Orðlaus yfir mögnuðum tilþrifum Benedikts Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 10. nóvember 2022 17:46 Benedikt Gunnar Óskarsson hefur náð að heilla áhorfendur með spilamennsku sinni í Evrópudeildinni. Vísir/Diego Valsmenn urðu á dögunum fyrsta íslenska liðið í sögunni til að vinna tvo Evrópuleiki í röð þegar liðið vann þriggja marka sigur gegn Benidorm á útivelli. Áður hafði liðið unnið fjögurra marka sigur gegn ungverska liðinu Ferencváros og leikmenn Vals eru farnir að vekja athygli fyrir utan landsteinana. Meðal þeirra sem hafa heillað áhorfendur með spilamennsku sinni í þessum tveimur leikjum eru bræðurnir Benedikt Gunnar og Arnór Snær Óskarssynir. Arnór hefur skorað 14 mörk í þessum tveimur leikjum g Benedikt tíu, en þeir hafa verið potturinn og pannan í sóknarleik Valsliðsins á tímabilinu. Þrátt fyrir það að nú sé rúm vika síðan Valsmenn unnu þriggja marka sigur gegn Benidorm eru þau sem halda úti Twitter-reikningi Evrópudeildarinnar enn að klóra sér í hausnum yfir frábærum tilþrifum Benedikts. Þegar fyrri hálfleikur var rétt tæplega hálfnaður voru Valsmenn með eins marks forskot í stöðunni 5-6. Eins og Valsliðið er orðið frægt fyrir keyrði það hratt upp völlinn og Benedikt nýtti sér yfirtöluna vinstra megin á vellinum, prjónaði sig í gegnum vörnina og snéri boltanum svo snyrtilega framhjá Roberto Rodríguez Lario í marki heimamanna. „Benedikt Gunnar Óskarsson skilur okkur eftir orðlaus,“ var ritað á Twitter-síðu Evrópudeildarinnar og myndband af markinu látið fylgja með. Færsluna og myndbandið má sjá hér fyrir neðan. Benedikt Gunnar Oskarsson 🇮🇸🔝 leaving us speechless! #ehfel pic.twitter.com/pOJagWQMce— EHF European League (@ehfel_official) November 10, 2022 Næsti leikur Vals í Evrópudeildinni er gegn þýska stórliðinu Flensburg í Origo-höllinni að Hlíðarenda næstkomandi þriðjudag. Landsliðsmaðurinn Teitur Örn Einarsson leikur með Flensburg, en liðið er taplaust eftir tvo leiki, líkt og Valsmenn. Handbolti Valur Mest lesið Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Enski boltinn Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Enski boltinn Síðasti dansinn hjá Kelce? Sport Var frústreraður vegna landsliðsins Fótbolti Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Íslenski boltinn Ruglaðar lokamínútur í Afríkukeppninni Fótbolti Stefndi á ÓL en fannst látinn á hótelherbergi Sport Þessi tíu eru tilnefnd sem Íþróttamaður ársins 2025: 23 ára aldursmunur Sport Viðurkenna að VAR hafi bilað Fótbolti Jólagjöf í Keflavík: Remy Martin snýr aftur Körfubolti Fleiri fréttir Ekkert spilað í vetur en gæti mætt Íslandi í fyrsta leik á EM Arnar Daði rekinn frá Stjörnunni en áfram þjálfari kvennaliðsins Öll höllin æpti nafn Gísla í spennutrylli Sakaður um niðurlægingu: „Við viljum ekki hafa hann sem þjálfara“ Haukur getur náð hundrað plús hundrað fyrir EM-fríið Rúnar sótti sinn fyrsta sigur sem þjálfari Wetzlar Haukur með sjö mörk og Magdeburg rétt marði botnliðið Rúmlega áttræður Moustafa endurkjörinn forseti IHF með yfirburðum Slæm fjárhagsstaða HSÍ kemur ekki niður á EM Donni fagnaði EM vali með skotsýningu Sigvaldi Björn fjarri góðu gamni í sjaldséðu tapi Kolstad Eva Björk með stórleik í fyrsta sigri Stjörnunnar „Hann er ein stærsta ástæðan fyrir því“ KA-menn fengu góða jólagjöf Flautumark hjá FH og ÍR með þeim í Höllina KA í undanúrslit á kostnað bikarmeistaranna Stærsti leikur ársins í Eyjum fer fram í kvöld „Er því miður kominn í jólafrí“ „Þetta var mjög skrítinn leikur“ Haukakonur í fjórða sætið KA/Þór - Valur 23-30 | Ótrúlegur viðsnúningur gestanna Ómar óstöðvandi og Magdeburg í undanúrslit Ómar Ingi fær meiri ábyrgð og tekur við kyndlinum af Aroni Ekkert stríð við Porto og einstakur Þorsteinn nítjándi maður Síðasta verkefni reyndist dýrt fyrir Sigvalda Teitur fer á EM sem hornamaður í stað Sigvalda Snorri kynnti EM-strákana okkar Hleyptu Þorsteini ekki heim og vilja ekki að hann fari á EM Kári og Logi vilja henda Ými út úr landsliðinu Sagður utan hóps fyrir Bjarka og Orra Sjá meira
Meðal þeirra sem hafa heillað áhorfendur með spilamennsku sinni í þessum tveimur leikjum eru bræðurnir Benedikt Gunnar og Arnór Snær Óskarssynir. Arnór hefur skorað 14 mörk í þessum tveimur leikjum g Benedikt tíu, en þeir hafa verið potturinn og pannan í sóknarleik Valsliðsins á tímabilinu. Þrátt fyrir það að nú sé rúm vika síðan Valsmenn unnu þriggja marka sigur gegn Benidorm eru þau sem halda úti Twitter-reikningi Evrópudeildarinnar enn að klóra sér í hausnum yfir frábærum tilþrifum Benedikts. Þegar fyrri hálfleikur var rétt tæplega hálfnaður voru Valsmenn með eins marks forskot í stöðunni 5-6. Eins og Valsliðið er orðið frægt fyrir keyrði það hratt upp völlinn og Benedikt nýtti sér yfirtöluna vinstra megin á vellinum, prjónaði sig í gegnum vörnina og snéri boltanum svo snyrtilega framhjá Roberto Rodríguez Lario í marki heimamanna. „Benedikt Gunnar Óskarsson skilur okkur eftir orðlaus,“ var ritað á Twitter-síðu Evrópudeildarinnar og myndband af markinu látið fylgja með. Færsluna og myndbandið má sjá hér fyrir neðan. Benedikt Gunnar Oskarsson 🇮🇸🔝 leaving us speechless! #ehfel pic.twitter.com/pOJagWQMce— EHF European League (@ehfel_official) November 10, 2022 Næsti leikur Vals í Evrópudeildinni er gegn þýska stórliðinu Flensburg í Origo-höllinni að Hlíðarenda næstkomandi þriðjudag. Landsliðsmaðurinn Teitur Örn Einarsson leikur með Flensburg, en liðið er taplaust eftir tvo leiki, líkt og Valsmenn.
Handbolti Valur Mest lesið Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Enski boltinn Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Enski boltinn Síðasti dansinn hjá Kelce? Sport Var frústreraður vegna landsliðsins Fótbolti Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Íslenski boltinn Ruglaðar lokamínútur í Afríkukeppninni Fótbolti Stefndi á ÓL en fannst látinn á hótelherbergi Sport Þessi tíu eru tilnefnd sem Íþróttamaður ársins 2025: 23 ára aldursmunur Sport Viðurkenna að VAR hafi bilað Fótbolti Jólagjöf í Keflavík: Remy Martin snýr aftur Körfubolti Fleiri fréttir Ekkert spilað í vetur en gæti mætt Íslandi í fyrsta leik á EM Arnar Daði rekinn frá Stjörnunni en áfram þjálfari kvennaliðsins Öll höllin æpti nafn Gísla í spennutrylli Sakaður um niðurlægingu: „Við viljum ekki hafa hann sem þjálfara“ Haukur getur náð hundrað plús hundrað fyrir EM-fríið Rúnar sótti sinn fyrsta sigur sem þjálfari Wetzlar Haukur með sjö mörk og Magdeburg rétt marði botnliðið Rúmlega áttræður Moustafa endurkjörinn forseti IHF með yfirburðum Slæm fjárhagsstaða HSÍ kemur ekki niður á EM Donni fagnaði EM vali með skotsýningu Sigvaldi Björn fjarri góðu gamni í sjaldséðu tapi Kolstad Eva Björk með stórleik í fyrsta sigri Stjörnunnar „Hann er ein stærsta ástæðan fyrir því“ KA-menn fengu góða jólagjöf Flautumark hjá FH og ÍR með þeim í Höllina KA í undanúrslit á kostnað bikarmeistaranna Stærsti leikur ársins í Eyjum fer fram í kvöld „Er því miður kominn í jólafrí“ „Þetta var mjög skrítinn leikur“ Haukakonur í fjórða sætið KA/Þór - Valur 23-30 | Ótrúlegur viðsnúningur gestanna Ómar óstöðvandi og Magdeburg í undanúrslit Ómar Ingi fær meiri ábyrgð og tekur við kyndlinum af Aroni Ekkert stríð við Porto og einstakur Þorsteinn nítjándi maður Síðasta verkefni reyndist dýrt fyrir Sigvalda Teitur fer á EM sem hornamaður í stað Sigvalda Snorri kynnti EM-strákana okkar Hleyptu Þorsteini ekki heim og vilja ekki að hann fari á EM Kári og Logi vilja henda Ými út úr landsliðinu Sagður utan hóps fyrir Bjarka og Orra Sjá meira