Jóladagatal Vísis: Næstum því jólalag með Sálinni Margrét Björk Jónsdóttir skrifar 1. desember 2022 07:00 Stefán Hilmarsson söngvari Sálarinnar hans Jóns míns syngur um dimman desember í ástarlaginu Okkar nótt. Kæru lesendur. Í dag er 1. desember eins og líklega hefur ekki farið fram hjá neinum. Dagurinn er merkilegur fyrir margar sakir, það er auðvitað fullveldisdagurinn og svona, en þetta er ekki síst merkisdagur vegna þess að nú fer Jóladagatal Vísis í loftið. Við ætlum að telja niður til jóla og gleðja lesendur með frábærri tónlist, einu lagi á dag, á hverjum degi til 24. desember. Ekki verða endilega um jólalög að ræða, þó mögulega kunni eitt og eitt að læðast með, heldur verður boðið upp á frábæra blöndu af hugljúfum tónum og hressari lögum til að koma okkur öllum í hárrétta gírinn. Þá er ekki eftir neinu að bíða og hér með kynnum við fyrsta lagið. Fyrsta lagið í Jóladagatali Vísis er Okkar nótt, með einni ástkærustu hljómsveit landsins, Sálinni hans Jóns míns. Lagið er af plötunni Hvar er draumurinn sem kom út árið 2008 en lagið er þó eldra. Óhætt er að segja að lagið hafi slegið rækilega í gegn á sínum tíma . Það var valið Lag ársins bæði á Íslensku tónlistarverðlaununum árið 2000 sem og á Hlustendaverðlaunum FM957, þar sem söngvari sveitarinnar, Stefán Hilmarsson var einnig kosinn söngvari ársins. Myndbandið við lagið er tekið upp á tónleikum Sálarinnar í Loftkastalanum, en þeir voru valdir Tónlistarviðburður ársins á áðurnefndum Íslensku tónlistarverðlaunum árið 2000. Þessi auglýsing birtist í DV 18.mars árið 2000. Sálin hans Jóns míns var sigursæl á Íslensku tónlistarverðlaununum það ár. Lagið er eitt af þessum lögum sem á vel við í öllum aðstæðum. Hvort sem það er heima við í rólegheitum, til að hlusta á í göngutúr, nú eða öskursyngja í karókí í góðra vina hópi. Textinn er sérstaklega fallegur. Í textanum kemur fram „..dimmur desember“, og því er næstum réttlætanlegt að kalla þetta jólalag. Ekki? Það er komið kvöld, kertið er að klárast virðist mér, ég er ennþá hér. Liggðu aftur, losaðu, ljúktu aftur augunum. Ekkert liggur á. Út´er fönnin köld, frosið allt og dimmur desember, Ég er ennþá hér. Húsið sefur, himnaljós varpa bjarma ´á blómarós, ekkert liggur á, Þetta ‘er okkar nótt, og okkar einu líf. Ég vil njóta hverrar mínútu með þér, ég vil hvísla nafnið þitt og hvíla hér. Sérhvert andartak er eilíft fyrir mér, útilokum allt…við ein. Það er eins og allt, einhvern veginn hefjist hér og nú, ástæðan ert þú. Leggðu hönd í lófa minn, langt ´í burt ´er dagurinn. Ekkert liggur á, þetta ´er okkar nótt, og okkar einu líf. Ég vil njóta hverrar mínutu með þér, ég vil hvísla nafnið þitt og hvíla hér. Sérhvert andartak er eilífð fyrir mér, og ég hugsa um ekkert annað eins og er Ég vil njóta hverrar mínútu með þér, ég vil hvísla nafnið þitt og hvíla hér Sérhvert andartak er eilífð fyrir mér Útilokum allt, við ein. Lag dagsins er Okkar nótt með Sálinni hans Jóns míns, en hvað verður það á morgun? Fylgist vel með á Vísi. Jóladagatal Vísis Tónlist Mest lesið Klæddi sig upp sem hjákona eiginmannsins Tíska og hönnun Fékk hvorki að setja eigið nafn né dulnefni á þættina sína Lífið Fyrrverandi ráðherra Dana: „Þið voruð aldrei nýlenda“ Menning Floppin í haust og sjónvarpslaus sjónvarpsverðlaun Menning Svona er kynlífsþjónusta á Íslandi Lífið Stjörnulífið: „Ef fólk hættir að gagnrýna mig svelt ég“ Lífið „Ég sótti ekki einu sinni um háskóla á Íslandi“ Lífið Leikstýrir kærastanum í stærsta harmleik sögunnar Lífið Hefur farið í gegnum sambandsslit, gjaldþrot og fjárkúgunarmál frammi fyrir þjóðinni Lífið Dagur Sig genginn í það heilaga Lífið Fleiri fréttir Ekkert rapplag á topp 40 í fyrsta sinn í 35 ár „Lélegur í að fela hvernig mér líður og bera harm minn í hljóði“ Breytti um nafn eftir djúpa ástarsorg Spila jólalög allan sólarhringinn fram að jólum Gervigreindarsvikarar reyna að hagnast á íslenskum stjörnum Katrín Odds og Þorgerður ástfangnar á frumsýningu Englar Birnis frumsýndir og heimildarmynd á leiðinni Sleppti tökunum á ástarsorgarplötu aldarinnar Lofar hlustendum jákvæðri og skemmtilegri stemmingu Þetta eru bestu lög 21. aldarinnar „Þetta er ömurleg fjárhagsleg ákvörðun“ Borgarstjóri og bombur í brjálaðri GusGus-gleði Sama hvað öllum finnst, nema mömmu og pabba Íslenskar stjörnur heiðra Bítlana Frumsýning á Vísi: Iceguys trylla þjóðina enn og aftur í nýju myndbandi Baunar á kókaða söngkonu fyrir baktal Sjá meira
Við ætlum að telja niður til jóla og gleðja lesendur með frábærri tónlist, einu lagi á dag, á hverjum degi til 24. desember. Ekki verða endilega um jólalög að ræða, þó mögulega kunni eitt og eitt að læðast með, heldur verður boðið upp á frábæra blöndu af hugljúfum tónum og hressari lögum til að koma okkur öllum í hárrétta gírinn. Þá er ekki eftir neinu að bíða og hér með kynnum við fyrsta lagið. Fyrsta lagið í Jóladagatali Vísis er Okkar nótt, með einni ástkærustu hljómsveit landsins, Sálinni hans Jóns míns. Lagið er af plötunni Hvar er draumurinn sem kom út árið 2008 en lagið er þó eldra. Óhætt er að segja að lagið hafi slegið rækilega í gegn á sínum tíma . Það var valið Lag ársins bæði á Íslensku tónlistarverðlaununum árið 2000 sem og á Hlustendaverðlaunum FM957, þar sem söngvari sveitarinnar, Stefán Hilmarsson var einnig kosinn söngvari ársins. Myndbandið við lagið er tekið upp á tónleikum Sálarinnar í Loftkastalanum, en þeir voru valdir Tónlistarviðburður ársins á áðurnefndum Íslensku tónlistarverðlaunum árið 2000. Þessi auglýsing birtist í DV 18.mars árið 2000. Sálin hans Jóns míns var sigursæl á Íslensku tónlistarverðlaununum það ár. Lagið er eitt af þessum lögum sem á vel við í öllum aðstæðum. Hvort sem það er heima við í rólegheitum, til að hlusta á í göngutúr, nú eða öskursyngja í karókí í góðra vina hópi. Textinn er sérstaklega fallegur. Í textanum kemur fram „..dimmur desember“, og því er næstum réttlætanlegt að kalla þetta jólalag. Ekki? Það er komið kvöld, kertið er að klárast virðist mér, ég er ennþá hér. Liggðu aftur, losaðu, ljúktu aftur augunum. Ekkert liggur á. Út´er fönnin köld, frosið allt og dimmur desember, Ég er ennþá hér. Húsið sefur, himnaljós varpa bjarma ´á blómarós, ekkert liggur á, Þetta ‘er okkar nótt, og okkar einu líf. Ég vil njóta hverrar mínútu með þér, ég vil hvísla nafnið þitt og hvíla hér. Sérhvert andartak er eilíft fyrir mér, útilokum allt…við ein. Það er eins og allt, einhvern veginn hefjist hér og nú, ástæðan ert þú. Leggðu hönd í lófa minn, langt ´í burt ´er dagurinn. Ekkert liggur á, þetta ´er okkar nótt, og okkar einu líf. Ég vil njóta hverrar mínutu með þér, ég vil hvísla nafnið þitt og hvíla hér. Sérhvert andartak er eilífð fyrir mér, og ég hugsa um ekkert annað eins og er Ég vil njóta hverrar mínútu með þér, ég vil hvísla nafnið þitt og hvíla hér Sérhvert andartak er eilífð fyrir mér Útilokum allt, við ein. Lag dagsins er Okkar nótt með Sálinni hans Jóns míns, en hvað verður það á morgun? Fylgist vel með á Vísi.
Jóladagatal Vísis Tónlist Mest lesið Klæddi sig upp sem hjákona eiginmannsins Tíska og hönnun Fékk hvorki að setja eigið nafn né dulnefni á þættina sína Lífið Fyrrverandi ráðherra Dana: „Þið voruð aldrei nýlenda“ Menning Floppin í haust og sjónvarpslaus sjónvarpsverðlaun Menning Svona er kynlífsþjónusta á Íslandi Lífið Stjörnulífið: „Ef fólk hættir að gagnrýna mig svelt ég“ Lífið „Ég sótti ekki einu sinni um háskóla á Íslandi“ Lífið Leikstýrir kærastanum í stærsta harmleik sögunnar Lífið Hefur farið í gegnum sambandsslit, gjaldþrot og fjárkúgunarmál frammi fyrir þjóðinni Lífið Dagur Sig genginn í það heilaga Lífið Fleiri fréttir Ekkert rapplag á topp 40 í fyrsta sinn í 35 ár „Lélegur í að fela hvernig mér líður og bera harm minn í hljóði“ Breytti um nafn eftir djúpa ástarsorg Spila jólalög allan sólarhringinn fram að jólum Gervigreindarsvikarar reyna að hagnast á íslenskum stjörnum Katrín Odds og Þorgerður ástfangnar á frumsýningu Englar Birnis frumsýndir og heimildarmynd á leiðinni Sleppti tökunum á ástarsorgarplötu aldarinnar Lofar hlustendum jákvæðri og skemmtilegri stemmingu Þetta eru bestu lög 21. aldarinnar „Þetta er ömurleg fjárhagsleg ákvörðun“ Borgarstjóri og bombur í brjálaðri GusGus-gleði Sama hvað öllum finnst, nema mömmu og pabba Íslenskar stjörnur heiðra Bítlana Frumsýning á Vísi: Iceguys trylla þjóðina enn og aftur í nýju myndbandi Baunar á kókaða söngkonu fyrir baktal Sjá meira