„Sjálfstæðisflokkurinn má aldrei verða einkaklúbbur útvalinna“ Ólafur Björn Sverrisson skrifar 5. nóvember 2022 17:32 „Ef það er hægt að gera Ásmund Einar Daðason vin minn hipp og kúl í Reykjavík er allt hægt,“ sagði Guðlaugur Þór meðal annars í ræðu sinni. Vísir/Steingrímur Dúi Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokks og Guðlaugur Þór Þórðarsson umhverfisráðherra tókust á í framboðsræðum sínum á landsflundi flokksins. Þetta var þeirra síðasti séns til að sannfæra flokksfulltrúa um að greiða sér atkvæði. Guðlaugur Þór reið á vaðið og hóf ræðu sína á því að ítreka að ekki sé verið að berjast innbyrðis í flokknum heldur sé verið að berjast fyrir sjálfstæðisstefnunni. Í hálftímalangri ræðu Guðlaugs heyrðist kunnulegt stef hans í þessari kosningabaráttu; lagði hann áherslu á grunngildi, stétt með stétt og að sækja þurfi til sigurs nú eftir eintóma varnarsiga. „Sjálfstæðisflokkurinn má aldrei verða einkaklúbbur útvalinna,“ sagði Guðlaugur og bætti við að allir þjóðfélagshópar þyrftu rödd. Þá sagðist hann aldrei myndu skýla sér á bak við embættisstörf sín þegar það kæmi ákall um að sinna grasrótinni og efla og styrkja starf flokksins. „Heldur þvert á móti sinntu þeir hvoru tveggja jöfnum höndum með glæsibrag,“ sagði Guðlaugur og vísaði þar til verka fyrri formanna. „Náum fyrri styrk á ný“ Þá nefndi hann afskipti annarra stjórnmálamanna í öðrum flokkum af formannskjörinu. „Einhverjir hafa haldið því fram að andstæðingar okkar í stjórnmálum eigi að ráða því hver sé formaður Sjálfstæðisflokksins. En höfum það alveg á hreinu að það eruð þið, landsfundarfulltrúar sem ráðið því hver verður næsti formaður Sjálfstæðisflokksins,“ sagði Guðlaugur og uppskar fögnuð í salnum. Bætti hann við að afsakanir líkt og að flokkakerfið sé breytt séu notaðar og markmiðin smækka með hverjum kosningum. Hægt sé að breyta því, segir Guðlaugur. „Ef það er hægt að gera Ásmund Einar Daðason vin minn hipp og kúl í Reykjavík er allt hægt.“ Sagðist hann vilja endurheimta gamla félaga úr flokknum sem hann saknar í salnum. „Ég vil verða formaður Sjálfstæðisflokksins, af því ég trúi því af öllum mætti, að við getum endurheimt fyrri styrk. Virkjað fleira fólk, staðið þétt saman landi og þjóð til heilla, með grunngildi flokksins í fyrirrúmi. Sjálfstæðisflokkurinn er einfaldlega of mikilvægur fyrir þjóðina til að leyfa sér litla drauma. Stöndum saman, sýnum hugrekki, verum óhrædd við breytingar og náum fyrri styrk á ný,“ sagði Guðlaugur í lok ræðu sinnar sem má sjá í heild sinni hér að neðan. Formannsslagur Bjarna og Guðlaugs Þórs Sjálfstæðisflokkurinn Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem einangra sig félagslega Innlent Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Innlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent Fundu Guð í App store Erlent Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Innlent Helmingur nýrra íbúða óseldur í yfir 200 daga Innlent Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Innlent Nýr kókaínkóngur í Mexíkó Erlent Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Innlent Fleiri fréttir „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Helmingur nýrra íbúða óseldur í yfir 200 daga Ógnaði öðrum með skærum 3,6 stiga skjálfti mældist í Vatnajökli Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem einangra sig félagslega Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Ekki eigi að stjórna borginni út frá „pólitískri kreddu“ Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Skipulagsbreytingar á framhaldsskólastigi í vændum Mæður sem taka í vörina á meðgöngu og missáttir leigubílstjórar Björn strax hættur í íþróttaráði: „Þetta var bara prinsippmál“ SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Eins og löglærður forstjóri spítala væri að skera upp sjúklinga Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Eldur í ruslageymslu á Selfossi Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Annar oddviti L-listans á Akureyri hættir í bæjarstjórn Ók á fimm til sex kyrrstæða bíla Næsta skref að tryggja að próf leigubílstjóra verði alfarið á íslensku „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Tilkynntur til lögreglu Flóamenn taka fálega í þreifingar Árborgara Óveðurský yfir Sólheimum og deilt á ríkisendurskoðanda Meirihluti vill flugvöllinn áfram í Vatnsmýri Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum Sjá meira
Guðlaugur Þór reið á vaðið og hóf ræðu sína á því að ítreka að ekki sé verið að berjast innbyrðis í flokknum heldur sé verið að berjast fyrir sjálfstæðisstefnunni. Í hálftímalangri ræðu Guðlaugs heyrðist kunnulegt stef hans í þessari kosningabaráttu; lagði hann áherslu á grunngildi, stétt með stétt og að sækja þurfi til sigurs nú eftir eintóma varnarsiga. „Sjálfstæðisflokkurinn má aldrei verða einkaklúbbur útvalinna,“ sagði Guðlaugur og bætti við að allir þjóðfélagshópar þyrftu rödd. Þá sagðist hann aldrei myndu skýla sér á bak við embættisstörf sín þegar það kæmi ákall um að sinna grasrótinni og efla og styrkja starf flokksins. „Heldur þvert á móti sinntu þeir hvoru tveggja jöfnum höndum með glæsibrag,“ sagði Guðlaugur og vísaði þar til verka fyrri formanna. „Náum fyrri styrk á ný“ Þá nefndi hann afskipti annarra stjórnmálamanna í öðrum flokkum af formannskjörinu. „Einhverjir hafa haldið því fram að andstæðingar okkar í stjórnmálum eigi að ráða því hver sé formaður Sjálfstæðisflokksins. En höfum það alveg á hreinu að það eruð þið, landsfundarfulltrúar sem ráðið því hver verður næsti formaður Sjálfstæðisflokksins,“ sagði Guðlaugur og uppskar fögnuð í salnum. Bætti hann við að afsakanir líkt og að flokkakerfið sé breytt séu notaðar og markmiðin smækka með hverjum kosningum. Hægt sé að breyta því, segir Guðlaugur. „Ef það er hægt að gera Ásmund Einar Daðason vin minn hipp og kúl í Reykjavík er allt hægt.“ Sagðist hann vilja endurheimta gamla félaga úr flokknum sem hann saknar í salnum. „Ég vil verða formaður Sjálfstæðisflokksins, af því ég trúi því af öllum mætti, að við getum endurheimt fyrri styrk. Virkjað fleira fólk, staðið þétt saman landi og þjóð til heilla, með grunngildi flokksins í fyrirrúmi. Sjálfstæðisflokkurinn er einfaldlega of mikilvægur fyrir þjóðina til að leyfa sér litla drauma. Stöndum saman, sýnum hugrekki, verum óhrædd við breytingar og náum fyrri styrk á ný,“ sagði Guðlaugur í lok ræðu sinnar sem má sjá í heild sinni hér að neðan.
Formannsslagur Bjarna og Guðlaugs Þórs Sjálfstæðisflokkurinn Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem einangra sig félagslega Innlent Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Innlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent Fundu Guð í App store Erlent Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Innlent Helmingur nýrra íbúða óseldur í yfir 200 daga Innlent Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Innlent Nýr kókaínkóngur í Mexíkó Erlent Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Innlent Fleiri fréttir „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Helmingur nýrra íbúða óseldur í yfir 200 daga Ógnaði öðrum með skærum 3,6 stiga skjálfti mældist í Vatnajökli Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem einangra sig félagslega Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Ekki eigi að stjórna borginni út frá „pólitískri kreddu“ Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Skipulagsbreytingar á framhaldsskólastigi í vændum Mæður sem taka í vörina á meðgöngu og missáttir leigubílstjórar Björn strax hættur í íþróttaráði: „Þetta var bara prinsippmál“ SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Eins og löglærður forstjóri spítala væri að skera upp sjúklinga Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Eldur í ruslageymslu á Selfossi Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Annar oddviti L-listans á Akureyri hættir í bæjarstjórn Ók á fimm til sex kyrrstæða bíla Næsta skref að tryggja að próf leigubílstjóra verði alfarið á íslensku „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Tilkynntur til lögreglu Flóamenn taka fálega í þreifingar Árborgara Óveðurský yfir Sólheimum og deilt á ríkisendurskoðanda Meirihluti vill flugvöllinn áfram í Vatnsmýri Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum Sjá meira