Tvöfaldur framúrakstur Hamilton valinn tilþrif tímabilsins Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 27. nóvember 2022 10:45 Lewis Hamilton var langt frá sínu besta á tímabilinu, en sýndi þó nokkur frábær tilþrif. Dan Mullan - Formula 1/Formula 1 via Getty Images Sjöfaldi heimsmeistarinn Lewis Hamilton vann ekki eina einustu keppni á tímabilinu í Formúlu 1 í fyrsta skipti á ferlinum á nýafstöðnu tímabili. Hann getur þó mögulega huggað sig að einhverju leyti við það að tvöfaldur framúrakstur hans á heimavelli var valinn sem tilþrif tímabilsins. Breski ökuþórinn Hamilton þekkir fátt annað en að vinna þegar kemur að því að aka í Formúlu 1. Það var þó ljóst strax í upphafi tímabils að hann og lið hans, Mercedes, yrði í vandræðum, enda voru bílar liðsins mun hægari en þeir hjá Red Bull og Ferrari. Staða Mercedes batnaði þó til muna eftir því sem líða fór á tímabilið. Bíllinn varð samkeppnishæfari með hverri keppninni og liðsfélaga hans, George Russell, tókst að sækja einn sigur fyrir liðið í brasilíska kappakstrinum. GEORGE RUSSELL WINS THE BRAZILIAN GRAND PRIX GET IN THERE!!! pic.twitter.com/NRamOJ6q4v— Mercedes-AMG F1 News ✇ (@MercedesNewsUK) November 13, 2022 Sjöfalda heimsmeistaranum Hamilton tókst hins vegar ekki að sækja einn einasta sigur á tímabilinu í fyrsta sinn á ferlinum. Hann endaði í sjötta sæti í heimsmeistarakeppni ökumanna, 35 stigum á eftir liðsfélaga sínum og 214 stigum á eftir heimsmeistaranum Max Verstappen. Þrátt fyrir það sýndi Hamilton nokkur góð tilþrif á tímabilinu og þar ber hæst að nefna tvöfaldan framúrakstur hans á heimavelli í breska kappakstrinum í sumar. Þegar ökumennirnir höfðu ekið 44 hringi var Hamilton í harðri baráttu við Charles Leclerc ár Ferrari og Sergio Perez á Red Bull. Hamilton nýtti sér slag þeirra tveggja og tók fram úr þeim báðum með glæsibrag eins og sjá má í myndbandinu í Twitter-færslu Mercedes-liðsins hér að neðan. Með framúrakstrinum stökk Hamilton úr fjórða og upp í annað sæti, en hann endaði kappaksturinn að lokum í þriðja sæti. Lewis Hamilton has won F1's 'Action of the year award' for 𝗧𝗛𝗜𝗦 double overtake on Charles Leclerc and Sergio Perez 👏pic.twitter.com/lLiVXJE8Dj— Mercedes-AMG F1 News ✇ (@MercedesNewsUK) November 26, 2022 Akstursíþróttir Mest lesið Ólafur baðst afsökunar eftir leik: „Ég er bara rosalega viðkvæmur eins og er“ Körfubolti „Komum Gylfa Þór meira í boltann“ Fótbolti „Er þetta ljótasti maður sem þú hefur kysst?“ Körfubolti „Ég fékk að setja þetta ofan í og guðirnir voru með mér í dag“ Körfubolti Mac Allister: Liverpool er bara rétt að byrja Enski boltinn „Annar oddaleikurinn þar sem við lendum í algjörri þvælu“ Körfubolti Klobbaði eldri bróður sinn á stóra sviðinu Fótbolti „Þetta er eins og eldgamla tómatsósan“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 74-70 | Stjarnan í úrslit eftir hádramatík Körfubolti Uppgjörið: Víkingur - Fram 3-2 | Gylfi Þór skoraði fyrsta mark sitt í torsóttum sigri Víkings Íslenski boltinn Fleiri fréttir Pirraður Hamilton biðst ekki afsökunar Piastri fagnaði þriðja sigrinum í röð „Þetta var hræðilegt og 2025 verður sársaukafullt“ Piastri sigraði í Jeddah og leiðir keppni ökumanna Kallaði sig hálfvita eftir áreksturinn Segja fjörutíu milljarða í boði fyrir Verstappen Max svaraði Marko fullum hálsi Hefur áhyggjur af framtíð Verstappen Piastri hleypti engum fram úr og fagnaði fyrsta sigrinum Schumacher skrifaði nafnið sitt á hjálm „Eins og ég hafi aldrei keyrt Formúlu 1 bíl“ „Vandamálið er mín megin og ég verð að bæta mig“ Blótar háum sektum fyrir það að blóta Schumacher orðinn afi Verstappen fagnaði sigri í Japan: „Þetta er ansi dýr sláttuvél“ Sjáðu magnaðan lokahring Verstappen: „Jafnvel sá besti á ferli Max" Verstappen á ráspólnum í Japan „Það er algjört kjaftæði“ Pérez rætt við nokkur lið um endurkomu Sjá meira
Breski ökuþórinn Hamilton þekkir fátt annað en að vinna þegar kemur að því að aka í Formúlu 1. Það var þó ljóst strax í upphafi tímabils að hann og lið hans, Mercedes, yrði í vandræðum, enda voru bílar liðsins mun hægari en þeir hjá Red Bull og Ferrari. Staða Mercedes batnaði þó til muna eftir því sem líða fór á tímabilið. Bíllinn varð samkeppnishæfari með hverri keppninni og liðsfélaga hans, George Russell, tókst að sækja einn sigur fyrir liðið í brasilíska kappakstrinum. GEORGE RUSSELL WINS THE BRAZILIAN GRAND PRIX GET IN THERE!!! pic.twitter.com/NRamOJ6q4v— Mercedes-AMG F1 News ✇ (@MercedesNewsUK) November 13, 2022 Sjöfalda heimsmeistaranum Hamilton tókst hins vegar ekki að sækja einn einasta sigur á tímabilinu í fyrsta sinn á ferlinum. Hann endaði í sjötta sæti í heimsmeistarakeppni ökumanna, 35 stigum á eftir liðsfélaga sínum og 214 stigum á eftir heimsmeistaranum Max Verstappen. Þrátt fyrir það sýndi Hamilton nokkur góð tilþrif á tímabilinu og þar ber hæst að nefna tvöfaldan framúrakstur hans á heimavelli í breska kappakstrinum í sumar. Þegar ökumennirnir höfðu ekið 44 hringi var Hamilton í harðri baráttu við Charles Leclerc ár Ferrari og Sergio Perez á Red Bull. Hamilton nýtti sér slag þeirra tveggja og tók fram úr þeim báðum með glæsibrag eins og sjá má í myndbandinu í Twitter-færslu Mercedes-liðsins hér að neðan. Með framúrakstrinum stökk Hamilton úr fjórða og upp í annað sæti, en hann endaði kappaksturinn að lokum í þriðja sæti. Lewis Hamilton has won F1's 'Action of the year award' for 𝗧𝗛𝗜𝗦 double overtake on Charles Leclerc and Sergio Perez 👏pic.twitter.com/lLiVXJE8Dj— Mercedes-AMG F1 News ✇ (@MercedesNewsUK) November 26, 2022
Akstursíþróttir Mest lesið Ólafur baðst afsökunar eftir leik: „Ég er bara rosalega viðkvæmur eins og er“ Körfubolti „Komum Gylfa Þór meira í boltann“ Fótbolti „Er þetta ljótasti maður sem þú hefur kysst?“ Körfubolti „Ég fékk að setja þetta ofan í og guðirnir voru með mér í dag“ Körfubolti Mac Allister: Liverpool er bara rétt að byrja Enski boltinn „Annar oddaleikurinn þar sem við lendum í algjörri þvælu“ Körfubolti Klobbaði eldri bróður sinn á stóra sviðinu Fótbolti „Þetta er eins og eldgamla tómatsósan“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 74-70 | Stjarnan í úrslit eftir hádramatík Körfubolti Uppgjörið: Víkingur - Fram 3-2 | Gylfi Þór skoraði fyrsta mark sitt í torsóttum sigri Víkings Íslenski boltinn Fleiri fréttir Pirraður Hamilton biðst ekki afsökunar Piastri fagnaði þriðja sigrinum í röð „Þetta var hræðilegt og 2025 verður sársaukafullt“ Piastri sigraði í Jeddah og leiðir keppni ökumanna Kallaði sig hálfvita eftir áreksturinn Segja fjörutíu milljarða í boði fyrir Verstappen Max svaraði Marko fullum hálsi Hefur áhyggjur af framtíð Verstappen Piastri hleypti engum fram úr og fagnaði fyrsta sigrinum Schumacher skrifaði nafnið sitt á hjálm „Eins og ég hafi aldrei keyrt Formúlu 1 bíl“ „Vandamálið er mín megin og ég verð að bæta mig“ Blótar háum sektum fyrir það að blóta Schumacher orðinn afi Verstappen fagnaði sigri í Japan: „Þetta er ansi dýr sláttuvél“ Sjáðu magnaðan lokahring Verstappen: „Jafnvel sá besti á ferli Max" Verstappen á ráspólnum í Japan „Það er algjört kjaftæði“ Pérez rætt við nokkur lið um endurkomu Sjá meira
Uppgjörið: Víkingur - Fram 3-2 | Gylfi Þór skoraði fyrsta mark sitt í torsóttum sigri Víkings Íslenski boltinn
Uppgjörið: Víkingur - Fram 3-2 | Gylfi Þór skoraði fyrsta mark sitt í torsóttum sigri Víkings Íslenski boltinn