Ísland á flottan fulltrúa meðal yngstu markaskorara Meistaradeildarinnar Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 4. nóvember 2022 12:00 Hákon Arnar Haraldsson fagnar marki sínu fyrir FCK á móti Borussia Dortmund á Parken. Getty/Jan Christensen Skagamaðurinn Hákon Arnar Haraldsson var einn af yngstu leikmönnunum sem náðu að skora í riðlakeppni Meistaradeildarinnar á þessu tímabili. Hákon Arnar skoraði eina mark danska liðsins FC Kaupmannahöfn í allri riðlakeppninni þegar hann tryggði liðinu jafntefli á móti Borussia Dortmund í fyrrakvöld. Hákon var aðeins nítján ára, sex mánaða og 23 daga þegar hann skoraði markið sitt. Hann var aðeins fjórði Íslendingurinn til að skora í riðlakeppni Meistaradeildarinnar. Eins og sjá má hér fyrir neðan voru aðeins fimm yngri leikmenn sem náðu að skora í Meistaradeildinni í vetur. Sá yngsti var Norðmaðurinn Antonio Nusa sem var aðeins 17 ára, 4 mánaða og 27 daga þegar hann skoraði fyrir Club Brugge. Nusa varð þá annar yngsti markaskorarinn í sögu Meistaradeildarinnar á eftir Barcelona stráknum Ansu Fati. Manchester City strákurinn Rico Lewis varð næstyngstur þegar hann skoraði í fyrsta byrjunarliðsleiknum sínum með City sem var á móti Sevilla í fyrrakvöld. Lewis var aðeins 17 ára, 11 mánaða og 12 daga í gær. Þriðji yngsti markaskorari vetrarins var António Silva hjá Benfica sem var átján ára, ellefu mánaða og 24 daga þegar hann skoraði á móti Juventus. Fjórði á listanum er síðan Jude Bellingham hjá Borussia Dortmund sem 19 ára, tveggja mánaða og átta daga þegar hann skoraði fyrsta markið sitt í Meistaradeildinni í vetur. Liverpool strákurinn Harvey Elliott var síðan bara fimmtán dögum yngri en Hákon þegar hann skoraði fyrir Liverpool á móti Rangers. Það er mjög gaman að sjá íslenskan fulltrúa á listanum hér fyrir neðan. View this post on Instagram A post shared by Transfermarkt (@transfermarkt_official) Meistaradeild Evrópu er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Meistaradeildin er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði. Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Mest lesið Kristófer Acox kallar sig glæpamann Körfubolti Svona var blaðamannafundur Arnars Fótbolti Arnar Gunnlaugsson las yfir vælandi fýlupúkum hjá Real Madrid Fótbolti Rooney að kenna að Liverpool er komið á sigurbrautina á ný? Enski boltinn Littler kjörinn kynþokkafyllsti íþróttamaður heims Sport „Ég myndi ekki óska neinum þess að lenda í þessu“ Fótbolti Besta tenniskona heims tekur þátt í nýrri „Baráttu kynjanna“ Sport Fékk faðmlag frá konu Diogo Jota í miðju maraþoni Enski boltinn Þurfti að kaupa nýjan iPhone fyrir alla í liðinu Fótbolti Hópurinn fyrir lokaleikina: Hörður og Jóhann snúa aftur Fótbolti Fleiri fréttir Orri Steinn lengra frá því að ná þessum leikjum en þeim í síðasta glugga Hópurinn fyrir lokaleikina: Hörður og Jóhann snúa aftur Svona var blaðamannafundur Arnars Rooney að kenna að Liverpool er komið á sigurbrautina á ný? Ánægð með að mæta Íslandi „Ég myndi ekki óska neinum þess að lenda í þessu“ Fékk faðmlag frá konu Diogo Jota í miðju maraþoni Arnar Gunnlaugsson las yfir vælandi fýlupúkum hjá Real Madrid Sjáðu sigurmark Liverpool á móti Real Madrid og mörkin hjá Arsenal í Prag „Við viljum koma Haukum á fótboltakortið“ Ógnaði leikmanni Tottenham með byssu út á götu Þurfti að kaupa nýjan iPhone fyrir alla í liðinu Segir Amorim ekki geta gert kraftaverk Arsenal jafnaði rúmlega aldargamalt félagsmet Jafnteflin ríkjandi í Meistaradeildinni í kvöld Liverpool vann risaslaginn Meistararnir lágu á heimavelli Sneypuför danskra til Lundúna Natasha semur við nýliða Grindavíkur/Njarðvíkur Slavia Prag engin fyrirstaða fyrir Arsenal Ráku lærlinga sem fögnuðu marki í beinni Falla fleiri gleðitár hjá fjölskyldu Viktors í kvöld? David Beckham aðlaður: „Ég gæti ekki verið stoltari“ Fram líka fljótt að finna nýja ást Viðtal Kjartans við Carrick: „Þolinmæðin minni og dómharkan meiri í hverri viku“ Steini um martraðarriðilinn: „Ekki draumaandstæðingar“ Veggmynd af Alexander-Arnold skemmd: „Bless, rotta“ Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Gyökeres ekki með Arsenal í Prag Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Sjá meira
Hákon Arnar skoraði eina mark danska liðsins FC Kaupmannahöfn í allri riðlakeppninni þegar hann tryggði liðinu jafntefli á móti Borussia Dortmund í fyrrakvöld. Hákon var aðeins nítján ára, sex mánaða og 23 daga þegar hann skoraði markið sitt. Hann var aðeins fjórði Íslendingurinn til að skora í riðlakeppni Meistaradeildarinnar. Eins og sjá má hér fyrir neðan voru aðeins fimm yngri leikmenn sem náðu að skora í Meistaradeildinni í vetur. Sá yngsti var Norðmaðurinn Antonio Nusa sem var aðeins 17 ára, 4 mánaða og 27 daga þegar hann skoraði fyrir Club Brugge. Nusa varð þá annar yngsti markaskorarinn í sögu Meistaradeildarinnar á eftir Barcelona stráknum Ansu Fati. Manchester City strákurinn Rico Lewis varð næstyngstur þegar hann skoraði í fyrsta byrjunarliðsleiknum sínum með City sem var á móti Sevilla í fyrrakvöld. Lewis var aðeins 17 ára, 11 mánaða og 12 daga í gær. Þriðji yngsti markaskorari vetrarins var António Silva hjá Benfica sem var átján ára, ellefu mánaða og 24 daga þegar hann skoraði á móti Juventus. Fjórði á listanum er síðan Jude Bellingham hjá Borussia Dortmund sem 19 ára, tveggja mánaða og átta daga þegar hann skoraði fyrsta markið sitt í Meistaradeildinni í vetur. Liverpool strákurinn Harvey Elliott var síðan bara fimmtán dögum yngri en Hákon þegar hann skoraði fyrir Liverpool á móti Rangers. Það er mjög gaman að sjá íslenskan fulltrúa á listanum hér fyrir neðan. View this post on Instagram A post shared by Transfermarkt (@transfermarkt_official) Meistaradeild Evrópu er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Meistaradeildin er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
Meistaradeild Evrópu er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Meistaradeildin er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Mest lesið Kristófer Acox kallar sig glæpamann Körfubolti Svona var blaðamannafundur Arnars Fótbolti Arnar Gunnlaugsson las yfir vælandi fýlupúkum hjá Real Madrid Fótbolti Rooney að kenna að Liverpool er komið á sigurbrautina á ný? Enski boltinn Littler kjörinn kynþokkafyllsti íþróttamaður heims Sport „Ég myndi ekki óska neinum þess að lenda í þessu“ Fótbolti Besta tenniskona heims tekur þátt í nýrri „Baráttu kynjanna“ Sport Fékk faðmlag frá konu Diogo Jota í miðju maraþoni Enski boltinn Þurfti að kaupa nýjan iPhone fyrir alla í liðinu Fótbolti Hópurinn fyrir lokaleikina: Hörður og Jóhann snúa aftur Fótbolti Fleiri fréttir Orri Steinn lengra frá því að ná þessum leikjum en þeim í síðasta glugga Hópurinn fyrir lokaleikina: Hörður og Jóhann snúa aftur Svona var blaðamannafundur Arnars Rooney að kenna að Liverpool er komið á sigurbrautina á ný? Ánægð með að mæta Íslandi „Ég myndi ekki óska neinum þess að lenda í þessu“ Fékk faðmlag frá konu Diogo Jota í miðju maraþoni Arnar Gunnlaugsson las yfir vælandi fýlupúkum hjá Real Madrid Sjáðu sigurmark Liverpool á móti Real Madrid og mörkin hjá Arsenal í Prag „Við viljum koma Haukum á fótboltakortið“ Ógnaði leikmanni Tottenham með byssu út á götu Þurfti að kaupa nýjan iPhone fyrir alla í liðinu Segir Amorim ekki geta gert kraftaverk Arsenal jafnaði rúmlega aldargamalt félagsmet Jafnteflin ríkjandi í Meistaradeildinni í kvöld Liverpool vann risaslaginn Meistararnir lágu á heimavelli Sneypuför danskra til Lundúna Natasha semur við nýliða Grindavíkur/Njarðvíkur Slavia Prag engin fyrirstaða fyrir Arsenal Ráku lærlinga sem fögnuðu marki í beinni Falla fleiri gleðitár hjá fjölskyldu Viktors í kvöld? David Beckham aðlaður: „Ég gæti ekki verið stoltari“ Fram líka fljótt að finna nýja ást Viðtal Kjartans við Carrick: „Þolinmæðin minni og dómharkan meiri í hverri viku“ Steini um martraðarriðilinn: „Ekki draumaandstæðingar“ Veggmynd af Alexander-Arnold skemmd: „Bless, rotta“ Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Gyökeres ekki með Arsenal í Prag Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Sjá meira