„Dylst varla neinum að Fréttablaðið er í áróðri fyrir inngöngu í Evrópusambandið“ Viktor Örn Ásgeirsson skrifar 5. nóvember 2022 18:33 Bjarni Benediktsson sagðist skilja að menn gerðu út blaðamenn og heilu fjölmiðlana til að koma Sjálfstæðisflokknum úr ríkisstjórn. Vísir/Vilhelm Bjarni Benediktsson, sitjandi formaður Sjálfstæðisflokksins, fór með fundargesti í ferðalag aftur til ársins 2010, reifaði atvik í Búsáhaldabyltingunni, skaut föstum skotum á Samfylkinguna að nýju og sagði engum dyljast að Fréttablaðið stundaði áróður í þágu aðildar að Evrópusambandinu. Bjarni hefur nýtt tjáningarfrelsið óspart til að skjóta á Samfylkinguna síðan landsfundurinn hófst. Það gerði hann í setningarræðu sinni í gær þegar hann sagði að borgarbúar ættu skilið frí frá Samfylkingunni. Í dag hélt hann áfram. „Stundum finnst manni að þessir sérfræðingar sem tala fyrir Samfylkinguna og eru fastagestir í fréttatímum á Ríkisútvarpinu, margir þeirra einhvern veginn hafa lesið í einhverri bók flestöll svörin við öllu. En án þekkingu, án reynslu, án þess að vera í samtali við fólk sem býr í alvöru samfélagi – en er ekki bara einhver setning í bók – þá getur þetta verið dálítið flóknara,“ sagði Bjarni við fögnuð fundargesta. Hann ítrekaði mikilvægi þess að ræða við fólkið í landinu og gerði ferð Sjálfstæðisflokksins um landið í kjördæmaviku hátt undir höfði. Mestu skipti að treysta landsmönnum, taka þátt í umræðunni og gefa aldrei eftir. „Ég eiginlega vorkenni Samfylkingunni“ „Ég eiginlega vorkenni Samfylkingunni í alvörunni. Það hlýtur að vera alveg ömurleg reynsla að dveljast alla daga í eins konar pólitískum bergmálshelli. Rífast þar við eigið bergmál, óttast ekkert meira en að hafa skoðun sem gæti orðið óvinsæl á Twitter. Þá er dagurinn bara ónýtur. Hugsið ykkur þessa tilveru að vera hrædd við eigin pólitíska skugga, allan daginn, skelfingu lostin.“ Því næst gagnrýndi hann Björn Leví Gunnarsson þingmann Pírata og sagði hann leggja að jöfnu „baráttu sína fyrir því að vera á sokkaleistunum í þingsal og kvenfrelsisbaráttuna í Íran.“ Hvað það ætti eiginlega að þýða að eyða peningum skattgreiðenda í hundruði fyrirspurna til ráðuneyta, meðal annars um hvað klukkan sé. „En við skulum passa okkur, þó að það sé erfitt að taka þessu fólki alvarlega að þá er það þannig að þessu fólki er fúlasta alvara um að vilja taka völdin í landinu. Og það þurfum við að koma í veg fyrir,“ sagði Bjarni við dynjandi lófaklapp. Skaut á fjölmiðla Bjarna hefur verið tíðrætt um Evrópusambandið á fundinum og sagði að ástæða fyrrverandi þingflokksmanna Sjálfstæðisflokksins fyrir brottför úr flokknum væri úr gildi gengin, vegna þess að Evrópusambandsaðildin væri algerlega komin niður í kjallara. Í dag gagnrýndi meintan áróður tiltekinna fjölmiðla. „Kæru vinir, auðvitað finn ég fyrir því iðulega að andstæðingar mínir bíða eftir því að ég hætti, fari bara eitthvað annað. Stundum finnst mér meira að segja heilu fjölmiðlarnir ganga út á það, svei mér þá. Ég hef tekið tímabil þar sem ég hef hugsað: Ég þarf bara að svara hverri einustu spurningu og ég ætla bara alveg að umvefja þennan blaðamann; bregðast alltaf jákvætt við - og ef ég sýni fram á að ég er alltaf málefnalegur þá hlýtur viðkomandi að fara átta sig á því að ég er bara að svara satt og rétt. En ég hef gefist upp á mörgum slíkum blaðamönnum. Og stundum finnst ég mér sumir fjölmiðlar - heilu fjölmiðlarnir - séu gerðir út til þess að koma á framfæri við landsmenn einhverri skoðun sem er kannski andstæð okkar. Það dylst varla neinum að Fréttablaðið er í áróðri fyrir inngöngu í Evrópusambandið, það er bara þannig. Menn þurfa að átta sig á því,“ sagði Bjarni meðal annars við góðar viðtökur fundargesta. Hægt er að hlusta á ræðuna í heild sinni hér að neðan. Formannsslagur Bjarna og Guðlaugs Þórs Sjálfstæðisflokkurinn Fjölmiðlar Utanríkismál Evrópusambandið Mest lesið Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Innlent Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Erlent Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Vanræksla við hönnun, vottun, viðhald og skoðun Erlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Innlent Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Innlent Fleiri fréttir Til skoðunar að hafa mannskap við vöktun í Reynisfjöru Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Ráðstafanir í Reynisfjöru, tollar og lax á sjaldséðum slóðum Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Sjá meira
Bjarni hefur nýtt tjáningarfrelsið óspart til að skjóta á Samfylkinguna síðan landsfundurinn hófst. Það gerði hann í setningarræðu sinni í gær þegar hann sagði að borgarbúar ættu skilið frí frá Samfylkingunni. Í dag hélt hann áfram. „Stundum finnst manni að þessir sérfræðingar sem tala fyrir Samfylkinguna og eru fastagestir í fréttatímum á Ríkisútvarpinu, margir þeirra einhvern veginn hafa lesið í einhverri bók flestöll svörin við öllu. En án þekkingu, án reynslu, án þess að vera í samtali við fólk sem býr í alvöru samfélagi – en er ekki bara einhver setning í bók – þá getur þetta verið dálítið flóknara,“ sagði Bjarni við fögnuð fundargesta. Hann ítrekaði mikilvægi þess að ræða við fólkið í landinu og gerði ferð Sjálfstæðisflokksins um landið í kjördæmaviku hátt undir höfði. Mestu skipti að treysta landsmönnum, taka þátt í umræðunni og gefa aldrei eftir. „Ég eiginlega vorkenni Samfylkingunni“ „Ég eiginlega vorkenni Samfylkingunni í alvörunni. Það hlýtur að vera alveg ömurleg reynsla að dveljast alla daga í eins konar pólitískum bergmálshelli. Rífast þar við eigið bergmál, óttast ekkert meira en að hafa skoðun sem gæti orðið óvinsæl á Twitter. Þá er dagurinn bara ónýtur. Hugsið ykkur þessa tilveru að vera hrædd við eigin pólitíska skugga, allan daginn, skelfingu lostin.“ Því næst gagnrýndi hann Björn Leví Gunnarsson þingmann Pírata og sagði hann leggja að jöfnu „baráttu sína fyrir því að vera á sokkaleistunum í þingsal og kvenfrelsisbaráttuna í Íran.“ Hvað það ætti eiginlega að þýða að eyða peningum skattgreiðenda í hundruði fyrirspurna til ráðuneyta, meðal annars um hvað klukkan sé. „En við skulum passa okkur, þó að það sé erfitt að taka þessu fólki alvarlega að þá er það þannig að þessu fólki er fúlasta alvara um að vilja taka völdin í landinu. Og það þurfum við að koma í veg fyrir,“ sagði Bjarni við dynjandi lófaklapp. Skaut á fjölmiðla Bjarna hefur verið tíðrætt um Evrópusambandið á fundinum og sagði að ástæða fyrrverandi þingflokksmanna Sjálfstæðisflokksins fyrir brottför úr flokknum væri úr gildi gengin, vegna þess að Evrópusambandsaðildin væri algerlega komin niður í kjallara. Í dag gagnrýndi meintan áróður tiltekinna fjölmiðla. „Kæru vinir, auðvitað finn ég fyrir því iðulega að andstæðingar mínir bíða eftir því að ég hætti, fari bara eitthvað annað. Stundum finnst mér meira að segja heilu fjölmiðlarnir ganga út á það, svei mér þá. Ég hef tekið tímabil þar sem ég hef hugsað: Ég þarf bara að svara hverri einustu spurningu og ég ætla bara alveg að umvefja þennan blaðamann; bregðast alltaf jákvætt við - og ef ég sýni fram á að ég er alltaf málefnalegur þá hlýtur viðkomandi að fara átta sig á því að ég er bara að svara satt og rétt. En ég hef gefist upp á mörgum slíkum blaðamönnum. Og stundum finnst ég mér sumir fjölmiðlar - heilu fjölmiðlarnir - séu gerðir út til þess að koma á framfæri við landsmenn einhverri skoðun sem er kannski andstæð okkar. Það dylst varla neinum að Fréttablaðið er í áróðri fyrir inngöngu í Evrópusambandið, það er bara þannig. Menn þurfa að átta sig á því,“ sagði Bjarni meðal annars við góðar viðtökur fundargesta. Hægt er að hlusta á ræðuna í heild sinni hér að neðan.
Formannsslagur Bjarna og Guðlaugs Þórs Sjálfstæðisflokkurinn Fjölmiðlar Utanríkismál Evrópusambandið Mest lesið Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Innlent Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Erlent Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Vanræksla við hönnun, vottun, viðhald og skoðun Erlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Innlent Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Innlent Fleiri fréttir Til skoðunar að hafa mannskap við vöktun í Reynisfjöru Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Ráðstafanir í Reynisfjöru, tollar og lax á sjaldséðum slóðum Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Sjá meira