Landsréttarmálið tveimur árum seinna Haukur Logi Karlsson skrifar 1. desember 2022 10:30 Á fullveldisdaginn, 1. desember, eru tvö ár liðin frá dómi yfirdeildar Mannréttindadómstóls Evrópu í Landsréttarmálinu svokallaða. Í málinu var lagt mat á hvort við frumskipun dómara í Landsrétti hefði verið gætt að þeirri kröfu Mannréttindasáttmála Evrópu að skipan dómsvaldsins væri ákveðin með lögum. Eins og frægt er varð niðurstaðan sú, að þeir fjórir dómarar sem skipaðir voru án þess að hafa verið metnir á meðal þeirra 15 hæfustu af dómnefnd um hæfni dómaraefna, voru taldir hafa verið skipaðir í trássi við íslensk lög og þar með í trássi við 6. gr. Mannréttindasáttmála Evrópu. Byggði Mannréttindadómstóllinn þar einkum á fyrri niðurstöðu Hæstaréttar Íslands, um að lög hefðu verið brotin við skipun téðra dómara, en lagði síðan annað mat en Hæstiréttur á þýðingu þess ágalla, með tilliti til þeirrar kröfu Mannréttindasáttmálans að skipan dómsvalds skuli ákveðin með lögum. Málið olli pólitískum titringi á Íslandi og vakti athygli í alþjóðlegum kreðsum fræðimanna og lögfræðinga, sem fylgjast með störfum yfirþjóðlegu dómstólanna í Strassborg og Lúxemborg. Nú tveimur árum seinna má sjá að oft hefur verið vísað til Landsréttardómsins, sem fordæmis í síðari dómum bæði Mannréttindadómstólsins og dómstóls Evrópusambandsins um þá kröfu að við skipun dómara í evrópska dómstóla skuli gæta þess að fara að þeim lögum sem um slíka skipun gilda. Hefur það einkum komið upp í málum sem tengjast pólitískum og lögfræðilegum átökum um skipun og skipulag dómsvaldsins í Póllandi. Þannig hefur sú krafa sem Mannréttindadómstóllinn kvað upp úr um að Ísland hefði verið bundið af samkvæmt Mannréttindasáttmálanum, verið yfirfærð á önnur ríki og þannig orðið að evrópsku viðmiði um það hvernig skuli standa að skipun dómara. Þau mistök sem urðu á Íslandi við frumskipun Landsréttar hafa því orðið til þess að þróa frekar stjórnskipulegar varnir gegn því að pólitískir stundarhagsmunir geti haft áhrif á dómstóla og getu þeirra til þess að leysa úr málum þeirra sem þangað leita með hlutlægum og sanngjörnum hætti. Hvað varðar eftirmálana heima á Íslandi þá verður ekki annað séð en að tekist hafi að leysa úr því uppnámi sem starfsemi Landsréttar komst í með farsælum hætti. Dómstóllinn stendur í dag traustum fótum, sem ein af lykilstofnunum íslensks samfélags. Hvort og þá hvaða lærdómur hafi verið dreginn af þeim mistökum sem leiddu til áfellisdóms Mannréttindadómstólsins er þó óvissara. Þeim sem fylgst hafa með íslensku samfélagi um nokkurt skeið má vera það ljóst að sá árekstur sem varð til þess að frumskipun Landsréttar misfórst á þann hátt sem hún gerði, var afleiðing langvarandi valdabaráttu á milli pólitískrar valdastéttar og lögfræðilegrar valdstéttar landsins. Ekki verður séð að stigin hafi verið nein skref til að bera klæð á þau vopn sem þar voru skökuð, en þó má segja að vopnahlé hafi ríkt síðan. Hversu lengi það varir er erfitt að segja, en mín tillaga væri að skynsamt fólk settist yfir þá atburðarás sem varð og reyndi að draga upplýstan lærdóm af henni. Í því felst að lágmarki, að mínu viti, að gerð verið úttekt á reynslu af núverandi fyrirkomulagi skipunar dómara, sem komið var á árið 2010, með það fyrir augum að leita leiða til þess að tryggja að faglegt hlutverk dómstólanna í stjórnskipuninni verði ekki baráttu valdahópa í samfélaginu að bráð. Þessi pistill byggir á niðurstöðum ritrýndar greinar höfundar, sem nýverið birtist í German Law Journal, sem gefið er út af Cambridge University Press. Hægt er að nálgast greinina í opnum aðgangi á vef útgefandans. Höfundur er rannsóknasérfræðingur við lagadeild Háskóla Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Landsréttarmálið Háskólar Mest lesið Kíkt í húsnæðispakkann Björn Brynjúlfur Björnsson Skoðun Jesú er hot! Þorsteinn Jakob Klemenzson Skoðun Fermingarbörn, sjálfsfróun og frjálslyndisfíkn Einar Baldvin Árnason Skoðun Hvað var RÚV að hvítþvo – og til hvers? Hilmar Kristinsson Skoðun Evra vs. króna. Áhugaverð viðbrögð við ótrúlegum vaxtamun Dagur B. Eggertsson Skoðun Ekki framfærsla í skilningi laga Eva Hauksdóttir Skoðun Vændi og opin umræða Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Hverjar eru hinar raunverulegu afætur? Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Íslenskir Trumpistar Andri Þorvarðarson Skoðun Óbærilegur ómöguleiki íslenskrar krónu Guðbrandur Einarsson Skoðun Skoðun Skoðun Fimm skipstjórar en engin við stýrið Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Fermingarbörn, sjálfsfróun og frjálslyndisfíkn Einar Baldvin Árnason skrifar Skoðun Ekki framfærsla í skilningi laga Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Bætt staða stúdenta - en verkefninu ekki lokið Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Evra vs. króna. Áhugaverð viðbrögð við ótrúlegum vaxtamun Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Hverjar eru hinar raunverulegu afætur? Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Vændi og opin umræða Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Jesú er hot! Þorsteinn Jakob Klemenzson skrifar Skoðun Kíkt í húsnæðispakkann Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Óbærilegur ómöguleiki íslenskrar krónu Guðbrandur Einarsson skrifar Skoðun Íslenskir Trumpistar Andri Þorvarðarson skrifar Skoðun „Sofðu rótt í alla nótt“ – Um stöðu íslenskunnar, lestrarmenningu og ákall til okkar sjálfra Gunnar Már Gunnarsson skrifar Skoðun Í hvað á orkan að fara? Hallgrímur Óskarsson skrifar Skoðun Vegatálmar á skólagöngunni Birna Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Þegar Evrópa fer á hnén og kallar það vináttu Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Hvað var RÚV að hvítþvo – og til hvers? Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Stjórnvöld mega ekki klúðra nýju vaxtaviðmiði Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Að vera húsbyggjandi Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Hærri vörugjöld, lægri samkeppnishæfni Arnar Þór Hafsteinsson skrifar Skoðun Að einfalda veruleikann og breyta öllu í pólitískt fóður Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Tími til kominn Berglind Friðriksdóttir,Gunnsteinn R. Ómarsson,Hrönn Guðmundsdóttir,Sigfús Benóný Harðarson,Vilhjálmur Baldur Guðmundsson skrifar Skoðun Hvers virði er ég ? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun RÚV brýtur á börnum Guðbjörg Hildur Kolbeins skrifar Skoðun Framtíðarsýn Íslands: Raunsæ tækni, græn orka og friður fyrir hugann Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun „Ég ætlaði aldrei að hætta í útgerð“ Sigurgeir B. Kristgeirsson skrifar Skoðun Frjósemisvandi – samfélagsleg ábyrgð og stuðningur María Rut Baldursdóttir,Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin fellir niður jafnrétti íþrótta og gerir vont verra Unnar Már Magnússon skrifar Skoðun 4.865 börn sem bíða í allt að fjögur ár Ragnheiður Dagný Bjarnadóttir skrifar Skoðun Gellupólitík Hlédís Maren Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ísland þarf að tilnefna fulltrúa í European SET Plan Ester Halldórsdóttir skrifar Sjá meira
Á fullveldisdaginn, 1. desember, eru tvö ár liðin frá dómi yfirdeildar Mannréttindadómstóls Evrópu í Landsréttarmálinu svokallaða. Í málinu var lagt mat á hvort við frumskipun dómara í Landsrétti hefði verið gætt að þeirri kröfu Mannréttindasáttmála Evrópu að skipan dómsvaldsins væri ákveðin með lögum. Eins og frægt er varð niðurstaðan sú, að þeir fjórir dómarar sem skipaðir voru án þess að hafa verið metnir á meðal þeirra 15 hæfustu af dómnefnd um hæfni dómaraefna, voru taldir hafa verið skipaðir í trássi við íslensk lög og þar með í trássi við 6. gr. Mannréttindasáttmála Evrópu. Byggði Mannréttindadómstóllinn þar einkum á fyrri niðurstöðu Hæstaréttar Íslands, um að lög hefðu verið brotin við skipun téðra dómara, en lagði síðan annað mat en Hæstiréttur á þýðingu þess ágalla, með tilliti til þeirrar kröfu Mannréttindasáttmálans að skipan dómsvalds skuli ákveðin með lögum. Málið olli pólitískum titringi á Íslandi og vakti athygli í alþjóðlegum kreðsum fræðimanna og lögfræðinga, sem fylgjast með störfum yfirþjóðlegu dómstólanna í Strassborg og Lúxemborg. Nú tveimur árum seinna má sjá að oft hefur verið vísað til Landsréttardómsins, sem fordæmis í síðari dómum bæði Mannréttindadómstólsins og dómstóls Evrópusambandsins um þá kröfu að við skipun dómara í evrópska dómstóla skuli gæta þess að fara að þeim lögum sem um slíka skipun gilda. Hefur það einkum komið upp í málum sem tengjast pólitískum og lögfræðilegum átökum um skipun og skipulag dómsvaldsins í Póllandi. Þannig hefur sú krafa sem Mannréttindadómstóllinn kvað upp úr um að Ísland hefði verið bundið af samkvæmt Mannréttindasáttmálanum, verið yfirfærð á önnur ríki og þannig orðið að evrópsku viðmiði um það hvernig skuli standa að skipun dómara. Þau mistök sem urðu á Íslandi við frumskipun Landsréttar hafa því orðið til þess að þróa frekar stjórnskipulegar varnir gegn því að pólitískir stundarhagsmunir geti haft áhrif á dómstóla og getu þeirra til þess að leysa úr málum þeirra sem þangað leita með hlutlægum og sanngjörnum hætti. Hvað varðar eftirmálana heima á Íslandi þá verður ekki annað séð en að tekist hafi að leysa úr því uppnámi sem starfsemi Landsréttar komst í með farsælum hætti. Dómstóllinn stendur í dag traustum fótum, sem ein af lykilstofnunum íslensks samfélags. Hvort og þá hvaða lærdómur hafi verið dreginn af þeim mistökum sem leiddu til áfellisdóms Mannréttindadómstólsins er þó óvissara. Þeim sem fylgst hafa með íslensku samfélagi um nokkurt skeið má vera það ljóst að sá árekstur sem varð til þess að frumskipun Landsréttar misfórst á þann hátt sem hún gerði, var afleiðing langvarandi valdabaráttu á milli pólitískrar valdastéttar og lögfræðilegrar valdstéttar landsins. Ekki verður séð að stigin hafi verið nein skref til að bera klæð á þau vopn sem þar voru skökuð, en þó má segja að vopnahlé hafi ríkt síðan. Hversu lengi það varir er erfitt að segja, en mín tillaga væri að skynsamt fólk settist yfir þá atburðarás sem varð og reyndi að draga upplýstan lærdóm af henni. Í því felst að lágmarki, að mínu viti, að gerð verið úttekt á reynslu af núverandi fyrirkomulagi skipunar dómara, sem komið var á árið 2010, með það fyrir augum að leita leiða til þess að tryggja að faglegt hlutverk dómstólanna í stjórnskipuninni verði ekki baráttu valdahópa í samfélaginu að bráð. Þessi pistill byggir á niðurstöðum ritrýndar greinar höfundar, sem nýverið birtist í German Law Journal, sem gefið er út af Cambridge University Press. Hægt er að nálgast greinina í opnum aðgangi á vef útgefandans. Höfundur er rannsóknasérfræðingur við lagadeild Háskóla Íslands.
Skoðun Bætt staða stúdenta - en verkefninu ekki lokið Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun „Sofðu rótt í alla nótt“ – Um stöðu íslenskunnar, lestrarmenningu og ákall til okkar sjálfra Gunnar Már Gunnarsson skrifar
Skoðun Tími til kominn Berglind Friðriksdóttir,Gunnsteinn R. Ómarsson,Hrönn Guðmundsdóttir,Sigfús Benóný Harðarson,Vilhjálmur Baldur Guðmundsson skrifar
Skoðun Framtíðarsýn Íslands: Raunsæ tækni, græn orka og friður fyrir hugann Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Frjósemisvandi – samfélagsleg ábyrgð og stuðningur María Rut Baldursdóttir,Sigríður Auðunsdóttir skrifar
Skoðun Ríkisstjórnin fellir niður jafnrétti íþrótta og gerir vont verra Unnar Már Magnússon skrifar