Umræðan verði að fara fram á grundvelli staðreynda – ekki tilfinningu Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 10. nóvember 2022 14:37 Helga Vala Helgadóttir þingmaður Samfylkingarinnar kallar eftir betri upplýsingum frá dómsmálaráðuneyti og Útlendingastofnun. Stöð 2/Sigurjón Helga Vala Helgadóttir, fulltrúi Samfylkingarinnar í allsherjar-og menntamálanefnd Alþingis, er undrandi að loknum nefndarfundi með ráðherra og Útlendingastofnun um hælisleitendur. Hún segir fjölmörgum spurningum ekki svarað þrátt fyrir að gestir nefndarinnar hafi fengið þær fyrir fram. Skortur á upplýsingum og heildarsýn sé ekki góð því umræðan verði að fara fram á grundvelli staðreynda - ekki tilfinningu. Jón Gunnarsson dómsmálaráðherra og fulltrúar frá Útlendingastofnun mættu fyrir allsherjar-og menntamálanefnd Alþingis í morgun til að svara fyrir ákvörðun um fjöldabrottvísun til Grikklands sem fram fór í síðustu viku. „Ég undrast svolítið hversu litlar upplýsingar stjórnvöld hafa í höndunum, þá tölulegar upplýsingar. Það virðist sem að yfirsýn sé takmörkuð og möguleikar ráðuneytis og stofnana til þess að hafa heildaryfirsýn séu af skornum skammti. Það er auðvitað líka vont upp á okkar samstarf við alþjóðlegar stofnanir og eftirlitsaðila.“ Helga Vala segir fleiri dæmi um þetta. „Ég hitti nefnd frá Evrópuráðinu í gær sem er að fjalla um mansal og þar kom meðal annars fram þetta, skortur á utan um haldi á gögnum og tölulegum upplýsingum. Ég held við megum gera betur í því. Það er auðvitað á grundvelli staðreynda sem við verðum að vinna, ekki einhverri tilfinningu.“ Það er ekki bara verklag við brottvísun sem hefur verið gagnrýnt heldur líka framkvæmdin í sjálfu sér; endursendingar til Grikklands. „Við, auðvitað, höfum verið að benda á það að Evrópuríkin eru sáralítið að endursenda til Grikklands, bara mjög lítið. Það eru innan við hundrað endursendingar á fyrri hluta þessa árs frá öllum Evrópuríkjunum en þess ber að geta að Ísland hefur ekki sent inn sínar tölur yfir endursendingar til Grikklands á þessu ári. Við ætluðum í síðustu viku að senda út í einni ferð 23 þannig að við hefðum auðvitað orðið Evrópumeistarar í endursendingum til Grikklands ef það hefði tekist en vermum þess í stað annað sætið.“ Helga Vala segir nefndin verði að fá dómsmálaráðherra aftur fyrir nefndina til að fá svör við fleiri spurningum. „Við verðum bara áfram í rannsókn.“ Alþingi Flóttafólk á Íslandi Grikkland Hælisleitendur Tengdar fréttir Harma það að tilmælin hafi ekki verið nógu skýr Embætti Ríkislögreglustjóra og Isavia harma það að tilmæli lögreglu á Keflavíkurflugvelli í síðustu viku, þegar starfsmenn Isavia, komu í veg fyrir myndatöku fjölmiðla af brottvísun flóttafólks, hafi ekki verið nógu skýr. 9. nóvember 2022 18:18 Alvarlegar athugasemdir gerðar við að ráðherra hafi ekki mætt Fulltrúar frá stoðdeild ríkislögreglustjóra sátu fyrir svörum um framkvæmd ákvarðana um fjöldabrottvísun á fundi allsherjar og menntamálanefndar í morgun. Fundurinn fór ekki eins og vonir margra nefndarmanna stóðu til en þeir höfðu vonast til þess að fulltrúi frá Útlendingastofnun og dómsmálaráðherra kæmu fyrir nefndina til að sitja fyrir svörum um það verklag sem var viðhaft við umdeilda fjöldabrottvísun í síðustu viku. 8. nóvember 2022 12:13 Fór í öskrandi panikk þegar hún fékk fréttirnar Vinkona írösku systranna sem vísað var úr landi fyrir helgi segir þær nú búa við ömurlegar aðstæður í Grikklandi. Verkefnastjóri hjá Þroskahjálp krefst þess að fatlaður bróðir systranna, sem einnig var sendur brott, verði sóttur aftur. Mörg hundruð manns mótmæltu umdeildri fjöldabrottvísun á hælisleitendum í dag. 6. nóvember 2022 20:00 Mest lesið Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Innlent Lofuðu Trump í Norður-Kóreustíl Erlent Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Innlent Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Innlent Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Innlent Rússneskum herþotum flogið inn í lofthelgi Eistlands Erlent Íslendingur grunaður um morð í Svíþjóð Erlent Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Innlent Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Erlent Lýsa yfir fullum stuðningi við stjórnendur Sólheima Innlent Fleiri fréttir Gervigreindarvélmenni mætt til starfa til að flokka rusl Segir lítið til í orðum ráðherra Gengur laus grunaður um barnaníð og meintar rangfærslur ráðherra Alvarlega slasaður eftir vélsleðaslys á Langjökli Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Breytingar á framhaldsskólastigi: „Við erum að reyna átta okkur á þessu“ Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Lýsa yfir fullum stuðningi við stjórnendur Sólheima Vill að „guð“ taki á þeim sem vilja ekki fækka sveitarstjórnarmönnum Býður Sólveigu á fundinn og kannast ekkert við Virðingu Töldu ekki skilyrði fyrir varðhaldi yfir grunuðum barnaníðingi Kjarasamningur í höfn og atkvæðagreiðslu um verkfall aflýst Fara yfir gögnin en úttekt Viðskiptaráðs sé „skoðun hagsmunaaðila“ Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Hvetja ráðherra til að mæta ekki á fund veitingamanna Bátar sviptir haffærisskírteini og Kourani sækir um náðun Lögreglan leitar manns Á annað hundrað báta óhaffærir vegna ófullnægjandi skoðunar Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Efnisneysla á Íslandi dregst saman en nemur yfir sextán tonnum á mann Um tvö hundruð á ári á gjörgæslu vegna lífshættulegrar sýkingar „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Fór inn á heimili, klæddi sig úr fötunum og sofnaði í stól 3,9 stiga skjálfti í Bárðarbungu Raunvirði íbúða lækkar á ný Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Sjá meira
Jón Gunnarsson dómsmálaráðherra og fulltrúar frá Útlendingastofnun mættu fyrir allsherjar-og menntamálanefnd Alþingis í morgun til að svara fyrir ákvörðun um fjöldabrottvísun til Grikklands sem fram fór í síðustu viku. „Ég undrast svolítið hversu litlar upplýsingar stjórnvöld hafa í höndunum, þá tölulegar upplýsingar. Það virðist sem að yfirsýn sé takmörkuð og möguleikar ráðuneytis og stofnana til þess að hafa heildaryfirsýn séu af skornum skammti. Það er auðvitað líka vont upp á okkar samstarf við alþjóðlegar stofnanir og eftirlitsaðila.“ Helga Vala segir fleiri dæmi um þetta. „Ég hitti nefnd frá Evrópuráðinu í gær sem er að fjalla um mansal og þar kom meðal annars fram þetta, skortur á utan um haldi á gögnum og tölulegum upplýsingum. Ég held við megum gera betur í því. Það er auðvitað á grundvelli staðreynda sem við verðum að vinna, ekki einhverri tilfinningu.“ Það er ekki bara verklag við brottvísun sem hefur verið gagnrýnt heldur líka framkvæmdin í sjálfu sér; endursendingar til Grikklands. „Við, auðvitað, höfum verið að benda á það að Evrópuríkin eru sáralítið að endursenda til Grikklands, bara mjög lítið. Það eru innan við hundrað endursendingar á fyrri hluta þessa árs frá öllum Evrópuríkjunum en þess ber að geta að Ísland hefur ekki sent inn sínar tölur yfir endursendingar til Grikklands á þessu ári. Við ætluðum í síðustu viku að senda út í einni ferð 23 þannig að við hefðum auðvitað orðið Evrópumeistarar í endursendingum til Grikklands ef það hefði tekist en vermum þess í stað annað sætið.“ Helga Vala segir nefndin verði að fá dómsmálaráðherra aftur fyrir nefndina til að fá svör við fleiri spurningum. „Við verðum bara áfram í rannsókn.“
Alþingi Flóttafólk á Íslandi Grikkland Hælisleitendur Tengdar fréttir Harma það að tilmælin hafi ekki verið nógu skýr Embætti Ríkislögreglustjóra og Isavia harma það að tilmæli lögreglu á Keflavíkurflugvelli í síðustu viku, þegar starfsmenn Isavia, komu í veg fyrir myndatöku fjölmiðla af brottvísun flóttafólks, hafi ekki verið nógu skýr. 9. nóvember 2022 18:18 Alvarlegar athugasemdir gerðar við að ráðherra hafi ekki mætt Fulltrúar frá stoðdeild ríkislögreglustjóra sátu fyrir svörum um framkvæmd ákvarðana um fjöldabrottvísun á fundi allsherjar og menntamálanefndar í morgun. Fundurinn fór ekki eins og vonir margra nefndarmanna stóðu til en þeir höfðu vonast til þess að fulltrúi frá Útlendingastofnun og dómsmálaráðherra kæmu fyrir nefndina til að sitja fyrir svörum um það verklag sem var viðhaft við umdeilda fjöldabrottvísun í síðustu viku. 8. nóvember 2022 12:13 Fór í öskrandi panikk þegar hún fékk fréttirnar Vinkona írösku systranna sem vísað var úr landi fyrir helgi segir þær nú búa við ömurlegar aðstæður í Grikklandi. Verkefnastjóri hjá Þroskahjálp krefst þess að fatlaður bróðir systranna, sem einnig var sendur brott, verði sóttur aftur. Mörg hundruð manns mótmæltu umdeildri fjöldabrottvísun á hælisleitendum í dag. 6. nóvember 2022 20:00 Mest lesið Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Innlent Lofuðu Trump í Norður-Kóreustíl Erlent Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Innlent Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Innlent Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Innlent Rússneskum herþotum flogið inn í lofthelgi Eistlands Erlent Íslendingur grunaður um morð í Svíþjóð Erlent Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Innlent Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Erlent Lýsa yfir fullum stuðningi við stjórnendur Sólheima Innlent Fleiri fréttir Gervigreindarvélmenni mætt til starfa til að flokka rusl Segir lítið til í orðum ráðherra Gengur laus grunaður um barnaníð og meintar rangfærslur ráðherra Alvarlega slasaður eftir vélsleðaslys á Langjökli Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Breytingar á framhaldsskólastigi: „Við erum að reyna átta okkur á þessu“ Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Lýsa yfir fullum stuðningi við stjórnendur Sólheima Vill að „guð“ taki á þeim sem vilja ekki fækka sveitarstjórnarmönnum Býður Sólveigu á fundinn og kannast ekkert við Virðingu Töldu ekki skilyrði fyrir varðhaldi yfir grunuðum barnaníðingi Kjarasamningur í höfn og atkvæðagreiðslu um verkfall aflýst Fara yfir gögnin en úttekt Viðskiptaráðs sé „skoðun hagsmunaaðila“ Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Hvetja ráðherra til að mæta ekki á fund veitingamanna Bátar sviptir haffærisskírteini og Kourani sækir um náðun Lögreglan leitar manns Á annað hundrað báta óhaffærir vegna ófullnægjandi skoðunar Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Efnisneysla á Íslandi dregst saman en nemur yfir sextán tonnum á mann Um tvö hundruð á ári á gjörgæslu vegna lífshættulegrar sýkingar „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Fór inn á heimili, klæddi sig úr fötunum og sofnaði í stól 3,9 stiga skjálfti í Bárðarbungu Raunvirði íbúða lækkar á ný Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Sjá meira
Harma það að tilmælin hafi ekki verið nógu skýr Embætti Ríkislögreglustjóra og Isavia harma það að tilmæli lögreglu á Keflavíkurflugvelli í síðustu viku, þegar starfsmenn Isavia, komu í veg fyrir myndatöku fjölmiðla af brottvísun flóttafólks, hafi ekki verið nógu skýr. 9. nóvember 2022 18:18
Alvarlegar athugasemdir gerðar við að ráðherra hafi ekki mætt Fulltrúar frá stoðdeild ríkislögreglustjóra sátu fyrir svörum um framkvæmd ákvarðana um fjöldabrottvísun á fundi allsherjar og menntamálanefndar í morgun. Fundurinn fór ekki eins og vonir margra nefndarmanna stóðu til en þeir höfðu vonast til þess að fulltrúi frá Útlendingastofnun og dómsmálaráðherra kæmu fyrir nefndina til að sitja fyrir svörum um það verklag sem var viðhaft við umdeilda fjöldabrottvísun í síðustu viku. 8. nóvember 2022 12:13
Fór í öskrandi panikk þegar hún fékk fréttirnar Vinkona írösku systranna sem vísað var úr landi fyrir helgi segir þær nú búa við ömurlegar aðstæður í Grikklandi. Verkefnastjóri hjá Þroskahjálp krefst þess að fatlaður bróðir systranna, sem einnig var sendur brott, verði sóttur aftur. Mörg hundruð manns mótmæltu umdeildri fjöldabrottvísun á hælisleitendum í dag. 6. nóvember 2022 20:00