Þjarmaði að félagsmálaráðherra vegna fjöldabrottvísunar Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 7. nóvember 2022 16:47 Andrés sakaði Guðmund um að tala með umræðupunktum frá dómsmálaráðherra. Vísir/vilhelm Andrés Ingi Jónsson, þingmaður Pírata, þjarmaði að Guðmundi Inga Guðbrandssyni félagsmálaráðherra, vegna fjöldabrottvísunar sem átti sér stað í síðustu viku og hefur verið harðlega gagnrýnd. „Hvernig réttlætir félagsmálaráðherra að fötluðum manni hafi verið sparkað úr landi gagngert til að koma í veg fyrir að hann gæti sótt réttlæti fyrir dómstólum?“ spurði Andrés í óundirbúnum fyrirspurnartíma. Fjölmenn mótmæli hafa farið fram vegna umdeildrar fjöldabrottvísunar sem varð í skjóli nætur í síðustu viku. Guðmundur Ingi sagðist þegar hafa gagnrýnt hvernig lögregla stóð að framkvæmdinni brottvísunarinnar og bent á að hvorki hafi verið notuð bifreið við hæfi né hafi réttargæslumaður hans verið viðstaddur. „Eftir að hafa gagnrýnt þessa framgöngu lögreglunnar og sagt að mér finnist hún ekki ásættanleg – þó ég viti vel að lögreglan er að reyna að gera þessi mál af eins mikilli kostgæfni og næmni og þeim mögulegast er hægt vegna þess að þetta er ekkert auðvelt fyrir þau heldur – að þá er maður gagnrýndur fyrir það að gagnrýna framkvæmdina. Gott og vel, þá skulum við ræða það hvers vegna verið er að senda fólk yfir höfuð til Grikklands því það er kannski mergur málsins. Þar má kannski benda á að það er niðurstaða Útlendingastofnunar og kærunefndar útlendingamála og meira að segja dómstóla í einhverjum tilfellum sem hafa sagt að endursendingar til Grikklands brjóti ekki gegn Mannréttindasáttmála Evrópu eða 42. grein útlendingalaga.“ Eftir að hafa hlustað á svar ráðherrans virðist hafa fokið í Andrés sem tók til máls að nýju og barði í borðið. „Ráðherranum finnst eitthvað óþægilegt við að vera gagnrýndur fyrir að hafa bara gagnrýnt framkvæmdina sem vissulega var fullkomlega óboðleg og eitthvað sem á ekki að sjást til í siðuðu samfélagi en stóri glæpurinn í þessu er brottvísunin sjálf. Það er nú ágætt að heyra að talpunktar Jóns Gunnarssonar hafa náð eyrum ráðherrans frekar en til dæmis mótmæli Þroskahjálpar.“ Benti Andrés á að hinn 18. nóvember á að taka fyrir mál Husseins. „Maður hefði haldið að ef ráðherrann hefði snefil af metnaði fyrir málefnum fatlaðs fólks á myndi hann vilja fá niðurstöðu í þetta umdeilda mál. Hann myndi vilja fá að vita hvernig lögin liggja frekar en að sparka þessum einstaklingi úr landi til þess akkúrat að koma í veg fyrir að dómstólar sýni hvað er rétt og hvað ekki, í staðinn velur ráðherrann að Jón Gunnarsson sé sá sem hafi rétt fyrir sér í þessu máli.“ Kærunefnd útlendingamála sé ekki endapunkturinn þó að Jón Gunnarsson segði það benti Andrés á. „Félagsmálaráðherra þarf að átta sig á því ef hann ætlar að vera starfi sínu vaxinn.“ Guðmundur Ingi áréttaði að hann talaði ekki út frá neinum umræðupunktum sem dómsmálaráðherra hefði gefið sér. „Hefur hef ég lesið þá úrskurði sem hér eru um að ræða og er að vitna til þeirra þannig að það sé nú alveg á hreinu. Auðvitað er þetta mál óskaplega erfitt og það er erfitt að vita til þess að fólk hafi verið sent úr landi áður en að mál þeirra er tekið fyrir hjá dómstólum. Ég held að við getum öll verið sammála um það. Ég verð hins vegar að segja það að ég vissi ekki að þetta væri að fara að gerast fyrr en að það gerðist og vil bara meina að við þurfum að vanda okkur alveg gríðarlega í þessum málum bæði þegar kemur að brottflutningi - því við erum með kerfi sem er þannig að við tökum ekki á móti öllum við vitum það - og sérstaklega þegar um fatlað fólk er að ræða og þá umræðu þurfum við að sjálfsögðu að taka og það ætla ég að gera með lögreglunni.“ Hælisleitendur Alþingi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Félagsmál Píratar Vinstri græn Tengdar fréttir Fór í öskrandi panikk þegar hún fékk fréttirnar Vinkona írösku systranna sem vísað var úr landi fyrir helgi segir þær nú búa við ömurlegar aðstæður í Grikklandi. Verkefnastjóri hjá Þroskahjálp krefst þess að fatlaður bróðir systranna, sem einnig var sendur brott, verði sóttur aftur. Mörg hundruð manns mótmæltu umdeildri fjöldabrottvísun á hælisleitendum í dag. 6. nóvember 2022 20:00 Fjölmennt á Austurvelli Nokkuð stór hópur hefur safnast saman til að mótmæla meðferð stjórnvalda á flóttafólki sem var sent úr landi með leiguflugvél til Grikklands í nótt. 3. nóvember 2022 17:46 Vinnubrögð lögreglu hafi verið óásættanleg Félagsmálaráðherra segist vilja taka umræðuna um hvort Ísland vilji skera sig úr og hætta að senda flóttafólk til Grikklands. Hann segir vinnubrögð lögreglu í máli fatlaðs flóttamanns sem vísað var úr landi í vikunni óásættanleg. 6. nóvember 2022 16:20 Tóku síma af hælisleitendum til að gæta „öryggis“ þeirra Yfirlögfræðingur ríkislögreglustjóra segir að lögreglumenn hafi tekið síma af hælisleitendum sem var vísað úr landi í síðustu viku til þess að tryggja öryggi fólksins. Lærdóminn sem lögregla getur dregið af gagnrýni á aðgerðina telur hann vera að lögreglan þurfi að eiga bíl sem henti fyrir hjólastóla. 6. nóvember 2022 08:14 Mest lesið Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Innlent Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Innlent PAP vann stórsigur í Singapúr Erlent „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Innlent Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Erlent „Vona að þú sofir vel“ Innlent Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Erlent Birti mynd af sér í páfaskrúða Erlent Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Innlent „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Innlent Fleiri fréttir Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Samfylkingin bætir við sig og sauðburður á fullu Sinueldur við Landvegamót Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Samfylkingin með 29 prósenta fylgi „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Mörg hundruð óseldar fasteignir og sótt í sund Rykið dustað af sólbekkjunum Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Umtöluð frelsissvipting og stórslösuð sjónvarpsstjarna Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ „Vona að þú sofir vel“ Eldur í ruslabíl vestur í bæ Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Mannréttindadómstóllinn blandar sér í Vatnsendamálið „Mér finnst þetta ómöguleg framkoma“ Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Óljóst hvers vegna ferðamanni var haldið í gíslingu Borgarstjóri sé brennuvargur en Framsókn í slökkviliðinu „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Sjá meira
„Hvernig réttlætir félagsmálaráðherra að fötluðum manni hafi verið sparkað úr landi gagngert til að koma í veg fyrir að hann gæti sótt réttlæti fyrir dómstólum?“ spurði Andrés í óundirbúnum fyrirspurnartíma. Fjölmenn mótmæli hafa farið fram vegna umdeildrar fjöldabrottvísunar sem varð í skjóli nætur í síðustu viku. Guðmundur Ingi sagðist þegar hafa gagnrýnt hvernig lögregla stóð að framkvæmdinni brottvísunarinnar og bent á að hvorki hafi verið notuð bifreið við hæfi né hafi réttargæslumaður hans verið viðstaddur. „Eftir að hafa gagnrýnt þessa framgöngu lögreglunnar og sagt að mér finnist hún ekki ásættanleg – þó ég viti vel að lögreglan er að reyna að gera þessi mál af eins mikilli kostgæfni og næmni og þeim mögulegast er hægt vegna þess að þetta er ekkert auðvelt fyrir þau heldur – að þá er maður gagnrýndur fyrir það að gagnrýna framkvæmdina. Gott og vel, þá skulum við ræða það hvers vegna verið er að senda fólk yfir höfuð til Grikklands því það er kannski mergur málsins. Þar má kannski benda á að það er niðurstaða Útlendingastofnunar og kærunefndar útlendingamála og meira að segja dómstóla í einhverjum tilfellum sem hafa sagt að endursendingar til Grikklands brjóti ekki gegn Mannréttindasáttmála Evrópu eða 42. grein útlendingalaga.“ Eftir að hafa hlustað á svar ráðherrans virðist hafa fokið í Andrés sem tók til máls að nýju og barði í borðið. „Ráðherranum finnst eitthvað óþægilegt við að vera gagnrýndur fyrir að hafa bara gagnrýnt framkvæmdina sem vissulega var fullkomlega óboðleg og eitthvað sem á ekki að sjást til í siðuðu samfélagi en stóri glæpurinn í þessu er brottvísunin sjálf. Það er nú ágætt að heyra að talpunktar Jóns Gunnarssonar hafa náð eyrum ráðherrans frekar en til dæmis mótmæli Þroskahjálpar.“ Benti Andrés á að hinn 18. nóvember á að taka fyrir mál Husseins. „Maður hefði haldið að ef ráðherrann hefði snefil af metnaði fyrir málefnum fatlaðs fólks á myndi hann vilja fá niðurstöðu í þetta umdeilda mál. Hann myndi vilja fá að vita hvernig lögin liggja frekar en að sparka þessum einstaklingi úr landi til þess akkúrat að koma í veg fyrir að dómstólar sýni hvað er rétt og hvað ekki, í staðinn velur ráðherrann að Jón Gunnarsson sé sá sem hafi rétt fyrir sér í þessu máli.“ Kærunefnd útlendingamála sé ekki endapunkturinn þó að Jón Gunnarsson segði það benti Andrés á. „Félagsmálaráðherra þarf að átta sig á því ef hann ætlar að vera starfi sínu vaxinn.“ Guðmundur Ingi áréttaði að hann talaði ekki út frá neinum umræðupunktum sem dómsmálaráðherra hefði gefið sér. „Hefur hef ég lesið þá úrskurði sem hér eru um að ræða og er að vitna til þeirra þannig að það sé nú alveg á hreinu. Auðvitað er þetta mál óskaplega erfitt og það er erfitt að vita til þess að fólk hafi verið sent úr landi áður en að mál þeirra er tekið fyrir hjá dómstólum. Ég held að við getum öll verið sammála um það. Ég verð hins vegar að segja það að ég vissi ekki að þetta væri að fara að gerast fyrr en að það gerðist og vil bara meina að við þurfum að vanda okkur alveg gríðarlega í þessum málum bæði þegar kemur að brottflutningi - því við erum með kerfi sem er þannig að við tökum ekki á móti öllum við vitum það - og sérstaklega þegar um fatlað fólk er að ræða og þá umræðu þurfum við að sjálfsögðu að taka og það ætla ég að gera með lögreglunni.“
Hælisleitendur Alþingi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Félagsmál Píratar Vinstri græn Tengdar fréttir Fór í öskrandi panikk þegar hún fékk fréttirnar Vinkona írösku systranna sem vísað var úr landi fyrir helgi segir þær nú búa við ömurlegar aðstæður í Grikklandi. Verkefnastjóri hjá Þroskahjálp krefst þess að fatlaður bróðir systranna, sem einnig var sendur brott, verði sóttur aftur. Mörg hundruð manns mótmæltu umdeildri fjöldabrottvísun á hælisleitendum í dag. 6. nóvember 2022 20:00 Fjölmennt á Austurvelli Nokkuð stór hópur hefur safnast saman til að mótmæla meðferð stjórnvalda á flóttafólki sem var sent úr landi með leiguflugvél til Grikklands í nótt. 3. nóvember 2022 17:46 Vinnubrögð lögreglu hafi verið óásættanleg Félagsmálaráðherra segist vilja taka umræðuna um hvort Ísland vilji skera sig úr og hætta að senda flóttafólk til Grikklands. Hann segir vinnubrögð lögreglu í máli fatlaðs flóttamanns sem vísað var úr landi í vikunni óásættanleg. 6. nóvember 2022 16:20 Tóku síma af hælisleitendum til að gæta „öryggis“ þeirra Yfirlögfræðingur ríkislögreglustjóra segir að lögreglumenn hafi tekið síma af hælisleitendum sem var vísað úr landi í síðustu viku til þess að tryggja öryggi fólksins. Lærdóminn sem lögregla getur dregið af gagnrýni á aðgerðina telur hann vera að lögreglan þurfi að eiga bíl sem henti fyrir hjólastóla. 6. nóvember 2022 08:14 Mest lesið Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Innlent Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Innlent PAP vann stórsigur í Singapúr Erlent „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Innlent Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Erlent „Vona að þú sofir vel“ Innlent Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Erlent Birti mynd af sér í páfaskrúða Erlent Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Innlent „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Innlent Fleiri fréttir Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Samfylkingin bætir við sig og sauðburður á fullu Sinueldur við Landvegamót Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Samfylkingin með 29 prósenta fylgi „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Mörg hundruð óseldar fasteignir og sótt í sund Rykið dustað af sólbekkjunum Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Umtöluð frelsissvipting og stórslösuð sjónvarpsstjarna Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ „Vona að þú sofir vel“ Eldur í ruslabíl vestur í bæ Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Mannréttindadómstóllinn blandar sér í Vatnsendamálið „Mér finnst þetta ómöguleg framkoma“ Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Óljóst hvers vegna ferðamanni var haldið í gíslingu Borgarstjóri sé brennuvargur en Framsókn í slökkviliðinu „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Sjá meira
Fór í öskrandi panikk þegar hún fékk fréttirnar Vinkona írösku systranna sem vísað var úr landi fyrir helgi segir þær nú búa við ömurlegar aðstæður í Grikklandi. Verkefnastjóri hjá Þroskahjálp krefst þess að fatlaður bróðir systranna, sem einnig var sendur brott, verði sóttur aftur. Mörg hundruð manns mótmæltu umdeildri fjöldabrottvísun á hælisleitendum í dag. 6. nóvember 2022 20:00
Fjölmennt á Austurvelli Nokkuð stór hópur hefur safnast saman til að mótmæla meðferð stjórnvalda á flóttafólki sem var sent úr landi með leiguflugvél til Grikklands í nótt. 3. nóvember 2022 17:46
Vinnubrögð lögreglu hafi verið óásættanleg Félagsmálaráðherra segist vilja taka umræðuna um hvort Ísland vilji skera sig úr og hætta að senda flóttafólk til Grikklands. Hann segir vinnubrögð lögreglu í máli fatlaðs flóttamanns sem vísað var úr landi í vikunni óásættanleg. 6. nóvember 2022 16:20
Tóku síma af hælisleitendum til að gæta „öryggis“ þeirra Yfirlögfræðingur ríkislögreglustjóra segir að lögreglumenn hafi tekið síma af hælisleitendum sem var vísað úr landi í síðustu viku til þess að tryggja öryggi fólksins. Lærdóminn sem lögregla getur dregið af gagnrýni á aðgerðina telur hann vera að lögreglan þurfi að eiga bíl sem henti fyrir hjólastóla. 6. nóvember 2022 08:14