Maddison segist klár í slaginn en Walker missir af fyrsta leik Smári Jökull Jónsson skrifar 16. nóvember 2022 23:01 Frá æfingu enska liðsins á Al Wakrah leikvanginum í dag. Vísir/Getty Kyle Walker verður ekki með Englendingum í fyrsta leik á heimsmeistaramótinu í Katar sem hefst á sunnudag. James Maddison segist hins vegar verða klár í slaginn ef hann fær kallið. Allir leikmenn enska landsliðsins æfðu saman í dag í fyrsta skipti síðan Gareth Soutgate landsliðsþjálfari tilkynnti hópinn í síðustu viku. Þar á meðal Kyle Walker sem fór í aðgerð á nára í október og hefur ekki leikið með Manchester City síðan þá. James Maddison meiddist í síðasta leik Leicester í ensku úrvalsdeildinni gegn West Ham á laugardaginn. Óttast var um þátttöku hans í Katar en Maddison vann sér sæti í enska landsliðshópnum með frábærri frammistöðu í ensku deildinni undanfarnar vikur. Maddison segist hins vegar verða klár í slaginn ef Southgate þarf á honum að halda. „Ég þarf að vera tilbúinn ef ég fæ kallið. Mér finnst ég vera í góðu formi, hef verið að skora mörk. Við erum með frábæran hóp og það gæti verið að þú fáir bara eitt tækifæri til að sýna öllum hvað þú getur gert og að þú sért maðurinn til að hjálpa liðinu. Ég verð tilbúinn þegar það tækifæri kemur,“ sagði Maddison á blaðamannafundi enska liðsins í dag. „Ég fór í skoðun daginn áður en hópurinn kom saman og sú skoðun var jákvæð. Ég var í smá vandræðum í vikunni fyrir leikinn gegn West Ham, eftir leikinn gegn Everton. Ég vildi spila gegn West Ham, ég vildi reyna vegna heimsmeistaramótsins. Ég vildi hjálpa Leicester,“ bætti Maddison við. Hann segir að meiðslin sem hann varð fyrir gegn West Ham hafi verið smávægileg. „Mér tókst að skora snemma og halda áfram eftir það. Ég var aumur og varð verri eftir því sem leið á leikinn. Mér fannst betra að ég kæmi útaf og að einhver annar leikmaður kæmi inn sem væri ekki í vandræðum með að klára heilan sprett. Það er smá vinna framundan með sjúkraþjálfurunum en það ætti ekki að vera neitt áhyggjuefni.“ Sama verður ekki sagt um Kyle Walker sem æfði þó með enska liðinu í dag. Í frétt Skysports kemur fram að Walker verði ekki með í fyrsta leik Englendinga gegn Íran á mánudag. Enska liðið er þó ekki á flæðiskeri statt hvað varðar hægri bakverði því tveir slíkir eru í hópnum fyrir utan Walker og það er eru engir aukvisar, Trent Alexander Arnold leikmaður Liverpool og Kieran Trippier leikmaður Newcastle. HM 2022 í Katar Enski boltinn Tengdar fréttir Walker, Wilson og Maddison fara allir með Englandi á HM í Katar Gareth Southgate, þjálfari enska fótboltalandsliðsins, tilkynnti í dag landsliðshóp sinn fyrir heimsmeistaramótið í Katar sem hefst eftir aðeins tíu daga. 10. nóvember 2022 14:05 B-riðill á HM í Katar: Fótboltinn ennþá „týndur“ eða ratar hann loksins heim? Öll liðin í B-riðlinum eru í hópi tuttugu bestu knattspyrnulandsliða heims samkvæmt nýjasta styrkleikalista Alþjóða knattspyrnusamnbandsins. 10. nóvember 2022 11:01 Mest lesið Markvörður Real í fýlu og mætir ekki til Íslands Fótbolti Erika Nótt segir að nú sé tími til að hlusta á konurnar Sport Sammála Eiði pabba sínum um heimskupör Fótbolti Varar við því að Norðmönnum gæti verið dæmdur leikurinn tapaður Fótbolti Segir leikmenn í gullkynslóð Englands hafa verið „sjálfhverfir lúserar“ Enski boltinn Cristiano Ronaldo: Fjölskyldan biður mig um að hætta Fótbolti „Fjárhagsstaðan býður ekki upp á það að við leikum okkur með þann miðafjölda“ Handbolti Gætu spilað á Wembley ef Emirates fær Real Madrid uppfærslu Enski boltinn Spilaði nærbuxnalaus og fékk UFC-spólur bak við borðið Íslenski boltinn Varaforseti EHF handtekinn Handbolti Fleiri fréttir Sagði 28 ára skilið við fótboltann og sér ekki eftir neinu Matti Villa efstur í Víkingsdeildinni í Fantasy en þjálfarinn á botninum „Særði fólk mikið með því að fara til Sádi-Arabíu“ Cristiano Ronaldo: Fjölskyldan biður mig um að hætta Gætu spilað á Wembley ef Emirates fær Real Madrid uppfærslu Spilaði nærbuxnalaus og fékk UFC-spólur bak við borðið Telja að leikmenn United styðji Ruben Amorim Króati tekur við kvennaliði Keflavíkur Varar við því að Norðmönnum gæti verið dæmdur leikurinn tapaður Segir leikmenn í gullkynslóð Englands hafa verið „sjálfhverfir lúserar“ Markvörður Real í fýlu og mætir ekki til Íslands Lugu til um afa og ömmur sjö landsliðsmanna Sammála Eiði pabba sínum um heimskupör Glódís gat ekki stöðvað slátrunina Gætu kvatt Bestu deildina án þjálfarans og lykilmanna „Maður verður bara að styðja við bakið á honum“ Annar fóstbróðir Messis lætur gott heita „Skoraði í fyrsta leik og hef ekki hætt síðan“ Raya að skrifa undir nýjan samning Haaland hefur skorað á öllum völlum nema einum Tíu milljóna punda kjarakaup Sölvi hæstánægður með Gylfa og vill sjá hann í landsliðinu Þorlákur verður áfram með Eyjamenn John Stones íhugaði að hætta í fótbolta Engar leynilegar viðræður í gangi um framtíð Meistaradeildarinnar Hvetur fólk til að skipta Gyökeres og Joao Pedro út ef þeir taka ekki vítin Hefur verið í liðinu eftir að ný leikstaða uppgötvaðist í Sambandsdeildinni „Enginn vissi hvað ég var að ganga í gegnum“ Er eitthvað óeðlilegt að búið sé að gagnrýna þetta Valslið? Metár hjá David Beckham Sjá meira
Allir leikmenn enska landsliðsins æfðu saman í dag í fyrsta skipti síðan Gareth Soutgate landsliðsþjálfari tilkynnti hópinn í síðustu viku. Þar á meðal Kyle Walker sem fór í aðgerð á nára í október og hefur ekki leikið með Manchester City síðan þá. James Maddison meiddist í síðasta leik Leicester í ensku úrvalsdeildinni gegn West Ham á laugardaginn. Óttast var um þátttöku hans í Katar en Maddison vann sér sæti í enska landsliðshópnum með frábærri frammistöðu í ensku deildinni undanfarnar vikur. Maddison segist hins vegar verða klár í slaginn ef Southgate þarf á honum að halda. „Ég þarf að vera tilbúinn ef ég fæ kallið. Mér finnst ég vera í góðu formi, hef verið að skora mörk. Við erum með frábæran hóp og það gæti verið að þú fáir bara eitt tækifæri til að sýna öllum hvað þú getur gert og að þú sért maðurinn til að hjálpa liðinu. Ég verð tilbúinn þegar það tækifæri kemur,“ sagði Maddison á blaðamannafundi enska liðsins í dag. „Ég fór í skoðun daginn áður en hópurinn kom saman og sú skoðun var jákvæð. Ég var í smá vandræðum í vikunni fyrir leikinn gegn West Ham, eftir leikinn gegn Everton. Ég vildi spila gegn West Ham, ég vildi reyna vegna heimsmeistaramótsins. Ég vildi hjálpa Leicester,“ bætti Maddison við. Hann segir að meiðslin sem hann varð fyrir gegn West Ham hafi verið smávægileg. „Mér tókst að skora snemma og halda áfram eftir það. Ég var aumur og varð verri eftir því sem leið á leikinn. Mér fannst betra að ég kæmi útaf og að einhver annar leikmaður kæmi inn sem væri ekki í vandræðum með að klára heilan sprett. Það er smá vinna framundan með sjúkraþjálfurunum en það ætti ekki að vera neitt áhyggjuefni.“ Sama verður ekki sagt um Kyle Walker sem æfði þó með enska liðinu í dag. Í frétt Skysports kemur fram að Walker verði ekki með í fyrsta leik Englendinga gegn Íran á mánudag. Enska liðið er þó ekki á flæðiskeri statt hvað varðar hægri bakverði því tveir slíkir eru í hópnum fyrir utan Walker og það er eru engir aukvisar, Trent Alexander Arnold leikmaður Liverpool og Kieran Trippier leikmaður Newcastle.
HM 2022 í Katar Enski boltinn Tengdar fréttir Walker, Wilson og Maddison fara allir með Englandi á HM í Katar Gareth Southgate, þjálfari enska fótboltalandsliðsins, tilkynnti í dag landsliðshóp sinn fyrir heimsmeistaramótið í Katar sem hefst eftir aðeins tíu daga. 10. nóvember 2022 14:05 B-riðill á HM í Katar: Fótboltinn ennþá „týndur“ eða ratar hann loksins heim? Öll liðin í B-riðlinum eru í hópi tuttugu bestu knattspyrnulandsliða heims samkvæmt nýjasta styrkleikalista Alþjóða knattspyrnusamnbandsins. 10. nóvember 2022 11:01 Mest lesið Markvörður Real í fýlu og mætir ekki til Íslands Fótbolti Erika Nótt segir að nú sé tími til að hlusta á konurnar Sport Sammála Eiði pabba sínum um heimskupör Fótbolti Varar við því að Norðmönnum gæti verið dæmdur leikurinn tapaður Fótbolti Segir leikmenn í gullkynslóð Englands hafa verið „sjálfhverfir lúserar“ Enski boltinn Cristiano Ronaldo: Fjölskyldan biður mig um að hætta Fótbolti „Fjárhagsstaðan býður ekki upp á það að við leikum okkur með þann miðafjölda“ Handbolti Gætu spilað á Wembley ef Emirates fær Real Madrid uppfærslu Enski boltinn Spilaði nærbuxnalaus og fékk UFC-spólur bak við borðið Íslenski boltinn Varaforseti EHF handtekinn Handbolti Fleiri fréttir Sagði 28 ára skilið við fótboltann og sér ekki eftir neinu Matti Villa efstur í Víkingsdeildinni í Fantasy en þjálfarinn á botninum „Særði fólk mikið með því að fara til Sádi-Arabíu“ Cristiano Ronaldo: Fjölskyldan biður mig um að hætta Gætu spilað á Wembley ef Emirates fær Real Madrid uppfærslu Spilaði nærbuxnalaus og fékk UFC-spólur bak við borðið Telja að leikmenn United styðji Ruben Amorim Króati tekur við kvennaliði Keflavíkur Varar við því að Norðmönnum gæti verið dæmdur leikurinn tapaður Segir leikmenn í gullkynslóð Englands hafa verið „sjálfhverfir lúserar“ Markvörður Real í fýlu og mætir ekki til Íslands Lugu til um afa og ömmur sjö landsliðsmanna Sammála Eiði pabba sínum um heimskupör Glódís gat ekki stöðvað slátrunina Gætu kvatt Bestu deildina án þjálfarans og lykilmanna „Maður verður bara að styðja við bakið á honum“ Annar fóstbróðir Messis lætur gott heita „Skoraði í fyrsta leik og hef ekki hætt síðan“ Raya að skrifa undir nýjan samning Haaland hefur skorað á öllum völlum nema einum Tíu milljóna punda kjarakaup Sölvi hæstánægður með Gylfa og vill sjá hann í landsliðinu Þorlákur verður áfram með Eyjamenn John Stones íhugaði að hætta í fótbolta Engar leynilegar viðræður í gangi um framtíð Meistaradeildarinnar Hvetur fólk til að skipta Gyökeres og Joao Pedro út ef þeir taka ekki vítin Hefur verið í liðinu eftir að ný leikstaða uppgötvaðist í Sambandsdeildinni „Enginn vissi hvað ég var að ganga í gegnum“ Er eitthvað óeðlilegt að búið sé að gagnrýna þetta Valslið? Metár hjá David Beckham Sjá meira
Walker, Wilson og Maddison fara allir með Englandi á HM í Katar Gareth Southgate, þjálfari enska fótboltalandsliðsins, tilkynnti í dag landsliðshóp sinn fyrir heimsmeistaramótið í Katar sem hefst eftir aðeins tíu daga. 10. nóvember 2022 14:05
B-riðill á HM í Katar: Fótboltinn ennþá „týndur“ eða ratar hann loksins heim? Öll liðin í B-riðlinum eru í hópi tuttugu bestu knattspyrnulandsliða heims samkvæmt nýjasta styrkleikalista Alþjóða knattspyrnusamnbandsins. 10. nóvember 2022 11:01