Leggur til að arðgreiðslur banka greiði skuldir ÍL-sjóðs Árni Sæberg skrifar 27. nóvember 2022 14:39 Ásgeir Brynjar Torfason er doktor í fjármálum. Vísir Doktor í fjármálum segir Íslandsbankaskýrsluna vera svarta og að mikilvægt sé umræðan endi ekki í pólitískum skotgröfum. Þá leggur hann til að hagnaður banka í ríkiseigu verði nýttur til að greiða niður skuldir ÍL-sjóðs. Doktor Ásgeir Brynjar Torfason ræddi söluna á hlut ríkisins í Íslandsbanka við Kristján Kristjánsson á Sprengisandi í morgun. Hann segir ljóst af skýrslu ríkisendurskoðunar um málið að víða hafi pottur verið brotinn í ferlinu og innan Bankasýslu ríkisins, sem hélt utan um söluna. „Skýrslan er bomba. Þetta er mjög alvarleg úttekt á ekki nógu góðri stjórnsýslu inni í þessari stofnun sem hefur haldið utan um þessa einkavæðingu,“ segir hann. Almannatenglaúrlausn afþökkuð Hann segir að mikilvægt sé að spunameistarar stjórnmálaflokka fái ekki stýra umræðunni um skýrsluna. Málið sé einfaldlega of mikilvægt. „Það má ekki verða einhvers konar PR almannatenglaúrlausn og skotgrafahernaður út frá einhverjum stöðum,“ segir Ásgeir Brynjar. Þá segir hann að aðalatriðið í málinu öllu saman vera að nauðsynlegt sé að vanda til verka þegar eignarhlutar ríkisins í fjármálafyritækjum eru seldir. „Þetta er ekki einhver sala á notuðum bíl eða einhverri gamalli húseign sem ríkið er að losa sig við. Þetta er einn af þremur aðalbönkum landsins sem rekur greiðslumiðlunarkerfið okkar. Fólk er með húsnæðislánin sín þarna,“ segir hann. Leggur til að hagnaður bankanna greiði upp skuldir Ásgeir Brynjar bendir á að gert hafi verið ráð fyrir frekari sölu á hlut ríkisins í Íslandsbanka í fjárlögum og því sé komið gat í fjárlög eftir að frekari sala var sett á ís. „Maður veit ekki hvort útspilið með Íbúðalánasjóð allt í einu núna í október sé einhvers konar viðbragð við því. Að reyna að spara þar einhverja hundrað og fimmtíu milljarða með því að taka snúning á lífeyrissjóðunum,“ segir hann. Fyrir liggur að til stendur að leggja Bankasýslu ríkisins niður og breyta því hvernig haldið er utan um eignir ríkisins. Ásgeir Brynjar leggur til nýstárlega nálgun sem gæti slegið tvær flugur í einu höggi. „Til þess að losa þessa pattstöðu, þá hef ég verið að hugsa hvort í stofnanauppbyggingunni sem þarf að setja fram í þessu frumvarpi, um hvað eigi að taka við af Bankasýslunni, að í staðinn fyrir að hafa þetta sem skúffu í fjármálaráðuneytinu eins og Íbúðalánasjóð, að búa í raun og veru til einhvers konar eignaumsýslustofnun. Það væri hægt að setja þetta saman þannig að arðgreiðslur af þessum eina og hálfa banka sem við eigum, ríkið, þær fari á næstu árum í að borga kostnaðinn af Íbúðalánasjóði. Þá bara neutralíserast þessi tvö vandamál út og þá þarf ekki að vera að deila um þau á hinu pólitíska sviði í tíu, tólf, fimmtán ár,“ segir hann. Samtal þeirra Ásgeirs Brynjars og Kristjáns á Sprengisandi má heyra í spilaranum hér að neðan: Salan á Íslandsbanka ÍL-sjóður Mest lesið Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Innlent Fundu Guð í App store Erlent Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Innlent Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Innlent Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem eingangra sig félagslega Innlent Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Innlent Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Innlent Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Innlent SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Innlent „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Innlent Fleiri fréttir Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem eingangra sig félagslega Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Ekki eigi að stjórna borginni út frá „pólitískri kreddu“ Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Skipulagsbreytingar á framhaldsskólastigi í vændum Mæður sem taka í vörina á meðgöngu og missáttir leigubílstjórar Björn strax hættur í íþróttaráði: „Þetta var bara prinsippmál“ SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Eins og löglærður forstjóri spítala væri að skera upp sjúklinga Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Eldur í ruslageymslu á Selfossi Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Annar oddviti L-listans á Akureyri hættir í bæjarstjórn Ók á fimm til sex kyrrstæða bíla Næsta skref að tryggja að próf leigubílstjóra verði alfarið á íslensku „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Tilkynntur til lögreglu Flóamenn taka fálega í þreifingar Árborgara Óveðurský yfir Sólheimum og deilt á ríkisendurskoðanda Meirihluti vill flugvöllinn áfram í Vatnsmýri Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Ekkert bólaði á ræðumanni Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Sjá meira
Doktor Ásgeir Brynjar Torfason ræddi söluna á hlut ríkisins í Íslandsbanka við Kristján Kristjánsson á Sprengisandi í morgun. Hann segir ljóst af skýrslu ríkisendurskoðunar um málið að víða hafi pottur verið brotinn í ferlinu og innan Bankasýslu ríkisins, sem hélt utan um söluna. „Skýrslan er bomba. Þetta er mjög alvarleg úttekt á ekki nógu góðri stjórnsýslu inni í þessari stofnun sem hefur haldið utan um þessa einkavæðingu,“ segir hann. Almannatenglaúrlausn afþökkuð Hann segir að mikilvægt sé að spunameistarar stjórnmálaflokka fái ekki stýra umræðunni um skýrsluna. Málið sé einfaldlega of mikilvægt. „Það má ekki verða einhvers konar PR almannatenglaúrlausn og skotgrafahernaður út frá einhverjum stöðum,“ segir Ásgeir Brynjar. Þá segir hann að aðalatriðið í málinu öllu saman vera að nauðsynlegt sé að vanda til verka þegar eignarhlutar ríkisins í fjármálafyritækjum eru seldir. „Þetta er ekki einhver sala á notuðum bíl eða einhverri gamalli húseign sem ríkið er að losa sig við. Þetta er einn af þremur aðalbönkum landsins sem rekur greiðslumiðlunarkerfið okkar. Fólk er með húsnæðislánin sín þarna,“ segir hann. Leggur til að hagnaður bankanna greiði upp skuldir Ásgeir Brynjar bendir á að gert hafi verið ráð fyrir frekari sölu á hlut ríkisins í Íslandsbanka í fjárlögum og því sé komið gat í fjárlög eftir að frekari sala var sett á ís. „Maður veit ekki hvort útspilið með Íbúðalánasjóð allt í einu núna í október sé einhvers konar viðbragð við því. Að reyna að spara þar einhverja hundrað og fimmtíu milljarða með því að taka snúning á lífeyrissjóðunum,“ segir hann. Fyrir liggur að til stendur að leggja Bankasýslu ríkisins niður og breyta því hvernig haldið er utan um eignir ríkisins. Ásgeir Brynjar leggur til nýstárlega nálgun sem gæti slegið tvær flugur í einu höggi. „Til þess að losa þessa pattstöðu, þá hef ég verið að hugsa hvort í stofnanauppbyggingunni sem þarf að setja fram í þessu frumvarpi, um hvað eigi að taka við af Bankasýslunni, að í staðinn fyrir að hafa þetta sem skúffu í fjármálaráðuneytinu eins og Íbúðalánasjóð, að búa í raun og veru til einhvers konar eignaumsýslustofnun. Það væri hægt að setja þetta saman þannig að arðgreiðslur af þessum eina og hálfa banka sem við eigum, ríkið, þær fari á næstu árum í að borga kostnaðinn af Íbúðalánasjóði. Þá bara neutralíserast þessi tvö vandamál út og þá þarf ekki að vera að deila um þau á hinu pólitíska sviði í tíu, tólf, fimmtán ár,“ segir hann. Samtal þeirra Ásgeirs Brynjars og Kristjáns á Sprengisandi má heyra í spilaranum hér að neðan:
Salan á Íslandsbanka ÍL-sjóður Mest lesið Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Innlent Fundu Guð í App store Erlent Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Innlent Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Innlent Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem eingangra sig félagslega Innlent Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Innlent Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Innlent Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Innlent SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Innlent „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Innlent Fleiri fréttir Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem eingangra sig félagslega Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Ekki eigi að stjórna borginni út frá „pólitískri kreddu“ Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Skipulagsbreytingar á framhaldsskólastigi í vændum Mæður sem taka í vörina á meðgöngu og missáttir leigubílstjórar Björn strax hættur í íþróttaráði: „Þetta var bara prinsippmál“ SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Eins og löglærður forstjóri spítala væri að skera upp sjúklinga Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Eldur í ruslageymslu á Selfossi Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Annar oddviti L-listans á Akureyri hættir í bæjarstjórn Ók á fimm til sex kyrrstæða bíla Næsta skref að tryggja að próf leigubílstjóra verði alfarið á íslensku „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Tilkynntur til lögreglu Flóamenn taka fálega í þreifingar Árborgara Óveðurský yfir Sólheimum og deilt á ríkisendurskoðanda Meirihluti vill flugvöllinn áfram í Vatnsmýri Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Ekkert bólaði á ræðumanni Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Sjá meira