Húsnæðisverð leitar upp á við þrátt fyrir minni eftirspurn Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 28. nóvember 2022 13:30 Þorsteinn Arnalds tölfræðingur hjá Húsnæðis-og mannvirkjastofnun. Vísir Þrátt fyrir að íbúðum í byggingu hafi fjölgað um ríflega fimmtung milli ára vantar enn að minnsta kosti þúsund til að uppfylla þörfina að mati sérfræðings hjá Húsnæðis-og mannvirkjastofnun. Töluvert hafi dregið úr eftirspurn eftir húsnæði en verð samt haldið áfram að hækka. Á síðasta ári voru ríflega fimm þúsund íbúðir í byggingu á landinu sem er aukning um næstum tólf hundruð milli ára. Af heildarfjölda voru um tvö þúsund og níu hundruð í byggingu á höfuðborgarsvæðinu. Þetta kemur fram í nýjum tölum frá Hagstofunni. Þorsteinn Arnalds tölfræðingur hjá Húsnæðis-og mannvirkjastofnun segir að það þurfi að klára um þrjú til fjögurþúsund íbúðir á ári næstu fimm ár til að fullnægja þörfinni. Þetta sé því ekki nóg. „Það má því segja að það taki að jafnaði um tvö ár að byggja hverja íbúð. Ef við ætlum að hafa svona þrjú þúsund íbúðir tilbúnar á ári hverju þá þyrftu um sex þúsund að vera í byggingu á hverju ári,“ segir hann. Húsnæðis-og mannvirkjastofnun hefur tekið saman tölur fyrir þetta ár. „Miðað við þær talningar sem við höfum gert á þessu ári á íbúðum sem eru í byggingu verða um þrjú þúsund íbúðir kláraðar á þessu ári,“ segir hann. Tæplega tíu þúsund færri voru búsettir hér á landi í ársbyrjun í fyrra samkvæmt manntali Hagstofunnar en kom fram í Þjóðskrá. Mest munar um þá sem flytja af landi brott án þess að tilkynna búferlaflutninga. Þorsteinn segir þetta hafa einhver áhrif á þörf á nýju húsnæði. „Þegar við erum að meta þörfina fyrir íbúðir tökum við árið 2016 sem nokkurs konar núll punkt en þar gerðum við ráð fyrir að fjöldi íbúða og þörfin hefði mæst. Það skiptir þá máli hvaða breytingar hafa orðið frá þeim tíma, við teljum þó að skekkjan sé ekki tíu þúsund manns eins og kemur þarna fram,“ segir hann. Þorsteinn segir að dregið hafi úr eftirspurn eftir húsnæði en líklega séu helstu ástæður þess hátt verð og vaxtarstig. Eftirspurnin sé mögulega falin því ungt fólk búi lengur heima hjá sér en áður. „Það hefur töluvert dregið úr sölu sem sagt kaupsamningum hefur fækkað. Samhliða því hefur íbúðum til sölu fjölgað en þær eru enn ekki það margar að það sé komið offramboð. Heldur var markaðurinn orðinn nánast þurrausinn. Fjöldi íbúða til sölu núna er tiltölulega heilbrigður,“ segir hann. Verðið leiti frekar upp á við Þorsteinn segir að húsnæðisverð leiti enn upp á við. „Það eru ekki merki um verðlækkanir enn sem komið er. Þær mælingar sem við höfum gert sýna að verðið er frekar að leita upp á við. Við erum þó ekki alveg með rauntímamælingar þannig yfirleitt er um tveggja mánaða seinkun á gögnum til okkar,“ segir Þorsteinn að lokum. Húsnæðismál Fjármál heimilisins Íslenskir bankar Tengdar fréttir Hver fasteignaauglýsing fær nú umtalsvert færri smelli Hver fasteignaauglýsing fær að jafnaði umtalsvert færri smelli nú en áður sem gefur til kynna að færri séu að leita sér að íbúð. Í febrúar síðastliðinn, þegar framboð íbúða var í lágmarki, fékk hver auglýsing á höfuðborgarsvæðinu að meðaltali 149 smelli á dag en í fyrri hluta nóvember var sú tala komin niður í 42. 24. nóvember 2022 07:52 Mest lesið Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Erlent Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Innlent Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Erlent Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Innlent Með meðvitund fastur í rústunum en lést á leið á sjúkrahús Erlent „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Innlent Hyggjast banna klám sem sýnir kyrkingar Erlent Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Erlent Fleiri fréttir Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Lögreglan innsiglaði Flóka Málar myndir með vinstri hendi eftir heilablóðfall „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Ákærður fyrir að birta fjölda nektarmynda af fyrrverandi Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Vélfag kvartar til ESA og ræður kanónu „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum Sjá meira
Á síðasta ári voru ríflega fimm þúsund íbúðir í byggingu á landinu sem er aukning um næstum tólf hundruð milli ára. Af heildarfjölda voru um tvö þúsund og níu hundruð í byggingu á höfuðborgarsvæðinu. Þetta kemur fram í nýjum tölum frá Hagstofunni. Þorsteinn Arnalds tölfræðingur hjá Húsnæðis-og mannvirkjastofnun segir að það þurfi að klára um þrjú til fjögurþúsund íbúðir á ári næstu fimm ár til að fullnægja þörfinni. Þetta sé því ekki nóg. „Það má því segja að það taki að jafnaði um tvö ár að byggja hverja íbúð. Ef við ætlum að hafa svona þrjú þúsund íbúðir tilbúnar á ári hverju þá þyrftu um sex þúsund að vera í byggingu á hverju ári,“ segir hann. Húsnæðis-og mannvirkjastofnun hefur tekið saman tölur fyrir þetta ár. „Miðað við þær talningar sem við höfum gert á þessu ári á íbúðum sem eru í byggingu verða um þrjú þúsund íbúðir kláraðar á þessu ári,“ segir hann. Tæplega tíu þúsund færri voru búsettir hér á landi í ársbyrjun í fyrra samkvæmt manntali Hagstofunnar en kom fram í Þjóðskrá. Mest munar um þá sem flytja af landi brott án þess að tilkynna búferlaflutninga. Þorsteinn segir þetta hafa einhver áhrif á þörf á nýju húsnæði. „Þegar við erum að meta þörfina fyrir íbúðir tökum við árið 2016 sem nokkurs konar núll punkt en þar gerðum við ráð fyrir að fjöldi íbúða og þörfin hefði mæst. Það skiptir þá máli hvaða breytingar hafa orðið frá þeim tíma, við teljum þó að skekkjan sé ekki tíu þúsund manns eins og kemur þarna fram,“ segir hann. Þorsteinn segir að dregið hafi úr eftirspurn eftir húsnæði en líklega séu helstu ástæður þess hátt verð og vaxtarstig. Eftirspurnin sé mögulega falin því ungt fólk búi lengur heima hjá sér en áður. „Það hefur töluvert dregið úr sölu sem sagt kaupsamningum hefur fækkað. Samhliða því hefur íbúðum til sölu fjölgað en þær eru enn ekki það margar að það sé komið offramboð. Heldur var markaðurinn orðinn nánast þurrausinn. Fjöldi íbúða til sölu núna er tiltölulega heilbrigður,“ segir hann. Verðið leiti frekar upp á við Þorsteinn segir að húsnæðisverð leiti enn upp á við. „Það eru ekki merki um verðlækkanir enn sem komið er. Þær mælingar sem við höfum gert sýna að verðið er frekar að leita upp á við. Við erum þó ekki alveg með rauntímamælingar þannig yfirleitt er um tveggja mánaða seinkun á gögnum til okkar,“ segir Þorsteinn að lokum.
Húsnæðismál Fjármál heimilisins Íslenskir bankar Tengdar fréttir Hver fasteignaauglýsing fær nú umtalsvert færri smelli Hver fasteignaauglýsing fær að jafnaði umtalsvert færri smelli nú en áður sem gefur til kynna að færri séu að leita sér að íbúð. Í febrúar síðastliðinn, þegar framboð íbúða var í lágmarki, fékk hver auglýsing á höfuðborgarsvæðinu að meðaltali 149 smelli á dag en í fyrri hluta nóvember var sú tala komin niður í 42. 24. nóvember 2022 07:52 Mest lesið Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Erlent Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Innlent Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Erlent Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Innlent Með meðvitund fastur í rústunum en lést á leið á sjúkrahús Erlent „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Innlent Hyggjast banna klám sem sýnir kyrkingar Erlent Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Erlent Fleiri fréttir Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Lögreglan innsiglaði Flóka Málar myndir með vinstri hendi eftir heilablóðfall „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Ákærður fyrir að birta fjölda nektarmynda af fyrrverandi Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Vélfag kvartar til ESA og ræður kanónu „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum Sjá meira
Hver fasteignaauglýsing fær nú umtalsvert færri smelli Hver fasteignaauglýsing fær að jafnaði umtalsvert færri smelli nú en áður sem gefur til kynna að færri séu að leita sér að íbúð. Í febrúar síðastliðinn, þegar framboð íbúða var í lágmarki, fékk hver auglýsing á höfuðborgarsvæðinu að meðaltali 149 smelli á dag en í fyrri hluta nóvember var sú tala komin niður í 42. 24. nóvember 2022 07:52