Bjarni bauð Viðreisnarfólk velkomið heim Heimir Már Pétursson og Viktor Örn Ásgeirsson skrifa 4. nóvember 2022 20:25 „Frelsi,“ er kjörorð landsfundarins sem nú fer fram í Laugardalshöll. Vísir/Vilhelm Bjarni Benediktsson setti landsfund Sjálfstæðismanna í dag sem formaður flokksins - ef til vill í síðasta sinn - en eins og flestir vita verður kosið milli hans og Guðlaugs Þórs Þórðarsonar á sunnudag. Í setningarræðu skaut hann á Samfylkinguna og bauð Viðreisnarfólk velkomið heim. Heimir Már Pétursson fréttamaður Stöðvar 2 var á landsfundinum í dag. Bjarni fór um víðan völl í ræðu sinni og ræddi meðal annars félaga sem gengið hafa úr Sjálfstæðisflokknum til að stofna nýjan flokk. Hann sagði að ástæða fyrir brottför væri úr gildi gengin vegna þess að Evrópusambandsaðildin væri algerlega komin niður í kjallara. Samfylkingin væri meira að segja búin að setja þá stefnu niður í kassa. „Það er gríðarlega mikilvægt fyrir þjóðina og borgaralega þenkjandi fólk að allir standi saman undir merkjum sjálfstæðisstefnunnar. Þannig getum við best þjónað landsmönnum. Kæru vinir, þau eru öll velkomin aftur heim,“ sagði Bjarni. Þakkaði Kristrúnu og Guðmundi Árna Formaðurinn ýtti aðeins í Samfylkinguna sem eins og Sjálfstæðisflokkurinn hefur mátt þola mikið fylgistap í undanförnum kosningum. Hann nefndi nýjan formann flokksins, Kristrúnu Frostadóttur, og taldi að Sjálfstæðisflokkurinn ætti í henni einhverjar taugar. „Fyrst ég var að minnast á Samfylkinguna vil ég nota tækifærið og óska nýjum formanni til hamingju með nýtt hlutverk. Ég ætti kannski um leið að þakka henni fyrir góð störf í þágu skólanefndar Garðabæjar hérna um árið þar sem hún var varamaður fyrir hönd Sjálfstæðisflokksins. En ég verð líka að óska Samfylkingunni til hamingju með nýja nafnið og glænýja varaformanninn Guðmund Árna. Hafið þið séð betra dæmi um hringrásarhagkerfið í virkni?“ Skattar lækkaðir þannig að um muni Stefna flokksins er mótuð á landsfundinum og sagði Bjarni brýnt að hefja kosningaundirbúning þá þegar. Formaðurinn lofaði ígrunduðum skattalækkunum og nefndi baráttuna um formannssætið. „Þannig að þegar við göngum næst til kosninga mun Sjálfstæðisflokkurinn, fái ég nokkru um það ráðið, leggja til að skattar á fólk og fyrirtæki verði lækkaðir þannig að um muni. Við skulum láta næstu kosningar snúast um tillögur okkar Sjálfstæðismanna um lækkun skatta. Grunnurinn að sigri Sjálfstæðisflokksins í næstu kosningum verður lagður hér á þessum fundi. Á næstu dögum munum við ráða ráðum okkar og það verður kosið um forystu flokksins. Án efa mun sú kosning, upp að einhverju marki, lita þennan landsfund. Örugglega mun hún lita hann mjög reyndar og það er bara eðlilegt. Og það er við því að búast að landsfundarfulltrúar skipi sér upp að einhverju marki í fylkingar eins og gengur, en við skulum ekki missa sjónar á aðalatriðinu.“ Sjálfstæðisflokkurinn Formannsslagur Bjarna og Guðlaugs Þórs Viðreisn Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem einangra sig félagslega Innlent Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Innlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent Fundu Guð í App store Erlent Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Innlent Helmingur nýrra íbúða óseldur í yfir 200 daga Innlent Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Innlent Nýr kókaínkóngur í Mexíkó Erlent Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Innlent Fleiri fréttir „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Helmingur nýrra íbúða óseldur í yfir 200 daga Ógnaði öðrum með skærum 3,6 stiga skjálfti mældist í Vatnajökli Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem einangra sig félagslega Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Ekki eigi að stjórna borginni út frá „pólitískri kreddu“ Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Skipulagsbreytingar á framhaldsskólastigi í vændum Mæður sem taka í vörina á meðgöngu og missáttir leigubílstjórar Björn strax hættur í íþróttaráði: „Þetta var bara prinsippmál“ SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Eins og löglærður forstjóri spítala væri að skera upp sjúklinga Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Eldur í ruslageymslu á Selfossi Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Annar oddviti L-listans á Akureyri hættir í bæjarstjórn Ók á fimm til sex kyrrstæða bíla Næsta skref að tryggja að próf leigubílstjóra verði alfarið á íslensku „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Tilkynntur til lögreglu Flóamenn taka fálega í þreifingar Árborgara Óveðurský yfir Sólheimum og deilt á ríkisendurskoðanda Meirihluti vill flugvöllinn áfram í Vatnsmýri Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum Sjá meira
Heimir Már Pétursson fréttamaður Stöðvar 2 var á landsfundinum í dag. Bjarni fór um víðan völl í ræðu sinni og ræddi meðal annars félaga sem gengið hafa úr Sjálfstæðisflokknum til að stofna nýjan flokk. Hann sagði að ástæða fyrir brottför væri úr gildi gengin vegna þess að Evrópusambandsaðildin væri algerlega komin niður í kjallara. Samfylkingin væri meira að segja búin að setja þá stefnu niður í kassa. „Það er gríðarlega mikilvægt fyrir þjóðina og borgaralega þenkjandi fólk að allir standi saman undir merkjum sjálfstæðisstefnunnar. Þannig getum við best þjónað landsmönnum. Kæru vinir, þau eru öll velkomin aftur heim,“ sagði Bjarni. Þakkaði Kristrúnu og Guðmundi Árna Formaðurinn ýtti aðeins í Samfylkinguna sem eins og Sjálfstæðisflokkurinn hefur mátt þola mikið fylgistap í undanförnum kosningum. Hann nefndi nýjan formann flokksins, Kristrúnu Frostadóttur, og taldi að Sjálfstæðisflokkurinn ætti í henni einhverjar taugar. „Fyrst ég var að minnast á Samfylkinguna vil ég nota tækifærið og óska nýjum formanni til hamingju með nýtt hlutverk. Ég ætti kannski um leið að þakka henni fyrir góð störf í þágu skólanefndar Garðabæjar hérna um árið þar sem hún var varamaður fyrir hönd Sjálfstæðisflokksins. En ég verð líka að óska Samfylkingunni til hamingju með nýja nafnið og glænýja varaformanninn Guðmund Árna. Hafið þið séð betra dæmi um hringrásarhagkerfið í virkni?“ Skattar lækkaðir þannig að um muni Stefna flokksins er mótuð á landsfundinum og sagði Bjarni brýnt að hefja kosningaundirbúning þá þegar. Formaðurinn lofaði ígrunduðum skattalækkunum og nefndi baráttuna um formannssætið. „Þannig að þegar við göngum næst til kosninga mun Sjálfstæðisflokkurinn, fái ég nokkru um það ráðið, leggja til að skattar á fólk og fyrirtæki verði lækkaðir þannig að um muni. Við skulum láta næstu kosningar snúast um tillögur okkar Sjálfstæðismanna um lækkun skatta. Grunnurinn að sigri Sjálfstæðisflokksins í næstu kosningum verður lagður hér á þessum fundi. Á næstu dögum munum við ráða ráðum okkar og það verður kosið um forystu flokksins. Án efa mun sú kosning, upp að einhverju marki, lita þennan landsfund. Örugglega mun hún lita hann mjög reyndar og það er bara eðlilegt. Og það er við því að búast að landsfundarfulltrúar skipi sér upp að einhverju marki í fylkingar eins og gengur, en við skulum ekki missa sjónar á aðalatriðinu.“
Sjálfstæðisflokkurinn Formannsslagur Bjarna og Guðlaugs Þórs Viðreisn Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem einangra sig félagslega Innlent Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Innlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent Fundu Guð í App store Erlent Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Innlent Helmingur nýrra íbúða óseldur í yfir 200 daga Innlent Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Innlent Nýr kókaínkóngur í Mexíkó Erlent Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Innlent Fleiri fréttir „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Helmingur nýrra íbúða óseldur í yfir 200 daga Ógnaði öðrum með skærum 3,6 stiga skjálfti mældist í Vatnajökli Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem einangra sig félagslega Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Ekki eigi að stjórna borginni út frá „pólitískri kreddu“ Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Skipulagsbreytingar á framhaldsskólastigi í vændum Mæður sem taka í vörina á meðgöngu og missáttir leigubílstjórar Björn strax hættur í íþróttaráði: „Þetta var bara prinsippmál“ SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Eins og löglærður forstjóri spítala væri að skera upp sjúklinga Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Eldur í ruslageymslu á Selfossi Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Annar oddviti L-listans á Akureyri hættir í bæjarstjórn Ók á fimm til sex kyrrstæða bíla Næsta skref að tryggja að próf leigubílstjóra verði alfarið á íslensku „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Tilkynntur til lögreglu Flóamenn taka fálega í þreifingar Árborgara Óveðurský yfir Sólheimum og deilt á ríkisendurskoðanda Meirihluti vill flugvöllinn áfram í Vatnsmýri Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum Sjá meira