Dalabyggð – samfélag í sókn Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar 7. nóvember 2022 21:30 Dalabyggð er þátttakandi í samstarfsverkefni með Byggðastofnun sem tengt er við brothættar byggðir. Í Dölum er vinnuheiti þessa verkefni DalaAuður. Sveitarfélög sem undanfarin ár hafa búið við íbúafækkun, einhæft atvinnulíf eða eiga að einhverju leyti undir högg að sækja geta sótt um aðild að verkefninu. Sveitarfélagið Dalabyggð, ásamt fulltrúum íbúa, Samtaka sveitarfélaga á Vesturlandi og Byggðastofnunar hafa myndað verkefnastjórn sem heldur utan um verkefnið allt ásamt verkefnastjóra þess. Haldið hefur verið íbúaþing og íbúafundur í kjölfarið þar sem þarfir og væntingar í tengslum við þetta spennandi verkefni voru kortlagðar og til hefur orðið svokallaður frumkvæðissjóður DalaAuðar. Fyrir stuttu var auglýst eftir umsóknum í tengslum við fyrstu úthlutun úr sjóðnum. Er skemmst frá að segja að það bárust 30 spennandi umsóknir til verkefnastjórnarinnar og fengu 21 umsókn brautargengi þannig að það má glöggt sjá og finna að það er hugur í okkur í Dölunum. Það mátti svo sannarlega sjá á bæði fjölda umsókna sem og gæðum umsókna í frumkvæðissjóðinn, afar spennandi verkefni sem öll sem eitt hafa það að markmiði að styrkja samfélagið okkar. Við erum rétt að byrja og við eigum eftir að úthluta í nokkur skipti til viðbótar og stefnt er að næstu úthlutun á vormánuðum árið 2023. Ég vil hvetja þá íbúa Dalabyggðar sem ganga með hugmyndir um spennandi uppbyggingarverkefni í maganum að hugsa til þess þannig að við hér í Dalabyggð sýnum og sönnum að við erum í sóknarhug. Það er víðar en hér í Dölum sem dreifðar byggðir eru í sóknarhug. Ég sá á heimasíðu Byggðastofnunar fyrir stuttu frétt þess efnis að fulltrúi stofnunarinnar hefði tekið þátt í ráðstefnu OECD um byggðaþróun sem fram fór í Cavan-sýslu á Írlandi fyrir stuttu. Þema þeirrar ráðstefnunnu voru sjálfbærar, sterkar og blómlegar dreifðar byggðir og var það álit ráðstefnugesta að jákvæðnin, framsýnin og drifkrafturinn hafi nánast verið áþreifanlegur hjá fundargestum og framsögufólki. Í opnunarávarpi ráðstefnunnar sagði Heather Humpreys, ráðherra félags- og byggðamála á Írlandi m.a. eftirfarandi: „Þegar við leiðum hugann að dreifðum byggðum, megum við ekki leyfa okkur að horfa til hnignunar. Þess í stað ættum við að hugsa um einstök lífsgæði, nýsköpun, blómstrandi samfélög og ekki síst, tækifæri. Viðhorf eru mikilvæg – því viðhorf skapa metnað“ Að mati fulltrúa Byggðastofnunar var það sem stóð upp úr að ráðstefnu lokinni mikilvægi þeirrar þróunar sem nú er að eiga sér stað á ímynd dreifbýlis og smærri byggða um alla Evrópu og þar er Ísland ekki undanskilið. Sú breyting er að eiga sér stað að hugrenningartengsl fólks í samhengi dreifðra byggða og landsbyggða er ekki lengur bundin við skort á tækifærum, fólksfækkun eða aðrar slíkar áskoranir. Nú eru það tækifærin, lífsgæðin, nýsköpunin, vöxturinn, framsýnin og afkastagetan sem fyrst komi upp í huga fólks og það er þróun sem mikilvægt er að ýta undir með uppbyggilegri umræðu og sýnileika byggðanna. Því eins og fyrrnefndur ráðherra komst að orði: „Viðhorf eru mikilvæg – því viðhorf skapa metnað.“ Ágætu Dalamenn og aðrir vildarvinir okkar, tökum þessa nálgun til okkar hér í Dölum því hér eru svo sannarlega tækifærin, mannauðurinn og framtíðin því við erum samfélag í sókn! Höfundur er sveitarstjóri Dalabyggðar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Dalabyggð Byggðamál Nýsköpun Sveitarstjórnarmál Mest lesið Heilbrigðiskerfi Íslands - Látum verkin tala! Victor Guðmundsson Skoðun Dýrasti staður í heimi Ragnhildur Hólmgeirsdóttir Skoðun Hörmungarnar sem heimurinn hunsar Ragnar Schram Skoðun Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks Skoðun Pólitískt ofbeldi, fasismi og tvískinnungur valdsins Davíð Aron Routley,Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Grafið undan grunnstoð ríka samfélagsins Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Einn pakki á dag Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Við hvað erum við hrædd? Ingvi Hrafn Laxdal Victorsson Skoðun Höfuðborgin eftir fimmtíu ár, hvað erum við að tala um? Samúel Torfi Pétursson Skoðun Ákall til allra velunnara Sólheima í Grímsnesi Ingibjörg Rósa Björnsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Við hvað erum við hrædd? Ingvi Hrafn Laxdal Victorsson skrifar Skoðun Höfuðborgin eftir fimmtíu ár, hvað erum við að tala um? Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Pólitískt ofbeldi, fasismi og tvískinnungur valdsins Davíð Aron Routley,Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Örugg heilbrigðisþjónusta fyrir öll börn frá upphafi - Alþjóðlegur dagur sjúklingaöryggis 2025 María Heimisdóttir skrifar Skoðun Einn pakki á dag Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Heilbrigðiskerfi Íslands - Látum verkin tala! Victor Guðmundsson skrifar Skoðun Hörmungarnar sem heimurinn hunsar Ragnar Schram skrifar Skoðun Dýrasti staður í heimi Ragnhildur Hólmgeirsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunnstoð ríka samfélagsins Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Milljarðar evra streyma enn til Pútíns Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Speglar geta aðeins logið – um hlutlægni, huglægni og mennskuna Hjalti Hrafn Hafþórsson skrifar Skoðun Að þétta byggð Halldór Eiríksson skrifar Skoðun Þegar viðskiptalíkan Vesturlanda er stríð – og almenningur borgar brúsann Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Slökkvum ekki Ljósið Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Er það ekki sjálfsögð krafa að fá bílastæði? Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar Skoðun Of lítið, of seint! Hjálmtýr Heiðdal,Magnús Magnússon skrifar Skoðun Halla fer að ræða um frið við einræðisherra Daníel Þröstur Pálsson skrifar Skoðun Ákall til allra velunnara Sólheima í Grímsnesi Ingibjörg Rósa Björnsdóttir skrifar Skoðun Varðveitum vatnið – hugvekja Hópur starfsfólks Náttúruminjasafns Íslands skrifar Skoðun Innviðaskuld við íslenskuna Eiríkur Rögnvaldsson skrifar Skoðun Náttúruvernd er loftslagsaðgerð og loftslagsaðgerðir þjóna náttúrunni Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Fatlað fólk rukkað með rangindum fyrir bílastæði Haukur Ragnar Hauksson skrifar Skoðun Vissir þú, að.... og eða er þér bara slétt sama Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hver hagnast á hatrinu? Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Öfgamaður deyr Andri Þorvarðarson skrifar Skoðun Að taka til í orkumálum Guðrún Schmidt skrifar Skoðun Börn sem skilja ekki kennarann Ingibjörg Ólöf Isaksen skrifar Skoðun Skortur á rafiðnaðarfólki ógnar samkeppnishæfni Evrópu Kristján Daníel Sigurbergsson skrifar Skoðun Siglt gegn þjóðarmorði Cyma Farah,Sólveig Ásta Sigurðardóttir skrifar Sjá meira
Dalabyggð er þátttakandi í samstarfsverkefni með Byggðastofnun sem tengt er við brothættar byggðir. Í Dölum er vinnuheiti þessa verkefni DalaAuður. Sveitarfélög sem undanfarin ár hafa búið við íbúafækkun, einhæft atvinnulíf eða eiga að einhverju leyti undir högg að sækja geta sótt um aðild að verkefninu. Sveitarfélagið Dalabyggð, ásamt fulltrúum íbúa, Samtaka sveitarfélaga á Vesturlandi og Byggðastofnunar hafa myndað verkefnastjórn sem heldur utan um verkefnið allt ásamt verkefnastjóra þess. Haldið hefur verið íbúaþing og íbúafundur í kjölfarið þar sem þarfir og væntingar í tengslum við þetta spennandi verkefni voru kortlagðar og til hefur orðið svokallaður frumkvæðissjóður DalaAuðar. Fyrir stuttu var auglýst eftir umsóknum í tengslum við fyrstu úthlutun úr sjóðnum. Er skemmst frá að segja að það bárust 30 spennandi umsóknir til verkefnastjórnarinnar og fengu 21 umsókn brautargengi þannig að það má glöggt sjá og finna að það er hugur í okkur í Dölunum. Það mátti svo sannarlega sjá á bæði fjölda umsókna sem og gæðum umsókna í frumkvæðissjóðinn, afar spennandi verkefni sem öll sem eitt hafa það að markmiði að styrkja samfélagið okkar. Við erum rétt að byrja og við eigum eftir að úthluta í nokkur skipti til viðbótar og stefnt er að næstu úthlutun á vormánuðum árið 2023. Ég vil hvetja þá íbúa Dalabyggðar sem ganga með hugmyndir um spennandi uppbyggingarverkefni í maganum að hugsa til þess þannig að við hér í Dalabyggð sýnum og sönnum að við erum í sóknarhug. Það er víðar en hér í Dölum sem dreifðar byggðir eru í sóknarhug. Ég sá á heimasíðu Byggðastofnunar fyrir stuttu frétt þess efnis að fulltrúi stofnunarinnar hefði tekið þátt í ráðstefnu OECD um byggðaþróun sem fram fór í Cavan-sýslu á Írlandi fyrir stuttu. Þema þeirrar ráðstefnunnu voru sjálfbærar, sterkar og blómlegar dreifðar byggðir og var það álit ráðstefnugesta að jákvæðnin, framsýnin og drifkrafturinn hafi nánast verið áþreifanlegur hjá fundargestum og framsögufólki. Í opnunarávarpi ráðstefnunnar sagði Heather Humpreys, ráðherra félags- og byggðamála á Írlandi m.a. eftirfarandi: „Þegar við leiðum hugann að dreifðum byggðum, megum við ekki leyfa okkur að horfa til hnignunar. Þess í stað ættum við að hugsa um einstök lífsgæði, nýsköpun, blómstrandi samfélög og ekki síst, tækifæri. Viðhorf eru mikilvæg – því viðhorf skapa metnað“ Að mati fulltrúa Byggðastofnunar var það sem stóð upp úr að ráðstefnu lokinni mikilvægi þeirrar þróunar sem nú er að eiga sér stað á ímynd dreifbýlis og smærri byggða um alla Evrópu og þar er Ísland ekki undanskilið. Sú breyting er að eiga sér stað að hugrenningartengsl fólks í samhengi dreifðra byggða og landsbyggða er ekki lengur bundin við skort á tækifærum, fólksfækkun eða aðrar slíkar áskoranir. Nú eru það tækifærin, lífsgæðin, nýsköpunin, vöxturinn, framsýnin og afkastagetan sem fyrst komi upp í huga fólks og það er þróun sem mikilvægt er að ýta undir með uppbyggilegri umræðu og sýnileika byggðanna. Því eins og fyrrnefndur ráðherra komst að orði: „Viðhorf eru mikilvæg – því viðhorf skapa metnað.“ Ágætu Dalamenn og aðrir vildarvinir okkar, tökum þessa nálgun til okkar hér í Dölum því hér eru svo sannarlega tækifærin, mannauðurinn og framtíðin því við erum samfélag í sókn! Höfundur er sveitarstjóri Dalabyggðar.
Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks Skoðun
Pólitískt ofbeldi, fasismi og tvískinnungur valdsins Davíð Aron Routley,Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun
Skoðun Pólitískt ofbeldi, fasismi og tvískinnungur valdsins Davíð Aron Routley,Karl Héðinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Örugg heilbrigðisþjónusta fyrir öll börn frá upphafi - Alþjóðlegur dagur sjúklingaöryggis 2025 María Heimisdóttir skrifar
Skoðun Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks skrifar
Skoðun Speglar geta aðeins logið – um hlutlægni, huglægni og mennskuna Hjalti Hrafn Hafþórsson skrifar
Skoðun Þegar viðskiptalíkan Vesturlanda er stríð – og almenningur borgar brúsann Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Náttúruvernd er loftslagsaðgerð og loftslagsaðgerðir þjóna náttúrunni Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Skoðun Skortur á rafiðnaðarfólki ógnar samkeppnishæfni Evrópu Kristján Daníel Sigurbergsson skrifar
Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks Skoðun
Pólitískt ofbeldi, fasismi og tvískinnungur valdsins Davíð Aron Routley,Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun