Góð og slæm helgi: Sofandi á bekknum í vinnunni sinni í NFL-deildinni Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 18. nóvember 2022 14:30 Lokasóknin fór yfir þá sem áttu góða og slæma helgi. S2 Sport Lokasóknin fer að venju yfir hverja helgi í NFL-deildinni á þriðjudögum og fastur liður er að fara yfir þá sem áttu góða og slæma helgi. Tíunda vikan bauð að sjálfsögðu upp á fullt að fróðlegum og furðulegum frammistöðum og því var auðvitað af nægu að taka. „Við ætlum að byrja á einu svona óvenjulegu því að Jacksonville Jaguars byrjaði leikinn sinn á því að fara í onside kick. Þetta sér maður ekki á hverjum degi og þeir ná boltanum,“ sagði Andri Ólafsson, umsjónarmaður Lokasóknarinnar. „Eina leiðin til að vinna Kansas City Chiefs er með því að hugsa út fyrir kassann og ég elska þetta,“ sagði Henry Birgir Gunnarsson. „Andy Reid er náttúrulega konungur brellukerfanna og hann er þjálfari Kansas. Doug Pederson, þjálfari Jaguars, var lærisveinn Reid í mörg ár. Þetta var því smá virðingarvottur við gamla karlinn,“ sagði Eiríkur Stefán Ásgeirsson. „Þeir töpuðu samt leiknum,“ skaut Andri inn í. Strákarnir fóru yfir góða helgin hjá Detroit Lions en Ljónin voru létt í lund og átu Birnina í frábærum leik. Ofurstjarnan Justin Fields átti samt annað stjörnuleik í liði Chicago Bears og er algjörlega óstövandi þessa dagana. Þetta var góð helgi fyrir Tua Tagovailoa og félaga í Miami Dolphins sem geta ekki hætt að vinna. „Tua Tagovailoa er taplaus í vetur þegar hann hefur spilað allan leikinn með Miami,“ sagði Andri. „Þetta Miami lið er sjóðheitt. Þeir eru með frábæra útherja í Tyreek Hill og Jaylen Waddle, með mjög traustan hlaupaleik og eru líka með mjög fína vörn. Vörn sem getur skorað stig. Þetta er mjög spennandi lið og þetta er ungt lið. Þeir eiga enn valrétti inni og það eru mjög skemmtilegir hlutir að gerast í Miami,“ sagði Eiríkur Stefán. „Lykilþátturinn í þessu öllu var alltaf Tua. Fyrir tímabilið voru efasemdir um að hann væri lausnin en hann er að sýna það núna að hann er sannarlega lausnin,“ sagði Eiríkur Stefán. „Það sem gerir þennan leik auðvitað sérstakan er að þetta er í fyrsta skiptið síðan 2003 sem Miami þarf ekki að punta einu sinni í leiknum,“ sagði Henry Birgir. „Við erum með myndir því þetta er punterinn hjá Miami,“ sagði Andri. „Þetta er Thomas Morstead sofandi á bekknum í vinnunni,“ sagði Henry en það má sjá þetta og fleiri gott og slæmt frá helginni í myndbandinu hér fyrir neðan. Klippa: Lokasóknin: Góð og slæm helgi í tíundu viku NFL Mest lesið Brenndi á sér höndina áður en hann kýldi í borðið Sport Moyes ældi alla leiðina til Eyja Enski boltinn Mbappé vann PSG og fær níu milljarða Fótbolti Romano segir fólki að fylgjast með Alberti í janúar Fótbolti Vísa á bug fullyrðingum Bruno sem hafa valdið fjaðrafoki Enski boltinn Gestgjafar HM bjóða Íslandi heim í leik Fótbolti Á hækjum á milli leikja og þoldi sífellt verri sársauka Handbolti Segir að Salah muni sjá eftir því að fara í janúar Enski boltinn Sjáðu mörkin úr ótrúlegu átta marka jafntefli á Old Trafford Enski boltinn Hlaut 21 árs dóm fyrir að aka inn í skrúðgönguna í Liverpool Enski boltinn Fleiri fréttir Hefur aldrei séð svona ofbeldi: „Þetta var allt of mikið“ Sjáðu flottasta mark í heimi árið 2025 Keflavík - Ármann | Ná nýliðarnir líka að hrella Keflvíkinga? Bonmatí og Dembele best í heimi Vísa á bug fullyrðingum Bruno sem hafa valdið fjaðrafoki Rodgers tekinn til starfa í Sádi-Arabíu Snorri kynnir EM-fara í vikunni Portúgal í stað Hollands í Formúlu 1 Gestgjafar HM bjóða Íslandi heim í leik Segir að Keflvíkingar hafi ekki þolað gott umtal Hlaut 21 árs dóm fyrir að aka inn í skrúðgönguna í Liverpool Mbappé vann PSG og fær níu milljarða Mega handvelja lið utan Evrópu inn í Meistaradeildina Bjarni segir Newcastle stærra félag en Tottenham Romano segir fólki að fylgjast með Alberti í janúar Mariah Carey skemmtir á opnunarhátíð Vetrarólympíuleikanna Moyes ældi alla leiðina til Eyja EM ekki í hættu Bróðirinn sendir Amorim skilaboð: „Frelsið Kobbie Mainoo“ Yngstur í sögu NBA til að skora fjörutíu stig „Besta frammistaða United undir stjórn Amorim“ Segir að Salah muni sjá eftir því að fara í janúar Sjáðu mörkin úr ótrúlegu átta marka jafntefli á Old Trafford Brenndi á sér höndina áður en hann kýldi í borðið Á hækjum á milli leikja og þoldi sífellt verri sársauka Dagskráin í dag: Lokasóknin, körfubolti og pílukast Eggaldin-bóndinn lét geitunginn ekki koma í veg fyrir sigur Skemmtilegt fyrir fólkið heima og United verðskuldaði sigur Dansað á línunni á Extraleikunum: „Ég labba nefnilega skakkt bara yfirhöfuð“ „Verið heiður að spila í appelsínugulu með frábærum liðsfélögum“ Sjá meira
Tíunda vikan bauð að sjálfsögðu upp á fullt að fróðlegum og furðulegum frammistöðum og því var auðvitað af nægu að taka. „Við ætlum að byrja á einu svona óvenjulegu því að Jacksonville Jaguars byrjaði leikinn sinn á því að fara í onside kick. Þetta sér maður ekki á hverjum degi og þeir ná boltanum,“ sagði Andri Ólafsson, umsjónarmaður Lokasóknarinnar. „Eina leiðin til að vinna Kansas City Chiefs er með því að hugsa út fyrir kassann og ég elska þetta,“ sagði Henry Birgir Gunnarsson. „Andy Reid er náttúrulega konungur brellukerfanna og hann er þjálfari Kansas. Doug Pederson, þjálfari Jaguars, var lærisveinn Reid í mörg ár. Þetta var því smá virðingarvottur við gamla karlinn,“ sagði Eiríkur Stefán Ásgeirsson. „Þeir töpuðu samt leiknum,“ skaut Andri inn í. Strákarnir fóru yfir góða helgin hjá Detroit Lions en Ljónin voru létt í lund og átu Birnina í frábærum leik. Ofurstjarnan Justin Fields átti samt annað stjörnuleik í liði Chicago Bears og er algjörlega óstövandi þessa dagana. Þetta var góð helgi fyrir Tua Tagovailoa og félaga í Miami Dolphins sem geta ekki hætt að vinna. „Tua Tagovailoa er taplaus í vetur þegar hann hefur spilað allan leikinn með Miami,“ sagði Andri. „Þetta Miami lið er sjóðheitt. Þeir eru með frábæra útherja í Tyreek Hill og Jaylen Waddle, með mjög traustan hlaupaleik og eru líka með mjög fína vörn. Vörn sem getur skorað stig. Þetta er mjög spennandi lið og þetta er ungt lið. Þeir eiga enn valrétti inni og það eru mjög skemmtilegir hlutir að gerast í Miami,“ sagði Eiríkur Stefán. „Lykilþátturinn í þessu öllu var alltaf Tua. Fyrir tímabilið voru efasemdir um að hann væri lausnin en hann er að sýna það núna að hann er sannarlega lausnin,“ sagði Eiríkur Stefán. „Það sem gerir þennan leik auðvitað sérstakan er að þetta er í fyrsta skiptið síðan 2003 sem Miami þarf ekki að punta einu sinni í leiknum,“ sagði Henry Birgir. „Við erum með myndir því þetta er punterinn hjá Miami,“ sagði Andri. „Þetta er Thomas Morstead sofandi á bekknum í vinnunni,“ sagði Henry en það má sjá þetta og fleiri gott og slæmt frá helginni í myndbandinu hér fyrir neðan. Klippa: Lokasóknin: Góð og slæm helgi í tíundu viku
NFL Mest lesið Brenndi á sér höndina áður en hann kýldi í borðið Sport Moyes ældi alla leiðina til Eyja Enski boltinn Mbappé vann PSG og fær níu milljarða Fótbolti Romano segir fólki að fylgjast með Alberti í janúar Fótbolti Vísa á bug fullyrðingum Bruno sem hafa valdið fjaðrafoki Enski boltinn Gestgjafar HM bjóða Íslandi heim í leik Fótbolti Á hækjum á milli leikja og þoldi sífellt verri sársauka Handbolti Segir að Salah muni sjá eftir því að fara í janúar Enski boltinn Sjáðu mörkin úr ótrúlegu átta marka jafntefli á Old Trafford Enski boltinn Hlaut 21 árs dóm fyrir að aka inn í skrúðgönguna í Liverpool Enski boltinn Fleiri fréttir Hefur aldrei séð svona ofbeldi: „Þetta var allt of mikið“ Sjáðu flottasta mark í heimi árið 2025 Keflavík - Ármann | Ná nýliðarnir líka að hrella Keflvíkinga? Bonmatí og Dembele best í heimi Vísa á bug fullyrðingum Bruno sem hafa valdið fjaðrafoki Rodgers tekinn til starfa í Sádi-Arabíu Snorri kynnir EM-fara í vikunni Portúgal í stað Hollands í Formúlu 1 Gestgjafar HM bjóða Íslandi heim í leik Segir að Keflvíkingar hafi ekki þolað gott umtal Hlaut 21 árs dóm fyrir að aka inn í skrúðgönguna í Liverpool Mbappé vann PSG og fær níu milljarða Mega handvelja lið utan Evrópu inn í Meistaradeildina Bjarni segir Newcastle stærra félag en Tottenham Romano segir fólki að fylgjast með Alberti í janúar Mariah Carey skemmtir á opnunarhátíð Vetrarólympíuleikanna Moyes ældi alla leiðina til Eyja EM ekki í hættu Bróðirinn sendir Amorim skilaboð: „Frelsið Kobbie Mainoo“ Yngstur í sögu NBA til að skora fjörutíu stig „Besta frammistaða United undir stjórn Amorim“ Segir að Salah muni sjá eftir því að fara í janúar Sjáðu mörkin úr ótrúlegu átta marka jafntefli á Old Trafford Brenndi á sér höndina áður en hann kýldi í borðið Á hækjum á milli leikja og þoldi sífellt verri sársauka Dagskráin í dag: Lokasóknin, körfubolti og pílukast Eggaldin-bóndinn lét geitunginn ekki koma í veg fyrir sigur Skemmtilegt fyrir fólkið heima og United verðskuldaði sigur Dansað á línunni á Extraleikunum: „Ég labba nefnilega skakkt bara yfirhöfuð“ „Verið heiður að spila í appelsínugulu með frábærum liðsfélögum“ Sjá meira