Noregur kom til baka og tryggði sér níunda Evrópumeistaratitilinn Smári Jökull Jónsson skrifar 20. nóvember 2022 21:07 Norska liðið fagnar Evrópumeistaratitlinum í kvöld. Vísir/EPA Noregur varð í kvöld Evrópumeistari kvenna í handknattleik þegar þær unnu 27-25 sigur á Dönum í úrslitaleik. Þórir Hergeirsson vinnur þar með sín níundu gullverðlaun á stórmóti sem þjálfari norska liðsins. Noregur var ríkjandi Evrópumeistari fyrir úrslitaleikinn en Danir voru hins vegar í fyrsta sinn í úrslitaleik á stórmóti í átján ár. Það voru Danir sem byrjuðu betur í dag. Norska liðið var í vandræðum í sókninni og fór oft illa að ráði sínu. Danir komust í 10-6 og leiddu með þremur mörkum í leikhléi, staðan þá 15-12. Í síðari hálfleik héldu Danir lengst af forystunni. Þeir leiddu meðal annars 22-18 en þá fór norska vörnin í gang með Katrine Lunde í stuði þar fyrir aftan. Norðmenn skoruðu fjögur mörk í röð og jöfnuðu í 22-22. Katrine Lunde stepped in the final and no one can miss her entry @katrinelundenor #playwithheart | #ehfeuro2022 | @NORhandball pic.twitter.com/QOIxZ67Swk— EHF EURO (@EHFEURO) November 20, 2022 Undir lokin var reynsla Norðmanna svo dýrmæt. Danir voru áfram í brasi sóknarlega á meðan lykilleikmenn Norðmanna stigu upp. Lokatölur 27-25 og Norðmenn fögnuðu gríðarlega í leikslok. Nora Mörk var frábær hjá Noregi í dag og var valin maður leiksins. Hún skoraði átta mörk og tók af skarið sóknarlega þegar á þurfti að halda. Katrine Lunde kom inn í síðari hálfleiknum og varði mikilvæg skot undir lokin. Fögnuðurinn í leikslok var ósvikinn.Vísir/EPA Hjá Dönum var Louise Burgaard markahæst með sex mörk og Emma Friis skoraði fimm. Hin norska Henny Reindal var valin besti leikmaður Evrópumótsins og fékk verðlaun afhent í lok leiks. EM kvenna í handbolta 2022 Mest lesið Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Fótbolti Liverpool - Real Madrid | Risarnir mætast á Anfield Fótbolti Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Fótbolti Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Handbolti Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Fótbolti Falla fleiri gleðitár hjá fjölskyldu Viktors í kvöld? Fótbolti Slavia Prag engin fyrirstaða fyrir Arsenal Fótbolti Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Handbolti „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Íslenski boltinn PSG - Bayern | Meistararnir gegn liðinu sem vinnur alltaf Fótbolti Fleiri fréttir Bikarmeistararnir fara norður Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Alfreð klæddist kvennatreyjunni á leiknum við Ísland Forðuðu sér frá bráðsmitandi óléttu í Fram Dönsk landsliðskona eignaðist barn tólf vikum fyrir tímann Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 29-31 | Svöruðu skellinum með frábærum sigri Kærastan tók eftir því að eitthvað var að KA/Þór gerði jafntefli við botnliðið Valskonur unnu 24 marka sigur og ÍR upp í annað sætið „Fannst þetta verða svartara og svartara“ Alfreð hissa: Veit að Íslendingar geta mun betur Andri kallaður inn í hópinn fyrir meiddan Hauk Arnór Snær snýr aftur heim Besta handboltadeild heims missir aðalstyrktaraðila sinn Grafalvarleg staða: „Þurfum að fara í sársaukafullar aðgerðir“ ÍR áfram eftir sigur í Mosfellsbæ Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 42-31 | Þrot í Þýskalandi Tilkynnti um óléttu og nýjan samning á sama tíma Patrekur hættur eftir dapurt gengi Stjörnunnar Rekinn fyrir ummæli sín um krabbameinssjúka handboltagoðsögn Janus Daði myndaður í heimsókn hjá Barcelona Epicbet sýni handboltann í leyfisleysi: „Enda ólöglegar síður“ Teitur inn í landsliðið Gísli bjó til meira en þriðjung markanna Haukur magnaður í sigri Löwen Blær skoraði þrjú og lagði upp jöfnunarmarkið KA/Þór sótti sigur gegn Fram og stigalausar Stjörnukonur Fram kjöldró HK og spenna í Eyjum Meistararnir unnu gegn ÍBV og ÍR hafði betur gegn Selfyssingum Sjá meira
Noregur var ríkjandi Evrópumeistari fyrir úrslitaleikinn en Danir voru hins vegar í fyrsta sinn í úrslitaleik á stórmóti í átján ár. Það voru Danir sem byrjuðu betur í dag. Norska liðið var í vandræðum í sókninni og fór oft illa að ráði sínu. Danir komust í 10-6 og leiddu með þremur mörkum í leikhléi, staðan þá 15-12. Í síðari hálfleik héldu Danir lengst af forystunni. Þeir leiddu meðal annars 22-18 en þá fór norska vörnin í gang með Katrine Lunde í stuði þar fyrir aftan. Norðmenn skoruðu fjögur mörk í röð og jöfnuðu í 22-22. Katrine Lunde stepped in the final and no one can miss her entry @katrinelundenor #playwithheart | #ehfeuro2022 | @NORhandball pic.twitter.com/QOIxZ67Swk— EHF EURO (@EHFEURO) November 20, 2022 Undir lokin var reynsla Norðmanna svo dýrmæt. Danir voru áfram í brasi sóknarlega á meðan lykilleikmenn Norðmanna stigu upp. Lokatölur 27-25 og Norðmenn fögnuðu gríðarlega í leikslok. Nora Mörk var frábær hjá Noregi í dag og var valin maður leiksins. Hún skoraði átta mörk og tók af skarið sóknarlega þegar á þurfti að halda. Katrine Lunde kom inn í síðari hálfleiknum og varði mikilvæg skot undir lokin. Fögnuðurinn í leikslok var ósvikinn.Vísir/EPA Hjá Dönum var Louise Burgaard markahæst með sex mörk og Emma Friis skoraði fimm. Hin norska Henny Reindal var valin besti leikmaður Evrópumótsins og fékk verðlaun afhent í lok leiks.
EM kvenna í handbolta 2022 Mest lesið Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Fótbolti Liverpool - Real Madrid | Risarnir mætast á Anfield Fótbolti Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Fótbolti Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Handbolti Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Fótbolti Falla fleiri gleðitár hjá fjölskyldu Viktors í kvöld? Fótbolti Slavia Prag engin fyrirstaða fyrir Arsenal Fótbolti Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Handbolti „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Íslenski boltinn PSG - Bayern | Meistararnir gegn liðinu sem vinnur alltaf Fótbolti Fleiri fréttir Bikarmeistararnir fara norður Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Alfreð klæddist kvennatreyjunni á leiknum við Ísland Forðuðu sér frá bráðsmitandi óléttu í Fram Dönsk landsliðskona eignaðist barn tólf vikum fyrir tímann Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 29-31 | Svöruðu skellinum með frábærum sigri Kærastan tók eftir því að eitthvað var að KA/Þór gerði jafntefli við botnliðið Valskonur unnu 24 marka sigur og ÍR upp í annað sætið „Fannst þetta verða svartara og svartara“ Alfreð hissa: Veit að Íslendingar geta mun betur Andri kallaður inn í hópinn fyrir meiddan Hauk Arnór Snær snýr aftur heim Besta handboltadeild heims missir aðalstyrktaraðila sinn Grafalvarleg staða: „Þurfum að fara í sársaukafullar aðgerðir“ ÍR áfram eftir sigur í Mosfellsbæ Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 42-31 | Þrot í Þýskalandi Tilkynnti um óléttu og nýjan samning á sama tíma Patrekur hættur eftir dapurt gengi Stjörnunnar Rekinn fyrir ummæli sín um krabbameinssjúka handboltagoðsögn Janus Daði myndaður í heimsókn hjá Barcelona Epicbet sýni handboltann í leyfisleysi: „Enda ólöglegar síður“ Teitur inn í landsliðið Gísli bjó til meira en þriðjung markanna Haukur magnaður í sigri Löwen Blær skoraði þrjú og lagði upp jöfnunarmarkið KA/Þór sótti sigur gegn Fram og stigalausar Stjörnukonur Fram kjöldró HK og spenna í Eyjum Meistararnir unnu gegn ÍBV og ÍR hafði betur gegn Selfyssingum Sjá meira