Segir marga sakna Messi því það fylgist svo fáir með franska boltanum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 4. nóvember 2022 13:00 Lionel Messi spilar með Paris Saint Germain en flestir sjá hann bara í Meistaradeildinni. Getty/Marcio Machado Forseti spænsku deildarinnar er einn af þeim sem talar fyrir endurkomu Lionel Messi í lið Barcelona. Messi átti magnaðan feril með Barcelona en yfirgaf félagið mjög óvænt í ágúst 2021 þegar Barcelona var í það miklum fjárhagsvandræðum að félagið átti ekki fyrir samningi við sinn besta leikmann. Messi samdi þess í stað við franska félagið Paris Saint Germain og eftir erfiðleika á fyrsta tímabili hefur Argentínumaðurinn farið á kostum á þessu tímabili. La Liga president Javier Tebas has claimed that Paris Saint-Germain (PSG) star Lionel Messi has lost the spotlight in the eyes of his fans since leaving Barcelona last summer. https://t.co/rARpmOk6fh— Sportskeeda Football (@skworldfootball) November 2, 2022 Barcelona hefur verið í miklum vandræðum án Messi og missti af útsláttarkeppni Meistaradeildarinnar bæði árin „Ég tel að það sé ekki bara La Liga sem saknar Messi heldur allur fótboltaheimurinn því franska deildin er eins og hún er ekki satt. Ég þekki engan sem er að horfa á leiki PSG við Nantes,“ sagði hinn umdeildi Javier Tebas, foreti La Liga. Hann var ekki hættur að skjóta á frönsku deildina og talaði um eins og Messi sé falinn fyrir heiminum með því að spila í Frakklandi. „Þannig er það. Þótt að hann sé hjá PSG þá er fylgst miklu minna með honum en þegar hann var hjá Barcelona. Við skulum vona að hann eigi frábæra heimsmeistarakeppni af því að þá munum við fá tækifæri til að sjá hann á ný,“ sagði Tebas. Tebas: "Por mucho que esté en el PSG, a Messi se le sigue mucho menos que cuando estaba en el Barcelona"https://t.co/ZLjYqohHYL— MARCA (@marca) November 2, 2022 Messi er nú 35 ára gamall og hann er með samning til júní 2023 með möguleika á að framlengja hann um eitt ár í viðbót. Tebas segir að það væri gott fyrir bæði Barcelona og Messi ef hann kæmi aftur til Barca. „Ég veit ekki hvort Messi fá annað tækifæri til að spila með Barca því það ræðst á honum sjálfum. Vonandi kemur hann aftur. Það væri fyrst og fremst gott fyrir hann sjálfan að koma aftur í spænska boltann og ekki síst til félagsins þar sem hann óx og dafnaði hjá. Það er mitt mat að það hafi verið mistök hjá honum að rifta sambandinu því bæði Barca og Messi hefði grætt mikið um ókomna tíð á því sambandi,“ sagði Tebas. Messi hefur unnið 35 titla á ferlinum þar á meðal fjóra Meistaradeildartitla. Spænski boltinn Franski boltinn Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Mest lesið Kristófer Acox kallar sig glæpamann Körfubolti Svona var blaðamannafundur Arnars Fótbolti Rooney að kenna að Liverpool er komið á sigurbrautina á ný? Enski boltinn Arnar Gunnlaugsson las yfir vælandi fýlupúkum hjá Real Madrid Fótbolti Littler kjörinn kynþokkafyllsti íþróttamaður heims Sport Hópurinn fyrir lokaleikina: Hörður og Jóhann snúa aftur Fótbolti „Ég myndi ekki óska neinum þess að lenda í þessu“ Fótbolti Besta tenniskona heims tekur þátt í nýrri „Baráttu kynjanna“ Sport Fékk faðmlag frá konu Diogo Jota í miðju maraþoni Enski boltinn Þurfti að kaupa nýjan iPhone fyrir alla í liðinu Fótbolti Fleiri fréttir Leiðir Breiðabliks og Damir skilja Mál Alberts truflar landsliðið ekki Stuðningsmenn Bröndby enn á ný í vandræðum Vonar að Jóhann og Hörður gefi jafn mikið af sér og Aron Orri Steinn lengra frá því að ná þessum leikjum en þeim í síðasta glugga Hópurinn fyrir lokaleikina: Hörður og Jóhann snúa aftur Svona var blaðamannafundur Arnars Rooney að kenna að Liverpool er komið á sigurbrautina á ný? Ánægð með að mæta Íslandi „Ég myndi ekki óska neinum þess að lenda í þessu“ Fékk faðmlag frá konu Diogo Jota í miðju maraþoni Arnar Gunnlaugsson las yfir vælandi fýlupúkum hjá Real Madrid Sjáðu sigurmark Liverpool á móti Real Madrid og mörkin hjá Arsenal í Prag „Við viljum koma Haukum á fótboltakortið“ Ógnaði leikmanni Tottenham með byssu út á götu Þurfti að kaupa nýjan iPhone fyrir alla í liðinu Segir Amorim ekki geta gert kraftaverk Arsenal jafnaði rúmlega aldargamalt félagsmet Jafnteflin ríkjandi í Meistaradeildinni í kvöld Liverpool vann risaslaginn Meistararnir lágu á heimavelli Sneypuför danskra til Lundúna Natasha semur við nýliða Grindavíkur/Njarðvíkur Slavia Prag engin fyrirstaða fyrir Arsenal Ráku lærlinga sem fögnuðu marki í beinni Falla fleiri gleðitár hjá fjölskyldu Viktors í kvöld? David Beckham aðlaður: „Ég gæti ekki verið stoltari“ Fram líka fljótt að finna nýja ást Viðtal Kjartans við Carrick: „Þolinmæðin minni og dómharkan meiri í hverri viku“ Steini um martraðarriðilinn: „Ekki draumaandstæðingar“ Sjá meira
Messi átti magnaðan feril með Barcelona en yfirgaf félagið mjög óvænt í ágúst 2021 þegar Barcelona var í það miklum fjárhagsvandræðum að félagið átti ekki fyrir samningi við sinn besta leikmann. Messi samdi þess í stað við franska félagið Paris Saint Germain og eftir erfiðleika á fyrsta tímabili hefur Argentínumaðurinn farið á kostum á þessu tímabili. La Liga president Javier Tebas has claimed that Paris Saint-Germain (PSG) star Lionel Messi has lost the spotlight in the eyes of his fans since leaving Barcelona last summer. https://t.co/rARpmOk6fh— Sportskeeda Football (@skworldfootball) November 2, 2022 Barcelona hefur verið í miklum vandræðum án Messi og missti af útsláttarkeppni Meistaradeildarinnar bæði árin „Ég tel að það sé ekki bara La Liga sem saknar Messi heldur allur fótboltaheimurinn því franska deildin er eins og hún er ekki satt. Ég þekki engan sem er að horfa á leiki PSG við Nantes,“ sagði hinn umdeildi Javier Tebas, foreti La Liga. Hann var ekki hættur að skjóta á frönsku deildina og talaði um eins og Messi sé falinn fyrir heiminum með því að spila í Frakklandi. „Þannig er það. Þótt að hann sé hjá PSG þá er fylgst miklu minna með honum en þegar hann var hjá Barcelona. Við skulum vona að hann eigi frábæra heimsmeistarakeppni af því að þá munum við fá tækifæri til að sjá hann á ný,“ sagði Tebas. Tebas: "Por mucho que esté en el PSG, a Messi se le sigue mucho menos que cuando estaba en el Barcelona"https://t.co/ZLjYqohHYL— MARCA (@marca) November 2, 2022 Messi er nú 35 ára gamall og hann er með samning til júní 2023 með möguleika á að framlengja hann um eitt ár í viðbót. Tebas segir að það væri gott fyrir bæði Barcelona og Messi ef hann kæmi aftur til Barca. „Ég veit ekki hvort Messi fá annað tækifæri til að spila með Barca því það ræðst á honum sjálfum. Vonandi kemur hann aftur. Það væri fyrst og fremst gott fyrir hann sjálfan að koma aftur í spænska boltann og ekki síst til félagsins þar sem hann óx og dafnaði hjá. Það er mitt mat að það hafi verið mistök hjá honum að rifta sambandinu því bæði Barca og Messi hefði grætt mikið um ókomna tíð á því sambandi,“ sagði Tebas. Messi hefur unnið 35 titla á ferlinum þar á meðal fjóra Meistaradeildartitla.
Spænski boltinn Franski boltinn Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Mest lesið Kristófer Acox kallar sig glæpamann Körfubolti Svona var blaðamannafundur Arnars Fótbolti Rooney að kenna að Liverpool er komið á sigurbrautina á ný? Enski boltinn Arnar Gunnlaugsson las yfir vælandi fýlupúkum hjá Real Madrid Fótbolti Littler kjörinn kynþokkafyllsti íþróttamaður heims Sport Hópurinn fyrir lokaleikina: Hörður og Jóhann snúa aftur Fótbolti „Ég myndi ekki óska neinum þess að lenda í þessu“ Fótbolti Besta tenniskona heims tekur þátt í nýrri „Baráttu kynjanna“ Sport Fékk faðmlag frá konu Diogo Jota í miðju maraþoni Enski boltinn Þurfti að kaupa nýjan iPhone fyrir alla í liðinu Fótbolti Fleiri fréttir Leiðir Breiðabliks og Damir skilja Mál Alberts truflar landsliðið ekki Stuðningsmenn Bröndby enn á ný í vandræðum Vonar að Jóhann og Hörður gefi jafn mikið af sér og Aron Orri Steinn lengra frá því að ná þessum leikjum en þeim í síðasta glugga Hópurinn fyrir lokaleikina: Hörður og Jóhann snúa aftur Svona var blaðamannafundur Arnars Rooney að kenna að Liverpool er komið á sigurbrautina á ný? Ánægð með að mæta Íslandi „Ég myndi ekki óska neinum þess að lenda í þessu“ Fékk faðmlag frá konu Diogo Jota í miðju maraþoni Arnar Gunnlaugsson las yfir vælandi fýlupúkum hjá Real Madrid Sjáðu sigurmark Liverpool á móti Real Madrid og mörkin hjá Arsenal í Prag „Við viljum koma Haukum á fótboltakortið“ Ógnaði leikmanni Tottenham með byssu út á götu Þurfti að kaupa nýjan iPhone fyrir alla í liðinu Segir Amorim ekki geta gert kraftaverk Arsenal jafnaði rúmlega aldargamalt félagsmet Jafnteflin ríkjandi í Meistaradeildinni í kvöld Liverpool vann risaslaginn Meistararnir lágu á heimavelli Sneypuför danskra til Lundúna Natasha semur við nýliða Grindavíkur/Njarðvíkur Slavia Prag engin fyrirstaða fyrir Arsenal Ráku lærlinga sem fögnuðu marki í beinni Falla fleiri gleðitár hjá fjölskyldu Viktors í kvöld? David Beckham aðlaður: „Ég gæti ekki verið stoltari“ Fram líka fljótt að finna nýja ást Viðtal Kjartans við Carrick: „Þolinmæðin minni og dómharkan meiri í hverri viku“ Steini um martraðarriðilinn: „Ekki draumaandstæðingar“ Sjá meira