Jólasveinninn, Mikki mús og Jimmy Fallon gengu um götur New York Elma Rut Valtýsdóttir skrifar 25. nóvember 2022 14:29 Það var engin önnur en Mariah Carey sem lokaði göngunni. Instagram Þakkargjörðarhátíðin var haldin hátíðleg í gær víða um heim. Hátíðin er þó hvergi umfangsmeiri en í Bandaríkjunum þar sem farið er alla leið. Verslunarkeðjan Macy's stóð fyrir sinni árlega Þakkargjarðarskrúðgöngu í New York í gær þar sem engin önnur en „drottning jólanna“ Mariah Carey tók lagið. Um er að ræða árlegan fögnuð Macy's sem haldinn var í 96. sinn en gangan var haldin fyrst árið 1924. Will Coss, aðalskipuleggjandi göngunnar, segir eina markmiðið vera að gleðja fólk út um gjörvallan heim. Um þrjár milljónir manns mæta í gönguna á hverju ári en auk þess er hún sýnd á sjónvarpsstöðinni NBC þar sem allur heimurinn getur fylgst með. Á síðasta ári horfðu rúmlega tuttugu og fjórar milljónir manns á gönguna í sjónvarpinu. Þá hefur útsending frá fögnuðinum meðal annars hlotið Emmy verðlaun. View this post on Instagram A post shared by Mariah Carey (@mariahcarey) Stjörnur og uppblásnar fígúrur Það er óhætt að segja að öllu hafi verið tjaldað til við gönguna í gær sem innihélt tuttugu og átta stórglæsilega vagna. Á þeim vögnum voru stjörnur á borð við Mariuh Carey, Jimmy Fallon, Jordin Sparks, Paulu Abdul, Adam Devine, Söruh Hyland, Mario Lopez, Seal Paul, Joss Stone og sjálfan jólasveininn. Þá mátti einnig sjá fjölmargar uppblásnar fígúrur sem eru löngu orðinn fastur liður í göngunni. Um er að ræða risastórar blöðrur en það þarf allt að hundrað starfsmenn til þess að halda í hverja blöðru. Sjálfur jólasveinnin lét sig ekki vanta.Getty/Gotham Sjónvarpsmaðurinn Jimmy Fallon var á einum vagni.Getty/Jose Perez Leikararnir Flula Borg, Adam DeVine og Sarah Hyland.Getty/Jose Perez/Bauer Griffin Paula Abdul tók lagið í göngunni.Getty/Gotham Söngkonan Jordin Sparks tók þátt í göngunni á þessum skrautlega vagni.Getty/Eugene Gologursky Ein af fígúrunum í ár var teiknimyndapersónan Stubbur Stjóri.Getty/Gotham Það þarf um áttatíu til hundrað manns til þess að halda í hverja fígúru.Getty/Gotham Kappi úr Hvolpasveitinni lét sig ekki vanta.Getty/Gotham Sjálf frelsisstyttan tók þátt í göngunni.Getty/Jose Perez Mikki mús og Mína mús tóku þátt.Getty/Gilbert Carrasquillo Fær ekki að vera drottning jólanna en mætti með kórónu Gengið var meðfram Central Park og niður 6. breiðgötu. Göngunni lauk svo við flaggskip Macy's á 34. götu þar sem sjálf „drottning jólanna“ Mariah Carey flutti jólalag allra jólalaga All I Want for Christmas is You. Þá vakti sérstaka lukku þegar börn Carey, tvíburarnir Morrocan og Monroe, birtust skyndilega upp úr jólapökkum á bak við söngkonuna og dönsuðu með móður sinni. Carey hefur undanfarið staðið í baráttu um titilinn „drottning jólanna“. Vildi hún gera titilinn að vörumerki sem hún ein hefði leyfi til að nota. Aðrar tónlistarkonur mótmæltu og fór málið svo að Carey fær ekki einkaleyfi fyrir titlinum, að minnsta kosti ekki í bili. Það verður því að teljast einstaklega táknrænt að Carey hafi mætt með kórónu á viðburðinn. Atriðið má sjá í spilaranum hér fyrir neðan. Bandaríkin Mest lesið Nýju fötin forsetans Lífið Skammar vini sína: „Hættum Happy birthday á Facebook“ Menning Sunneva veltir Evu Ruzu úr sessi Lífið Klórar sér í kollinum yfir nýrri göngubrú: Margt „mjög sérstakt“ sem menn hafi búið til síðustu ár Menning Einfaldar leiðir til að róa taugakerfið Lífið Flugfreyjusætið var inni á klósettinu Lífið Fáklædd og glæsileg við sundlaugarbakkann Lífið Ein glæsilegasta leikkona landsins á lausu Lífið Erla og Ólafur selja glæsilegt einbýli í Vesturbænum Lífið Lög Sálarinnar verða að kvikmynd Tónlist Fleiri fréttir Einfaldar leiðir til að róa taugakerfið Nýju fötin forsetans Erla og Ólafur selja glæsilegt einbýli í Vesturbænum Bubbi segir Hróa Hattar-brag á stuldinum Dúnmjúkir pizzasnúningar Fáklædd og glæsileg við sundlaugarbakkann Flugfreyjusætið var inni á klósettinu Sunneva veltir Evu Ruzu úr sessi Elskar Kennedy þó þeir ræði lítið pólitík í matarboðum Kennir kettinum hundatrix og heklar á hann föt Martin og Anna María selja hönnunaríbúð í Garðabæ Þaggar niður í orðrómi um sambandsslit Fjörutíu ára draumur Guðmundar rættist Gamlir samherjar funduðu á fiskistað Ein glæsilegasta leikkona landsins á lausu Saga Matthildur orðin tveggja barna móðir WikiLeaks og aðför stórvelda: Uppljóstrun aldarinnar undirbúin í Reykjavík Bryndís Haralds amman og Gunni Helga afinn Annie Mist á von á þriðja barninu Stjörnulífið: Skúli og Gríma orðin hjón Diddú gerir himneskt pestó og segist búa í Góða hirðinum „Ég hef verið mikill kvíðasjúklingur alveg síðan ég var barn“ Maðurinn sem Pink Floyd kveikti í er látinn Heilunarguðþjónustur í Lágafellskirkju njóta mikilla vinsælda „Maður getur þakkað íslenskum bókmenntum fyrir H.C. Andersen“ Krakkatía vikunnar: Strumparnir, borgarstjórar og tónlist Eldri menn hlógu þegar hún sótti um vinnu Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Sannfærð um að hún myndi aldrei geta átt gott líf Fréttatía vikunnar: Þýskaland, hetja og kaffihús Sjá meira
Um er að ræða árlegan fögnuð Macy's sem haldinn var í 96. sinn en gangan var haldin fyrst árið 1924. Will Coss, aðalskipuleggjandi göngunnar, segir eina markmiðið vera að gleðja fólk út um gjörvallan heim. Um þrjár milljónir manns mæta í gönguna á hverju ári en auk þess er hún sýnd á sjónvarpsstöðinni NBC þar sem allur heimurinn getur fylgst með. Á síðasta ári horfðu rúmlega tuttugu og fjórar milljónir manns á gönguna í sjónvarpinu. Þá hefur útsending frá fögnuðinum meðal annars hlotið Emmy verðlaun. View this post on Instagram A post shared by Mariah Carey (@mariahcarey) Stjörnur og uppblásnar fígúrur Það er óhætt að segja að öllu hafi verið tjaldað til við gönguna í gær sem innihélt tuttugu og átta stórglæsilega vagna. Á þeim vögnum voru stjörnur á borð við Mariuh Carey, Jimmy Fallon, Jordin Sparks, Paulu Abdul, Adam Devine, Söruh Hyland, Mario Lopez, Seal Paul, Joss Stone og sjálfan jólasveininn. Þá mátti einnig sjá fjölmargar uppblásnar fígúrur sem eru löngu orðinn fastur liður í göngunni. Um er að ræða risastórar blöðrur en það þarf allt að hundrað starfsmenn til þess að halda í hverja blöðru. Sjálfur jólasveinnin lét sig ekki vanta.Getty/Gotham Sjónvarpsmaðurinn Jimmy Fallon var á einum vagni.Getty/Jose Perez Leikararnir Flula Borg, Adam DeVine og Sarah Hyland.Getty/Jose Perez/Bauer Griffin Paula Abdul tók lagið í göngunni.Getty/Gotham Söngkonan Jordin Sparks tók þátt í göngunni á þessum skrautlega vagni.Getty/Eugene Gologursky Ein af fígúrunum í ár var teiknimyndapersónan Stubbur Stjóri.Getty/Gotham Það þarf um áttatíu til hundrað manns til þess að halda í hverja fígúru.Getty/Gotham Kappi úr Hvolpasveitinni lét sig ekki vanta.Getty/Gotham Sjálf frelsisstyttan tók þátt í göngunni.Getty/Jose Perez Mikki mús og Mína mús tóku þátt.Getty/Gilbert Carrasquillo Fær ekki að vera drottning jólanna en mætti með kórónu Gengið var meðfram Central Park og niður 6. breiðgötu. Göngunni lauk svo við flaggskip Macy's á 34. götu þar sem sjálf „drottning jólanna“ Mariah Carey flutti jólalag allra jólalaga All I Want for Christmas is You. Þá vakti sérstaka lukku þegar börn Carey, tvíburarnir Morrocan og Monroe, birtust skyndilega upp úr jólapökkum á bak við söngkonuna og dönsuðu með móður sinni. Carey hefur undanfarið staðið í baráttu um titilinn „drottning jólanna“. Vildi hún gera titilinn að vörumerki sem hún ein hefði leyfi til að nota. Aðrar tónlistarkonur mótmæltu og fór málið svo að Carey fær ekki einkaleyfi fyrir titlinum, að minnsta kosti ekki í bili. Það verður því að teljast einstaklega táknrænt að Carey hafi mætt með kórónu á viðburðinn. Atriðið má sjá í spilaranum hér fyrir neðan.
Bandaríkin Mest lesið Nýju fötin forsetans Lífið Skammar vini sína: „Hættum Happy birthday á Facebook“ Menning Sunneva veltir Evu Ruzu úr sessi Lífið Klórar sér í kollinum yfir nýrri göngubrú: Margt „mjög sérstakt“ sem menn hafi búið til síðustu ár Menning Einfaldar leiðir til að róa taugakerfið Lífið Flugfreyjusætið var inni á klósettinu Lífið Fáklædd og glæsileg við sundlaugarbakkann Lífið Ein glæsilegasta leikkona landsins á lausu Lífið Erla og Ólafur selja glæsilegt einbýli í Vesturbænum Lífið Lög Sálarinnar verða að kvikmynd Tónlist Fleiri fréttir Einfaldar leiðir til að róa taugakerfið Nýju fötin forsetans Erla og Ólafur selja glæsilegt einbýli í Vesturbænum Bubbi segir Hróa Hattar-brag á stuldinum Dúnmjúkir pizzasnúningar Fáklædd og glæsileg við sundlaugarbakkann Flugfreyjusætið var inni á klósettinu Sunneva veltir Evu Ruzu úr sessi Elskar Kennedy þó þeir ræði lítið pólitík í matarboðum Kennir kettinum hundatrix og heklar á hann föt Martin og Anna María selja hönnunaríbúð í Garðabæ Þaggar niður í orðrómi um sambandsslit Fjörutíu ára draumur Guðmundar rættist Gamlir samherjar funduðu á fiskistað Ein glæsilegasta leikkona landsins á lausu Saga Matthildur orðin tveggja barna móðir WikiLeaks og aðför stórvelda: Uppljóstrun aldarinnar undirbúin í Reykjavík Bryndís Haralds amman og Gunni Helga afinn Annie Mist á von á þriðja barninu Stjörnulífið: Skúli og Gríma orðin hjón Diddú gerir himneskt pestó og segist búa í Góða hirðinum „Ég hef verið mikill kvíðasjúklingur alveg síðan ég var barn“ Maðurinn sem Pink Floyd kveikti í er látinn Heilunarguðþjónustur í Lágafellskirkju njóta mikilla vinsælda „Maður getur þakkað íslenskum bókmenntum fyrir H.C. Andersen“ Krakkatía vikunnar: Strumparnir, borgarstjórar og tónlist Eldri menn hlógu þegar hún sótti um vinnu Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Sannfærð um að hún myndi aldrei geta átt gott líf Fréttatía vikunnar: Þýskaland, hetja og kaffihús Sjá meira
Klórar sér í kollinum yfir nýrri göngubrú: Margt „mjög sérstakt“ sem menn hafi búið til síðustu ár Menning
Klórar sér í kollinum yfir nýrri göngubrú: Margt „mjög sérstakt“ sem menn hafi búið til síðustu ár Menning