Bandaríski herinn skiptir út frægum þyrlum Samúel Karl Ólason skrifar 6. desember 2022 12:18 Bandaríski herinn vildi farartæki sem gæti flutt minnst tólf hermenn fjögur hundruð kílómetra. V-280 á að geta það. Bell Forsvarsmenn bandaríska hersins gerðu í gær samkomulag við eigendur fyrirtækisins Bell um að skipta út öllum UH-60 Black Hawk þyrlum hersins. Bell mun samkvæmt samningnum framleiða frumgerð af farartækinu V-280, sem er nokkurs konar blendingur þyrlu og flugvélar, fyrir árið 2028. Reynist frumgerðin góð gæti 232 milljóna dala samningur orðið 7,1 milljarða dala samningu um framleiðslu fleiri V-280. Að endingu gæti herinn varið um sjötíu milljörðum dala, eða um tíu billjónum króna, í endurbæturnar, samkvæmt frétt miðilsins Defense One. Herinn hefur notast við UH-60 þyrlur frá Sikorsky frá áttunda áratug síðustu aldar en undanfarin ár hefur staðið yfir samkeppni milli fyrirtækja um það hvaða farartæki eigi að leysa þyrlurnar frægu af. Forsvarsmenn hersins vildu farartæki sem gæti flutt um tólf hermenn allt að fjögur hundruð sjómílur, eða um 740 kílómetra. Herinn hefur notast við hinar frægu UH-60 Black Hawk þyrlur frá áttunda áratug síðustu aldar.EPA/ROBERT GHEMENT V-280 getur tekið á loft eins og þyrla en þegar á loft er komið er hægt að snúa hreyflum farartækisins svo þeir snúa fram á við og fljúga því eins og flugvél. Þetta gerir flugmönnum kleift að fljúga V-280 mun lengra en hefðbundnum þyrlum. Hér að neðan má sjá myndband frá Bell þar sem farið er yfir getu og burði V-280. Sikorsky og Boeing unnu saman að þróun annarrar frumgerðar fyrir herinn. Sú þyrla kallast Defiant X. Flugher Bandaríkjanna opinberaði nýverið nýja gerð huldusprengjuvéla. B-21 verður fyrsta nýja sprengjuvél Bandaríkjanna í rúm þrjátíu en þær geta borið kjarnorkuvopn og eru hannaðar til að sjást ekki á ratsjám. Sjá einnig: Opinbera fyrstu nýju sprengjuvélina í þrjátíu ár Nýju sprengjuvélarnar eru liður í nútímavæðingu kjarnorkuvopnabúrs Bandaríkjanna en nútímavæðing á sér einnig stað í öðrum hlutum herafla Bandaríkjanna, eins og hernum. Sjá einnig: Snúa sér að Kína og Rússlandi Áætlunin er til komin vegna mikillar hernaðaruppbyggingar í Kína og aukinna umsvifa Kínverja í vestanverðu Kyrrahafi. Á undanförnum árum hafa Bandaríkjamenn byrjað að gera umfangsmiklar breytingar á herafla sínum með hliðsjón af því að leggja á mun minni áherslu á hina svokölluðu baráttu gegn hryðjuverkum. Þessum breytingum er ætlað að undirbúa herafla Bandaríkjanna fyrir átök ríkja á milli. Bandaríkin Hernaður Mest lesið Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Innlent Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Innlent Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Erlent Úkraína og Evrópa óttast meðvirkni Trump Erlent Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Innlent Bjartsýn á að Trump nái árangri með Pútín Erlent Níu gistu fangageymslur í nótt Innlent Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Innlent Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Innlent Alelda bíll á Emstruleið Innlent Fleiri fréttir Úkraína og Evrópa óttast meðvirkni Trump Bjartsýn á að Trump nái árangri með Pútín Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Mexíkó hafnar aftur hermönnum Trumps „Úkraínumenn þurfa örugglega að gefa eftir land“ Skotárás á Times Square Nyrsta olíuvinnslusvæði Noregs formlega opnað Eldur kviknaði í sögufrægri dómkirkju Gefur ekkert landsvæði eftir Aserar og Armenar skrefi nær friði eftir sögulegan fund í Hvíta húsinu Geimfari Apollo 13 látinn Trump og Pútín funda í Alaska næsta föstudag Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Ákvörðun öryggisráðsins til marks um enn frekari stigmögnun Skipar hernum í hart við glæpasamtök Stefni á tilraun með kjarnorkuknúna eldflaug á norðurslóðum Fann hagtölur sem honum líkar og hélt óvæntan blaðamannafund Skýrasta myndin af halastjörnunni, eða vopninu, hingað til Sakaði „sveppamorðingjann“ um að hafa eitrað fyrir sér í þrígang Rússar enn að fá „samstöðustyrki“ en Úkraínumenn ekki Sektaður fyrir að aka á 321 kílómetra hraða Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Mun funda með Pútín þó fundur með Selenskí sé hvergi í sjónmáli Flokkurinn fyrir sjálfstætt Austur-Grænland: „Flug til Íslands allt árið!“ Demókratar setja sig í stellingar fyrir forsetaframboð Neitar að hitta Pútín án Selenskís Grönduðu flugvél frá furstadæmunum og felldu fjörutíu málaliða Geislasverð Svarthöfða til sölu Liðþjálfi skaut fimm aðra hermenn Sjá meira
Reynist frumgerðin góð gæti 232 milljóna dala samningur orðið 7,1 milljarða dala samningu um framleiðslu fleiri V-280. Að endingu gæti herinn varið um sjötíu milljörðum dala, eða um tíu billjónum króna, í endurbæturnar, samkvæmt frétt miðilsins Defense One. Herinn hefur notast við UH-60 þyrlur frá Sikorsky frá áttunda áratug síðustu aldar en undanfarin ár hefur staðið yfir samkeppni milli fyrirtækja um það hvaða farartæki eigi að leysa þyrlurnar frægu af. Forsvarsmenn hersins vildu farartæki sem gæti flutt um tólf hermenn allt að fjögur hundruð sjómílur, eða um 740 kílómetra. Herinn hefur notast við hinar frægu UH-60 Black Hawk þyrlur frá áttunda áratug síðustu aldar.EPA/ROBERT GHEMENT V-280 getur tekið á loft eins og þyrla en þegar á loft er komið er hægt að snúa hreyflum farartækisins svo þeir snúa fram á við og fljúga því eins og flugvél. Þetta gerir flugmönnum kleift að fljúga V-280 mun lengra en hefðbundnum þyrlum. Hér að neðan má sjá myndband frá Bell þar sem farið er yfir getu og burði V-280. Sikorsky og Boeing unnu saman að þróun annarrar frumgerðar fyrir herinn. Sú þyrla kallast Defiant X. Flugher Bandaríkjanna opinberaði nýverið nýja gerð huldusprengjuvéla. B-21 verður fyrsta nýja sprengjuvél Bandaríkjanna í rúm þrjátíu en þær geta borið kjarnorkuvopn og eru hannaðar til að sjást ekki á ratsjám. Sjá einnig: Opinbera fyrstu nýju sprengjuvélina í þrjátíu ár Nýju sprengjuvélarnar eru liður í nútímavæðingu kjarnorkuvopnabúrs Bandaríkjanna en nútímavæðing á sér einnig stað í öðrum hlutum herafla Bandaríkjanna, eins og hernum. Sjá einnig: Snúa sér að Kína og Rússlandi Áætlunin er til komin vegna mikillar hernaðaruppbyggingar í Kína og aukinna umsvifa Kínverja í vestanverðu Kyrrahafi. Á undanförnum árum hafa Bandaríkjamenn byrjað að gera umfangsmiklar breytingar á herafla sínum með hliðsjón af því að leggja á mun minni áherslu á hina svokölluðu baráttu gegn hryðjuverkum. Þessum breytingum er ætlað að undirbúa herafla Bandaríkjanna fyrir átök ríkja á milli.
Bandaríkin Hernaður Mest lesið Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Innlent Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Innlent Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Erlent Úkraína og Evrópa óttast meðvirkni Trump Erlent Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Innlent Bjartsýn á að Trump nái árangri með Pútín Erlent Níu gistu fangageymslur í nótt Innlent Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Innlent Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Innlent Alelda bíll á Emstruleið Innlent Fleiri fréttir Úkraína og Evrópa óttast meðvirkni Trump Bjartsýn á að Trump nái árangri með Pútín Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Mexíkó hafnar aftur hermönnum Trumps „Úkraínumenn þurfa örugglega að gefa eftir land“ Skotárás á Times Square Nyrsta olíuvinnslusvæði Noregs formlega opnað Eldur kviknaði í sögufrægri dómkirkju Gefur ekkert landsvæði eftir Aserar og Armenar skrefi nær friði eftir sögulegan fund í Hvíta húsinu Geimfari Apollo 13 látinn Trump og Pútín funda í Alaska næsta föstudag Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Ákvörðun öryggisráðsins til marks um enn frekari stigmögnun Skipar hernum í hart við glæpasamtök Stefni á tilraun með kjarnorkuknúna eldflaug á norðurslóðum Fann hagtölur sem honum líkar og hélt óvæntan blaðamannafund Skýrasta myndin af halastjörnunni, eða vopninu, hingað til Sakaði „sveppamorðingjann“ um að hafa eitrað fyrir sér í þrígang Rússar enn að fá „samstöðustyrki“ en Úkraínumenn ekki Sektaður fyrir að aka á 321 kílómetra hraða Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Mun funda með Pútín þó fundur með Selenskí sé hvergi í sjónmáli Flokkurinn fyrir sjálfstætt Austur-Grænland: „Flug til Íslands allt árið!“ Demókratar setja sig í stellingar fyrir forsetaframboð Neitar að hitta Pútín án Selenskís Grönduðu flugvél frá furstadæmunum og felldu fjörutíu málaliða Geislasverð Svarthöfða til sölu Liðþjálfi skaut fimm aðra hermenn Sjá meira