Grunur um að lögregla eigi sök á dauða tuga flóttamanna Jóhann Hlíðar Harðarson skrifar 12. nóvember 2022 16:01 Flóttamenn við landamærastöðina við Melilla á norðurströnd Afríku. ILIES AMAR/Europa Press via Getty Images Grunur leikur á að spænska lögreglan beri ábyrgð á öngþveiti sem skapaðist við landamæri Spánar og Marokkó í sumar með þeim afleiðingum að a.m.k. 23 flóttamenn létust þegar þeir tróðust undir og yfir 200 slösuðust. Lögreglan skaut táragasi, gúmmíkúlum, reykbombum og piparúða að mannfjöldanum til að hindra hann í að komast inn til Spánar. Melilla er lítil borg á norðurströnd Afríku sem tilheyrir Spáni og á landamæri að Marokkó. Þann 24. júní í sumar ruddust um 2.000 flóttamenn að landamærahliðinu, brutu það niður og freistuðu þess að komast inn á spænskt yfirráðasvæði. Öngþveiti og dauði Algert öngþveiti skapaðist og áður en yfir lauk lágu 23 flóttamenn í valnum, eftir að hafa troðist undir og yfir 200 voru slasaðir. Spænsk stjórnvöld fullyrtu frá fyrsta degi að enginn hefði látist á spænsku yfirráðasvæði og að ekkert saknæmt lægi að baki þessum harmleik. Telja spænsku lögregluna hafa valdið glundroðanum Nú er ýmislegt sem bendir til þess að því sé öfugt farið og að spænska lögreglan sé með óhreint mjöl í pokahorninu, svo ekki sé meira sagt. 8 spænskir þingmenn heimsóttu Melilla í byrjun vikunnar. Fjórir þeirra, þar á meðal þingmenn úr hópi stjórnarliða, fullyrða í viðtölum við fjölmiðla að fjöldi flóttamanna hafi látist inni á spænsku yfirráðasvæði. Þeir segja líka vísbendingar um að spænskir lögreglumenn hafi í raun valdið glundroðanum sem varð til þess að fólkið kramdist til bana. Spænska lögreglan hafi skotið 86 táragashylkjum, 28 reykbombum, 65 gúmmíkúlum, 270 viðvörunarskotum og 41 brúsa af piparúða að mannfjöldanum. Talsmenn ýmissa mannréttindahópi telja einmitt að táragasið kunni að hafa verið kveikjan að því að fólkið kramdist undir mannmergðinni. Mótmæli í Madrid í sumar eftir að a.m.k. 23 flóttamenn tróðust undir og létust við landamærastöðina við Melilla.Pablo Blazquez Dominguez/Getty Images Stjórnvöld segja aðgerðir lögreglu hófsamar Fernando Grande-Marlaska, innanríkisráðherra Spánar, situr fast við sinn keip og segir aðgerðir spænsku lögreglunnar hafi allar verið innan hófsemdarmarka. Óháðir sérfræðingar Sameinuðu þjóðanna eru ekki á sama máli og telja að dauðsföllin megi fyrst og fremst rekja til óhóflegs ofbeldis lögreglu. Þá telja þeir að mun fleiri hafi látist en gefið er upp opinberlega. Both E Tendayi Achiume, sérfræðingur Sameinuðu þjóðanna í kynþáttamisrétti, segir að ofbeldið sem fólkið hafi verið beitt sé einkennandi fyrir það kynþáttahatur sem ríki á landamærum Evrópusambandsins, banvænu ofbeldi sé beitt til þess að hindra komu flóttamanna frá Afríku og Mið-Austurlöndum til Evrópu, og mannréttindi brotin á þeim gróflega. Ólíklegt að einhver verði dreginn til ábyrgðar Rannsóknin sem nú er í gangi ræður úrslitum um hvort atvikið komi til kasta spænskra dómstóla. Hófleg bjartsýni ríkir um að einhver verði dreginn til ábyrgðar vegna þessara dauðsfalla. Fyrr á þessu ári ákvað hæstiréttur Spánar að rannsókn skyldi hætt á atviki þegar 14 flóttamenn drukknuðu undan ströndum Spánar, í kjölfar þess að spænska lögreglan skaut á þá gúmmíkúlum og táragasi. Spánn Flóttamenn Mest lesið Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Erlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Innlent Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Innlent Hyggjast rukka suma ferðamenn um brottfarartryggingu Erlent Neitað um lausn gegn tryggingu Erlent „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Innlent Fleiri fréttir Hyggjast rukka suma ferðamenn um brottfarartryggingu Hollendingar kaupa vopn af Bandaríkjunum fyrir Úkraínumenn Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Neitað um lausn gegn tryggingu Bolsonaro í stofufangelsi Danskur dýragarður óskar eftir gæludýrum til að fóðra rándýrin Annar leikarinn sem tekur eigið líf eftir ölvunarakstur Elskar auglýsingarnar með Sweeney fyrst hún er Repúblikani Tæplega þrjátíu drepin á meðan þau biðu eftir mat Fyrrverandi ísraelskir foringjar biðla til Trump að ljúka stríðinu Tugir drukknuðu og margra enn saknað Demókratar flýja Texas svo þing geti ekki komið saman Hamas til í að gefa gíslum hjálpargögn ef Ísrael hleypir þeim inn á svæðið Maður lést eftir fall af svölum á tónleikum Oasis Rússneskt eldfjall gýs í fyrsta sinn í sex hundruð ár Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Leiddi fordæmalausa bænastund á Musterishæð Eldur í olíugeymslu í Sochi eftir drónaárás Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Beinaber gísl látinn grafa eigin gröf á Gasa Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Maxwell flutt í þægilegra fangelsi Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa „Clinton áætlunin“ líklega tilbúningur rússneskra njósnara „Ekki taka. Endurheimta. Þetta er okkar“ Arabaríkin sameinast um afvopnun Hamas og fordæmingu á árásunum 7. október Bukele ryður leiðina að einræði í El Salvador Sjá meira
Melilla er lítil borg á norðurströnd Afríku sem tilheyrir Spáni og á landamæri að Marokkó. Þann 24. júní í sumar ruddust um 2.000 flóttamenn að landamærahliðinu, brutu það niður og freistuðu þess að komast inn á spænskt yfirráðasvæði. Öngþveiti og dauði Algert öngþveiti skapaðist og áður en yfir lauk lágu 23 flóttamenn í valnum, eftir að hafa troðist undir og yfir 200 voru slasaðir. Spænsk stjórnvöld fullyrtu frá fyrsta degi að enginn hefði látist á spænsku yfirráðasvæði og að ekkert saknæmt lægi að baki þessum harmleik. Telja spænsku lögregluna hafa valdið glundroðanum Nú er ýmislegt sem bendir til þess að því sé öfugt farið og að spænska lögreglan sé með óhreint mjöl í pokahorninu, svo ekki sé meira sagt. 8 spænskir þingmenn heimsóttu Melilla í byrjun vikunnar. Fjórir þeirra, þar á meðal þingmenn úr hópi stjórnarliða, fullyrða í viðtölum við fjölmiðla að fjöldi flóttamanna hafi látist inni á spænsku yfirráðasvæði. Þeir segja líka vísbendingar um að spænskir lögreglumenn hafi í raun valdið glundroðanum sem varð til þess að fólkið kramdist til bana. Spænska lögreglan hafi skotið 86 táragashylkjum, 28 reykbombum, 65 gúmmíkúlum, 270 viðvörunarskotum og 41 brúsa af piparúða að mannfjöldanum. Talsmenn ýmissa mannréttindahópi telja einmitt að táragasið kunni að hafa verið kveikjan að því að fólkið kramdist undir mannmergðinni. Mótmæli í Madrid í sumar eftir að a.m.k. 23 flóttamenn tróðust undir og létust við landamærastöðina við Melilla.Pablo Blazquez Dominguez/Getty Images Stjórnvöld segja aðgerðir lögreglu hófsamar Fernando Grande-Marlaska, innanríkisráðherra Spánar, situr fast við sinn keip og segir aðgerðir spænsku lögreglunnar hafi allar verið innan hófsemdarmarka. Óháðir sérfræðingar Sameinuðu þjóðanna eru ekki á sama máli og telja að dauðsföllin megi fyrst og fremst rekja til óhóflegs ofbeldis lögreglu. Þá telja þeir að mun fleiri hafi látist en gefið er upp opinberlega. Both E Tendayi Achiume, sérfræðingur Sameinuðu þjóðanna í kynþáttamisrétti, segir að ofbeldið sem fólkið hafi verið beitt sé einkennandi fyrir það kynþáttahatur sem ríki á landamærum Evrópusambandsins, banvænu ofbeldi sé beitt til þess að hindra komu flóttamanna frá Afríku og Mið-Austurlöndum til Evrópu, og mannréttindi brotin á þeim gróflega. Ólíklegt að einhver verði dreginn til ábyrgðar Rannsóknin sem nú er í gangi ræður úrslitum um hvort atvikið komi til kasta spænskra dómstóla. Hófleg bjartsýni ríkir um að einhver verði dreginn til ábyrgðar vegna þessara dauðsfalla. Fyrr á þessu ári ákvað hæstiréttur Spánar að rannsókn skyldi hætt á atviki þegar 14 flóttamenn drukknuðu undan ströndum Spánar, í kjölfar þess að spænska lögreglan skaut á þá gúmmíkúlum og táragasi.
Spánn Flóttamenn Mest lesið Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Erlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Innlent Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Innlent Hyggjast rukka suma ferðamenn um brottfarartryggingu Erlent Neitað um lausn gegn tryggingu Erlent „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Innlent Fleiri fréttir Hyggjast rukka suma ferðamenn um brottfarartryggingu Hollendingar kaupa vopn af Bandaríkjunum fyrir Úkraínumenn Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Neitað um lausn gegn tryggingu Bolsonaro í stofufangelsi Danskur dýragarður óskar eftir gæludýrum til að fóðra rándýrin Annar leikarinn sem tekur eigið líf eftir ölvunarakstur Elskar auglýsingarnar með Sweeney fyrst hún er Repúblikani Tæplega þrjátíu drepin á meðan þau biðu eftir mat Fyrrverandi ísraelskir foringjar biðla til Trump að ljúka stríðinu Tugir drukknuðu og margra enn saknað Demókratar flýja Texas svo þing geti ekki komið saman Hamas til í að gefa gíslum hjálpargögn ef Ísrael hleypir þeim inn á svæðið Maður lést eftir fall af svölum á tónleikum Oasis Rússneskt eldfjall gýs í fyrsta sinn í sex hundruð ár Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Leiddi fordæmalausa bænastund á Musterishæð Eldur í olíugeymslu í Sochi eftir drónaárás Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Beinaber gísl látinn grafa eigin gröf á Gasa Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Maxwell flutt í þægilegra fangelsi Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa „Clinton áætlunin“ líklega tilbúningur rússneskra njósnara „Ekki taka. Endurheimta. Þetta er okkar“ Arabaríkin sameinast um afvopnun Hamas og fordæmingu á árásunum 7. október Bukele ryður leiðina að einræði í El Salvador Sjá meira