Alvarlegar athugasemdir gerðar við að ráðherra hafi ekki mætt Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 8. nóvember 2022 12:13 Arndís Anna fulltrúi Pírata í Allherjar- og menntamálanefnd þingsins lagði fram bókun eftir fundinn þar sem alvarlegar athugasemdir eru gerðar við stjórn nefndarinnar. Vísir/Arnar Fulltrúar frá stoðdeild ríkislögreglustjóra sátu fyrir svörum um framkvæmd ákvarðana um fjöldabrottvísun á fundi allsherjar og menntamálanefndar í morgun. Fundurinn fór ekki eins og vonir margra nefndarmanna stóðu til en þeir höfðu vonast til þess að fulltrúi frá Útlendingastofnun og dómsmálaráðherra kæmu fyrir nefndina til að sitja fyrir svörum um það verklag sem var viðhaft við umdeilda fjöldabrottvísun í síðustu viku. Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir fulltrúi Pírata í nefndinni segir að formaður nefndarinnar hefði ekki fyrr en í gærkvöldi sagt þeim að einungis fulltrúar frá ríkislögreglustjóra yrði viðstaddir fundinn þrátt fyrir beiðni nefndarmanna. „Ekki með nokkrum hætti. Það var ekkert sem kom fram á fundinum í síðustu viku sem gaf til kynna að það væru nein vandkvæði á því að þessir aðilar yrðu boðaði rá fundinn og í rauninni lætur formaðurinn eins og beiðnin sé að koma fyrst fram núna þegar þetta var rætt í miklum hita á síðasta fundinn og að var alveg skýrt hver beiðnin var,“ segir Arndís sem bendir á að mikið liggi á þessum máli og því sé í raun óboðlegt að ráðherra hafi ekki setið fundinn. Arndís hefur lagt fram bókun þar sem gerðar eru alvarlegar athugasemdir við stjórn nefndarinnar af hálfu formanns. Bryndís Haraldsdóttir, formaður allsherjar-og menntamálanefndar, sagði að loknum fundi að dómsmálaráðherra og fulltrúar frá Útlendingastofnun verði boðaðir á næsta fund nefndarinnar. Bryndís Haraldsdóttir er formaður allsherjar-og menntamálanefndar.Vísir/Vilhelm „En eins og þið tókuð kannski eftir þá dróst fundurinn svolítið á langinn þannig að umræðuefnin eru mörg þannig að það var bara fínt að fá þessa aðila núna sem sáu um framkvæmdina og þekkja hana til að svara þeim spurningum og í kjölfarið getum við rætt við bæði Útlendingastofnun og ráðherra,“ segir Bryndís. Bryndís sagði að henni hefði fundist góð og upplýsandi umræða hafa skapast á fundinum en fyrir svörum voru meðal annars aðilar sem voru í leigufluginu til Grikklands. „Það er auðvitað ljóst að það er ýmislegt sem hefði mátt betur fara en ég held samt sem áður að það sé hægt að fullyrða það að þessir ágætu einstaklinga hafi verið að gera sitt allra, allra besta í mjög erfiðum aðstæðum.“ Arndís var spurð hvað henni fyndist um svör stoðdeildar ríkislögreglustjóra. „Þau voru svo sem fyrirsjáanleg og mörg þeirra höfðu komið fram í fjölmiðlum nú þegar og alveg ljóst að ranglætið liggur víða þegar kemur að þessum brottvísunum.“ Þú ert ekki mjög sátt eftir þennan fund? „Alls ekki,“ segir Arndís. Fréttin hefur verið uppfærð með viðtali við Bryndísi Haraldsdóttur. Alþingi Hælisleitendur Grikkland Píratar Tengdar fréttir Hundrað og sextán hafa verið fluttir eða sendir úr landi á árinu og 39 finnast ekki Dómsmálaráðherra telur ekki ástæðu til að endurskoða brottflutning hælisleitenda til Grikklands, ólíkt félagsmálaráðherra Vinstri grænna, sem telur hollt að taka þá umræðu. Á þessari stundu stendur til að vísa 98 flóttamönnum úr landi sem hér eru, en af þeim finnast ekki 39. Hundrað og sextán hefur verið komið úr landi það sem af er ári. 7. nóvember 2022 20:35 Þjarmaði að félagsmálaráðherra vegna fjöldabrottvísunar Andrés Ingi Jónsson, þingmaður Pírata, þjarmaði að Guðmundi Inga Guðbrandssyni félagsmálaráðherra, vegna fjöldabrottvísunar sem átti sér stað í síðustu viku og hefur verið harðlega gagnrýnd. 7. nóvember 2022 16:47 Fór í öskrandi panikk þegar hún fékk fréttirnar Vinkona írösku systranna sem vísað var úr landi fyrir helgi segir þær nú búa við ömurlegar aðstæður í Grikklandi. Verkefnastjóri hjá Þroskahjálp krefst þess að fatlaður bróðir systranna, sem einnig var sendur brott, verði sóttur aftur. Mörg hundruð manns mótmæltu umdeildri fjöldabrottvísun á hælisleitendum í dag. 6. nóvember 2022 20:00 Mest lesið Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Innlent Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Innlent „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Erlent Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Innlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Innlent Banna samtök íslamista og gerðu húsleit hjá fleiri Erlent Féll til jarðar rétt eftir flugtak Erlent Hæstiréttur ógildir skammir Persónuverndar í garð ÍE Innlent Fleiri fréttir Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innsigluðu sex gististaði vegna skorts á leyfum Vasaþjófar höfðu fúlgur fjár af eldri mönnum og ferðamanni „Þau eru mjög æst í stærðfræði!“ „Þetta ástand hefur viðgengist í allt of langan tíma“ Fengu ekki að fylgjast með meintri vændisstarfsemi í leyni Léttir að vinnan í faraldrinum hafi verið lögmæt Níu af hverjum tíu foreldrum leikskólabarna í Reykjavík ánægðir en mælingin ekki samanburðarhæf Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Rætt við ráðherra sem svarar gagnrýni og ósáttan Litháa sem flæktist í bankaránið umfangsmikla Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum? Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Hæstiréttur ógildir skammir Persónuverndar í garð ÍE Óttast að stóru stofurnar gætu orðið einræðisherrar í eftirliti Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Stóladans þingmanna lækkar launatékka Karls Gauta en hækkar Bergþórs Ökutæki viðbragðsaðila verða áberandi vegna æfingar Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Íslenskum fulltrúum á loftslagsráðstefnu hríðfækkar milli ára Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Flestir vantreysta ráðherrum Flokks fólksins Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Þjófarnir margfölduðu upphæðir við millifærslur Taldi sig sjá bát hvolfa og þyrla og björgunarsveit kölluð út Ákærður fyrir að skjóta að dróna Fiskistofu Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Hundruð kennara nýta gervigreind til að undirbúa kennslu Sjá meira
Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir fulltrúi Pírata í nefndinni segir að formaður nefndarinnar hefði ekki fyrr en í gærkvöldi sagt þeim að einungis fulltrúar frá ríkislögreglustjóra yrði viðstaddir fundinn þrátt fyrir beiðni nefndarmanna. „Ekki með nokkrum hætti. Það var ekkert sem kom fram á fundinum í síðustu viku sem gaf til kynna að það væru nein vandkvæði á því að þessir aðilar yrðu boðaði rá fundinn og í rauninni lætur formaðurinn eins og beiðnin sé að koma fyrst fram núna þegar þetta var rætt í miklum hita á síðasta fundinn og að var alveg skýrt hver beiðnin var,“ segir Arndís sem bendir á að mikið liggi á þessum máli og því sé í raun óboðlegt að ráðherra hafi ekki setið fundinn. Arndís hefur lagt fram bókun þar sem gerðar eru alvarlegar athugasemdir við stjórn nefndarinnar af hálfu formanns. Bryndís Haraldsdóttir, formaður allsherjar-og menntamálanefndar, sagði að loknum fundi að dómsmálaráðherra og fulltrúar frá Útlendingastofnun verði boðaðir á næsta fund nefndarinnar. Bryndís Haraldsdóttir er formaður allsherjar-og menntamálanefndar.Vísir/Vilhelm „En eins og þið tókuð kannski eftir þá dróst fundurinn svolítið á langinn þannig að umræðuefnin eru mörg þannig að það var bara fínt að fá þessa aðila núna sem sáu um framkvæmdina og þekkja hana til að svara þeim spurningum og í kjölfarið getum við rætt við bæði Útlendingastofnun og ráðherra,“ segir Bryndís. Bryndís sagði að henni hefði fundist góð og upplýsandi umræða hafa skapast á fundinum en fyrir svörum voru meðal annars aðilar sem voru í leigufluginu til Grikklands. „Það er auðvitað ljóst að það er ýmislegt sem hefði mátt betur fara en ég held samt sem áður að það sé hægt að fullyrða það að þessir ágætu einstaklinga hafi verið að gera sitt allra, allra besta í mjög erfiðum aðstæðum.“ Arndís var spurð hvað henni fyndist um svör stoðdeildar ríkislögreglustjóra. „Þau voru svo sem fyrirsjáanleg og mörg þeirra höfðu komið fram í fjölmiðlum nú þegar og alveg ljóst að ranglætið liggur víða þegar kemur að þessum brottvísunum.“ Þú ert ekki mjög sátt eftir þennan fund? „Alls ekki,“ segir Arndís. Fréttin hefur verið uppfærð með viðtali við Bryndísi Haraldsdóttur.
Alþingi Hælisleitendur Grikkland Píratar Tengdar fréttir Hundrað og sextán hafa verið fluttir eða sendir úr landi á árinu og 39 finnast ekki Dómsmálaráðherra telur ekki ástæðu til að endurskoða brottflutning hælisleitenda til Grikklands, ólíkt félagsmálaráðherra Vinstri grænna, sem telur hollt að taka þá umræðu. Á þessari stundu stendur til að vísa 98 flóttamönnum úr landi sem hér eru, en af þeim finnast ekki 39. Hundrað og sextán hefur verið komið úr landi það sem af er ári. 7. nóvember 2022 20:35 Þjarmaði að félagsmálaráðherra vegna fjöldabrottvísunar Andrés Ingi Jónsson, þingmaður Pírata, þjarmaði að Guðmundi Inga Guðbrandssyni félagsmálaráðherra, vegna fjöldabrottvísunar sem átti sér stað í síðustu viku og hefur verið harðlega gagnrýnd. 7. nóvember 2022 16:47 Fór í öskrandi panikk þegar hún fékk fréttirnar Vinkona írösku systranna sem vísað var úr landi fyrir helgi segir þær nú búa við ömurlegar aðstæður í Grikklandi. Verkefnastjóri hjá Þroskahjálp krefst þess að fatlaður bróðir systranna, sem einnig var sendur brott, verði sóttur aftur. Mörg hundruð manns mótmæltu umdeildri fjöldabrottvísun á hælisleitendum í dag. 6. nóvember 2022 20:00 Mest lesið Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Innlent Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Innlent „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Erlent Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Innlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Innlent Banna samtök íslamista og gerðu húsleit hjá fleiri Erlent Féll til jarðar rétt eftir flugtak Erlent Hæstiréttur ógildir skammir Persónuverndar í garð ÍE Innlent Fleiri fréttir Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innsigluðu sex gististaði vegna skorts á leyfum Vasaþjófar höfðu fúlgur fjár af eldri mönnum og ferðamanni „Þau eru mjög æst í stærðfræði!“ „Þetta ástand hefur viðgengist í allt of langan tíma“ Fengu ekki að fylgjast með meintri vændisstarfsemi í leyni Léttir að vinnan í faraldrinum hafi verið lögmæt Níu af hverjum tíu foreldrum leikskólabarna í Reykjavík ánægðir en mælingin ekki samanburðarhæf Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Rætt við ráðherra sem svarar gagnrýni og ósáttan Litháa sem flæktist í bankaránið umfangsmikla Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum? Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Hæstiréttur ógildir skammir Persónuverndar í garð ÍE Óttast að stóru stofurnar gætu orðið einræðisherrar í eftirliti Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Stóladans þingmanna lækkar launatékka Karls Gauta en hækkar Bergþórs Ökutæki viðbragðsaðila verða áberandi vegna æfingar Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Íslenskum fulltrúum á loftslagsráðstefnu hríðfækkar milli ára Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Flestir vantreysta ráðherrum Flokks fólksins Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Þjófarnir margfölduðu upphæðir við millifærslur Taldi sig sjá bát hvolfa og þyrla og björgunarsveit kölluð út Ákærður fyrir að skjóta að dróna Fiskistofu Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Hundruð kennara nýta gervigreind til að undirbúa kennslu Sjá meira
Hundrað og sextán hafa verið fluttir eða sendir úr landi á árinu og 39 finnast ekki Dómsmálaráðherra telur ekki ástæðu til að endurskoða brottflutning hælisleitenda til Grikklands, ólíkt félagsmálaráðherra Vinstri grænna, sem telur hollt að taka þá umræðu. Á þessari stundu stendur til að vísa 98 flóttamönnum úr landi sem hér eru, en af þeim finnast ekki 39. Hundrað og sextán hefur verið komið úr landi það sem af er ári. 7. nóvember 2022 20:35
Þjarmaði að félagsmálaráðherra vegna fjöldabrottvísunar Andrés Ingi Jónsson, þingmaður Pírata, þjarmaði að Guðmundi Inga Guðbrandssyni félagsmálaráðherra, vegna fjöldabrottvísunar sem átti sér stað í síðustu viku og hefur verið harðlega gagnrýnd. 7. nóvember 2022 16:47
Fór í öskrandi panikk þegar hún fékk fréttirnar Vinkona írösku systranna sem vísað var úr landi fyrir helgi segir þær nú búa við ömurlegar aðstæður í Grikklandi. Verkefnastjóri hjá Þroskahjálp krefst þess að fatlaður bróðir systranna, sem einnig var sendur brott, verði sóttur aftur. Mörg hundruð manns mótmæltu umdeildri fjöldabrottvísun á hælisleitendum í dag. 6. nóvember 2022 20:00
Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum?