FH-ingar heiðra Geir Hallsteinsson í kvöld Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 28. nóvember 2022 11:46 Geir Hallsteinsson. Forseti Íslands, Guðni Th. Jóhannesson, verður meðal þeirra sem heiðra munu Geir Hallsteinsson fyrir leik FH og Aftureldingar í Kaplakrika í kvöld. Geir verður heiðraður fyrir leikinn í kvöld þar sem Íslandsmeistarar FH frá 1984 munu standa heiðursvörð og Friðrik Dór Jónsson mun syngja honum til heiðurs. Það er búist við góðri mætingu á leik FH og Aftureldingar í Olís deildinni í kvöld enda eru líka margir FH-ingar sem vilja ekki missa af möguleikanum á því að þakka Geir fyrir frábær störf fyrir félagið. View this post on Instagram A post shared by FH Handbolti (@fh_handbolti) Geir Hallsteinsson lýkur störfum í Kaplakrika um áramót en hann hefur starfað í íþróttahúsinu í Kaplakrika frá opnun þess árið 1990 og því í meira en þrjá áratugi. Geir er einn fremsti handknattleiksmaður sem Ísland hefur átt og hefur átt sæti í Heiðurshöll ÍSÍ undanfarin sex ár. Geir var fyrsti atvinnumaður Íslands í handbolta og hann var handhafi markamets íslenska landsliðsins í tvo áratugi. Geir hefur meðal annars starfað sem framkvæmdastjóri handknattleiksdeildar og sem forstöðumaður íþróttahússins í Kaplakrika auk annara starfa í húsinu. Geir lék 431 leik fyrir FH á sínum ferli og vann sautján stóra titla með FH-liðinu innan og utanhúss. Geir gerði FH að Íslandsmeisturum 1984 og vann að auki fjölda titla sem þjálfari yngri flokka félagsins. Geir var kosinn íþróttamaður ársins árið 1968. Hann gekk til liðs við Göppingen árið 1973 og varð þá fysti íslenski atvinnumaðurinn í handbolta. Lék 118 leiki fyrir Íslenska landsliðið og skoraði í þeim 531 mark. Hann lék sinn síðasta landsleik árið 1978 en átti samt markamet landsliðsins allt til ársins 1986 þegar annar FH-ingur, Kristján Arason, sló það. Dagskráin í kvöld: Opið hús í kaffi í veislusal Kaplakrika frá kl. 18 Ingvar Viktorsson segir góðar sögur Athöfn á gólfi íþróttahús klukkan 19:15 Þeir aðilar sem heiðra Geir við tilefnið eru Hr. Guðni Th. Jóhannesson forseti Íslands, Viðar Halldórsson formaður FH, Ásgeir Jónsson formaður hkd. FH og Rósa Guðbjartsdóttir bæjarstjóri Hafnarfjarðar. Íslandsmeistarar FH 1984 standa heiðursvörð Friðrik Dór Jónsson syngur lagið “Risar” FH Olís-deild karla Hafnarfjörður Mest lesið Uppgjörið: ÍBV - Vestri 0-2 | Vestramenn aftur á toppinn Íslenski boltinn Sjö marka leikur í Lundúnum og enn eitt tap United Enski boltinn „Borgar þrjátíu en færð hundrað prósent“ Handbolti Leikmaður Palace vann tvær og hálfa milljón á skákmóti Enski boltinn Meistaraþynnka hjá Liverpool og Chelsea græddi mikilvæg stig Enski boltinn Markmaðurinn á batavegi eftir harkalegt höfuðhögg Fótbolti Uppgjörið: ÍA - KA 3-0 | Skagamenn risu upp og Viktor fann markaskóna Íslenski boltinn „Þetta var minn síðasti körfuboltaleikur“ Körfubolti „Verið að kveðja góðan mann með mjög glæstan feril“ Körfubolti Ætla að nýta reiðina í Meistaradeildinni Enski boltinn Fleiri fréttir Gríðarlega spenna á toppnum en stórleikur Viggós dugði ekki til „Borgar þrjátíu en færð hundrað prósent“ Kolstad rétti úr kútnum og komst í úrslit Lærisveinar Arnórs laumuðu sér upp fyrir lið Guðmundar Þórir ráðinn til HSÍ Mætir bróður sínum í úrslitum: „Staðfestur titill á okkar heimili“ Uppgjörið: Valur - Afturelding 33-29 | Afturelding send í sumarfrí og Valsmenn leika til úrslita Fram á lífi eftir sigur gegn Haukum Stjarnan áfram í Olís deildinni Íslandsmeistararnir örugglega í úrslit Haukur meistari í Rúmeníu „Verður svakalegur leikur“ Gísli og Ómar drógust gegn meisturunum Sjáðu sigurmark Gísla gegn Veszprém Janus Daði öflugur þegar Pick Szeged féll naumlega úr keppni Viggó og Andri Már frábærir í sigrum sinna liða Gísli Þorgeir skaut Magdeburg áfram Orri sá farmiðann til Kölnar enda í tætaranum Gagnrýnir HSÍ harðlega: „Enginn metnaður til að gera betur“ Valur í kjörstöðu gegn ÍR Góður leikur Þorsteins Leó dugði ekki í Frakklandi Uppgjörið: Haukar - Fram 25-24 | Orkufrekur eltingaleikur „Ég er smá í móðu“ Haraldur tekur við Fram af Rakel „Treysti bara á að allt þetta fólk mæti“ Uppgjörið: Afturelding - Valur 29-26 | Einvígið ræðst í oddaleik Guðjón Valur missir fyrirliðann sinn „Við ætlum að klára að Íslandsmeistaratitilinn“ Uppgjörið: Fram - FH 34-33 | Fram í úrslit eftir tvíframlengdan leik Selfoss skaust aftur upp í Olís-deildina Sjá meira
Geir verður heiðraður fyrir leikinn í kvöld þar sem Íslandsmeistarar FH frá 1984 munu standa heiðursvörð og Friðrik Dór Jónsson mun syngja honum til heiðurs. Það er búist við góðri mætingu á leik FH og Aftureldingar í Olís deildinni í kvöld enda eru líka margir FH-ingar sem vilja ekki missa af möguleikanum á því að þakka Geir fyrir frábær störf fyrir félagið. View this post on Instagram A post shared by FH Handbolti (@fh_handbolti) Geir Hallsteinsson lýkur störfum í Kaplakrika um áramót en hann hefur starfað í íþróttahúsinu í Kaplakrika frá opnun þess árið 1990 og því í meira en þrjá áratugi. Geir er einn fremsti handknattleiksmaður sem Ísland hefur átt og hefur átt sæti í Heiðurshöll ÍSÍ undanfarin sex ár. Geir var fyrsti atvinnumaður Íslands í handbolta og hann var handhafi markamets íslenska landsliðsins í tvo áratugi. Geir hefur meðal annars starfað sem framkvæmdastjóri handknattleiksdeildar og sem forstöðumaður íþróttahússins í Kaplakrika auk annara starfa í húsinu. Geir lék 431 leik fyrir FH á sínum ferli og vann sautján stóra titla með FH-liðinu innan og utanhúss. Geir gerði FH að Íslandsmeisturum 1984 og vann að auki fjölda titla sem þjálfari yngri flokka félagsins. Geir var kosinn íþróttamaður ársins árið 1968. Hann gekk til liðs við Göppingen árið 1973 og varð þá fysti íslenski atvinnumaðurinn í handbolta. Lék 118 leiki fyrir Íslenska landsliðið og skoraði í þeim 531 mark. Hann lék sinn síðasta landsleik árið 1978 en átti samt markamet landsliðsins allt til ársins 1986 þegar annar FH-ingur, Kristján Arason, sló það. Dagskráin í kvöld: Opið hús í kaffi í veislusal Kaplakrika frá kl. 18 Ingvar Viktorsson segir góðar sögur Athöfn á gólfi íþróttahús klukkan 19:15 Þeir aðilar sem heiðra Geir við tilefnið eru Hr. Guðni Th. Jóhannesson forseti Íslands, Viðar Halldórsson formaður FH, Ásgeir Jónsson formaður hkd. FH og Rósa Guðbjartsdóttir bæjarstjóri Hafnarfjarðar. Íslandsmeistarar FH 1984 standa heiðursvörð Friðrik Dór Jónsson syngur lagið “Risar”
Dagskráin í kvöld: Opið hús í kaffi í veislusal Kaplakrika frá kl. 18 Ingvar Viktorsson segir góðar sögur Athöfn á gólfi íþróttahús klukkan 19:15 Þeir aðilar sem heiðra Geir við tilefnið eru Hr. Guðni Th. Jóhannesson forseti Íslands, Viðar Halldórsson formaður FH, Ásgeir Jónsson formaður hkd. FH og Rósa Guðbjartsdóttir bæjarstjóri Hafnarfjarðar. Íslandsmeistarar FH 1984 standa heiðursvörð Friðrik Dór Jónsson syngur lagið “Risar”
FH Olís-deild karla Hafnarfjörður Mest lesið Uppgjörið: ÍBV - Vestri 0-2 | Vestramenn aftur á toppinn Íslenski boltinn Sjö marka leikur í Lundúnum og enn eitt tap United Enski boltinn „Borgar þrjátíu en færð hundrað prósent“ Handbolti Leikmaður Palace vann tvær og hálfa milljón á skákmóti Enski boltinn Meistaraþynnka hjá Liverpool og Chelsea græddi mikilvæg stig Enski boltinn Markmaðurinn á batavegi eftir harkalegt höfuðhögg Fótbolti Uppgjörið: ÍA - KA 3-0 | Skagamenn risu upp og Viktor fann markaskóna Íslenski boltinn „Þetta var minn síðasti körfuboltaleikur“ Körfubolti „Verið að kveðja góðan mann með mjög glæstan feril“ Körfubolti Ætla að nýta reiðina í Meistaradeildinni Enski boltinn Fleiri fréttir Gríðarlega spenna á toppnum en stórleikur Viggós dugði ekki til „Borgar þrjátíu en færð hundrað prósent“ Kolstad rétti úr kútnum og komst í úrslit Lærisveinar Arnórs laumuðu sér upp fyrir lið Guðmundar Þórir ráðinn til HSÍ Mætir bróður sínum í úrslitum: „Staðfestur titill á okkar heimili“ Uppgjörið: Valur - Afturelding 33-29 | Afturelding send í sumarfrí og Valsmenn leika til úrslita Fram á lífi eftir sigur gegn Haukum Stjarnan áfram í Olís deildinni Íslandsmeistararnir örugglega í úrslit Haukur meistari í Rúmeníu „Verður svakalegur leikur“ Gísli og Ómar drógust gegn meisturunum Sjáðu sigurmark Gísla gegn Veszprém Janus Daði öflugur þegar Pick Szeged féll naumlega úr keppni Viggó og Andri Már frábærir í sigrum sinna liða Gísli Þorgeir skaut Magdeburg áfram Orri sá farmiðann til Kölnar enda í tætaranum Gagnrýnir HSÍ harðlega: „Enginn metnaður til að gera betur“ Valur í kjörstöðu gegn ÍR Góður leikur Þorsteins Leó dugði ekki í Frakklandi Uppgjörið: Haukar - Fram 25-24 | Orkufrekur eltingaleikur „Ég er smá í móðu“ Haraldur tekur við Fram af Rakel „Treysti bara á að allt þetta fólk mæti“ Uppgjörið: Afturelding - Valur 29-26 | Einvígið ræðst í oddaleik Guðjón Valur missir fyrirliðann sinn „Við ætlum að klára að Íslandsmeistaratitilinn“ Uppgjörið: Fram - FH 34-33 | Fram í úrslit eftir tvíframlengdan leik Selfoss skaust aftur upp í Olís-deildina Sjá meira
Uppgjörið: Valur - Afturelding 33-29 | Afturelding send í sumarfrí og Valsmenn leika til úrslita