„Mér finnst Patti vera í einskismannslandi“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 7. desember 2022 12:01 Patrekur Jóhannesson að stýra Stjörnuliðinu í Olís deildinni. Vísir/Diego Karlalið Stjörnunnar í Olís deildinni tapaði á móti Aftureldingu í síðasta leik sínum og strákarnir í Seinni bylgjunni höfðu áhyggjur af því að þjálfari liðsins, Patrekur Jóhannesson, fái ekki nógu mikla aðstoð. Stjarnan missti frá sér leikinn undir lokin þegar Afturelding skoraði þrjú mörk á áttatíu sekúndum. „Í kjölfarið þá bara hrynur sóknarleikur Stjörnunnar. Á þessu tímabili var Gunnar Steinn (Jónsson) með tvær lélegar línusendingar,“ sagði Arnar Daði Arnarsson, sérfræðingur Seinni bylgjunnar. Arnar Daði fór í stuttu máli yfir mistök Stjörnumanna í lok leiksins en þar voru reyndustu leikmenn liðsins ekki að skila. „Þú ert í jöfnum leik á móti Aftureldingu. Þú ert með Tandra Má (Konráðsson), sem á fleiri fleiri ár í atvinnumennsku, Gunnar Stein (Jónsson) og Leó Snær (Pétursson) sem er búinn að spila bæði úti og lengi hérna heima,“ sagði Arnar Daði. „Tökum Gunnar Stein hérna. Hann er með tvö mörk úr sex skotum og tapar boltanum tvívegis. þetta er aðstoðarþjálfari liðsins. Hvaða skilaboð ertu að senda til liðsins,“ spurði Arnar og hélt áfram: „Ég er búinn að fjalla um handbolta heillengi og búinn að tala um þetta í handkastinu í allan vetur. Ég er alltaf að reyna að finna einhverja útskýringar hvað sé að hjá Stjörnunni. Svo vinna þeir leik og allt er frábært, bla bla bla,“ sagði Arnar Daði. „Í hvaða stöðu er Patti einn þarna? Mér finnst Patti vera svolítið í einskismannslandi. Það er erfitt að vera með leikmann sem er spilandi aðstoðarþjálfari,“ sagði Arnar Daði. „Ég skil það með Ása (Ásbjörn Friðriksson hjá FH) sem er frábær leik eftir leik og ef hann er ekki frábær þá er hann bara meiddur. Hvert er hlutverk Gunnars Steins með fullri alvöru“ spurði Arnar. „Patti er að sjá um yngri flokkana og hann er að vinna í húsinu. Hann er að redda hinu og þessu. Er hann ekki svolítið með allt á herðum sér þarna? Hvaða gagnrýnisraddir fær Patti að heyra ef það gengur illa? Hver er að hjálpa honum? Í Krikanum er Logi Geirsson á Steina Arndal og upp á Ásvöllum er Aron Kristjáns að hjálpa til og í Valsheimilinu er Dagur Sig. Hver er að hjálpa Patta í að reyna að finna lausnir á því hver vandinn sé í Garðabænum,“ spurði Arnar Daði enn og aftur. Hér fyrir neðan má sjá þessar vangaveltur og hvað Logi Geirsson hafði að segja við þessu og um Stjörnuliðið. Klippa: Seinni bylgjan: Umfjöllun um þjálfarateymi Stjörnunnar Olís-deild karla Stjarnan Seinni bylgjan Mest lesið „Borgar þrjátíu en færð hundrað prósent“ Handbolti Sjö marka leikur í Lundúnum og enn eitt tap United Enski boltinn Uppgjörið: ÍBV - Vestri 0-2 | Vestramenn aftur á toppinn Íslenski boltinn Leikmaður Palace vann tvær og hálfa milljón á skákmóti Enski boltinn Markmaðurinn á batavegi eftir harkalegt höfuðhögg Fótbolti „Þetta var minn síðasti körfuboltaleikur“ Körfubolti Í beinni: Chelsea - Liverpool | Nýju meistararnir mættir á Brúna Enski boltinn „Verið að kveðja góðan mann með mjög glæstan feril“ Körfubolti Ætla að nýta reiðina í Meistaradeildinni Enski boltinn Yngstur til að byrja leik fyrir United í ensku úrvalsdeildinni Enski boltinn Fleiri fréttir Gríðarlega spenna á toppnum en stórleikur Viggós dugði ekki til „Borgar þrjátíu en færð hundrað prósent“ Kolstad rétti úr kútnum og komst í úrslit Lærisveinar Arnórs laumuðu sér upp fyrir lið Guðmundar Þórir ráðinn til HSÍ Mætir bróður sínum í úrslitum: „Staðfestur titill á okkar heimili“ Uppgjörið: Valur - Afturelding 33-29 | Afturelding send í sumarfrí og Valsmenn leika til úrslita Fram á lífi eftir sigur gegn Haukum Stjarnan áfram í Olís deildinni Íslandsmeistararnir örugglega í úrslit Haukur meistari í Rúmeníu „Verður svakalegur leikur“ Gísli og Ómar drógust gegn meisturunum Sjáðu sigurmark Gísla gegn Veszprém Janus Daði öflugur þegar Pick Szeged féll naumlega úr keppni Viggó og Andri Már frábærir í sigrum sinna liða Gísli Þorgeir skaut Magdeburg áfram Orri sá farmiðann til Kölnar enda í tætaranum Gagnrýnir HSÍ harðlega: „Enginn metnaður til að gera betur“ Valur í kjörstöðu gegn ÍR Góður leikur Þorsteins Leó dugði ekki í Frakklandi Uppgjörið: Haukar - Fram 25-24 | Orkufrekur eltingaleikur „Ég er smá í móðu“ Haraldur tekur við Fram af Rakel „Treysti bara á að allt þetta fólk mæti“ Uppgjörið: Afturelding - Valur 29-26 | Einvígið ræðst í oddaleik Guðjón Valur missir fyrirliðann sinn „Við ætlum að klára að Íslandsmeistaratitilinn“ Uppgjörið: Fram - FH 34-33 | Fram í úrslit eftir tvíframlengdan leik Selfoss skaust aftur upp í Olís-deildina Sjá meira
Stjarnan missti frá sér leikinn undir lokin þegar Afturelding skoraði þrjú mörk á áttatíu sekúndum. „Í kjölfarið þá bara hrynur sóknarleikur Stjörnunnar. Á þessu tímabili var Gunnar Steinn (Jónsson) með tvær lélegar línusendingar,“ sagði Arnar Daði Arnarsson, sérfræðingur Seinni bylgjunnar. Arnar Daði fór í stuttu máli yfir mistök Stjörnumanna í lok leiksins en þar voru reyndustu leikmenn liðsins ekki að skila. „Þú ert í jöfnum leik á móti Aftureldingu. Þú ert með Tandra Má (Konráðsson), sem á fleiri fleiri ár í atvinnumennsku, Gunnar Stein (Jónsson) og Leó Snær (Pétursson) sem er búinn að spila bæði úti og lengi hérna heima,“ sagði Arnar Daði. „Tökum Gunnar Stein hérna. Hann er með tvö mörk úr sex skotum og tapar boltanum tvívegis. þetta er aðstoðarþjálfari liðsins. Hvaða skilaboð ertu að senda til liðsins,“ spurði Arnar og hélt áfram: „Ég er búinn að fjalla um handbolta heillengi og búinn að tala um þetta í handkastinu í allan vetur. Ég er alltaf að reyna að finna einhverja útskýringar hvað sé að hjá Stjörnunni. Svo vinna þeir leik og allt er frábært, bla bla bla,“ sagði Arnar Daði. „Í hvaða stöðu er Patti einn þarna? Mér finnst Patti vera svolítið í einskismannslandi. Það er erfitt að vera með leikmann sem er spilandi aðstoðarþjálfari,“ sagði Arnar Daði. „Ég skil það með Ása (Ásbjörn Friðriksson hjá FH) sem er frábær leik eftir leik og ef hann er ekki frábær þá er hann bara meiddur. Hvert er hlutverk Gunnars Steins með fullri alvöru“ spurði Arnar. „Patti er að sjá um yngri flokkana og hann er að vinna í húsinu. Hann er að redda hinu og þessu. Er hann ekki svolítið með allt á herðum sér þarna? Hvaða gagnrýnisraddir fær Patti að heyra ef það gengur illa? Hver er að hjálpa honum? Í Krikanum er Logi Geirsson á Steina Arndal og upp á Ásvöllum er Aron Kristjáns að hjálpa til og í Valsheimilinu er Dagur Sig. Hver er að hjálpa Patta í að reyna að finna lausnir á því hver vandinn sé í Garðabænum,“ spurði Arnar Daði enn og aftur. Hér fyrir neðan má sjá þessar vangaveltur og hvað Logi Geirsson hafði að segja við þessu og um Stjörnuliðið. Klippa: Seinni bylgjan: Umfjöllun um þjálfarateymi Stjörnunnar
Olís-deild karla Stjarnan Seinni bylgjan Mest lesið „Borgar þrjátíu en færð hundrað prósent“ Handbolti Sjö marka leikur í Lundúnum og enn eitt tap United Enski boltinn Uppgjörið: ÍBV - Vestri 0-2 | Vestramenn aftur á toppinn Íslenski boltinn Leikmaður Palace vann tvær og hálfa milljón á skákmóti Enski boltinn Markmaðurinn á batavegi eftir harkalegt höfuðhögg Fótbolti „Þetta var minn síðasti körfuboltaleikur“ Körfubolti Í beinni: Chelsea - Liverpool | Nýju meistararnir mættir á Brúna Enski boltinn „Verið að kveðja góðan mann með mjög glæstan feril“ Körfubolti Ætla að nýta reiðina í Meistaradeildinni Enski boltinn Yngstur til að byrja leik fyrir United í ensku úrvalsdeildinni Enski boltinn Fleiri fréttir Gríðarlega spenna á toppnum en stórleikur Viggós dugði ekki til „Borgar þrjátíu en færð hundrað prósent“ Kolstad rétti úr kútnum og komst í úrslit Lærisveinar Arnórs laumuðu sér upp fyrir lið Guðmundar Þórir ráðinn til HSÍ Mætir bróður sínum í úrslitum: „Staðfestur titill á okkar heimili“ Uppgjörið: Valur - Afturelding 33-29 | Afturelding send í sumarfrí og Valsmenn leika til úrslita Fram á lífi eftir sigur gegn Haukum Stjarnan áfram í Olís deildinni Íslandsmeistararnir örugglega í úrslit Haukur meistari í Rúmeníu „Verður svakalegur leikur“ Gísli og Ómar drógust gegn meisturunum Sjáðu sigurmark Gísla gegn Veszprém Janus Daði öflugur þegar Pick Szeged féll naumlega úr keppni Viggó og Andri Már frábærir í sigrum sinna liða Gísli Þorgeir skaut Magdeburg áfram Orri sá farmiðann til Kölnar enda í tætaranum Gagnrýnir HSÍ harðlega: „Enginn metnaður til að gera betur“ Valur í kjörstöðu gegn ÍR Góður leikur Þorsteins Leó dugði ekki í Frakklandi Uppgjörið: Haukar - Fram 25-24 | Orkufrekur eltingaleikur „Ég er smá í móðu“ Haraldur tekur við Fram af Rakel „Treysti bara á að allt þetta fólk mæti“ Uppgjörið: Afturelding - Valur 29-26 | Einvígið ræðst í oddaleik Guðjón Valur missir fyrirliðann sinn „Við ætlum að klára að Íslandsmeistaratitilinn“ Uppgjörið: Fram - FH 34-33 | Fram í úrslit eftir tvíframlengdan leik Selfoss skaust aftur upp í Olís-deildina Sjá meira
Uppgjörið: Valur - Afturelding 33-29 | Afturelding send í sumarfrí og Valsmenn leika til úrslita