Ráðleggja HM-gestum að nota einnota síma Kjartan Kjartansson skrifar 16. nóvember 2022 21:31 Maður heldur bolta á lofti í Doha í Katar í aðdraganda heimsmeistaramótsins í knattspyrnu sem hefst þar í næstu viku. Vísir/EPA Frönsk persónuverndaryfirvöld ráðleggja þeim sem ætla að sækja heimsmeistaramótið í knattspyrnu í Katar að nota einnota eða tóma síma til þess að forðast að lenda upp á kant við þarlend yfirvöld. Sérfræðingar hafa varað við því að yfirvöld í Katar geti njósnað um fólk með tveimur forritum sem gestir þurfa að ná í. Heimsmeistaramótið í Katar hefst á sunnudag. Ákvörðun Alþjóðaknattspyrnusambandsins (FIFA) um að fá Persaflóasmáríkinu mótið var afar umdeild en fulltrúum í framkvæmdastjórn sambandsins var mútað í stórum stíl. Þá hafa þúsundir verkamanna sem reistu leikvangana í Katar látið lífið og mannréttindi eru fótum troðin, þar á meðal réttindi hinsegin fólks og fjölmiðlafrelsi. Nú segir franska persónuverndarstofnunin CNIL að hún ráðleggi þeim sem ætla að ferðast til Katar að hafa aðeins með sér einnota snjallsíma eða gamlan síma sem er búið að hreinsa af gögnum. Þá ættu ferðalangar ekki að taka neinar myndir á síma sína sem gætu strítt gegn ströngum siðgæðislögum sem gilda í Katar. Sérstaklega ættu ferðalangar að passa upp á myndir, myndbönd eða annað sem gæti komið þeim í klandur. Netöryggissérfræðingar hafa bent á að tvö snjallforrit sem katörsk yfirvöld skylda HM-gesti til þess að ná sér í, eitt opinbert forrit mótsins og annað rakningarapp vegna kórónuveirufaraldursins, virki í raun sem njósnaforrit, að sögn Politico. CNIL segir að þeir sem eigi ekki kost á að dauðhreinsa síma sína fyrir ferðalagið ættu aðeins að ná í forritin rétt fyrir brottför og eyða þeim um leið og þeir snúa aftur heim. Þeir ættu einnig að forðast að nota þjónustu sem krefst þess að þeir auðkenni sig, hafa sterk lykilorð og hafa síma alltaf á sér. Fleiri hafa lýst áhyggjum af öryggi katörsku snjallforritanna, þar á meðal þýska utanríkisráðuneytið. Það segist nú kanna forritin ásamt persónuverndaryfirvöldum þar í landi. HM 2022 í Katar Frakkland Persónuvernd Tækni Katar Mest lesið Hafnaði hermönnum Trump: „Fullveldið er ekki til sölu“ Erlent Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Innlent Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Innlent Eldur í bíl við fjölbýlishús í Urriðaholti Innlent Strekkingur og væta suðvestanlands en allt að 17 stig fyrir austan Veður Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Erlent Ekki nein þörf á notkun kjarnorkuvopna og vonar að svo verði ekki Erlent „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Innlent Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Innlent Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Innlent Fleiri fréttir Ekki nein þörf á notkun kjarnorkuvopna og vonar að svo verði ekki Föður rafmyntajöfurs rænt og skorinn af honum fingur Fjarhægrimaður sigurstranglegastur í forsetakosningum Rúmena Fimm handteknir grunaðir um skipulagningu hryðjuverka Hafnaði hermönnum Trump: „Fullveldið er ekki til sölu“ PAP vann stórsigur í Singapúr Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Verkamannaflokkurinn bar sigur úr býtum Íbúar Nuuk orðnir tuttugu þúsund Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Umsetin af krókódílum í 36 klukkutíma eftir nauðlendingu Birti mynd af sér í páfaskrúða Sögulegur sigur Umbótaflokks og skipbrot stóru flokkanna tveggja Kosningar í Ástralíu: Fylgi Íhaldsflokksins dvínar vegna framgöngu Trump Fyrirgefur fjölskyldunni og leitar sátta Gera úkraínsk ungmenni að sjálfsmorðssprengjumönnum Brand fær að ganga laus á meðan réttað er yfir honum Flokka Valkost fyrir Þýskaland sem öfgasamtök Segjast hafa lent í drónaárás á alþjóðlegu hafsvæði Drengnum sleppt en fleiri handteknir Munaði sex atkvæðum Waltz bolað úr embætti af Trump vegna Signal skilaboðanna Var svo „þreyttur á öllu“ að hann ákvað að aka inn í þvögu barna Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Sænskur blaðamaður dæmdur fyrir að móðga Erdogan Ellefu slasaðir og þrír alvarlega í Kaupmannahöfn Segja 4.700 Kimdáta hafa fallið eða særst Sjá meira
Heimsmeistaramótið í Katar hefst á sunnudag. Ákvörðun Alþjóðaknattspyrnusambandsins (FIFA) um að fá Persaflóasmáríkinu mótið var afar umdeild en fulltrúum í framkvæmdastjórn sambandsins var mútað í stórum stíl. Þá hafa þúsundir verkamanna sem reistu leikvangana í Katar látið lífið og mannréttindi eru fótum troðin, þar á meðal réttindi hinsegin fólks og fjölmiðlafrelsi. Nú segir franska persónuverndarstofnunin CNIL að hún ráðleggi þeim sem ætla að ferðast til Katar að hafa aðeins með sér einnota snjallsíma eða gamlan síma sem er búið að hreinsa af gögnum. Þá ættu ferðalangar ekki að taka neinar myndir á síma sína sem gætu strítt gegn ströngum siðgæðislögum sem gilda í Katar. Sérstaklega ættu ferðalangar að passa upp á myndir, myndbönd eða annað sem gæti komið þeim í klandur. Netöryggissérfræðingar hafa bent á að tvö snjallforrit sem katörsk yfirvöld skylda HM-gesti til þess að ná sér í, eitt opinbert forrit mótsins og annað rakningarapp vegna kórónuveirufaraldursins, virki í raun sem njósnaforrit, að sögn Politico. CNIL segir að þeir sem eigi ekki kost á að dauðhreinsa síma sína fyrir ferðalagið ættu aðeins að ná í forritin rétt fyrir brottför og eyða þeim um leið og þeir snúa aftur heim. Þeir ættu einnig að forðast að nota þjónustu sem krefst þess að þeir auðkenni sig, hafa sterk lykilorð og hafa síma alltaf á sér. Fleiri hafa lýst áhyggjum af öryggi katörsku snjallforritanna, þar á meðal þýska utanríkisráðuneytið. Það segist nú kanna forritin ásamt persónuverndaryfirvöldum þar í landi.
HM 2022 í Katar Frakkland Persónuvernd Tækni Katar Mest lesið Hafnaði hermönnum Trump: „Fullveldið er ekki til sölu“ Erlent Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Innlent Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Innlent Eldur í bíl við fjölbýlishús í Urriðaholti Innlent Strekkingur og væta suðvestanlands en allt að 17 stig fyrir austan Veður Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Erlent Ekki nein þörf á notkun kjarnorkuvopna og vonar að svo verði ekki Erlent „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Innlent Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Innlent Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Innlent Fleiri fréttir Ekki nein þörf á notkun kjarnorkuvopna og vonar að svo verði ekki Föður rafmyntajöfurs rænt og skorinn af honum fingur Fjarhægrimaður sigurstranglegastur í forsetakosningum Rúmena Fimm handteknir grunaðir um skipulagningu hryðjuverka Hafnaði hermönnum Trump: „Fullveldið er ekki til sölu“ PAP vann stórsigur í Singapúr Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Verkamannaflokkurinn bar sigur úr býtum Íbúar Nuuk orðnir tuttugu þúsund Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Umsetin af krókódílum í 36 klukkutíma eftir nauðlendingu Birti mynd af sér í páfaskrúða Sögulegur sigur Umbótaflokks og skipbrot stóru flokkanna tveggja Kosningar í Ástralíu: Fylgi Íhaldsflokksins dvínar vegna framgöngu Trump Fyrirgefur fjölskyldunni og leitar sátta Gera úkraínsk ungmenni að sjálfsmorðssprengjumönnum Brand fær að ganga laus á meðan réttað er yfir honum Flokka Valkost fyrir Þýskaland sem öfgasamtök Segjast hafa lent í drónaárás á alþjóðlegu hafsvæði Drengnum sleppt en fleiri handteknir Munaði sex atkvæðum Waltz bolað úr embætti af Trump vegna Signal skilaboðanna Var svo „þreyttur á öllu“ að hann ákvað að aka inn í þvögu barna Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Sænskur blaðamaður dæmdur fyrir að móðga Erdogan Ellefu slasaðir og þrír alvarlega í Kaupmannahöfn Segja 4.700 Kimdáta hafa fallið eða særst Sjá meira