Klúður! Staðfest Sigmar Guðmundsson skrifar 14. nóvember 2022 11:49 Það er ljóst á skýrslu Ríkisendurskoðunar um Íslandsbankasöluna, sem birt hefur verið á vef stofnunarinnar, að þessari ríkisstjórn eru ákaflega mislagðar hendur við að skipuleggja stór verkefni. Stærstu tíðindin eru auðvitað þau að þetta klúður stjórnvalda kemur að öllum líkindum í veg fyrir að meira verði selt í bankanum í bráð. Þar liggja miklir fjármunir, tugir milljarða, sem til stóð að losa um til hagsbóta fyrir ríkissjóð. Lestur skýrslunnar leiðir okkur klárlega til þeirrar niðurstöðu að óhjákvæmilegt er að rannsóknarnefnd alþingis verði skipuð sem fyrst, því það kemur skýrt fram í skýrslunni að Ríkisendurskoðun tók ekki til athugunar fjölmarga þætti sem brýnt er að skoða. Þar má nefna að ákvarðanatakan í ráðherranefndinni er ekki skoðuð og reyndar er öll athugun á pólitískri ábyrgð víðs fjarri, líkt og bent var á að yrði óhjákvæmilega niðurstaðan hjá Ríkisendurskoðun, enda rannsóknarhlutverk hennar mun afmarkaðra en hjá sérstakri rannsóknarnefnd. Bara sú staðreynd, að einn ráðherra í ráðherranefndinni sem fór með málið, varaði við því að fara þessa leið og sá fyrir klúðrið, kallar á nánari skoðun en nú liggur fyrir. Bráðaniðurlagningu bankasýslunnar í eftirleiknum þarf líka auðvitað að rannsaka. Þá bendir Ríkisendurskoðun á að ekki er tekin afstaða til þess hvort þetta hafi verið rétti tíminn til að selja eða til þeirra sem fengu að kaupa. Eða hvort rétta fyrirkomulagið hafi verið valið. En þótt það komi skýrt fram í skýrslunni að fleira þurfi að rannsaka og skoða, er ansi margt í henni sem vekur mikla athygli. Til að mynda efasemdir Ríkisendurskoðunar um að rétt hafi verið og nauðsynlegt að gefa þann afslátt af kaupverðinu sem varð raunin. Verðið hafi verið of lágt og of mikið miðast við erlenda fjárfesta. Jafnræði hafi ekki verið tryggt nægjanlega vel á milli fjárfesta, upplýsingagjöf hafi ekki verið í lagi, ekki gætt að meginreglum um gagnsæi og hlutlægni. Ríkisendurskoðun nefnir einnig orðsporsáhættuna sem var ekki tekið tillit til. Þetta síðastnefnda skiptir gríðarlegu máli í svona ferli, ekki síst þegar kemur að áframhaldi sölu. Traustið er fokið út um gluggann. Skýrslan er mikill áfellisdómur yfir stóru verkefni sem er á ábyrgð ríkisstjórnarinnar. Ráðherrar hafa því miður lítið vilja kannast við þá ábyrgð og velt henni alfarið yfir á bankasýsluna. Það er ekki stórmannlegt því það vita allir sem vilja vita að ef salan hefði gengið vel þá væru sömu ráðherrar nú að baða sig í ljóma vel heppnaðrar einkavæðingar. Líka ráðherrar VG sem almennt eru nú ekki mikið fyrir að selja ríkiseigur. Því miður er líka niðurstaðan í þessu öllu sú að hægri flokknum í stjórnarsamstarfinu hefur tekist að slá öll áform um frekari sölu út af borðinu um langa hríð, án þess að hafa ætlað sér það. Það er talsvert afrek í sjálfu sér. Sigmar Guðmundsson Alþingismaður Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Salan á Íslandsbanka Íslandsbanki Alþingi Stjórnsýsla Sigmar Guðmundsson Mest lesið „Ég ætlaði aldrei að hætta í útgerð“ Sigurgeir B. Kristgeirsson Skoðun Síbrotaferill ríkislögreglustjóra Einar Steingrímsson Skoðun 4.865 börn sem bíða í allt að fjögur ár Ragnheiður Dagný Bjarnadóttir Skoðun Að vera húsbyggjandi Hilmar Freyr Gunnarsson Skoðun Hvað var RÚV að hvítþvo – og til hvers? Hilmar Kristinsson Skoðun Þegar Evrópa fer á hnén og kallar það vináttu Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir Skoðun RÚV brýtur á börnum Guðbjörg Hildur Kolbeins Skoðun Hærri vörugjöld, lægri samkeppnishæfni Arnar Þór Hafsteinsson Skoðun Frjósemisvandi – samfélagsleg ábyrgð og stuðningur María Rut Baldursdóttir,Sigríður Auðunsdóttir Skoðun Gellupólitík Hlédís Maren Guðmundsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun „Sofðu rótt í alla nótt“ – Um stöðu íslenskunnar, lestrarmenningu og ákall til okkar sjálfra Gunnar Már Gunnarsson skrifar Skoðun Í hvað á orkan að fara? Hallgrímur Óskarsson skrifar Skoðun Vegatálmar á skólagöngunni Birna Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Þegar Evrópa fer á hnén og kallar það vináttu Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Hvað var RÚV að hvítþvo – og til hvers? Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Stjórnvöld mega ekki klúðra nýju vaxtaviðmiði Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Að vera húsbyggjandi Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Hærri vörugjöld, lægri samkeppnishæfni Arnar Þór Hafsteinsson skrifar Skoðun Að einfalda veruleikann og breyta öllu í pólitískt fóður Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Tími til kominn Berglind Friðriksdóttir,Gunnsteinn R. Ómarsson,Hrönn Guðmundsdóttir,Sigfús Benóný Harðarson,Vilhjálmur Baldur Guðmundsson skrifar Skoðun Hvers virði er ég ? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun RÚV brýtur á börnum Guðbjörg Hildur Kolbeins skrifar Skoðun Framtíðarsýn Íslands: Raunsæ tækni, græn orka og friður fyrir hugann Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun „Ég ætlaði aldrei að hætta í útgerð“ Sigurgeir B. Kristgeirsson skrifar Skoðun Frjósemisvandi – samfélagsleg ábyrgð og stuðningur María Rut Baldursdóttir,Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin fellir niður jafnrétti íþrótta og gerir vont verra Unnar Már Magnússon skrifar Skoðun 4.865 börn sem bíða í allt að fjögur ár Ragnheiður Dagný Bjarnadóttir skrifar Skoðun Gellupólitík Hlédís Maren Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ísland þarf að tilnefna fulltrúa í European SET Plan Ester Halldórsdóttir skrifar Skoðun Vitundarvakning um ófrjósemi: Þekking á frjósemi er ekki lúxus – hún er lífsnauðsyn María Rut Baldursdóttir skrifar Skoðun Síbrotaferill ríkislögreglustjóra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Velkomin á fjórðu vaktina Árný Ingvarsdóttir skrifar Skoðun Hvers virði er framtíðin? Um olíuleit við Ísland Jóhanna Malen Skúladóttir skrifar Skoðun Vísvitandi verið að skaða atvinnulífið? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Varaflugvallagjaldið og flugöryggi Njáll Trausti Friðbertsson skrifar Skoðun Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Á rauðu ljósi í Reykjavík Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Hefur þú tíma? Ósk Kristinsdóttir skrifar Skoðun Heilnæm fæða – íslenskur landbúnaður er grunnur öryggis okkar Ragnar Rögnvaldsson skrifar Skoðun Arnaldarvísitalan Starri Reynisson skrifar Sjá meira
Það er ljóst á skýrslu Ríkisendurskoðunar um Íslandsbankasöluna, sem birt hefur verið á vef stofnunarinnar, að þessari ríkisstjórn eru ákaflega mislagðar hendur við að skipuleggja stór verkefni. Stærstu tíðindin eru auðvitað þau að þetta klúður stjórnvalda kemur að öllum líkindum í veg fyrir að meira verði selt í bankanum í bráð. Þar liggja miklir fjármunir, tugir milljarða, sem til stóð að losa um til hagsbóta fyrir ríkissjóð. Lestur skýrslunnar leiðir okkur klárlega til þeirrar niðurstöðu að óhjákvæmilegt er að rannsóknarnefnd alþingis verði skipuð sem fyrst, því það kemur skýrt fram í skýrslunni að Ríkisendurskoðun tók ekki til athugunar fjölmarga þætti sem brýnt er að skoða. Þar má nefna að ákvarðanatakan í ráðherranefndinni er ekki skoðuð og reyndar er öll athugun á pólitískri ábyrgð víðs fjarri, líkt og bent var á að yrði óhjákvæmilega niðurstaðan hjá Ríkisendurskoðun, enda rannsóknarhlutverk hennar mun afmarkaðra en hjá sérstakri rannsóknarnefnd. Bara sú staðreynd, að einn ráðherra í ráðherranefndinni sem fór með málið, varaði við því að fara þessa leið og sá fyrir klúðrið, kallar á nánari skoðun en nú liggur fyrir. Bráðaniðurlagningu bankasýslunnar í eftirleiknum þarf líka auðvitað að rannsaka. Þá bendir Ríkisendurskoðun á að ekki er tekin afstaða til þess hvort þetta hafi verið rétti tíminn til að selja eða til þeirra sem fengu að kaupa. Eða hvort rétta fyrirkomulagið hafi verið valið. En þótt það komi skýrt fram í skýrslunni að fleira þurfi að rannsaka og skoða, er ansi margt í henni sem vekur mikla athygli. Til að mynda efasemdir Ríkisendurskoðunar um að rétt hafi verið og nauðsynlegt að gefa þann afslátt af kaupverðinu sem varð raunin. Verðið hafi verið of lágt og of mikið miðast við erlenda fjárfesta. Jafnræði hafi ekki verið tryggt nægjanlega vel á milli fjárfesta, upplýsingagjöf hafi ekki verið í lagi, ekki gætt að meginreglum um gagnsæi og hlutlægni. Ríkisendurskoðun nefnir einnig orðsporsáhættuna sem var ekki tekið tillit til. Þetta síðastnefnda skiptir gríðarlegu máli í svona ferli, ekki síst þegar kemur að áframhaldi sölu. Traustið er fokið út um gluggann. Skýrslan er mikill áfellisdómur yfir stóru verkefni sem er á ábyrgð ríkisstjórnarinnar. Ráðherrar hafa því miður lítið vilja kannast við þá ábyrgð og velt henni alfarið yfir á bankasýsluna. Það er ekki stórmannlegt því það vita allir sem vilja vita að ef salan hefði gengið vel þá væru sömu ráðherrar nú að baða sig í ljóma vel heppnaðrar einkavæðingar. Líka ráðherrar VG sem almennt eru nú ekki mikið fyrir að selja ríkiseigur. Því miður er líka niðurstaðan í þessu öllu sú að hægri flokknum í stjórnarsamstarfinu hefur tekist að slá öll áform um frekari sölu út af borðinu um langa hríð, án þess að hafa ætlað sér það. Það er talsvert afrek í sjálfu sér. Sigmar Guðmundsson Alþingismaður
Frjósemisvandi – samfélagsleg ábyrgð og stuðningur María Rut Baldursdóttir,Sigríður Auðunsdóttir Skoðun
Skoðun „Sofðu rótt í alla nótt“ – Um stöðu íslenskunnar, lestrarmenningu og ákall til okkar sjálfra Gunnar Már Gunnarsson skrifar
Skoðun Tími til kominn Berglind Friðriksdóttir,Gunnsteinn R. Ómarsson,Hrönn Guðmundsdóttir,Sigfús Benóný Harðarson,Vilhjálmur Baldur Guðmundsson skrifar
Skoðun Framtíðarsýn Íslands: Raunsæ tækni, græn orka og friður fyrir hugann Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Frjósemisvandi – samfélagsleg ábyrgð og stuðningur María Rut Baldursdóttir,Sigríður Auðunsdóttir skrifar
Skoðun Ríkisstjórnin fellir niður jafnrétti íþrótta og gerir vont verra Unnar Már Magnússon skrifar
Skoðun Vitundarvakning um ófrjósemi: Þekking á frjósemi er ekki lúxus – hún er lífsnauðsyn María Rut Baldursdóttir skrifar
Skoðun Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson skrifar
Frjósemisvandi – samfélagsleg ábyrgð og stuðningur María Rut Baldursdóttir,Sigríður Auðunsdóttir Skoðun