Fundu brak úr Challenger fyrir tilviljun Kjartan Kjartansson skrifar 11. nóvember 2022 14:02 Challenger hefur sig á loft frá Canaveral-höfða daginn örlagaríka, 28. janúar 1986. Aðeins rúmri mínútu síðar sprakk eldflaugin og öll áhöfnin fórst. NASA Bandaríska geimvísindastofnunin NASA hefur staðfest að brak sem heimildarmyndargerðarmenn fundu fyrir tilviljun í sjónum undan ströndum Flórída sé úr Challenger-geimskutlunni sem fórst fyrir rúmum 36 árum. Ekki hefur verið ákveðið hvort hróflað verður við því. Kafarar sem unnu að heimildarmynd um Bermúdaþríhyrningin fundu brak úr stórum manngerðum hlut á hafsbotni þegar þeir leituðu að flaki flugvélar úr síðari heimsstyrjöldinni. Þeir höfðu samband við NASA þar sem þeir fundu brakið undan austurströnd Flórída þaðan sem stofnunin skýtur eldflaugum á loft. Í tilkynningu á vef NASA kemur fram að yfirmenn stofnunarinnar hafi farið yfir myndefni af brakinu og staðfest að það sé úr Challenger-geimskutlunni sem fórst skömmu eftir geimskot frá Canaveral-höfða 28. janúar árið 1986. Svo virðist sem að brakið sé hluti af hitaskildi geimskutlunnar sem átti að verja hana þegar hún sneri aftur til jarðar úr geimferð sinni. Eldflaugin sem geimskutlan sat ofan á sprakk hins vegar yfir Atlantshafinu aðeins 73 sekúndum eftir geimskotið. Þó að brakið hafi fundist við tökur á þáttum um Bermúdaþríhyrninginn var staðurinn þar sem brakið fannst vel norðvestan við það svæði sem kennt er við þríhyrninginn. NASA segist nú íhuga hvað verði gert við brakið, ef eitthvað, til þess að heiðra minningu geimfaranna sjö sem fórust með Challenger. Brakið er samkvæmt lögum eign bandarísku alríkisstjórnarinnar. Stöðvaði geimskutluáætlunina í tæp þrjú ár Á meðal sjömenninganna sem fórust var Christa McAuliffe en hún átti að vera fyrsti óbreytti borgarinnar í geimnum. Hún var barnaskólakennari frá Massachusetts og átti meðal annars að stýra kennslustundum fyrir bandarísk börn úr geimnum. Fjöldi skólabarna víðs vegar um Bandaríkin fylgdist með geimskotinu og horfði upp á geimskutluna splundrast í beinni útsendingu. Harmleikurinn varð til þess að NASA stöðvaði geimskutluáætlun sína í tæp þrjú ár en stofnunin lá undir harðri gagnrýni fyrir framgögnu sína. Rannsókn á slysinu leiddi í ljós að stjórnendur NASA höfðu hunsað viðvaranir verkfræðinga um að hættulegt væri að halda geimskotinu til streitu í þeim óvenjulega kulda sem gerði í Flórída þegar Challenger var skotið á loft. Geimskotinu hafði verið frestað nokkrum sinnum dagana á undan. Geimskutlan sjálf sprakk ekki heldur brotnaði upp eftir að funheitt gas lak úr eldflaug. Talið er að hluti áhafnarinnar kunni að hafa verið lifandi þegar áhafnarhylkið skall í sjóinn á meira en þrjú hundruð kílómetra hraða á klukkustund.AP Þá kom í ljós að yfirmenn höfðu vitað af galla í svonefndum O-hringjum sem héldu saman samskeytum eldflauganna sem voru notaðar til þess að skjóta geimskutlunum á loft í um tíu ár fyrir slysið. Það var slíkur hringur sem gaf sig með þeim afleiðingum að funheitt gas úr eldflaug streymdi út úr henni og sprengdi upp eldsneytistank. Geimskutlurnar hófu sig aftur á loft haustið 1988 en áætlun varð fyrir öðru áfalli þegar Columbia-geimskutlan fórst á heimleið úr geimnum 1. febrúar árið 2003. Skemmdir sem urðu á hitaskildi hennar í geimskotinu urðu til þess að skutlan splundraðist. Geimskutluáætluninni var formlega lokið árið 2011. Geimurinn Bandaríkin Mest lesið Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Innlent Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Erlent Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Erlent Hækka hitann í Breiðholtslaug Innlent Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Innlent Rannsaka hvort feðgarnir fengu herþjálfun á Filippseyjum Erlent Heimta enn héruð Úkraínu sem þeir halda ekki Erlent Æfur vegna samnings um makríl: „Skiljum vini okkar Grænlendinga eftir á köldum klaka“ Innlent Fleiri fréttir Tólf ára drengur grunaður um morð í Malmö Heimta enn héruð Úkraínu sem þeir halda ekki Ósátt við lögreglu sem leitar enn morðingjans Segjast hafa myrt átta sæfarendur til viðbótar FDA samþykkir tvö ný lyf gegn ónæmum lekandabakteríum Vill fimm milljarða Bandaríkjadala frá BBC Rannsaka hvort feðgarnir fengu herþjálfun á Filippseyjum Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Lögðu á ráðin um sprengjuárásir í Kaliforníu Grönduðu kafbát í fyrsta sinn með neðansjávardróna Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Krefjast þess enn að Úkraínumenn hörfi frá Donbas Spjótin beinast að syni Reiners Ætla að herða lög um byssur enn frekar eftir árásina Starfsmenn Louvre mótmæla slæmum aðstæðum Hálfíslensk hljómsveit skilgreind öfgasamtök í Rússlandi Morðinginn í Brown gengur enn laus Heyrði byssuhvellina: Skotvopnalöggjöfin rædd á kaffistofunni Sílebúar tóku Kast Árásarfeðgarnir nafngreindir Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Skotmennirnir feðgar Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Einn í haldi í tengslum við skotárás í Brown-háskóla Rabbíni drepinn í árásinni Grunaðir um að skipuleggja hryðjuverk á jólamarkaði Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Sjá meira
Kafarar sem unnu að heimildarmynd um Bermúdaþríhyrningin fundu brak úr stórum manngerðum hlut á hafsbotni þegar þeir leituðu að flaki flugvélar úr síðari heimsstyrjöldinni. Þeir höfðu samband við NASA þar sem þeir fundu brakið undan austurströnd Flórída þaðan sem stofnunin skýtur eldflaugum á loft. Í tilkynningu á vef NASA kemur fram að yfirmenn stofnunarinnar hafi farið yfir myndefni af brakinu og staðfest að það sé úr Challenger-geimskutlunni sem fórst skömmu eftir geimskot frá Canaveral-höfða 28. janúar árið 1986. Svo virðist sem að brakið sé hluti af hitaskildi geimskutlunnar sem átti að verja hana þegar hún sneri aftur til jarðar úr geimferð sinni. Eldflaugin sem geimskutlan sat ofan á sprakk hins vegar yfir Atlantshafinu aðeins 73 sekúndum eftir geimskotið. Þó að brakið hafi fundist við tökur á þáttum um Bermúdaþríhyrninginn var staðurinn þar sem brakið fannst vel norðvestan við það svæði sem kennt er við þríhyrninginn. NASA segist nú íhuga hvað verði gert við brakið, ef eitthvað, til þess að heiðra minningu geimfaranna sjö sem fórust með Challenger. Brakið er samkvæmt lögum eign bandarísku alríkisstjórnarinnar. Stöðvaði geimskutluáætlunina í tæp þrjú ár Á meðal sjömenninganna sem fórust var Christa McAuliffe en hún átti að vera fyrsti óbreytti borgarinnar í geimnum. Hún var barnaskólakennari frá Massachusetts og átti meðal annars að stýra kennslustundum fyrir bandarísk börn úr geimnum. Fjöldi skólabarna víðs vegar um Bandaríkin fylgdist með geimskotinu og horfði upp á geimskutluna splundrast í beinni útsendingu. Harmleikurinn varð til þess að NASA stöðvaði geimskutluáætlun sína í tæp þrjú ár en stofnunin lá undir harðri gagnrýni fyrir framgögnu sína. Rannsókn á slysinu leiddi í ljós að stjórnendur NASA höfðu hunsað viðvaranir verkfræðinga um að hættulegt væri að halda geimskotinu til streitu í þeim óvenjulega kulda sem gerði í Flórída þegar Challenger var skotið á loft. Geimskotinu hafði verið frestað nokkrum sinnum dagana á undan. Geimskutlan sjálf sprakk ekki heldur brotnaði upp eftir að funheitt gas lak úr eldflaug. Talið er að hluti áhafnarinnar kunni að hafa verið lifandi þegar áhafnarhylkið skall í sjóinn á meira en þrjú hundruð kílómetra hraða á klukkustund.AP Þá kom í ljós að yfirmenn höfðu vitað af galla í svonefndum O-hringjum sem héldu saman samskeytum eldflauganna sem voru notaðar til þess að skjóta geimskutlunum á loft í um tíu ár fyrir slysið. Það var slíkur hringur sem gaf sig með þeim afleiðingum að funheitt gas úr eldflaug streymdi út úr henni og sprengdi upp eldsneytistank. Geimskutlurnar hófu sig aftur á loft haustið 1988 en áætlun varð fyrir öðru áfalli þegar Columbia-geimskutlan fórst á heimleið úr geimnum 1. febrúar árið 2003. Skemmdir sem urðu á hitaskildi hennar í geimskotinu urðu til þess að skutlan splundraðist. Geimskutluáætluninni var formlega lokið árið 2011.
Geimurinn Bandaríkin Mest lesið Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Innlent Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Erlent Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Erlent Hækka hitann í Breiðholtslaug Innlent Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Innlent Rannsaka hvort feðgarnir fengu herþjálfun á Filippseyjum Erlent Heimta enn héruð Úkraínu sem þeir halda ekki Erlent Æfur vegna samnings um makríl: „Skiljum vini okkar Grænlendinga eftir á köldum klaka“ Innlent Fleiri fréttir Tólf ára drengur grunaður um morð í Malmö Heimta enn héruð Úkraínu sem þeir halda ekki Ósátt við lögreglu sem leitar enn morðingjans Segjast hafa myrt átta sæfarendur til viðbótar FDA samþykkir tvö ný lyf gegn ónæmum lekandabakteríum Vill fimm milljarða Bandaríkjadala frá BBC Rannsaka hvort feðgarnir fengu herþjálfun á Filippseyjum Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Lögðu á ráðin um sprengjuárásir í Kaliforníu Grönduðu kafbát í fyrsta sinn með neðansjávardróna Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Krefjast þess enn að Úkraínumenn hörfi frá Donbas Spjótin beinast að syni Reiners Ætla að herða lög um byssur enn frekar eftir árásina Starfsmenn Louvre mótmæla slæmum aðstæðum Hálfíslensk hljómsveit skilgreind öfgasamtök í Rússlandi Morðinginn í Brown gengur enn laus Heyrði byssuhvellina: Skotvopnalöggjöfin rædd á kaffistofunni Sílebúar tóku Kast Árásarfeðgarnir nafngreindir Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Skotmennirnir feðgar Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Einn í haldi í tengslum við skotárás í Brown-háskóla Rabbíni drepinn í árásinni Grunaðir um að skipuleggja hryðjuverk á jólamarkaði Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Sjá meira