Reynir sekur um mjög alvarleg brot gegn siðareglum Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 3. nóvember 2022 15:29 Reynir Traustason ritstjóri Mannlífs hafði betur gegn Róbert Wessman hjá Fjölmiðlanefnd. Vísir Siðanefnd Blaðamannafélags Íslands telur að Reynir Traustason, ritstjóri Mannlífs, hafi gert sekur um mjög alvarleg brot gegn siðareglum blaðamanna með umfjöllun um Róbert Wessmann. Þetta er niðurstaða siðanefndarinnar í tveimur málum sem nefndin fjallaði um síðastliðin mánudag. Róbert tiltók þar alls 29 greinar sem birtust á vef Mannlífs á tímabilinu 4. mars til 13. september. Greinarnar eiga það sameiginlegt að Róbert var umfjöllunarefni þeirra, á einn eða annan hátt. Í kærunum til siðanefndar vísaði Róbert í fyrri úrskurði siðanefndar frá því í maí um að Reynir teldist vanhæfur til að skrifa fréttir um Róbert. Var það vegna þess að Reynir hafði móttekið fjármuni frá Halldóri Kristmannssyni vegna bókarskrifa um Róbert. Samstarfsmennirnir fyrrverandi, Róbert og Halldór, hafa deilt harðlega á hvorn annan á opinberum vettvangi. Sagði siðanefndina ganga erinda auðmanna Í andsvörum Reynis kemur annars vegar fram að hann telji að Róbert sé með kærunum að reyna að þagga niður í umfjöllun um málefni sem tengist honum og eigi erindi við almenning. Hins vegar er harðlega deilt á siðanefndina og hún sökum um að ganga erinda auðmanna. Í fyrri úrskurði siðanefndar er vísað í þær greinar sem birtar voru á tímabilinu 4. mars til 17. maí, það er áður en að úrskurður nefndarinnar féll í maí síðastliðnum. Telur nefndin, líkt og í maí, að Reynir hafi verið vanhæfur til að skrifa greinar um Róbert þar sem hann hafi tekið við fjármagni frá Halldóri til þess að skrifa bók um Róbert. Hvað varðar greinarnar sem skrifaðar voru eftir að úrskurðinn í maí féll, telur siðanefndin að Reynir hafi ítrekað gerst brotlegur við 5. grein siðareglna blaðamanna sem fjallar um hagsmunatengsl. Telur siðanefndin að brotin séu ítrekuð og alvarleg. Þá gefur nefndin lítið fyrir fyrirvara sem bætt var við umræddar greinar sem skrifaðar voru eftir 13. júní um að höfundur þeirra ynni að bók um Róbert. Telur nefndin að slíkur fyrirvari breyti engu um brot Reynis. Deilur Halldórs Kristmannssonar og Róberts Wessman Fjölmiðlar Tengdar fréttir Reynir braut siðareglur Blaðamannafélagsins með umfjöllun um Róbert Wessmann Siðanefnd Blaðafélags Íslands hefur komist að þeirri niðurstöðu að Reynir Traustason, ritstjóri Mannlífs, hafi brotið siðareglur félagsins með umfjöllun sinni um Róbert Wessmann, forstjóra Alvogen. Samkvæmt siðanefndinni er brotið alvarlegt. 8. júní 2022 18:26 Reynir kærir Róbert Wessman fyrir yfirhylmingu Reynir Traustason ritstjóri Mannlífs hefur kært forstjóra Alvogen, Róbert Wessman, til lögreglu. Reynir staðfestir þetta í stuttu samtali við fréttastofu. 28. mars 2022 15:28 „Fyrir mig er þetta áfall og mér líður illa með þetta“ Reynir Traustason, ritstjóri Mannlífs, segir ekkert að frétta af rannsókn á innbroti á ritstjórnarskrifstofur Mannlífs en áður hafði verið brotist inn í bíl hans. Lögreglan segir að rannsókn sé á frumstigi. 27. janúar 2022 13:59 Mest lesið Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Erlent Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Innlent Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Innlent „Þetta er bara ljótt“ Innlent Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Innlent „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Innlent Ljósmyndir horfnar úr Epstein-skjölunum, þar á meðal ein af Trump Erlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Kvarta yfir ritskoðun Epstein-skjala: „Við vitum ekki hvað við vitum ekki“ Erlent Fleiri fréttir „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Gyðingar á Íslandi upplifa aukinn ótta Ferðaþjónusta blómstrar í uppsveitum Árnessýslu „Þetta er bara ljótt“ Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Ætlar að skýra hvenær rjúfa megi þagnarskyldu Þagnarskylda heilbrigðisstarfsfólks og öryggisgæsla við grunnskóla Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Vegagerðin segir flóðin í Vík fyrirséð Fjölmiðlar, bókmenntir og hægrimennska á Sprengisandi „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Sjá meira
Þetta er niðurstaða siðanefndarinnar í tveimur málum sem nefndin fjallaði um síðastliðin mánudag. Róbert tiltók þar alls 29 greinar sem birtust á vef Mannlífs á tímabilinu 4. mars til 13. september. Greinarnar eiga það sameiginlegt að Róbert var umfjöllunarefni þeirra, á einn eða annan hátt. Í kærunum til siðanefndar vísaði Róbert í fyrri úrskurði siðanefndar frá því í maí um að Reynir teldist vanhæfur til að skrifa fréttir um Róbert. Var það vegna þess að Reynir hafði móttekið fjármuni frá Halldóri Kristmannssyni vegna bókarskrifa um Róbert. Samstarfsmennirnir fyrrverandi, Róbert og Halldór, hafa deilt harðlega á hvorn annan á opinberum vettvangi. Sagði siðanefndina ganga erinda auðmanna Í andsvörum Reynis kemur annars vegar fram að hann telji að Róbert sé með kærunum að reyna að þagga niður í umfjöllun um málefni sem tengist honum og eigi erindi við almenning. Hins vegar er harðlega deilt á siðanefndina og hún sökum um að ganga erinda auðmanna. Í fyrri úrskurði siðanefndar er vísað í þær greinar sem birtar voru á tímabilinu 4. mars til 17. maí, það er áður en að úrskurður nefndarinnar féll í maí síðastliðnum. Telur nefndin, líkt og í maí, að Reynir hafi verið vanhæfur til að skrifa greinar um Róbert þar sem hann hafi tekið við fjármagni frá Halldóri til þess að skrifa bók um Róbert. Hvað varðar greinarnar sem skrifaðar voru eftir að úrskurðinn í maí féll, telur siðanefndin að Reynir hafi ítrekað gerst brotlegur við 5. grein siðareglna blaðamanna sem fjallar um hagsmunatengsl. Telur siðanefndin að brotin séu ítrekuð og alvarleg. Þá gefur nefndin lítið fyrir fyrirvara sem bætt var við umræddar greinar sem skrifaðar voru eftir 13. júní um að höfundur þeirra ynni að bók um Róbert. Telur nefndin að slíkur fyrirvari breyti engu um brot Reynis.
Deilur Halldórs Kristmannssonar og Róberts Wessman Fjölmiðlar Tengdar fréttir Reynir braut siðareglur Blaðamannafélagsins með umfjöllun um Róbert Wessmann Siðanefnd Blaðafélags Íslands hefur komist að þeirri niðurstöðu að Reynir Traustason, ritstjóri Mannlífs, hafi brotið siðareglur félagsins með umfjöllun sinni um Róbert Wessmann, forstjóra Alvogen. Samkvæmt siðanefndinni er brotið alvarlegt. 8. júní 2022 18:26 Reynir kærir Róbert Wessman fyrir yfirhylmingu Reynir Traustason ritstjóri Mannlífs hefur kært forstjóra Alvogen, Róbert Wessman, til lögreglu. Reynir staðfestir þetta í stuttu samtali við fréttastofu. 28. mars 2022 15:28 „Fyrir mig er þetta áfall og mér líður illa með þetta“ Reynir Traustason, ritstjóri Mannlífs, segir ekkert að frétta af rannsókn á innbroti á ritstjórnarskrifstofur Mannlífs en áður hafði verið brotist inn í bíl hans. Lögreglan segir að rannsókn sé á frumstigi. 27. janúar 2022 13:59 Mest lesið Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Erlent Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Innlent Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Innlent „Þetta er bara ljótt“ Innlent Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Innlent „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Innlent Ljósmyndir horfnar úr Epstein-skjölunum, þar á meðal ein af Trump Erlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Kvarta yfir ritskoðun Epstein-skjala: „Við vitum ekki hvað við vitum ekki“ Erlent Fleiri fréttir „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Gyðingar á Íslandi upplifa aukinn ótta Ferðaþjónusta blómstrar í uppsveitum Árnessýslu „Þetta er bara ljótt“ Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Ætlar að skýra hvenær rjúfa megi þagnarskyldu Þagnarskylda heilbrigðisstarfsfólks og öryggisgæsla við grunnskóla Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Vegagerðin segir flóðin í Vík fyrirséð Fjölmiðlar, bókmenntir og hægrimennska á Sprengisandi „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Sjá meira
Reynir braut siðareglur Blaðamannafélagsins með umfjöllun um Róbert Wessmann Siðanefnd Blaðafélags Íslands hefur komist að þeirri niðurstöðu að Reynir Traustason, ritstjóri Mannlífs, hafi brotið siðareglur félagsins með umfjöllun sinni um Róbert Wessmann, forstjóra Alvogen. Samkvæmt siðanefndinni er brotið alvarlegt. 8. júní 2022 18:26
Reynir kærir Róbert Wessman fyrir yfirhylmingu Reynir Traustason ritstjóri Mannlífs hefur kært forstjóra Alvogen, Róbert Wessman, til lögreglu. Reynir staðfestir þetta í stuttu samtali við fréttastofu. 28. mars 2022 15:28
„Fyrir mig er þetta áfall og mér líður illa með þetta“ Reynir Traustason, ritstjóri Mannlífs, segir ekkert að frétta af rannsókn á innbroti á ritstjórnarskrifstofur Mannlífs en áður hafði verið brotist inn í bíl hans. Lögreglan segir að rannsókn sé á frumstigi. 27. janúar 2022 13:59