Hvað svo? Hanna Katrín Friðriksson skrifar 15. nóvember 2022 16:30 Stjórnartíð VG, Sjálfstæðisflokks og Framsóknar hefur ekki farið vel með heilsu ríkissjóðs. Viðvarandi hallarekstur hins opinbera er nú staðreynd sem ríkisstjórnin telur sig ekki geta undið ofan af á kjörtímabilinu. Meðalið, sem á að efla þrekið alla vega næsta árið, er fólgið í ríflega 70 milljarða söluandvirði þess hluta sem ríkið á enn í Íslandsbanka. Þessi staða er að mínu mati líklegasta skýringin á því að stjórnarliðar sem í vor fordæmdu klúðrið við sölu á hluta Íslandsbanka og sögðu ekki koma til greina að ganga lengra, virðast nú orðnir verulega volgir fyrir því að halda áfram eins og ekkert hafi í skorist. Þrátt fyrir verulega harða gagnrýni í nýbirti skýrslu Ríkisendurskoðunar. Þrátt fyrir að skýrslan hafi staðfest það sem vitað var, að athugun Ríkisendurskoðunar gat aldrei tekið til mikilvægra atriða í ferlinu. Þrátt fyrir að í vor hafi verið samstaða um að rannsóknarnefnd skoðaði það sem út af stæði í skýrslu Ríkisendurskoðunar. Það þarf enga snilligáfu til að lesa úr skýrslu Ríkisendurskoðunar að ríkisstjórninni tókst ekki að selja þennan hlut í Íslandsbanka þannig að um það ferli ríkti traust. Né þannig að hámarksverð rynni í ríkissjóð. Það vita það allir sem eru eldri en tvævetur að pólitíkin skuldar almenningi það að hér ríki traust á fjármálamarkaði. Og er ríkissjóður í vanda? Já! Vaxtagjöld ríkissjóðs eru þegar gríðarleg og þau fara hækkandi. Þetta eru fáheyrðar byrðar á skattgreiðendur í samanburði þjóða. Og eins og sést í fjárlagafrumvarpinu sem er nú til umræðu, veikir þessi staða meðal annars heilbrigðiskerfið okkar þar sem staðan er þegar orðin grafalvarleg. Í stuttri ræðu á þingi fyrr í dag spurði ég hvert planið væri. Ég held að nákvæmlega þetta sé planið. Að halda áfram með söluna eins og ekkert sé þrátt fyrir hvernig til hefur tekist til þessa. Að kafa ekki ofan í framkvæmdina, læra ekki af reynslunni, axla ekki ábyrgð. Af því að sárlasinn ríkissjóður í umsjá ríkisstjórnarinnar hreinlega öskrar á 70 milljarðana. Viðreisn hefur stutt sölu á hlut ríkisins í Íslandsbanka að gefinni þeirri forsendu að sala væri á grund-velli almannahagsmuna með gegnsæi, jafnræði og traust í fyrirrúmi. Það er orðið virkilega erfitt að trúa því að ríkisstjórnarflokkarnir þrír deili þeirri forsendu með okkur. Höfundur er þingmaður Viðreisnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hanna Katrín Friðriksson Viðreisn Alþingi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Salan á Íslandsbanka Íslandsbanki Íslenskir bankar Stjórnsýsla Mest lesið Heilbrigðiskerfi Íslands - Látum verkin tala! Victor Guðmundsson Skoðun Hörmungarnar sem heimurinn hunsar Ragnar Schram Skoðun Dýrasti staður í heimi Ragnhildur Hólmgeirsdóttir Skoðun Pólitískt ofbeldi, fasismi og tvískinnungur valdsins Davíð Aron Routley,Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Grafið undan grunnstoð ríka samfélagsins Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Við hvað erum við hrædd? Ingvi Hrafn Laxdal Victorsson Skoðun Ákall til allra velunnara Sólheima í Grímsnesi Ingibjörg Rósa Björnsdóttir Skoðun Einn pakki á dag Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks Skoðun Höfuðborgin eftir fimmtíu ár, hvað erum við að tala um? Samúel Torfi Pétursson Skoðun Skoðun Skoðun Við hvað erum við hrædd? Ingvi Hrafn Laxdal Victorsson skrifar Skoðun Höfuðborgin eftir fimmtíu ár, hvað erum við að tala um? Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Pólitískt ofbeldi, fasismi og tvískinnungur valdsins Davíð Aron Routley,Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Örugg heilbrigðisþjónusta fyrir öll börn frá upphafi - Alþjóðlegur dagur sjúklingaöryggis 2025 María Heimisdóttir skrifar Skoðun Einn pakki á dag Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Heilbrigðiskerfi Íslands - Látum verkin tala! Victor Guðmundsson skrifar Skoðun Hörmungarnar sem heimurinn hunsar Ragnar Schram skrifar Skoðun Dýrasti staður í heimi Ragnhildur Hólmgeirsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunnstoð ríka samfélagsins Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Milljarðar evra streyma enn til Pútíns Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Speglar geta aðeins logið – um hlutlægni, huglægni og mennskuna Hjalti Hrafn Hafþórsson skrifar Skoðun Að þétta byggð Halldór Eiríksson skrifar Skoðun Þegar viðskiptalíkan Vesturlanda er stríð – og almenningur borgar brúsann Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Slökkvum ekki Ljósið Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Er það ekki sjálfsögð krafa að fá bílastæði? Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar Skoðun Of lítið, of seint! Hjálmtýr Heiðdal,Magnús Magnússon skrifar Skoðun Halla fer að ræða um frið við einræðisherra Daníel Þröstur Pálsson skrifar Skoðun Ákall til allra velunnara Sólheima í Grímsnesi Ingibjörg Rósa Björnsdóttir skrifar Skoðun Varðveitum vatnið – hugvekja Hópur starfsfólks Náttúruminjasafns Íslands skrifar Skoðun Innviðaskuld við íslenskuna Eiríkur Rögnvaldsson skrifar Skoðun Náttúruvernd er loftslagsaðgerð og loftslagsaðgerðir þjóna náttúrunni Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Fatlað fólk rukkað með rangindum fyrir bílastæði Haukur Ragnar Hauksson skrifar Skoðun Vissir þú, að.... og eða er þér bara slétt sama Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hver hagnast á hatrinu? Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Öfgamaður deyr Andri Þorvarðarson skrifar Skoðun Að taka til í orkumálum Guðrún Schmidt skrifar Skoðun Börn sem skilja ekki kennarann Ingibjörg Ólöf Isaksen skrifar Skoðun Skortur á rafiðnaðarfólki ógnar samkeppnishæfni Evrópu Kristján Daníel Sigurbergsson skrifar Skoðun Siglt gegn þjóðarmorði Cyma Farah,Sólveig Ásta Sigurðardóttir skrifar Sjá meira
Stjórnartíð VG, Sjálfstæðisflokks og Framsóknar hefur ekki farið vel með heilsu ríkissjóðs. Viðvarandi hallarekstur hins opinbera er nú staðreynd sem ríkisstjórnin telur sig ekki geta undið ofan af á kjörtímabilinu. Meðalið, sem á að efla þrekið alla vega næsta árið, er fólgið í ríflega 70 milljarða söluandvirði þess hluta sem ríkið á enn í Íslandsbanka. Þessi staða er að mínu mati líklegasta skýringin á því að stjórnarliðar sem í vor fordæmdu klúðrið við sölu á hluta Íslandsbanka og sögðu ekki koma til greina að ganga lengra, virðast nú orðnir verulega volgir fyrir því að halda áfram eins og ekkert hafi í skorist. Þrátt fyrir verulega harða gagnrýni í nýbirti skýrslu Ríkisendurskoðunar. Þrátt fyrir að skýrslan hafi staðfest það sem vitað var, að athugun Ríkisendurskoðunar gat aldrei tekið til mikilvægra atriða í ferlinu. Þrátt fyrir að í vor hafi verið samstaða um að rannsóknarnefnd skoðaði það sem út af stæði í skýrslu Ríkisendurskoðunar. Það þarf enga snilligáfu til að lesa úr skýrslu Ríkisendurskoðunar að ríkisstjórninni tókst ekki að selja þennan hlut í Íslandsbanka þannig að um það ferli ríkti traust. Né þannig að hámarksverð rynni í ríkissjóð. Það vita það allir sem eru eldri en tvævetur að pólitíkin skuldar almenningi það að hér ríki traust á fjármálamarkaði. Og er ríkissjóður í vanda? Já! Vaxtagjöld ríkissjóðs eru þegar gríðarleg og þau fara hækkandi. Þetta eru fáheyrðar byrðar á skattgreiðendur í samanburði þjóða. Og eins og sést í fjárlagafrumvarpinu sem er nú til umræðu, veikir þessi staða meðal annars heilbrigðiskerfið okkar þar sem staðan er þegar orðin grafalvarleg. Í stuttri ræðu á þingi fyrr í dag spurði ég hvert planið væri. Ég held að nákvæmlega þetta sé planið. Að halda áfram með söluna eins og ekkert sé þrátt fyrir hvernig til hefur tekist til þessa. Að kafa ekki ofan í framkvæmdina, læra ekki af reynslunni, axla ekki ábyrgð. Af því að sárlasinn ríkissjóður í umsjá ríkisstjórnarinnar hreinlega öskrar á 70 milljarðana. Viðreisn hefur stutt sölu á hlut ríkisins í Íslandsbanka að gefinni þeirri forsendu að sala væri á grund-velli almannahagsmuna með gegnsæi, jafnræði og traust í fyrirrúmi. Það er orðið virkilega erfitt að trúa því að ríkisstjórnarflokkarnir þrír deili þeirri forsendu með okkur. Höfundur er þingmaður Viðreisnar.
Pólitískt ofbeldi, fasismi og tvískinnungur valdsins Davíð Aron Routley,Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun
Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks Skoðun
Skoðun Pólitískt ofbeldi, fasismi og tvískinnungur valdsins Davíð Aron Routley,Karl Héðinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Örugg heilbrigðisþjónusta fyrir öll börn frá upphafi - Alþjóðlegur dagur sjúklingaöryggis 2025 María Heimisdóttir skrifar
Skoðun Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks skrifar
Skoðun Speglar geta aðeins logið – um hlutlægni, huglægni og mennskuna Hjalti Hrafn Hafþórsson skrifar
Skoðun Þegar viðskiptalíkan Vesturlanda er stríð – og almenningur borgar brúsann Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Náttúruvernd er loftslagsaðgerð og loftslagsaðgerðir þjóna náttúrunni Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Skoðun Skortur á rafiðnaðarfólki ógnar samkeppnishæfni Evrópu Kristján Daníel Sigurbergsson skrifar
Pólitískt ofbeldi, fasismi og tvískinnungur valdsins Davíð Aron Routley,Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun
Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks Skoðun