn til umboðs sýslumanns í sinni heimabyggð eftirfarandi: 1511 kr. vottorðinu frá heilsugæslulækni í heimabyggð farseðlum vegna flugs, ferju, áætlunarbíls eða almenningssamgangna en endurgreitt eru ⅔ af slíku fargjaldi Greiðslukvittunum vegna leigubíls og vegtolla Greiðslukvittunum fyrir eldsneytiskaup vegna ferða á einkabíl staðfestingu á komu til læknis Þessar gjarðir þarf landsbyggðarfólk að hoppa í gegnum til að fá endurgreiðslu fyrir þann ójafna aðgang að heilbrigðisþjónustu sem Sjúkratryggingar Íslands hafa þó viðurkennt með þessari reglugerð að landsbyggðin búi sannarlega við. Eðli málsins samkvæmt er hlutfall þeirra einstaklinga sem eiga rétt á niðurgreiðslu en sækja hana ekki vegna flækjustigs væntanlega nokkuð hátt. Sem kemur sér vel fyrir ríkiskassann. Það má nú ekki vera of einfalt að sækja sér eitthvað sem við eigum samt rétt á. Lausnirnar eru til, tæknin og getan er til, en það er spurning um viljann Vegferð stafrænnar umbyltingar hjá íslenska ríkinu hefur ekki farið framhjá neinum og í ágúst á þessu ári fór vefur Sjúkratrygginga Íslands inn á island.is sem var afar jákvætt skref. Taka þarf fleiri og stærri skref í þessa átt, m.a. með því að færa réttindagátt sjúkratrygginga þar inn, en ekki síður er mikilvægt skref að einfalda leiðina að því að sækja endurgreiðslur ferðakostnaðar í gegnum einfalda og aðgengilega stafræna þjónustugátt ríkisins. Auðveldum endurgreiðslu ferðakostnaðar Íbúar landsbyggðar hafa þurft að þola sífellt skertara aðgengi að grunnheilbrigðisþjónustu í gegnum árin, skurð- og fæðingarstöðum hefur fækkað og sérhæfð þjónusta færst í auknum mæli á stórhöfuðborgarsvæðið og okkur gert að fara þangað. Auðveldum því fólki sem þarf á þjónustu sem ekki er veitt í heimabyggð að sækja hana. Einföldum regluverkið, nýtum okkur tæknina og sleppum óþarfa milliliðum og kostnaði. Ég skora á heilbrigðisráðherra í samstarfi við Sjúkratryggingar Íslands að stíga inn í nútímann, draga úr hindrunum, leysa flækjurnar og gera okkur landsbyggðarfólkinu kleift með einföldum og hagkvæmum hætti að sækja til baka þann kostnað sem við höfum sannarlega greitt. Höfundur er sjúkraþjálfari og bæjarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins í Vestmannaeyjum.
Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun
Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson Skoðun
Skoðun Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Kílómetragjald í blindgötu – þegar stjórnvöld misskilja ferðaþjónustuna Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson skrifar
Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun
Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson Skoðun