Verstappen ósáttur með meðferð fjölmiðla eftir atvikið í Brasilíu og segir skrif þeirra ógeðsleg Smári Jökull Jónsson skrifar 17. nóvember 2022 19:30 Max Verstappen og Sergio Perez ræða málin fyrir kappaksturinn í Abu Dhabi um helgina. Vísir/Getty Max Verstappen er síður en svo sáttur með meðferðina sem hann hefur fengið í fjölmiðlum undanfarna daga. Verstappen hefur fengið mikla gagnrýni eftir að hafa neitað að hleypa liðsfélaga sínum fram úr í lok Formúlu 1 kappakstursins í Brasilíu. Í kappakstrinum í Sao Paulo á sunnudaginn neitaði Verstappen að gefa eftir sæti sitt í kappakstrinum til liðsfélaga síns hjá Red Bull, Sergio Perez. Verstappen er löngu búinn að tryggja sér sigur í heimsmeistarakeppni ökumanna en Perez á í harðri baráttu um annað sætið í þeirri keppni. Eftir kappaksturinn var Sergio Perez augljóslega ósáttur með að Verstappen hafi hundsað skipanir liðsstjóranna, sérstaklega í því ljósi að hann hefur stutt Verstappen og hjálpað honum að vinna heimsmeistaratitla tvö ár í röð. View this post on Instagram A post shared by FORMULA 1® (@f1) Í kjölfar atviksins spratt upp mikil umræða á samfélagsmiðlum þar sem Verstappen var harðlega gagnrýndur og sakaður um að vera hræðilegur liðsfélagi. Nú hefur Verstappen svarað fyrir umræðuna sem hann segir hafa gengið allt of langt. „Að henda mér strax fyrir rútuna er frekar fáránlegt ef ég á að vera heiðarlegur,“ sagði Verstappen um meðferðina sem hann hefur fengið í fjölmiðlum. „Þeir vita ekkert um hvernig ég vinn innan liðsins og hvað liðið er ánægt með hjá mér. Hlutirnir sem ég hef lesið eru frekar ógeðslegir.“ Ummæli Verstappen féllu á blaðamannafundi sem haldinn var í dag en næsti kappakstur í Formúlu 1 er í Abu Dhabi um helgina. Verstappen segir að fjölskylda sín hafi einnig fengið að finna fyrir því á samfélagsmiðlum. „Fjölskylda mín hefur orðið fyrir árásum. Systir mín, mamma mín, kærasta mín og pabbi minn hafa öll fengið hótanir. Það er er of langt gengið þegar þú veist ekki staðreyndir málsins. Það verður að stoppa þetta.“ „Ef þú hefur eitthvað við mig að sakast þá er það í góðu lagi. Að fara á eftir fjölskyldu minni er óásættanlegt.“ Hann segir að sambandið við Sergio Perez, sem oftast er kallaður Checo, sé gott. „Við höldum áfram. Í sannleika sagt þá á ég í mjög góðu sambandi við Checo. Ég skil ekki af hverju fólk ræðst að mér þegar það hefur ekki heildarmyndina fyrir framan sig.“ Akstursíþróttir Mest lesið Þessir þurfa að heilla Amorim Enski boltinn „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ Íslenski boltinn Brynjólfur Andersen með tvö gegn Wrexham Fótbolti Kom ekkert annað til greina en West Ham hjá Wilson Enski boltinn Luka framlengir til þriggja ára í Los Angeles Körfubolti Stórt tap á Ítalíu Körfubolti Ísland mátti þola stórt tap Körfubolti Grindavík fær leikstjórnanda frá Grikklandi Körfubolti „Hefðum ekki átt að tapa þessum leik“ Íslenski boltinn Ramsdale mættur til Newcastle Enski boltinn Fleiri fréttir Þessir þurfa að heilla Amorim Kom ekkert annað til greina en West Ham hjá Wilson Grindavík fær leikstjórnanda frá Grikklandi Brynjólfur Andersen með tvö gegn Wrexham Stórt tap á Ítalíu Ísland mátti þola stórt tap Ramsdale mættur til Newcastle Eggert Aron skoraði og lagði upp í stórsigri Brann „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ Luka framlengir til þriggja ára í Los Angeles „Hefðum ekki átt að tapa þessum leik“ Davíð Snær og Guðlaugur Victor lögðu upp mörk „Ég vona að tjaldið mitt sé ennþá þarna, það verður gaman í kvöld“ Leclerc óvænt á ráspól í Ungverjalandi Ledecky lenti í vandræðum en hélt krúnunni Arnór og Ísak skoruðu í stórfurðulegum tíu marka leik Settu Íslandsmet í síðasta sundinu á HM í Singapúr Isak snýr aftur til æfinga með Newcastle Uppgjörið: ÍBV - KR 2-1 | Fyrirliðinn tryggði fögnuð í Eyjum „Einhver blástur en ekkert sem á að hafa svakaleg áhrif“ Handtekin fyrir að lemja kærastann en hann vildi ekki kæra „Mikilvægt að fá nýjan og ferskan Blæ inn í þetta“ Newcastle býður í Sesko Son spilar sinn síðasta leik fyrir Tottenham á morgun „Erfið og flókin staða“ Sveindís spilaði fyrsta leikinn fyrir Angel City Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög „Úrvalsdeildarliðum verður ekki fækkað niður í 18“ Dagskráin í dag: Þjóðhátíðarleikur í Eyjum og allskonar annað Sjá meira
Í kappakstrinum í Sao Paulo á sunnudaginn neitaði Verstappen að gefa eftir sæti sitt í kappakstrinum til liðsfélaga síns hjá Red Bull, Sergio Perez. Verstappen er löngu búinn að tryggja sér sigur í heimsmeistarakeppni ökumanna en Perez á í harðri baráttu um annað sætið í þeirri keppni. Eftir kappaksturinn var Sergio Perez augljóslega ósáttur með að Verstappen hafi hundsað skipanir liðsstjóranna, sérstaklega í því ljósi að hann hefur stutt Verstappen og hjálpað honum að vinna heimsmeistaratitla tvö ár í röð. View this post on Instagram A post shared by FORMULA 1® (@f1) Í kjölfar atviksins spratt upp mikil umræða á samfélagsmiðlum þar sem Verstappen var harðlega gagnrýndur og sakaður um að vera hræðilegur liðsfélagi. Nú hefur Verstappen svarað fyrir umræðuna sem hann segir hafa gengið allt of langt. „Að henda mér strax fyrir rútuna er frekar fáránlegt ef ég á að vera heiðarlegur,“ sagði Verstappen um meðferðina sem hann hefur fengið í fjölmiðlum. „Þeir vita ekkert um hvernig ég vinn innan liðsins og hvað liðið er ánægt með hjá mér. Hlutirnir sem ég hef lesið eru frekar ógeðslegir.“ Ummæli Verstappen féllu á blaðamannafundi sem haldinn var í dag en næsti kappakstur í Formúlu 1 er í Abu Dhabi um helgina. Verstappen segir að fjölskylda sín hafi einnig fengið að finna fyrir því á samfélagsmiðlum. „Fjölskylda mín hefur orðið fyrir árásum. Systir mín, mamma mín, kærasta mín og pabbi minn hafa öll fengið hótanir. Það er er of langt gengið þegar þú veist ekki staðreyndir málsins. Það verður að stoppa þetta.“ „Ef þú hefur eitthvað við mig að sakast þá er það í góðu lagi. Að fara á eftir fjölskyldu minni er óásættanlegt.“ Hann segir að sambandið við Sergio Perez, sem oftast er kallaður Checo, sé gott. „Við höldum áfram. Í sannleika sagt þá á ég í mjög góðu sambandi við Checo. Ég skil ekki af hverju fólk ræðst að mér þegar það hefur ekki heildarmyndina fyrir framan sig.“
Akstursíþróttir Mest lesið Þessir þurfa að heilla Amorim Enski boltinn „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ Íslenski boltinn Brynjólfur Andersen með tvö gegn Wrexham Fótbolti Kom ekkert annað til greina en West Ham hjá Wilson Enski boltinn Luka framlengir til þriggja ára í Los Angeles Körfubolti Stórt tap á Ítalíu Körfubolti Ísland mátti þola stórt tap Körfubolti Grindavík fær leikstjórnanda frá Grikklandi Körfubolti „Hefðum ekki átt að tapa þessum leik“ Íslenski boltinn Ramsdale mættur til Newcastle Enski boltinn Fleiri fréttir Þessir þurfa að heilla Amorim Kom ekkert annað til greina en West Ham hjá Wilson Grindavík fær leikstjórnanda frá Grikklandi Brynjólfur Andersen með tvö gegn Wrexham Stórt tap á Ítalíu Ísland mátti þola stórt tap Ramsdale mættur til Newcastle Eggert Aron skoraði og lagði upp í stórsigri Brann „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ Luka framlengir til þriggja ára í Los Angeles „Hefðum ekki átt að tapa þessum leik“ Davíð Snær og Guðlaugur Victor lögðu upp mörk „Ég vona að tjaldið mitt sé ennþá þarna, það verður gaman í kvöld“ Leclerc óvænt á ráspól í Ungverjalandi Ledecky lenti í vandræðum en hélt krúnunni Arnór og Ísak skoruðu í stórfurðulegum tíu marka leik Settu Íslandsmet í síðasta sundinu á HM í Singapúr Isak snýr aftur til æfinga með Newcastle Uppgjörið: ÍBV - KR 2-1 | Fyrirliðinn tryggði fögnuð í Eyjum „Einhver blástur en ekkert sem á að hafa svakaleg áhrif“ Handtekin fyrir að lemja kærastann en hann vildi ekki kæra „Mikilvægt að fá nýjan og ferskan Blæ inn í þetta“ Newcastle býður í Sesko Son spilar sinn síðasta leik fyrir Tottenham á morgun „Erfið og flókin staða“ Sveindís spilaði fyrsta leikinn fyrir Angel City Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög „Úrvalsdeildarliðum verður ekki fækkað niður í 18“ Dagskráin í dag: Þjóðhátíðarleikur í Eyjum og allskonar annað Sjá meira