Sonur Michael Schumacher missir sæti sitt í formúlunni Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 17. nóvember 2022 08:00 Mick Schumacher þarf nú að finna sér nýja leið inn í formúlu eitt. Getty/Clive Mason Formúluökumaðurinn Mick Schumacher verður án liðs í formúlu eitt eftir þetta tímabil þar sem að Haas liðið samdi við reynsluboltann Nico Hulkenberg. Schumacher hefur ekki sýnt nógu mikið með bandaríska liðinu undanfarin tvö ár til þess að halda sæti sínu á 2023 tímabilinu. Mick Schumacher will leave Haas at the end of the season#F1 pic.twitter.com/Tnz004sRS0— Formula 1 (@F1) November 17, 2022 Schumacher er auðvitað sonur sjöfalda heimsmeistarans Michael Schumacher en faðir hann var búinn að vinna tvo heimsmeistaratitla þegar strákurinn kom í heiminn árið 1999 og vann fimm heimsmeistaratitla á fyrstu sex árunum í lífi Mick. Schumacher er nú 23 ára gamall en hinn 35 ára gamli Hulkenberg er að fara að keppa í fyrsta sinn í formúlu eitt síðan að Renault lét hann fara árið 2019. Eina mögulega sætið sem er eftir í formúlu eitt er ef Bandaríkjamanninum Logan Sargeant mistekst á ná í nægilega mörg stig í lokamóti formúlu tvö en annars tryggir hann sér sæti í Williams liðinu. Williams menn gáfu það út að Sargeant fengu sætið ef hann nær að komast áfram. Hann þarf að enda áttundi eða ofar en er nú í þriðja sæti. Schumacher fékk samtals tólf stig á þessu tímabili en liðsfélagi hans, Kevin Magnussen, náði í 25 stig. Schumacher hefur líka lent í mörgum árekstrum sem hafa auðvitað mikil áhrif á stigasöfnun hans. Besta leiðin fyrir Schumacher er væntanlega að verða varamaður hjá einhverju liði og hann gæti keppt um slíkt sæti hjá Mercedes. Faðir hans Michael Schumacher átti góðan tíma hjá Mercedes og yfirmaðurinn Toto Wolff lét hafa eftir sér að Mercedes og Schumacher fjölskyldan tilheyrðu hvoru öðru. Schumacher byrjaði ökuferill sinn hjá undirfélagi Mercedes (Jordan) og endaði hann á þremur árum hjá Mercedes frá 2010 til 2012. Titlana vann hann hins vegar hjá Benetton og Ferrari. Mick Schumacher staðfesti fréttirnar á samfélagsmiðlum sínum eins og sjá má hér fyrir neðan. pic.twitter.com/pvm7CmEjLP— Mick Schumacher (@SchumacherMick) November 17, 2022 Akstursíþróttir Mest lesið Þórir ráðinn til HSÍ Handbolti Vardy blés í flautu dómarans þegar hann féll við Enski boltinn „Gætum ekki verið spenntari að koma aftur til Íslands“ Fótbolti Tímabilinu líklega lokið hjá Orra Fótbolti Leik lokið: Breiðablik - Víkingur 4-0 | Meistararnir með markaveislu í sólinni Íslenski boltinn Segir sína menn þurfa að vera í „meistara ásigkomulagi“ Körfubolti „Þetta var ákvörðun sem ég þurfti að taka“ Íslenski boltinn Sveindís fékk langþráð tækifæri í byrjunarliðinu Fótbolti Leggur til bíl ef félagið ákveður að ræna Antony Fótbolti „Kóngurinn á Íslandi, DeAndre Kane, bjargaði okkur“ Körfubolti Fleiri fréttir „Þetta var hræðilegt og 2025 verður sársaukafullt“ Piastri sigraði í Jeddah og leiðir keppni ökumanna Kallaði sig hálfvita eftir áreksturinn Segja fjörutíu milljarða í boði fyrir Verstappen Max svaraði Marko fullum hálsi Hefur áhyggjur af framtíð Verstappen Piastri hleypti engum fram úr og fagnaði fyrsta sigrinum Schumacher skrifaði nafnið sitt á hjálm „Eins og ég hafi aldrei keyrt Formúlu 1 bíl“ „Vandamálið er mín megin og ég verð að bæta mig“ Blótar háum sektum fyrir það að blóta Schumacher orðinn afi Verstappen fagnaði sigri í Japan: „Þetta er ansi dýr sláttuvél“ Sjáðu magnaðan lokahring Verstappen: „Jafnvel sá besti á ferli Max" Verstappen á ráspólnum í Japan „Það er algjört kjaftæði“ Pérez rætt við nokkur lið um endurkomu Sjá meira
Schumacher hefur ekki sýnt nógu mikið með bandaríska liðinu undanfarin tvö ár til þess að halda sæti sínu á 2023 tímabilinu. Mick Schumacher will leave Haas at the end of the season#F1 pic.twitter.com/Tnz004sRS0— Formula 1 (@F1) November 17, 2022 Schumacher er auðvitað sonur sjöfalda heimsmeistarans Michael Schumacher en faðir hann var búinn að vinna tvo heimsmeistaratitla þegar strákurinn kom í heiminn árið 1999 og vann fimm heimsmeistaratitla á fyrstu sex árunum í lífi Mick. Schumacher er nú 23 ára gamall en hinn 35 ára gamli Hulkenberg er að fara að keppa í fyrsta sinn í formúlu eitt síðan að Renault lét hann fara árið 2019. Eina mögulega sætið sem er eftir í formúlu eitt er ef Bandaríkjamanninum Logan Sargeant mistekst á ná í nægilega mörg stig í lokamóti formúlu tvö en annars tryggir hann sér sæti í Williams liðinu. Williams menn gáfu það út að Sargeant fengu sætið ef hann nær að komast áfram. Hann þarf að enda áttundi eða ofar en er nú í þriðja sæti. Schumacher fékk samtals tólf stig á þessu tímabili en liðsfélagi hans, Kevin Magnussen, náði í 25 stig. Schumacher hefur líka lent í mörgum árekstrum sem hafa auðvitað mikil áhrif á stigasöfnun hans. Besta leiðin fyrir Schumacher er væntanlega að verða varamaður hjá einhverju liði og hann gæti keppt um slíkt sæti hjá Mercedes. Faðir hans Michael Schumacher átti góðan tíma hjá Mercedes og yfirmaðurinn Toto Wolff lét hafa eftir sér að Mercedes og Schumacher fjölskyldan tilheyrðu hvoru öðru. Schumacher byrjaði ökuferill sinn hjá undirfélagi Mercedes (Jordan) og endaði hann á þremur árum hjá Mercedes frá 2010 til 2012. Titlana vann hann hins vegar hjá Benetton og Ferrari. Mick Schumacher staðfesti fréttirnar á samfélagsmiðlum sínum eins og sjá má hér fyrir neðan. pic.twitter.com/pvm7CmEjLP— Mick Schumacher (@SchumacherMick) November 17, 2022
Akstursíþróttir Mest lesið Þórir ráðinn til HSÍ Handbolti Vardy blés í flautu dómarans þegar hann féll við Enski boltinn „Gætum ekki verið spenntari að koma aftur til Íslands“ Fótbolti Tímabilinu líklega lokið hjá Orra Fótbolti Leik lokið: Breiðablik - Víkingur 4-0 | Meistararnir með markaveislu í sólinni Íslenski boltinn Segir sína menn þurfa að vera í „meistara ásigkomulagi“ Körfubolti „Þetta var ákvörðun sem ég þurfti að taka“ Íslenski boltinn Sveindís fékk langþráð tækifæri í byrjunarliðinu Fótbolti Leggur til bíl ef félagið ákveður að ræna Antony Fótbolti „Kóngurinn á Íslandi, DeAndre Kane, bjargaði okkur“ Körfubolti Fleiri fréttir „Þetta var hræðilegt og 2025 verður sársaukafullt“ Piastri sigraði í Jeddah og leiðir keppni ökumanna Kallaði sig hálfvita eftir áreksturinn Segja fjörutíu milljarða í boði fyrir Verstappen Max svaraði Marko fullum hálsi Hefur áhyggjur af framtíð Verstappen Piastri hleypti engum fram úr og fagnaði fyrsta sigrinum Schumacher skrifaði nafnið sitt á hjálm „Eins og ég hafi aldrei keyrt Formúlu 1 bíl“ „Vandamálið er mín megin og ég verð að bæta mig“ Blótar háum sektum fyrir það að blóta Schumacher orðinn afi Verstappen fagnaði sigri í Japan: „Þetta er ansi dýr sláttuvél“ Sjáðu magnaðan lokahring Verstappen: „Jafnvel sá besti á ferli Max" Verstappen á ráspólnum í Japan „Það er algjört kjaftæði“ Pérez rætt við nokkur lið um endurkomu Sjá meira