Vinnubrögð lögreglu hafi verið óásættanleg Ólafur Björn Sverrisson skrifar 6. nóvember 2022 16:20 Guðmundur Ingi Guðbrandsson, félagsmálaráðherra. vísir/vilhelm Félagsmálaráðherra segist vilja taka umræðuna um hvort Ísland vilji skera sig úr og hætta að senda flóttafólk til Grikklands. Hann segir vinnubrögð lögreglu í máli fatlaðs flóttamanns sem vísað var úr landi í vikunni óásættanleg. Guðmundur Ingi Guðbrandsson, félagsmálaráðherra, ræddi málefni hælisleitenda á Sprengisandi á Bylgjunni. Hópbrottvísun stjórnvalda í vikunni hafa vakið hörð viðbrögð. Þá sér í lagi meðferð stjórnvalda á fötluðum flóttamanni frá Írak. Dómsmálaráðherra segir enga aðra framkvæmd í boði þegar kemur að málefnum hælisleitenda. Hjálparsamtök hafa hins vegar lýst því yfir að alvarleg afturför hafi átt sér stað í málsmeðferð þeirra hér á landi. Mótmælt var á Austurvelli í dag vegna brottflutningsins. Sjá einnig: Grafalvarleg afturför í málsmeðferð: „Ég veit ekki hvað ég mun gera“ Munu læra af þessu Guðmundur Ingi segir vinnubrögð lögreglu á miðvikudag óásættanleg. „Ef við tökum þessa brottvísun, og þá vil ég horfa fyrst og fremst til fatlaða mannsins að þá verð ég að segja að mér finnst óásættanlegt að lögreglan sé ekki með bifreið allan tímann til að flytja fatlaðan einstakling upp úr stólnum. Þarna verðum við að líta til samnings Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks,“ segir Guðmundur Ingi. Hann segir það „common sense“ að hinn fatlaði einstaklingur hafi þann stuðning sem hann á rétt á, þar á meðal réttindagæslumann. „Lögreglan verður að gera þetta betur en þetta og ég er viss um að þau munu læra af þessu,“ bætir hann við. Stærri umræða að hætta að senda til Grikklands Þá barst talið að aðstæðum í Grikklandi. „Að íslensk stjórnvöld skuli í alvöru vera að senda fatlaðan einstakling til Grikklands og þú segir bara „þetta snýst um hvort lögreglan sé með tiltekinn bíl“, það er áfangastaðurinn sem ég er að tala um,“ svaraði Kristján Kristjánsson þáttastjórnandi. Guðmundur sagði því vilja ræða þessa tvo hluti í sitthvoru lagi, réttindi fatlaðs fólks í fyrsta lagi og Grikkland sem áfangastað flóttafólks í öðru lagi. „Það er hluti af kannski stærri umræðu ef Ísland ætla að skera sig úr hvað þetta varðar. Það er umræða sem sé kannski bara hollt að taka,“ sagði Guðmundur varðandi það hvort stjórnvöld ættu að hætta að senda hælisleitendur til Grikklands. Hann myndi vilja líta til annarra ríkja og þeirra aðstæðna sem eru í Grikklandi. Horfa verði til þess að stjórnvöld hafi þá lagaskyldu að meta hvert og eitt dæmi fyrir sig. Hlusta má á viðtalið við Guðmund í heild sinni hér að ofan en talið berst að nýlegri brottvísun eftir að um 11 mínútur eru liðnar af viðtalinu. Lögreglan Sprengisandur Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Hælisleitendur Mest lesið Prestur á Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Innlent Gekk berserksgang og beraði sig Innlent Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Innlent Stjórnarformaður RÚV vill að Ísrael verði tafarlaust vikið úr Eurovision Innlent „Af hverju ertu svona í framan?“ Innlent Sendir þjóðvarðliðið til Chicago Erlent Segja stutt í samkomulag en sprengjum rignir enn Erlent Var að streyma á TikTok þegar hann féll til jarðar og lést Erlent Fjöldi án rafmagns vegna vonskuveðurs í Noregi Erlent Eldur í þvottahúsi á Granda Innlent Fleiri fréttir Sótti kindabyssu eftir hótun um að skjóta fyrrverandi og fimm aðra Leikskólamál, afnám hafta og Trump-isminn Stjórnarformaður RÚV vill að Ísrael verði tafarlaust vikið úr Eurovision Gekk berserksgang og beraði sig Prestur á Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Eldur í þvottahúsi á Granda Prestur og prófastur bíður spenntur eftir Hrútaskránni Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Fokdýrar flugferðir, ögurstund á Gasa og óvenjulegt innbrot Boða íbúafundi vegna mögulegrar sameiningar sveitarfélaganna Alelda bíll á Reykjanesbraut Framkvæmdirnar komi eftir ákall frá íbúum Safnaði í bálköst innandyra en kennir stundarbrjálæði um íkveikjuna Skrítin afstaða BSRB og ASÍ Tekist á um leikskólamál og árásir á Gasa Umfangsmikil flugslysaæfing á Reykjavíkurflugvelli Tætir í sig leikskólaplan borgarinnar: Segir Reykjavík taka skref aftur á bak Rannsaka mögulega stunguárás Göngu- og hjólabrýr yfir Elliðaár opnast „Af hverju ertu svona í framan?“ „Algjörlega alveg út í hött“ Umferðin færist inn á íbúðagötur Andar sem eru ekki hér en voru í myndinni þeir sveima og fylgjast með Dugar ekki lengur að dorga og nú þurfi að kasta út neti Vann á öllum deildum leikskólans Segja Rússa heyja stríð við Vesturlönd og síðustu ævidagarnir á Grund „Kópavogsmódelið er ekkert annað en þjónustuskerðing“ Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Starfsmaður á Brákarborg grunaður um kynferðisbrot Fresta framkvæmdum vegna veðurs Sjá meira
Guðmundur Ingi Guðbrandsson, félagsmálaráðherra, ræddi málefni hælisleitenda á Sprengisandi á Bylgjunni. Hópbrottvísun stjórnvalda í vikunni hafa vakið hörð viðbrögð. Þá sér í lagi meðferð stjórnvalda á fötluðum flóttamanni frá Írak. Dómsmálaráðherra segir enga aðra framkvæmd í boði þegar kemur að málefnum hælisleitenda. Hjálparsamtök hafa hins vegar lýst því yfir að alvarleg afturför hafi átt sér stað í málsmeðferð þeirra hér á landi. Mótmælt var á Austurvelli í dag vegna brottflutningsins. Sjá einnig: Grafalvarleg afturför í málsmeðferð: „Ég veit ekki hvað ég mun gera“ Munu læra af þessu Guðmundur Ingi segir vinnubrögð lögreglu á miðvikudag óásættanleg. „Ef við tökum þessa brottvísun, og þá vil ég horfa fyrst og fremst til fatlaða mannsins að þá verð ég að segja að mér finnst óásættanlegt að lögreglan sé ekki með bifreið allan tímann til að flytja fatlaðan einstakling upp úr stólnum. Þarna verðum við að líta til samnings Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks,“ segir Guðmundur Ingi. Hann segir það „common sense“ að hinn fatlaði einstaklingur hafi þann stuðning sem hann á rétt á, þar á meðal réttindagæslumann. „Lögreglan verður að gera þetta betur en þetta og ég er viss um að þau munu læra af þessu,“ bætir hann við. Stærri umræða að hætta að senda til Grikklands Þá barst talið að aðstæðum í Grikklandi. „Að íslensk stjórnvöld skuli í alvöru vera að senda fatlaðan einstakling til Grikklands og þú segir bara „þetta snýst um hvort lögreglan sé með tiltekinn bíl“, það er áfangastaðurinn sem ég er að tala um,“ svaraði Kristján Kristjánsson þáttastjórnandi. Guðmundur sagði því vilja ræða þessa tvo hluti í sitthvoru lagi, réttindi fatlaðs fólks í fyrsta lagi og Grikkland sem áfangastað flóttafólks í öðru lagi. „Það er hluti af kannski stærri umræðu ef Ísland ætla að skera sig úr hvað þetta varðar. Það er umræða sem sé kannski bara hollt að taka,“ sagði Guðmundur varðandi það hvort stjórnvöld ættu að hætta að senda hælisleitendur til Grikklands. Hann myndi vilja líta til annarra ríkja og þeirra aðstæðna sem eru í Grikklandi. Horfa verði til þess að stjórnvöld hafi þá lagaskyldu að meta hvert og eitt dæmi fyrir sig. Hlusta má á viðtalið við Guðmund í heild sinni hér að ofan en talið berst að nýlegri brottvísun eftir að um 11 mínútur eru liðnar af viðtalinu.
Lögreglan Sprengisandur Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Hælisleitendur Mest lesið Prestur á Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Innlent Gekk berserksgang og beraði sig Innlent Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Innlent Stjórnarformaður RÚV vill að Ísrael verði tafarlaust vikið úr Eurovision Innlent „Af hverju ertu svona í framan?“ Innlent Sendir þjóðvarðliðið til Chicago Erlent Segja stutt í samkomulag en sprengjum rignir enn Erlent Var að streyma á TikTok þegar hann féll til jarðar og lést Erlent Fjöldi án rafmagns vegna vonskuveðurs í Noregi Erlent Eldur í þvottahúsi á Granda Innlent Fleiri fréttir Sótti kindabyssu eftir hótun um að skjóta fyrrverandi og fimm aðra Leikskólamál, afnám hafta og Trump-isminn Stjórnarformaður RÚV vill að Ísrael verði tafarlaust vikið úr Eurovision Gekk berserksgang og beraði sig Prestur á Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Eldur í þvottahúsi á Granda Prestur og prófastur bíður spenntur eftir Hrútaskránni Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Fokdýrar flugferðir, ögurstund á Gasa og óvenjulegt innbrot Boða íbúafundi vegna mögulegrar sameiningar sveitarfélaganna Alelda bíll á Reykjanesbraut Framkvæmdirnar komi eftir ákall frá íbúum Safnaði í bálköst innandyra en kennir stundarbrjálæði um íkveikjuna Skrítin afstaða BSRB og ASÍ Tekist á um leikskólamál og árásir á Gasa Umfangsmikil flugslysaæfing á Reykjavíkurflugvelli Tætir í sig leikskólaplan borgarinnar: Segir Reykjavík taka skref aftur á bak Rannsaka mögulega stunguárás Göngu- og hjólabrýr yfir Elliðaár opnast „Af hverju ertu svona í framan?“ „Algjörlega alveg út í hött“ Umferðin færist inn á íbúðagötur Andar sem eru ekki hér en voru í myndinni þeir sveima og fylgjast með Dugar ekki lengur að dorga og nú þurfi að kasta út neti Vann á öllum deildum leikskólans Segja Rússa heyja stríð við Vesturlönd og síðustu ævidagarnir á Grund „Kópavogsmódelið er ekkert annað en þjónustuskerðing“ Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Starfsmaður á Brákarborg grunaður um kynferðisbrot Fresta framkvæmdum vegna veðurs Sjá meira