Huga þurfi að sjúkratryggingum þegar ferðast er til Bretlands Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 13. nóvember 2022 11:05 Sturla Sigurjónsson er sendiherra Íslands í Bretlandi. bjarni einarsson Sendiherra Íslands í Bretlandi hvetur Íslendinga til að gera ráðstafanir áður en þeir ferðast þangað. Margt hafi breyst eftir að Brexit gekk í gegn. Meðal annars gilda evrópsku sjúkratryggingaskírteinin yfirleitt ekki lengur þar í landi. Rúm tvö ár eru síðan Bretland gekk formlega úr Evrópusambandinu og frá þeim tíma hefur Brexit sett svip sinn á ferðalög Íslendinga til Bretlands. Ferðatíminn hefur í raun lengst því nú þurfa ferðalangar að fara í gegnum vegabréfaeftirlit á Keflavíkurflugvelli og svo aftur í Bretlandi. Hvað hefur breyst? Sendiherra Íslands í Bretlandi segir að ekki hafi mikið breyst fyrir þá Íslendinga sem búsettir eru þar ytra þar sem þeir fengu tækifæri til að skrá sig í landinu og halda áunnum réttindum. Ýmislegt hefur þó breyst hjá þeim sem hafa hug á að flytja til Bretlands. „Reglur um frjálsa för breyttust við Brexit. Íslendingar geta komið hingað sem ferðamenn og dvalið hér í sex mánuði sem slíkir en ef þeir ætla að koma hingað til náms eða til atvinnu þá þurfa þeir að sækja um vegabréfaáritun,“ sagði Sturla Sigurjónsson, sendiherra Íslands í Bretlandi. Þeir sem vilja stunda nám í Bretlandi þurfa að sýna fram á staðfesta námsvist og þeir sem vilja vinna í Bretlandi þurfa að sýna fram á atvinnutilboð sem samrýmist aðstæðum á breskum vinnumarkaði. „Það er að segja að það sé ekki mikið framboð í nákvæmlega þá stöðu sem um er að ræða á hverjum tíma.“ Hann segir Ísland eina ríkið í EES sem komið er með samning við Bretland um tímabundin starfsréttindi ungmenna. „Það er kallað Youth Mobility á ensku og það felur í sér að fólk á aldrinum 18 til 30 ára getur komið hingað og starfað í tvö ár. Það þarf reyndar að sækja um áritun til þess að getað nýtt ákvæði samningsins en afgreiðslan á því er einfaldari en gildir um annað.“ Sturla segir Ísland eina ríkið í EES sem komið sé með samning við Bretland um tímabundin starfsréttindi ungmenna.bjarni einarsson Evrópsku sjúkratryggingakortin gildi ekki Hann segir mikilvægt að árétta að evrópsku sjúkratryggingaskírteinin gilda yfirleitt ekki lengur í Bretlandi. „Þannig að þegar fólk er að koma hingað þá þarf það að huga að sjúkratryggingum. Við erum reyndar að vinna að þessu. Þetta er í rauninni eina útistandandi hagnýta atriðið eftir Brexit sem okkur varðar og við vonumst til þess að það fáist lausn á þessu fljótlega.“ Þó ekki sé mikið um vandræði vegna vegabréfsáritana komi þau reglulega upp. „Og full ástæða til þess að benda fólki á að gera nauðsynlegar ráðstafanir áður en það fer frá Íslandi til Bretlands.“ Bretland Brexit Íslendingar erlendis Mest lesið „Ástandið er að versna“ Erlent Konan „terroríseri“ alla í hryllingshúsinu Innlent Ekki standi til að sækja strandveiðiheimildir í aflamarkskerfið Innlent Segist „eiginlega sammála“ ákvörðun Amgen Innlent Skjálfti 4,8 að stærð í Bárðarbungu Innlent „Engin örugg skref, bara eitt illa unnið pennastrik“ Innlent Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Innlent Kári segist hafa verið rekinn vegna lygasögu Innlent Ný stjórn Ungra umhverfissinna kjörin Innlent Vaknaði eldsnemma til að hefja veiðar þrátt fyrir slæma veðurspá Innlent Fleiri fréttir Ekki standi til að sækja strandveiðiheimildir í aflamarkskerfið Ný stjórn Ungra umhverfissinna kjörin Skjálfti 4,8 að stærð í Bárðarbungu Konan „terroríseri“ alla í hryllingshúsinu Mannréttindastofnun Íslands tekin til starfa Segist „eiginlega sammála“ ákvörðun Amgen Vaknaði eldsnemma til að hefja veiðar þrátt fyrir slæma veðurspá „Engin örugg skref, bara eitt illa unnið pennastrik“ Kári Stefánsson í beinni, „hryllingshús“ og trillukarlar Gekk inn á lögreglustöðina í annarlegu ástandi og var snarlega handtekinn Kári segist hafa verið rekinn vegna lygasögu Halla og Björn halda til Svíþjóðar Brosa hringinn á upphafsdegi strandveiða Strandveiðar hafnar og óvissa í kvikmyndagerð Í beinni: Málþing um snjóflóð og samfélög Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Skallaði mann og dónalegur við lögregluþjóna Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Óboðlegt að vista hælisleitendur sem eigi að vísa úr landi í fangelsum Brottfararstöð fyrir hælisleitendur og fasteignamarkaður í ójafnvægi Óvenjulítill snjór á hálendinu auki rýrnun jökla í sumar Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Bæjarstjóri Ölfus biðlar til ríkisins vegna Garðyrkjuskólans „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Snjólaust á fjöllum og Garðyrkjuskólinn grútnar niður Njósnamálið, hræringar í evrópskum stjórnmálum og fjárhagur borgarinnar Eldur í bíl við fjölbýlishús í Urriðaholti Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Sjá meira
Rúm tvö ár eru síðan Bretland gekk formlega úr Evrópusambandinu og frá þeim tíma hefur Brexit sett svip sinn á ferðalög Íslendinga til Bretlands. Ferðatíminn hefur í raun lengst því nú þurfa ferðalangar að fara í gegnum vegabréfaeftirlit á Keflavíkurflugvelli og svo aftur í Bretlandi. Hvað hefur breyst? Sendiherra Íslands í Bretlandi segir að ekki hafi mikið breyst fyrir þá Íslendinga sem búsettir eru þar ytra þar sem þeir fengu tækifæri til að skrá sig í landinu og halda áunnum réttindum. Ýmislegt hefur þó breyst hjá þeim sem hafa hug á að flytja til Bretlands. „Reglur um frjálsa för breyttust við Brexit. Íslendingar geta komið hingað sem ferðamenn og dvalið hér í sex mánuði sem slíkir en ef þeir ætla að koma hingað til náms eða til atvinnu þá þurfa þeir að sækja um vegabréfaáritun,“ sagði Sturla Sigurjónsson, sendiherra Íslands í Bretlandi. Þeir sem vilja stunda nám í Bretlandi þurfa að sýna fram á staðfesta námsvist og þeir sem vilja vinna í Bretlandi þurfa að sýna fram á atvinnutilboð sem samrýmist aðstæðum á breskum vinnumarkaði. „Það er að segja að það sé ekki mikið framboð í nákvæmlega þá stöðu sem um er að ræða á hverjum tíma.“ Hann segir Ísland eina ríkið í EES sem komið er með samning við Bretland um tímabundin starfsréttindi ungmenna. „Það er kallað Youth Mobility á ensku og það felur í sér að fólk á aldrinum 18 til 30 ára getur komið hingað og starfað í tvö ár. Það þarf reyndar að sækja um áritun til þess að getað nýtt ákvæði samningsins en afgreiðslan á því er einfaldari en gildir um annað.“ Sturla segir Ísland eina ríkið í EES sem komið sé með samning við Bretland um tímabundin starfsréttindi ungmenna.bjarni einarsson Evrópsku sjúkratryggingakortin gildi ekki Hann segir mikilvægt að árétta að evrópsku sjúkratryggingaskírteinin gilda yfirleitt ekki lengur í Bretlandi. „Þannig að þegar fólk er að koma hingað þá þarf það að huga að sjúkratryggingum. Við erum reyndar að vinna að þessu. Þetta er í rauninni eina útistandandi hagnýta atriðið eftir Brexit sem okkur varðar og við vonumst til þess að það fáist lausn á þessu fljótlega.“ Þó ekki sé mikið um vandræði vegna vegabréfsáritana komi þau reglulega upp. „Og full ástæða til þess að benda fólki á að gera nauðsynlegar ráðstafanir áður en það fer frá Íslandi til Bretlands.“
Bretland Brexit Íslendingar erlendis Mest lesið „Ástandið er að versna“ Erlent Konan „terroríseri“ alla í hryllingshúsinu Innlent Ekki standi til að sækja strandveiðiheimildir í aflamarkskerfið Innlent Segist „eiginlega sammála“ ákvörðun Amgen Innlent Skjálfti 4,8 að stærð í Bárðarbungu Innlent „Engin örugg skref, bara eitt illa unnið pennastrik“ Innlent Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Innlent Kári segist hafa verið rekinn vegna lygasögu Innlent Ný stjórn Ungra umhverfissinna kjörin Innlent Vaknaði eldsnemma til að hefja veiðar þrátt fyrir slæma veðurspá Innlent Fleiri fréttir Ekki standi til að sækja strandveiðiheimildir í aflamarkskerfið Ný stjórn Ungra umhverfissinna kjörin Skjálfti 4,8 að stærð í Bárðarbungu Konan „terroríseri“ alla í hryllingshúsinu Mannréttindastofnun Íslands tekin til starfa Segist „eiginlega sammála“ ákvörðun Amgen Vaknaði eldsnemma til að hefja veiðar þrátt fyrir slæma veðurspá „Engin örugg skref, bara eitt illa unnið pennastrik“ Kári Stefánsson í beinni, „hryllingshús“ og trillukarlar Gekk inn á lögreglustöðina í annarlegu ástandi og var snarlega handtekinn Kári segist hafa verið rekinn vegna lygasögu Halla og Björn halda til Svíþjóðar Brosa hringinn á upphafsdegi strandveiða Strandveiðar hafnar og óvissa í kvikmyndagerð Í beinni: Málþing um snjóflóð og samfélög Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Skallaði mann og dónalegur við lögregluþjóna Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Óboðlegt að vista hælisleitendur sem eigi að vísa úr landi í fangelsum Brottfararstöð fyrir hælisleitendur og fasteignamarkaður í ójafnvægi Óvenjulítill snjór á hálendinu auki rýrnun jökla í sumar Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Bæjarstjóri Ölfus biðlar til ríkisins vegna Garðyrkjuskólans „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Snjólaust á fjöllum og Garðyrkjuskólinn grútnar niður Njósnamálið, hræringar í evrópskum stjórnmálum og fjárhagur borgarinnar Eldur í bíl við fjölbýlishús í Urriðaholti Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Sjá meira