„Umspilið verður krefjandi en skemmtilegt og við ætlum að nýta tímann vel“ Andri Már Eggertsson skrifar 6. nóvember 2022 17:05 Arnar Pétursson á hliðarlínunni í leik dagsins Vísir/Hulda Margrét Ísland vann Ísrael 24-33 og tryggði sér þáttöku í umspili um laust sæti á HM 2023. Arnar Pétursson, þjálfari Íslands, var ánægður með sigurinn og þessar tvær vikur sem landsliðið hefur verið saman og leikið fjóra leiki. „Ég er sáttur við unnum leikinn með níu mörkum en þetta var erfið fæðing þar sem Ísrael spilaði langar sóknir og við létum stundum svæfa okkur sem endaði með að við fengum á okkur ódýr mörk en heilt yfir er ég sáttur,“ sagði Arnar Pétursson ánægður með sigurinn. Arnar var ánægður með áhlaup Íslands um miðjan seinni hálfleik þar sem Ísland gerði fjögur mörk í röð og sleit Ísrael endanlega frá sér. „Mér fannst góður hraði í okkur á þeim kafla þar sem við keyrðum hratt á þær. Þetta var góður kafli sem við nýttum mjög vel.“ Arnar var mjög ánægður með þessa tvo leiki Íslands í forkeppni HM og næst tekur umspil við. „Ég er mjög sáttur með þessar tvær vikur sem við áttum núna og líka vikuna sem við vorum meðal annars í Vestmannaeyjum um daginn. Þetta er búið að vera að hluta til nýjar áherslur sem við höfum verið að fara í gegnum og ég er mjög ánægður með ferðina til Færeyja og núna eru fimm mánuðir í eitthvað af bestu liðum heims þannig við þurfum að nýta tímann vel.“ Ísland vann alla fjóra leikina og Arnar var ánægður með hvernig stelpurnar tóku í áherslur hans. „Mér finnst okkur hafa tekist að komast hærra í varnarleiknum og við erum ekki að standa á sex metrunum. Við erum að reyna að taka meira frumkvæði varnarlega og á móti betri liðum þurfum við að mæta hærra á völlinn. Mér fannst við líka ná betri tökum á hlaupunum upp völlinn sem er nauðsynlegt.“ Eftir fimm mánuði fer Ísland í umspil og mætir að öllum líkindum afar sterkum andstæðingi. „Í umspilinu mætum við eitthvað af sterkustu þjóðum heims þannig er umspilið fyrir HM. Við getum mætt eitthvað af liðunum sem eru að spila á EM núna og það verður krefjandi og erfitt en skemmtilegt verkefni sem bíður okkar,“ sagði Arnar Pétursson að lokum. Landslið kvenna í handbolta Handbolti HM kvenna í handbolta 2023 Mest lesið „Þetta var minn síðasti körfuboltaleikur“ Körfubolti Markmaðurinn á batavegi eftir harkalegt höfuðhögg Fótbolti „Ég kom til Íslands með eitt markmið“ Körfubolti „Við gátum ekki farið mikið neðar“ Íslenski boltinn Börsungar sneru við blaðinu gegn botnliðinu Fótbolti Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 90-105 | Stólarnir komnir í úrslit Körfubolti Dagskráin í dag: Annar úrslitaleikurinn, Formúlan og fótbolti Sport „Borgar þrjátíu en færð hundrað prósent“ Handbolti Fyrsta mark Eggerts í fimmta sigri Brann í röð Fótbolti Hamar jafnaði einvígið með stórsigri Körfubolti Fleiri fréttir „Borgar þrjátíu en færð hundrað prósent“ Kolstad rétti úr kútnum og komst í úrslit Lærisveinar Arnórs laumuðu sér upp fyrir lið Guðmundar Þórir ráðinn til HSÍ Mætir bróður sínum í úrslitum: „Staðfestur titill á okkar heimili“ Uppgjörið: Valur - Afturelding 33-29 | Afturelding send í sumarfrí og Valsmenn leika til úrslita Fram á lífi eftir sigur gegn Haukum Stjarnan áfram í Olís deildinni Íslandsmeistararnir örugglega í úrslit Haukur meistari í Rúmeníu „Verður svakalegur leikur“ Gísli og Ómar drógust gegn meisturunum Sjáðu sigurmark Gísla gegn Veszprém Janus Daði öflugur þegar Pick Szeged féll naumlega úr keppni Viggó og Andri Már frábærir í sigrum sinna liða Gísli Þorgeir skaut Magdeburg áfram Orri sá farmiðann til Kölnar enda í tætaranum Gagnrýnir HSÍ harðlega: „Enginn metnaður til að gera betur“ Valur í kjörstöðu gegn ÍR Góður leikur Þorsteins Leó dugði ekki í Frakklandi Uppgjörið: Haukar - Fram 25-24 | Orkufrekur eltingaleikur „Ég er smá í móðu“ Haraldur tekur við Fram af Rakel „Treysti bara á að allt þetta fólk mæti“ Uppgjörið: Afturelding - Valur 29-26 | Einvígið ræðst í oddaleik Guðjón Valur missir fyrirliðann sinn „Við ætlum að klára að Íslandsmeistaratitilinn“ Uppgjörið: Fram - FH 34-33 | Fram í úrslit eftir tvíframlengdan leik Selfoss skaust aftur upp í Olís-deildina Sandra og Daníel koma heim og semja bæði við ÍBV Sjá meira
„Ég er sáttur við unnum leikinn með níu mörkum en þetta var erfið fæðing þar sem Ísrael spilaði langar sóknir og við létum stundum svæfa okkur sem endaði með að við fengum á okkur ódýr mörk en heilt yfir er ég sáttur,“ sagði Arnar Pétursson ánægður með sigurinn. Arnar var ánægður með áhlaup Íslands um miðjan seinni hálfleik þar sem Ísland gerði fjögur mörk í röð og sleit Ísrael endanlega frá sér. „Mér fannst góður hraði í okkur á þeim kafla þar sem við keyrðum hratt á þær. Þetta var góður kafli sem við nýttum mjög vel.“ Arnar var mjög ánægður með þessa tvo leiki Íslands í forkeppni HM og næst tekur umspil við. „Ég er mjög sáttur með þessar tvær vikur sem við áttum núna og líka vikuna sem við vorum meðal annars í Vestmannaeyjum um daginn. Þetta er búið að vera að hluta til nýjar áherslur sem við höfum verið að fara í gegnum og ég er mjög ánægður með ferðina til Færeyja og núna eru fimm mánuðir í eitthvað af bestu liðum heims þannig við þurfum að nýta tímann vel.“ Ísland vann alla fjóra leikina og Arnar var ánægður með hvernig stelpurnar tóku í áherslur hans. „Mér finnst okkur hafa tekist að komast hærra í varnarleiknum og við erum ekki að standa á sex metrunum. Við erum að reyna að taka meira frumkvæði varnarlega og á móti betri liðum þurfum við að mæta hærra á völlinn. Mér fannst við líka ná betri tökum á hlaupunum upp völlinn sem er nauðsynlegt.“ Eftir fimm mánuði fer Ísland í umspil og mætir að öllum líkindum afar sterkum andstæðingi. „Í umspilinu mætum við eitthvað af sterkustu þjóðum heims þannig er umspilið fyrir HM. Við getum mætt eitthvað af liðunum sem eru að spila á EM núna og það verður krefjandi og erfitt en skemmtilegt verkefni sem bíður okkar,“ sagði Arnar Pétursson að lokum.
Landslið kvenna í handbolta Handbolti HM kvenna í handbolta 2023 Mest lesið „Þetta var minn síðasti körfuboltaleikur“ Körfubolti Markmaðurinn á batavegi eftir harkalegt höfuðhögg Fótbolti „Ég kom til Íslands með eitt markmið“ Körfubolti „Við gátum ekki farið mikið neðar“ Íslenski boltinn Börsungar sneru við blaðinu gegn botnliðinu Fótbolti Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 90-105 | Stólarnir komnir í úrslit Körfubolti Dagskráin í dag: Annar úrslitaleikurinn, Formúlan og fótbolti Sport „Borgar þrjátíu en færð hundrað prósent“ Handbolti Fyrsta mark Eggerts í fimmta sigri Brann í röð Fótbolti Hamar jafnaði einvígið með stórsigri Körfubolti Fleiri fréttir „Borgar þrjátíu en færð hundrað prósent“ Kolstad rétti úr kútnum og komst í úrslit Lærisveinar Arnórs laumuðu sér upp fyrir lið Guðmundar Þórir ráðinn til HSÍ Mætir bróður sínum í úrslitum: „Staðfestur titill á okkar heimili“ Uppgjörið: Valur - Afturelding 33-29 | Afturelding send í sumarfrí og Valsmenn leika til úrslita Fram á lífi eftir sigur gegn Haukum Stjarnan áfram í Olís deildinni Íslandsmeistararnir örugglega í úrslit Haukur meistari í Rúmeníu „Verður svakalegur leikur“ Gísli og Ómar drógust gegn meisturunum Sjáðu sigurmark Gísla gegn Veszprém Janus Daði öflugur þegar Pick Szeged féll naumlega úr keppni Viggó og Andri Már frábærir í sigrum sinna liða Gísli Þorgeir skaut Magdeburg áfram Orri sá farmiðann til Kölnar enda í tætaranum Gagnrýnir HSÍ harðlega: „Enginn metnaður til að gera betur“ Valur í kjörstöðu gegn ÍR Góður leikur Þorsteins Leó dugði ekki í Frakklandi Uppgjörið: Haukar - Fram 25-24 | Orkufrekur eltingaleikur „Ég er smá í móðu“ Haraldur tekur við Fram af Rakel „Treysti bara á að allt þetta fólk mæti“ Uppgjörið: Afturelding - Valur 29-26 | Einvígið ræðst í oddaleik Guðjón Valur missir fyrirliðann sinn „Við ætlum að klára að Íslandsmeistaratitilinn“ Uppgjörið: Fram - FH 34-33 | Fram í úrslit eftir tvíframlengdan leik Selfoss skaust aftur upp í Olís-deildina Sandra og Daníel koma heim og semja bæði við ÍBV Sjá meira
Uppgjörið: Valur - Afturelding 33-29 | Afturelding send í sumarfrí og Valsmenn leika til úrslita