Ókyrrð meðal eldri borgara á Ísafirði Bjarki Sigurðsson skrifar 6. nóvember 2022 07:00 Völlurinn er ekki einungis fyrir eldri borgara heldur hafa ungmenni einnig fengið að prófa að pútta. Grunnskólinn á Ísafirði Félag eldri borgara á Ísafirði (FEBÍ) harmar að ekki hafi verið haft samráð við félagið áður en áform um væntanlega stækkun hjúkrunarheimilis bæjarins var kynnt. Líkur eru á að púttvöllur félagsins þurfi að víkja fyrir nýrri viðbyggingu. Árið 2007 var glæstum púttvelli komið fyrir beint fyrir framan Hlíf, íbúðir aldraða á Ísafirði. Við hliðina á vellinum má svo finna sjúkrahús bæjarins og Eyri, hjúkrunarheimili bæjarins. Völlurinn var reistur fyrir tilstillan FEBÍ og er einungis einn annan jafn glæsilegan púttvöll að finna á landinu, í Keflavík. Lengi hafa Ísfirðingar verið með það í vinnslu að byggja nýja álmu við Eyri og fjölga þannig hjúkrunarrýmum. Upphaflega þegar verkefnið var kynnt átti nýja álman að vera norðaustanmegin við húsið, þar sem nú er bílastæði. Það er þó ekki lengur planið heldur eru tillögur um að byggja annað hvort við suðausturhlið byggingarinnar eða suðvesturhliðina, þar sem púttvöllurinn er. Í kjölfar þess sem tillögurnar voru kynntar sendi FEBÍ, ásamt Kubbi, íþróttafélags eldri borgara á Ísafirði, erindi til bæjarstjórnar. Áformum um viðbyggingu var fagnað en lýstu félögin yfir áhyggjum sínum að púttvöllur félagsins eigi að hverfa á brott. Púttvöllurinn verði látinn í friði Í samtali við fréttastofu segir Sigrún C. Halldórsdóttir, formaður FEBÍ, að meðlimum félagsins sé brugðið. Hún efast um að bæjaryfirvöld skilji hvað það að færa völlinn felur í sér. „Ef þeir ætla að fara yfir púttvöllinn þurfa þeir að byrja á því, ekki bara að afhenda okkur nýjan púttvöll, heldur færa allar lagnir sem eru þarna undir púttvellinum. Það er skólp og rafmagn í allar áttir. Það er hundrað milljóna dæmi að færa þennan púttvöll. Við viljum að púttvöllurinn sé látinn í friði og farið sé í upprunalegu teikninguna,“ segir Sigrún. Eiga ekki til orð Þúsundir manna heimsækja völlinn ár hvert að sögn Sigrúnar. Í sumar var haldið stórt mót á vellinum þar sem fólk alls staðar af landinu kom saman og púttaði. Sigrún segir gesti mótsins ekki hafa átt orð yfir hvað Ísfirðingar ættu flottan púttvöll. Bæjarráð vísaði erindi FEBÍ og Kubbs yfir til skipulags- og mannvirkjanefndar. Þar verður málið tekið fyrir, væntanlega á næsta fundi sem fer fram 10. nóvember næstkomandi. Ísafjarðarbær Hjúkrunarheimili Golf Stjórnsýsla Sveitarstjórnarmál Eldri borgarar Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum Innlent Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Erlent Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Innlent 80.000 lögreglumenn í viðbragðsstöðu vegna boðaðra mótmæla í dag Erlent Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem einangra sig félagslega Innlent Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Innlent Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna Erlent Fundu Guð í App store Erlent Fleiri fréttir Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Stefnir í að forystan verði óbreytt Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Vilja byggja nýtt geðsvið við hlið Landspítalans í Fossvogi Íbúar þurfa ekki lengur að sjóða neysluvatn Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Helmingur nýrra íbúða óseldur í yfir 200 daga Ógnaði öðrum með skærum 3,6 stiga skjálfti mældist í Vatnajökli Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem einangra sig félagslega Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Ekki eigi að stjórna borginni út frá „pólitískri kreddu“ Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Skipulagsbreytingar á framhaldsskólastigi í vændum Mæður sem taka í vörina á meðgöngu og missáttir leigubílstjórar Björn strax hættur í íþróttaráði: „Þetta var bara prinsippmál“ SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Eins og löglærður forstjóri spítala væri að skera upp sjúklinga Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Eldur í ruslageymslu á Selfossi Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Annar oddviti L-listans á Akureyri hættir í bæjarstjórn Ók á fimm til sex kyrrstæða bíla Næsta skref að tryggja að próf leigubílstjóra verði alfarið á íslensku Sjá meira
Árið 2007 var glæstum púttvelli komið fyrir beint fyrir framan Hlíf, íbúðir aldraða á Ísafirði. Við hliðina á vellinum má svo finna sjúkrahús bæjarins og Eyri, hjúkrunarheimili bæjarins. Völlurinn var reistur fyrir tilstillan FEBÍ og er einungis einn annan jafn glæsilegan púttvöll að finna á landinu, í Keflavík. Lengi hafa Ísfirðingar verið með það í vinnslu að byggja nýja álmu við Eyri og fjölga þannig hjúkrunarrýmum. Upphaflega þegar verkefnið var kynnt átti nýja álman að vera norðaustanmegin við húsið, þar sem nú er bílastæði. Það er þó ekki lengur planið heldur eru tillögur um að byggja annað hvort við suðausturhlið byggingarinnar eða suðvesturhliðina, þar sem púttvöllurinn er. Í kjölfar þess sem tillögurnar voru kynntar sendi FEBÍ, ásamt Kubbi, íþróttafélags eldri borgara á Ísafirði, erindi til bæjarstjórnar. Áformum um viðbyggingu var fagnað en lýstu félögin yfir áhyggjum sínum að púttvöllur félagsins eigi að hverfa á brott. Púttvöllurinn verði látinn í friði Í samtali við fréttastofu segir Sigrún C. Halldórsdóttir, formaður FEBÍ, að meðlimum félagsins sé brugðið. Hún efast um að bæjaryfirvöld skilji hvað það að færa völlinn felur í sér. „Ef þeir ætla að fara yfir púttvöllinn þurfa þeir að byrja á því, ekki bara að afhenda okkur nýjan púttvöll, heldur færa allar lagnir sem eru þarna undir púttvellinum. Það er skólp og rafmagn í allar áttir. Það er hundrað milljóna dæmi að færa þennan púttvöll. Við viljum að púttvöllurinn sé látinn í friði og farið sé í upprunalegu teikninguna,“ segir Sigrún. Eiga ekki til orð Þúsundir manna heimsækja völlinn ár hvert að sögn Sigrúnar. Í sumar var haldið stórt mót á vellinum þar sem fólk alls staðar af landinu kom saman og púttaði. Sigrún segir gesti mótsins ekki hafa átt orð yfir hvað Ísfirðingar ættu flottan púttvöll. Bæjarráð vísaði erindi FEBÍ og Kubbs yfir til skipulags- og mannvirkjanefndar. Þar verður málið tekið fyrir, væntanlega á næsta fundi sem fer fram 10. nóvember næstkomandi.
Ísafjarðarbær Hjúkrunarheimili Golf Stjórnsýsla Sveitarstjórnarmál Eldri borgarar Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum Innlent Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Erlent Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Innlent 80.000 lögreglumenn í viðbragðsstöðu vegna boðaðra mótmæla í dag Erlent Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem einangra sig félagslega Innlent Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Innlent Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna Erlent Fundu Guð í App store Erlent Fleiri fréttir Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Stefnir í að forystan verði óbreytt Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Vilja byggja nýtt geðsvið við hlið Landspítalans í Fossvogi Íbúar þurfa ekki lengur að sjóða neysluvatn Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Helmingur nýrra íbúða óseldur í yfir 200 daga Ógnaði öðrum með skærum 3,6 stiga skjálfti mældist í Vatnajökli Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem einangra sig félagslega Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Ekki eigi að stjórna borginni út frá „pólitískri kreddu“ Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Skipulagsbreytingar á framhaldsskólastigi í vændum Mæður sem taka í vörina á meðgöngu og missáttir leigubílstjórar Björn strax hættur í íþróttaráði: „Þetta var bara prinsippmál“ SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Eins og löglærður forstjóri spítala væri að skera upp sjúklinga Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Eldur í ruslageymslu á Selfossi Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Annar oddviti L-listans á Akureyri hættir í bæjarstjórn Ók á fimm til sex kyrrstæða bíla Næsta skref að tryggja að próf leigubílstjóra verði alfarið á íslensku Sjá meira
Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna Erlent
Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna Erlent