Húsleit í rannsókn á spillingu í kringum Ólympíuleikana Kjartan Kjartansson skrifar 25. nóvember 2022 09:08 Teymi saksóknara á leið inn í höfuðstöðvar Dentsu í Tókýó í morgun. AP/Kyodo News Saksóknarar í Tókýó gerðu húsleit hjá stórri auglýsingastofu og viðburðafyrirtæki í tengslum við rannsókn á spillingu sem er talin hafa átt sér stað í kringum Ólypmpíuleikana sem voru haldnir í borginni. Fyrirtækin eru grunuð um að hafa hagrætt útboðum sem tengdust leikunum. Dentsu er stærsta auglýsingastofa Japans og er með yfirburðastöðu í skipulagningu viðburða, markaðssetningu og almannatengslum. Starfsmenn þess tóku þátt í landa Ólympíuleikunum í Tókýó og seldu svo auglýsingar innanlands fyrir metupphæðir, að sögn AP-fréttastofunnar. Fyrrverandi framkvæmdastjóri Dentsu hefur ítrekað verið handtekinn undanfarna mánuði en hann er sakaður um að hafa þegið mútur frá fyrirtækjum sem vildu verða styrktaraðilar leikanna. Rannsóknin á spillingunni er nú sögð hafa teygt út anga sína og hún beinist nú einnig að því að Dentsu hafi hagrætt útboði í tengslum við tilraunaviðburði fyrir stórmótið. Níu fyrirtæki og ein samtök eru sögð tengjast málinu og 3,6 milljónir dollara, jafnvirði um 508 milljóna íslenskra króna, eru sagðir hafa skipt um hendur. Ólympíuleikunum sem áttu að fara fram árið 2020 var frestað um eitt ár vegna kórónuveiruheimsfaraldursins. Vangaveltur eru uppi um að hneykslismálið í kringum múturnar gætu skaðað möguleika Japana á að fá vetrarólympíuleikana sem þær sækjast eftir árið 2030. Japan Ólympíuleikar 2020 í Tókýó Tengdar fréttir Japanskur kaupahéðinn segist hafa gefið spilltum Ólympíunefndarmanni dýrar gjafir Fulltrúi í skipulagsnefnd Ólympíuleikanna í Tókýó segir að hann hafi gefið fyrrverandi nefndarmanni í Alþjóðaólympíunefndinni gjafir eins og stafrænar myndavélar og úr til að sannfæra hann um að styðja Tókýó í valinu á gestgjafa leikanna. Nefndarmaðurinn er grunaður um mútuþægni. 31. mars 2020 11:17 Mest lesið Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Innlent Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Innlent „Vona að þú sofir vel“ Innlent PAP vann stórsigur í Singapúr Erlent „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Innlent Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Erlent „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Innlent Birti mynd af sér í páfaskrúða Erlent Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Erlent Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Innlent Fleiri fréttir PAP vann stórsigur í Singapúr Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Verkamannaflokkurinn bar sigur úr býtum Íbúar Nuuk orðnir tuttugu þúsund Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Umsetin af krókódílum í 36 klukkutíma eftir nauðlendingu Birti mynd af sér í páfaskrúða Sögulegur sigur Umbótaflokks og skipbrot stóru flokkanna tveggja Kosningar í Ástralíu: Fylgi Íhaldsflokksins dvínar vegna framgöngu Trump Fyrirgefur fjölskyldunni og leitar sátta Gera úkraínsk ungmenni að sjálfsmorðssprengjumönnum Brand fær að ganga laus á meðan réttað er yfir honum Flokka Valkost fyrir Þýskaland sem öfgasamtök Segjast hafa lent í drónaárás á alþjóðlegu hafsvæði Drengnum sleppt en fleiri handteknir Munaði sex atkvæðum Waltz bolað úr embætti af Trump vegna Signal skilaboðanna Var svo „þreyttur á öllu“ að hann ákvað að aka inn í þvögu barna Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Sænskur blaðamaður dæmdur fyrir að móðga Erdogan Ellefu slasaðir og þrír alvarlega í Kaupmannahöfn Segja 4.700 Kimdáta hafa fallið eða særst Danakonungur til Grænlands í annað sinn á skömmum tíma Ungi morðinginn flúði nýverið af vistheimili Segir sveppaeitrunina hafa verið „hörmulegt óhapp“ Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Ungur maður handtekinn vegna morðanna í Uppsölum Sjá meira
Dentsu er stærsta auglýsingastofa Japans og er með yfirburðastöðu í skipulagningu viðburða, markaðssetningu og almannatengslum. Starfsmenn þess tóku þátt í landa Ólympíuleikunum í Tókýó og seldu svo auglýsingar innanlands fyrir metupphæðir, að sögn AP-fréttastofunnar. Fyrrverandi framkvæmdastjóri Dentsu hefur ítrekað verið handtekinn undanfarna mánuði en hann er sakaður um að hafa þegið mútur frá fyrirtækjum sem vildu verða styrktaraðilar leikanna. Rannsóknin á spillingunni er nú sögð hafa teygt út anga sína og hún beinist nú einnig að því að Dentsu hafi hagrætt útboði í tengslum við tilraunaviðburði fyrir stórmótið. Níu fyrirtæki og ein samtök eru sögð tengjast málinu og 3,6 milljónir dollara, jafnvirði um 508 milljóna íslenskra króna, eru sagðir hafa skipt um hendur. Ólympíuleikunum sem áttu að fara fram árið 2020 var frestað um eitt ár vegna kórónuveiruheimsfaraldursins. Vangaveltur eru uppi um að hneykslismálið í kringum múturnar gætu skaðað möguleika Japana á að fá vetrarólympíuleikana sem þær sækjast eftir árið 2030.
Japan Ólympíuleikar 2020 í Tókýó Tengdar fréttir Japanskur kaupahéðinn segist hafa gefið spilltum Ólympíunefndarmanni dýrar gjafir Fulltrúi í skipulagsnefnd Ólympíuleikanna í Tókýó segir að hann hafi gefið fyrrverandi nefndarmanni í Alþjóðaólympíunefndinni gjafir eins og stafrænar myndavélar og úr til að sannfæra hann um að styðja Tókýó í valinu á gestgjafa leikanna. Nefndarmaðurinn er grunaður um mútuþægni. 31. mars 2020 11:17 Mest lesið Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Innlent Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Innlent „Vona að þú sofir vel“ Innlent PAP vann stórsigur í Singapúr Erlent „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Innlent Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Erlent „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Innlent Birti mynd af sér í páfaskrúða Erlent Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Erlent Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Innlent Fleiri fréttir PAP vann stórsigur í Singapúr Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Verkamannaflokkurinn bar sigur úr býtum Íbúar Nuuk orðnir tuttugu þúsund Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Umsetin af krókódílum í 36 klukkutíma eftir nauðlendingu Birti mynd af sér í páfaskrúða Sögulegur sigur Umbótaflokks og skipbrot stóru flokkanna tveggja Kosningar í Ástralíu: Fylgi Íhaldsflokksins dvínar vegna framgöngu Trump Fyrirgefur fjölskyldunni og leitar sátta Gera úkraínsk ungmenni að sjálfsmorðssprengjumönnum Brand fær að ganga laus á meðan réttað er yfir honum Flokka Valkost fyrir Þýskaland sem öfgasamtök Segjast hafa lent í drónaárás á alþjóðlegu hafsvæði Drengnum sleppt en fleiri handteknir Munaði sex atkvæðum Waltz bolað úr embætti af Trump vegna Signal skilaboðanna Var svo „þreyttur á öllu“ að hann ákvað að aka inn í þvögu barna Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Sænskur blaðamaður dæmdur fyrir að móðga Erdogan Ellefu slasaðir og þrír alvarlega í Kaupmannahöfn Segja 4.700 Kimdáta hafa fallið eða særst Danakonungur til Grænlands í annað sinn á skömmum tíma Ungi morðinginn flúði nýverið af vistheimili Segir sveppaeitrunina hafa verið „hörmulegt óhapp“ Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Ungur maður handtekinn vegna morðanna í Uppsölum Sjá meira
Japanskur kaupahéðinn segist hafa gefið spilltum Ólympíunefndarmanni dýrar gjafir Fulltrúi í skipulagsnefnd Ólympíuleikanna í Tókýó segir að hann hafi gefið fyrrverandi nefndarmanni í Alþjóðaólympíunefndinni gjafir eins og stafrænar myndavélar og úr til að sannfæra hann um að styðja Tókýó í valinu á gestgjafa leikanna. Nefndarmaðurinn er grunaður um mútuþægni. 31. mars 2020 11:17